Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
Eru framleiðendur
sjávaraíurða beittir þving-
unum af sölusamtökum?
— eftir Gunnar
Flóvenz
{ tilefni af deilum í fjölmiðlum
milli iðnaðarráðherra og Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsnna út
af sölumálum á freðfiski hefir ný-
lega birzt í dagblöðum greinar-
gerð frá Guðmundi H. Garðars-
syni, blaðafulltrúa SH.
í þessari greinargerð er á einum
stað vikið að mismun á sölufyrir-
komulagi Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna annars vegar og
Sölusambands íslenzkra fiskfram-
leiðenda (SÍF) og Síldarút-
vegsnefndar (SÚN) hins vegar.
Orðrétt segir í grein Guðmundar:
„ ... Allt tal ráðherra um staðnaða ein-
okun hvað SH varðar er út í hött. SH
eru frjáls sölusamtök um 70 frystihúsa
hvaðanæva á landinu. Það er enginn
þvingaður til að vera í samtökunum.
SH nýtur ekki lagaverndar eins og
Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda
(SÍF) og Síldarútvegsnefnd ... “
Þar sem ég hygg að ýmsir muni
skilja þennan samanburð á þann
veg, að framleiðendur saltfisks og
saltsíldar séu með lagaboðum
„þvingaðir" til að selja afurðir sín-
ar fyrir milligöngu SÍF og SÚN,
tel ég ástæðu til að leiðrétta þann
misskilning að því er Síldarút-
vegsnefnd varðar.
Eftir áratuga öngþveiti í síldar-
sölumálunum neyddist Alþingi ár-
ið 1934 til að setja sérstök lög um
skipulagningu og útflutning á
saltaðri síld. Lögum þessum hefir
síðan tvívegis verið breytt (1962
og 1968) að ósk Síldarútvegsnefnd-
ar og félaga síldarsaltenda. Fram-
an af var SÚN fyrst og fremst eins
konar eftirlitsstofnun, en 1945 fól
nýsköpunarstjórnin svonefnda,
undir forsæti Ólafs Thors, Síldar-
útvegsnefnd að annast sölu og út-
flutning á öllum tegundum salt-
aðrar sildar og hefir svo verið síð-
an.
Samkvæmt lögunum getur sjáv-
arútvegsráðherra veitt SÚN
einkaleyfi til útflutnings á saltsíld
til eins árs í senn. Kinkaleyfi þetta
er ekki veitt nema með samþykki
samtaka sfldarsaltenda, útvegs-
manna og sjómanna.
Undirritaður hefir veitt skrif-
stofu Síldarútvegsnefndar í
Um kosti
og galla
núverandi sölu-
fyrirkomulags
Reykjavík forstöðu síðan hún var
stofnuð í september 1950. Á þess-
um 33 árum hefir aldrei komið
upp minnsti ágreiningur milli
SÚN og framangreindra hags-
munasamtaka um fyrirkomulag á
sölumálunum og samvinnan milli
SÚN og síldarsaltenda hefir verið
eins og bezt verður á kosið. Af 8
stjórnarnefndarmönnum SÚN eru
5 tilnefndir af þessum samtökum.
Á þessum 33 árum hefir það í
örfá skipti borið við, að íslenzkir
kaupsýslumenn hafi talið sig
hugsanlega geta náð betri árangri
í sölumálum Suðurlandssíldar á
vissum mörkuðum en við hjá Síld-
arútvegsnefnd og óskað eftir
heimild til sölutilrauna. í öllum
þessum tilfellum var látið á þetta
reyna og viðkomandi aðilum þá
um leið veitt aðstoð SÚN, eftir því
sem óskað var eftir. Við nánari
könnun kom þó í öllum tilfellum i
ljós að bugmyndirnar voru byggð-
ar á ófullnægjandi upplýsingum
erlendis frá, misskilningi um
markaðsmöguleikana eða þá að
ekki reyndist unnt að ná sambæri-
legu verði og skilmálum og fyrir
lágu hjá SÚN hverju sinni. Eng-
inn ágreiningur varð milli SÚN og
viðkomandi aðila í þessum efnum.
Það er því algjör misskilningur,
ef einhverjir skyldu halda að nú-
verandi sölufyrirkomulagi á salt-
aðri síld sé þröngvað upp á síldar-
saltendur. Því ber að harma að
jafn ágætur maður og Guðmundur
H. Garðarsson skulu gefa í skyn í
áðurnefndum blaðagreinum að
sölufyrirkomulagi saltfisks og
saltsíldar sé „þvingað" upp á við-
komandi framleiðendur. SH hefir
unnið það mikið og gott starf í
þágu íslenzks sjávarútvegs að
óþarft ætti að vera að reyna að
gera sölufyrirkomulag á öðrum
sjávarafurðum tortryggilegt til
varnar málstað SH. Ég vona samt
sem áður að þessi samanburður
Guðmundar H. Garðarssonar stafi
af misgáningi, en jafnvel þótt svo
sé, er leiðrétting óhjákvæmileg.
