Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
47
»«----tr-in-iH_____
»orgunD«»OKJ/ rriopfOiur
• Sænski snillingurinn Jan Ove Waldner sýndi listir sínar f Laugardalshöll í gærkvöldi er Noröurlandamótid í borötennis hófst. Ekki er
vitað hvort hann er nærsýnn — en á þessari stórskemmtilegu mynd viröist hann vera að skoöa boltann gaumgæfilega. Mótiö hófst á
landskeppninni. í kvennaflokki lék island tvo leiki — tapaöi 0:3 fyrir Finnum og Dönum. islendingar töpuöu svo í karlaflokki 0:5 fyrir
Dönum og Svíar unnu Finna 5:0. Svíar unnu svo Norömenn 5:0. Þaö er greinilegt aö Svíar eru meö yfirburöalið í keppninni.
Þórarar
taplausir
ÞORBERGUR Aöalsteinsson, eöa
„Bumbinn hans Bogdans" eint
og gárungarnir f Vestmannaeyj-
um kalla hann þessa dagana
skoraöi tfu mörk er Þórarar sigr-
uóu Fram í toppbaráttu 2. deildar
í handbolta í gærkvöldi f Eyjum.
Þór sigraöi 17:16, eftir aö Fram
haföi haft 10:7 yfir í hafleik.
Leikurinn einkenndist af góöum
og höröum varharleik og mjög
góöri markvörslu. Þorbergur var
bestur Þórara ásamt Sigmari
Þresti markveröi, og Heimir Guö-
mundsson markvöröur Fram, var
besti maöur liösins ásamt Óskari
Þorsteinssyni. Heimir varöi frá-
bærleqa vel á köflum.
Á Seltjarnarnesi vann Grótta IR
í 2. deild 21:17. Staöan í hálfl
var 8:4 fyrir Gróttu.
Stjarnan vann
GUÐMUNDUR Þóróarson tryggói
Stjörnunní sigur á Haukum, 20:19,
í 1. deildinni í handbolta úr víta-
kasti nokkrum sek. fyrir leikslok f
gærkvöldi. Leiknum lauk ekki
fyrr en seint. Stjarnan var yfir, 9:7,
í hálfleik. Hannes Leifsson skoraöi
7:1 fyrir Stjörnuna, en Þórir Gfsla-
son skoraöi 6 mörk fyrir Hauka.
Valsmenn léku sér
að Keflvíkingum
VALSMENN unnu laufléttan sigur á ÍBK í úrvalsdeildinni f körfubolta f
íþróttahúsinu í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur uröu 106:78 fyrir Val og
segja tölurnar alveg til um gang leiksins. Yfirburðir Vals voru miklir frá
fyrstu mín. til hinnar síöustu og Keflvfkingar áttu aldrei möguleika.
Valsmenn léku skinandi vel allan
tímann enda mótstaöa Keflvíkinga
litil sem engin. Staöan í hálfleik var
49:36 fyrir Val — þrettán stiga
munur, og í seinni hálfleik jókst
munurinn enn. Er fimm og hálf
mín. var liöin af hálfleiknum var
munurinn oröinn 25 stig - 69:44.
Þá náöu Keflvíkingar aö halda í vlö
Valsmenn um tíma en síöan fór allt
í sama fariö. Mestur varð munur-
inn er tvær mín. voru eftir —
104:72 — þrjátíu og tveggja stiga
munur.
íþróttir helgarinnar:
Norðurlandamótið í
borðtennis ber hæst
Aöalíþróttaviðburöur helgar-
innar er aö sjálfsögöu Noröur-
landamótiö í borðtennis sem
fram fer í Laugardalshöll, og
hófst reyndar í gærkvöldi. Þaó
heldur áfram í dag og lýkur svo á
morgun. Keppni hefst kl. 9 og
stendur til kl. 20 bæöi f dag og á
morgun.
i dag er einn leikur í 1. deildinni
í handolta — FH og KA leika í
Hafnarfiröi kl. 15.15. i 2. deild leika
Selfoss og Skallagrímur, Týr og
Þór, Ak. og Ármann og ÍBK. Allir
hefjast leikirnir kl. 14.00. Síöast-
nefndi leikurinn er í Seljaskóla.
i 1. deild kvenna eru fjórir leikir:
FH-Valur kl. 14.00 og ÍA-Fylkir,
sem hefst á sama tíma. KR og Vík-
ingur hefja leik kl. 15.15 og Fram
og ÍR kl. 16.30. Tveir síöastnefndu
leikirnir eru í Seljaskóla.
