Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 33 Dudley Moore í hlutverki sálfræðingsins skálar við sjúkling. Freud tekinn í karphúsið Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Lovesick. Leikstjóri og höfundur handrits: Marshall Brickmann. Tónlist: Philippe Sarde. Mikill maður Sigmund Freud. Ekki nóg með að þessi aldamóta- sálfræðingur sé vinsælasti grip- urinn í stærstu myndaþjónustu heims vestur í henni Ameríku og slái þar út Marx og Jesú Krist, heldur hafa menn nú eytt heilli kvikmynd í að afsanna kenning- ar hans og hæðast að lærisvein- unum. Þessa kvikmynd getur nú að líta á tjaldi Austurbæjarbíós og gengur hún undir nafninu Ástsjúkur. Lýsir myndin virtum sálfræðingi sem starfar vestur í Nýju Jórvík að sálkönnun í anda meistara Freud, en hrasar á brautinni er hann hittir stúlku nokkra sem í krafti æskufjörs smýgur undan sálgreiningunni. Er athyglisvert hve stúlka þessi er snögg að snúa hinum virta sálgreinanda af braut meistara Freuds. Er einsog sálkönnuðin- um hafi ætíð leiðst ákaflega í starfinu og þurfi ekki nema smá- skot til að snúa honum inná glænýja lífsbraut. Þetta er svo sem allt gott og blessað. Vafalaust má færa að því gild rök að sálgreiningarað- ferð meistara Freud sé orðin lú- in og sé raunverulega úrelt á þeirri öld hraðans sem nú geisar. Þá er ekki fráleitt að ætla að hinir rándýru sálkönnuðir vest- anhafs hafi læst sig inní fíla- beinsturni og hugsi meira um að hreinrækta kenningar meistara síns og halda gjaldskránni í lagi en lækna sár þeirra sem minna mega sín. Og ekkert er útá leik- aravalið að setja. í aðalhlut- verkinu sjálfur Dudley Moore sem fékk heiminn til að skelli- hlæja þegar hann lék fertugan táninginn á móti Bo Derek sæll- ar minningar. Elizabeth McGo- vern er í hlutverki Chloe Allen og ferst það vel. Ekki má gleyma að Freud fær líf í höndum meist- arans Alec Guinness. Loks má telja John Huston sem leikur út- brunninn sálgreinanda, Geller að nafni. Það er sumsé ekkert útá sögu- þráð og leikaraval að setja i kvikmyndinni Ástsjúkur, hún er bara svo andskoti leiðinleg, hæggeng og það er einsog Dud- ley Moore nái sér aldrei al- mennilega á strik. Hefur reynd- ar ekki gert það síðan hann lék á móti Bo Derek í „10“. Það er einsog peningafurstarnir hafi dregið úr Moore vígtennurnar og eftir situr lítt fyndinn trúður í klæðskerasaumuðum hlutverk- um sem spunnin eru utanum svo sem ekki neitt. Synd því ekki skortir kappann hæfileikana, hann hefur bara orðið fórnar- lamb andlausra gróðahyggju- manna, sem hafa ekki áttað sig á því að hinn frjálsi markaðsbú- skapur lýtur sömu lögmálum og listin — hann blómstrar ekki nema með höppum og glöppum. Dudley Moore hefði alveg eins getað blómstrað í hlutverki dr. Saul Benjamín, en hann bara gerir það ekki og við þvi er ekk- ert að gera. Markaðurinn er einsog lífið óútreiknanlegur. Menn klappa ekki í kór á Vestur- löndum þótt þeim sé skipað að gera það. Ekki enn að minnsta kosti. þær sem gilda um áðurnefndar tungur. Val á ríkismáli er eða var sérstakt vandamál þar sem mál- lýskur eru mjög ólíkar, eins og t.a.m. í Þýskalandi, eða þá Noregi. Mállýskumunur á íslandi er hverfandi lítill sé miðað við þessar tungur, og sá litli munur sem er skiptir engu máli í kennslu útlend- inga. Raunar er það svo, t.a.m. með ensku, að menn gera sér ekki rellu út af því hvort kenndur er amerískur eða enskur framburð- ur, enda þótt þar sé merkjanlegur munur, meiri en á