- O -
í ágætum útvarpsþætti í síðustu
viku kom enn einu sinni upp sá
gamli misskilningur að ríkiseinka-
sala væri á síldarútflutningi og
mun þá sennilega hafa verið átt
við saltaða síld. Mér er tjáð að
þetta hafi verið leiðrétt næsta
dag. En í tilefni þessa skal það þó
ennþá einu sinni áréttað að ekki er
um neins konar ríkiseinkasölu að
ræða þótt sérstök lög gildi um út-
flutning saltsíldar, eins og ýmsan
annan útflutning landsmanna.
Þennan sífellda misskilning má
oft rekja til hins óheppilega nafns
„Síldarútvegsnefnd" sem laga-
smiðirnir gáfu stofnuninni á sín-
um tima.
í þessu sambandi er einnig rétt
að taka það skýrt fram, að Síldar-
útvegsnefnd hefir aldrei fengið fé
úr ríkissjóði eða öðrum opinberum
sjóðum. Til þess að standa undir
rekstri stofnunarinnar fær hún
sölulaun af útfluttri saltsíld og
rekstrarvörum þeim, sem hún
flytur inn, á svipaðan hátt og ýms-
ar aðrar sambærilegar útflutn-
ingsstofnanir.
- O -
Veiting einkaleyfa til útflutn-
ings á hinum ýmsu sjávarafurðum
hefir löngum verið ágreiningsmál
á íslandi og í umræðum þar að
lútandi hefir stundum gætt nokk-
urrar vanþekkingar eða einhliða
sjónarmiða. Auk þess mótast af-
staða vanþekkingar eða einhliða
sjónarmiða. Auk þess mótast af-
staða deiluaðila of oft af því,
hvaða starfi þeir gegna eða hvaða
atvinnurekstur þeir stunda.
Hverjum þykir sinn fugl fagur.
Með tilliti til þessa og af öðrum
gefnum tilefnum vil ég leyfa mér
að nota tækifærið og birta hér á
eftir kafla úr erindi er ég flutti á
ársfundi SÚN með síldarsaltend-
um 28. apríl 1981, en í erindinu var
gerð tilraun til að lýsa helztu kost-
um og göllum núverandi sölufyr-
irkomuiags:
„... Þó að ekki sé kunnugt um neinar
óskir frá saltendum um breytingar á
sölufyrirkomulagi saltaðrar sfldar,
þykir mér full ástæða til að við ræðum
það mál. Ég segi fyrir mitt leyti að ég
gæti ekki hugsað ér að starfa undir
einkasölufyrirkomulagi nema full sam-
staða sé um það meðal framleiðenda og
annarra þeirra aðila, sem brýnna hags-
muna eiga að gæta f viðkomandi fram-
leiðslugrein.
Einkasala á útflutningsvöru tak-
markar óneitanlega athafnafrelsi
manna og á að mínum dómi ekki rétt á
sér nema menn séu sammála um að
þjóðarnauðsyn krefji og að yfirgnæf-
andi meirihluti framleiðenda í viðkom-
andi grein óski eftir slfku fyrirkomu-
lagi, enda hefi ég látið þau orð falla á
fiskiþingi og víðar, að ef t.d. einn til
tveir af hverjum tíu saltsíldarframleið-
endum væru andvigir núverandi fyrir-
komulagi, þá sé mjög vafasamt að veita
einkasöluréttinn, þótt hann sé aðeins
til eins árs í senn.
Enda þótt ég sé þeirrar skoðunar að
kostir núverandi fyrirkomulags séu
fleiri og þyngri á metunum en gallarn-
ir, tel ég nauðsynlegt að við gerum
okkur ljóst f hverju gallarnir eru fólgn-
ir og reynum að bæta úr þeim, ef unnt
er.
Kostina við einkasölu tel ég vera m.a.
þessa:
1. Komið er f veg fyrir að framleiðend-
ur og/ eða útflytjendur bjóði vöruna
hver niður fyrir öðrum f einu eða
öðru formi.
2. Sterkari aðstaða næst f baráttunni
við erlenda samkeppnisaðila sem f
mörgum tilfellum hafa byggt upp
stór og fjársterk samtök.