Á morgun er einn leikur (2. deild
karla. HK og Breiöablik leika kl.
14.
KR og Haukar leika í úrvals-
deildinni kl. 14 í dag í íþróttahúsi
Hagaskóla, og á morgun leika ÍR
og UMFN í íþróttahúsi Seljaskóla
kl. 14.
Síöustu þrjár og hálfa mínútuna
settu Keflvíkingar varaliöiö inn á
og virtist leikur liösins ekki versna
viö það. Þess má geta aö Björn
Víkingur lék ekki meö ÍBK — var
veikur. Þorsteinn Bjarnason fann
sig ekki fyrr en um miðjan síöari
hálfleik og skoraði meiri part sinna
stiga eftir þaö.
Stigin:
ÍBK: Jón Kr. 27, Þorsteinn Bjarna-
son 20, Guöjón Skúlason 12, Pétur
Jónsson 7, Hrannar Hólm 4, Haf-
þór Óskarsson 2, Óskar Nikulás-
son 2, Siguröur Ingimundarson 2
og Guöbrandur Stefánsson 2.
Valur: Kristjah Ágústsson 30,
Tómas Holton 17, Jón Steingríms-
son 16, Torfi Magnússon 14, Jó-
hannes Magnússon 14, Valdimar
Guölaugsson 5, Leifur Gústavsson
5, Einar Ólafsson 4 og Björn Zoega
1 — ÓT/SH.
Hilmar Sigurgíslason skorar hár annað tveggja marka sinna gegn KA f
gærkvöldi. MorgunM«Ma/Fri6j>|ó«ur
KA-menn sprungu á limminu
KA-MENN sprungu á limminu í
gærkvöldi í leik sínum vió Víking
í 1. deildinni í handbolta í fþrótta-
húsi Seljaskóla. Noröanmenn
höfóu forystuna frá því um miój-
an fyrri hálfleik þar til fimmtán
mín. voru eftir. Vfkingur sigraöi
22:18 — en KA var yfir, 10:9, í
hálfleik.
Staöan var 15:13, KA í vil, er
seinni hálfleikur nákvæmlega
hálfnaöur, en þá brást úthald
þeirra gjörsamlega. Víkingar löbb-
uöu í gegnum vörnina hvaö eftir
annaö þaö sem eftir var leiksins og
sigruöu örugglega. Sóknarleikur
KA lét einnig á sjá seinni part
seinni hálfleiks en fram að því
haföi hann veriö all frambærilegur.
Víkingar voru heldur slakir — en
þeir tóku sig saman í andlitinu
undir lokin. KA var reyndar yfir,
16:15, en þá tóku Víkingar mikinn
kipp. Eftir aö hafa jafnaö, 16:16,
komust þeir í 18:16, og síöan í
22:17. Eftir aö KA haföi skoraö sitt
17. mark geröi Víkingur því fjögur í
röö. Kristján Óskarsson lagaöi
stööuna svo örlítiö fyrir KA úr víta-
kasti eftir leiktíma.
Varnarleikur íslandsmeistar-
anna var ekki upp á marga fiska
lengst af, en skánaöi í lokin. Viggó
Sigurösson sat á bekknum þar til
um miðjan seinni halfleik, en eftir
aö hann kom inn á, óþreyttur, fór
sóknarleikur Víkings loksins í gang
af alvöru.
KA-menn réöu einnig lítiö viö
Sigurö Gunnarsson sem skoraöi
mörg falleg mörk meö langskotum
- oftast reyndar óáreittur.
Mörkin. Víkingur: Siguröur Gunn-
arsson 9, Höröur Haröarson 6,
Hilmar Sigurgíslason 2, Viggó Sig-
urösson 2, Steinar Birgisson 1,
Guðmundur B. Guömundsson 1
og Karl Þrainsson 1. KA: Erlingur
Kristjánsson 5, Magnús Birgisson ,
Kristján Óskarsson , Siguröur Sig-
urðsson , Þorleifur Ananíasson 1,
Logi Már Einarsson 1, Jóhann Ein-
arsson og Jón Kristjansson 1.
Góöir dómarar voru Karl Jó-
hannsson og Gunnar Kjartansson.
-SH.
DREGID19. NÓVEMBER
í byggingarhappdrætti SÁÁ