milli mállýskna í íslensku. Það er því engin ástæða til þess að búa til einhverja ríkis- íslensku af þessum ástæðum. Hvað á þá að kenna íslenskum börnum í íslenskum skólum? spyr kannski einhver. Þarf ekki að hafa eitthvað opinbert til að kenna þeim? Það þarf að vera til mótuð stefna um kennslu í meðferð tal- aðs máls i skólum landsins. Hins vegar er vel hægt að hafa slíka stefnu án þess að framburður allra landsmanna sé samræmdur í hverju smáatriði. Það sem mestu máli skiptir er að kennararnir hafi gott vit á framburðarmálum og séu vel að sér í hljóðfræði. Og að sjálfsögðu þurfa þeir að hafa nokkra þekkingu á taltækni og framsagnarþjálfun. Því er oft haldið fram að ungt fólk tali óskýrara en eldra fólk, og þannig sé framburðurinn að breytast, og áður en vari verði orðnar óafturkallanlegar breyt- ingar á tungunni okkar, sem muni leiða til þess að samband við forn- ar menningararfleifðir rofni. Um þetta er erfitt að fullyrða eða spá, en þó má geta þess að könnun okkar Höskuldar Þráinssonar og fleiri, sem að hluta er skýrt frá í íslensku máli nr. 5 var nokkur fylgni milli aldurs og þess sem við köllum „óskýrmæli", og meðal annars það þegar menn segja klóstið í staðinn fyrir klósettið. Ungt fólk virðist því vera heldur „óskýrmæltara“ en eldra fólk. Ég álít að hér sé ástæða til þess að athuga hvort þörf sé á einhverjum uppeldisaðgerðum. En slíkar að- gerðir eru útilokaðar nema kenn- ararnir viti vel hvað um er að ræða og hafi fengið góða þjálfun í hljóðfræði. Og það er hér sem há- skólarnir eiga að koma til hjálpar, eins og ég er margbúinn að segja. Ég hugsa að við Ævar getum þess vegna orðið sammála um það að ekki sé vanþörf á því að leið- beina um framburð í skólum, og ég óska honum heilla í starfi sfnu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og vona að það verði sem árangurs- ríkast og að hann geti stuðlað að því að þaðan komi vel talandi ung- ir Ntúdentar, en þó ekki unkir stút- entar. Kristján Árnason er lektor í ís- lenskri mílfrædi rið Heimspeki- deild Háskóla íslands. Árgerð 1984 Árgerð 1984 Biasýning Laugardag og sunnudag kl. 2—5 NISSAN/ DATSUN MICRA splunkunýja superstjarnan, sem farið hefur sigurför um allan heiminn. Bensíneyðsla MICRA er svo ótrúlega lítil að blaðamenn hinna þekktu stórblaða MOTOR-AVTO, MOTOR SPORT og BILEN MOTOR OG SPORT, höfðu aldrei ekið jafn sparneytnum bíl. Tímaritið Quick segir bensíneyðslu MICRA vera 4,2 á hundraði út á landi og 5,9 l á hundraði í bæjarakstri, og er það sama niðurstaða og ótal önnur tímarit komust að. Við teljum ekki ástæðu til, að segja frá bensíneyðslu MICRA í sparakstri, því að sú bensíneyðsla og raunbensíneyðsla er sitt hvað. SUBARU1800 GLF fjórhjóladrifinn hefur selst meira en nokkur annar bíll á íslandi það sem af er 1983. Sumum finnst notalegt og öruggt að sofa á peningunum sínum, svipað og ormar á gulli, en þeir sem ekið hafa og eiga SUBARU, eru hinsvegar ekki í vafa um að peningar þeirra eru betur geymdir í SUBARU GLF 4WD, því SUBARU er ekki bara fyrsta flokks bíll, heldur líka fyrsta flokks fjárfesting. Eigum enn örfáa fjórhjóladrifna SUBARU 700 HIGH ROOF DELIVERY VAN árgerð 1983 á einstaklega hagstæðu lækkuðu verði. SUBARU HIGH ROOF er nán- ast óstöðvandi í slæmri færð. Akið ekki út í óvissuna — Akið fjór- hjóladrifinni SUBARU sendibifreið. Tökum flestar gerðir eldri bíla upp í nýja. INGVAR HELGASON s.^*. SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.