3. Auðveldara og ódýrara er fyrir sölu-
samtök — ef þau eru vel skipulögð
— að afla upplýsinga og fylgjast
stöðugt með markaðsþróuninni, en
ef hver framleiðandi þyrfti að hafa á
Gunnar Flóvenz
„Það er því algjör mis-
skilningur, ef einhverjir
skyldu halda að núverandi
sölufyrirkomulagi á salt-
aðri sfld sé þröngvað upp
á sfldarsaltendur. Því ber
að harma að jafn ágætur
maður og Guðmundur H.
Garðarsson skuli gefa í
skyn í áðurnefndum
blaðagreinum að sölufyr-
irkomulagi saltfisks og
saltsfldar sé „þvingað"
upp á viðkomandi fram-
leiðendur.“
eigin hendi slfka starfsemi.
4. Unnt er að nýta markaðsmöguleik-
ana betur og má f þvf sambandi
minna á að gegnum einkaréttarfyr-
irkomulagið hefir á undanförum ár-
um verið unnt að tryggja sölu á öll-
um stærðarflokkum, fituflokkum
o.s.frv.
5. Unnt er að verðjafna sfldina, sem fer
á hina ýmsu markaði, þannig að um
óeðlilega mismunun verði ekki að
ræða. Einnig er unnt með þessu
fyrirkomulagi að framkvæma eðli-
lega og réttláta verðjöfnun eftir teg-
undum og stærðum.
6. Afgreiðslu og flutning sfldarinnar
til hinna ýmsu markaðslanda ætti
að vera auðveldara að skipuleggja á
hagkvæmari og ódýrari hátt en ella.
7. Unnt er að skipuleggja söltunina á
þann hátt að ekki sé hætta á að
framleitt verði meira en markaður-
inn þolir af einstökum tegundum,
stærðarflokkum eða fituflokkum.
8. Hægt er að takmarka eða stöðva
söltunina hvenær sem er, til að
koma í veg fyrir verðfall eða annað
hugsanlegt tjón fyrir heildina.
9. Auðveldara ætti að vera að vinna að
nýtingu sfldarinnar og markaðsöfl-
un með langtfmasjónarmið f huga,
svo framarlega sem eðlilegt ástand
ríkir f landinu.
Ef við aftur á móti lltum á galla
einkasölufyrirkomulagsins þá má helzt
nefna eftirfarandi atriði:
1. Hætta er á að sameiginleg sala geti
leitt til þess að einstaka framleið-
endur vandi ekki framleiðslu sína
sem skyldi í trausti þess að samtök-
in taki á sig hugsanlegar skaðabæt-
ur, þ.e.a.s. svo framarlega sem ekki
er örugglega unnt að sanna frá
hvaða framleiðanda hin slæma vara
kom.
2. Það er meiri freisting en ella fyrir
einstaka framleiðendur að spara út-
gjöld á kostnað gæðanna þegar þeir
vita að þeir fá sama verð fyrir vör-
una og hinir sem vanda framleiðsl-
una. Af sömu ástæðum er meiri
hætta á að tekið verði lélegt hráefni
til vinnslunnar. Slík vinnubrögð
hljóta fyrr eða siðar að koma f einu
eða öðru formi niður á heildinni.
3. Með einkasölufyrirkomulagi eru
markaðs- og sölumálin falin fáum
mönnum sen engan veginn er öruggt
að nái því hæsta verði og þeim beztu
kjörum sem völ kann að vera á.
4. Einkasöluaðstaðan kallar einnig á
þá hættu að menn verði værukærari
eða sofni á verðinum þannig að sölu-
og markaðsstarfsemin verði óvirkari
en ella.
5. Hætta er á að einkasöluaðilar séu
sljóir fyrir nýjungum, þ.m.t. nýjum
mörkuðum, nýjum tegundum, verk-
unaraðferðum o.s.frv.
6. Með einkasölufyrirkomulagi er einn-
ig hætta á að einkasöluaðilinn geri
framleiðendum ekki nægilega grein
fyrir markaðnum og markaðskröf-
unum og að þekking saltenda á þess-
um þýðingarmiklu málum verði
minni en ef hver verður að bjarga
sér.
7. Að lokum má geta þess að ýmsir
sérfræðingar benda oft á að með
einkasölufyrirkomulagi sé haldið
uppi framleiðslu hjá smáum óhag-
kvæmum fyrirtækjum sem gefast
myndu upp ef salan væri frjáls. Er-
lendis hefir og verið bent á, að sama
verð til allra framleiðenda, hvar sem
er f viðkomandi landi, leiði til þess
að framleiðslan dreifist á of marga
staði og þá jafnframt á staði, sem
óheppilegir eru taldir fyrir viðkom-
andi framleiðslugrein og að þetta
leiði til aukins kostnaðar, sem lækki
endanlegt verð fyrir heildina.
Á þessar tvær síðastnefndu kenning-
ar legg ég engan dóm, þ.e.a.s. hvort þær
geti átt viö hér á landi, enda er aðstaða
ikkar í þessum efnum ekki sambærileg
við það sem víða þekkist erlendis.
Ég tel að ýmsir kostir einkasölufyr-
irkomulagsins hafi notið sín f sam-
bandi við sölu og útflutning ýmissa
fiskafurða okkar, en aðrir kostir ekki
alltaf. Einnig er ég þeirrar skoðunar að
sumir ókostirnir hafi reynzt okkur dýr-
ir og þá ekki sízt kæruleysi og óvand-
virkni, sem stundum viðgengst hér á
landi f skjóli hinna ýmsu samtaka,
hvaða nafni svo sem þau nefnast ... “
Hugleiðingar þessar eru rifjað-
ar hér upp til að reyna að sýna
fram á, að erfitt er að finna fyrir-
komulag í afurðasölumálum
okkar, sem er gallalaust og að
flest orkar tvímælis þá gert er,
enda heyrast annað veifið raddir
um að núverandi sölufyrirkomu-
lag helztu sjávarafurða okkar sé
gamalt og úrelt og að breytinga sé
þörf á því sviði eins og svo mörg-
um öðrum.
Það er skoðun mín, að ef þeir
gallar, sem mest eru áberandi í
sambandi við núverandi fyrir-
komulag, verða ekki lagaðir og
ábyrgð einstaka framleiðenda
stóraukin hvað vöruvöndun o.fl.
áhrærir, hljóti fyrr eða síðar að
koma að því, að á það verði látið
reyna á ný, hvor kosturinn sé
þjóðhagslega æskilegri, frjáls út-
flutningur eða útflutningur á veg-
um núverandi sölusamtaka. Raun-
hæfan samanburð virðist því mið-
ur ekki unnt að fá með öðru móti.
Því til skýringar vil ég nefna, að
ýmsir forsvarsmenn sölusamtak-
anna hafa bent á, að ekki geti orð-
ið um neinn meðalveg að ræða í
þessum efnum, þar sem sú hætta
sé fyrir hendi, að útflytjendur,
sem standa utan sölusamtakanna,
myndu aðeins snúa sér að hag-
stæðustu mörkuðunum en láta
samtökin ein um óhagstæðari
markaðina. Afleiðingin yrði sú, að
meðlimir samtakanna nytu þá að
jafnaði verri kjara en hinir og að
samtökin myndu þar af leiðandi
fljótlega leysast upp. Auk þess
myndi þá öll framleiðslustjórnun
fara úr böndum. Hér skal enginn
dómur lagður á réttmæti þessara
skýringa.
Að lokum skal það áréttað, til
að fyrirbyggja hugsanlegan mis-
skilning, að ekki er vitað til þess
að neinn ágreiningur ríki um nú-
verandi sölufyrirkomulag á salt-
síldinni, en það er þó engin sönnun
þess að fyrirkomulag okkar sé
endilega það ákjósanlegasta.
Vandamáiin vegna skorts á vöru-
vöndun eru ekki minni hjá okkur,
sem störfum að sölumálum salt-
síldar, en öðrum sölusamtökum
auk þess sem framleiðsla á ýmsum
tegundum saltsíldar er vandasam-
ari en á flestum ef ekki öllum öðr-
um fiskafurðum, sem framleiddar
eru í landinu. Kæruleysi örfárra
manna í hverri grein fiskiðnaðar-
ins getur stefnt í hættu afkomu og
margra ára uppbyggingarstarfi
allra hinna.
Reykjavík, 31. október 1983.
Cunnar Flóvenz er framkræmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar.
Basar Kvennadeildar
Rauða krossins
Kvennadeild Reykjavfkurdeild-
ar Kauóa krossins heldur hinn ár-
lega basar sinn í Félagsheimili
Fóstbræðra, Langholtsvegi 109,
sunnudaginn 6. nóv., og hefst hann
kl. 2 e.h.
Þar verða konurnar með á
boðstólum margskonar handa-
vinnu, heimabakaðar kökur,
jólakort félagsins og margt
fleira.
Allur ágóðinn rennur til bóka-
kaupa fyrir sjúklingabókasöfn
spítalanna.
Myndin sýnir nokkra af mun-
um þeim, sem á boðstólum eru.