Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
w TIL FÖSTUDAGS
nr t\y uj-MnFX'a.a'u tf
Nú gefst tækifæri til að fá nýtt
verkefni fyrir stóru skuttogarana
Skúli Ólafsson, Reykjavík, skrif-
ar:
„Velvakandi.
Bandaríkjastjórn hefur ítrekað
tilboð sitt til íslands, vegna hval-
veiðibannsins, að þeir veiti íslend-
ingum heimild til að fiska við
strendur Bandaríkjanna. Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
hefur ekki talið, að þetta tilboð
skipti máli fyrir okkur, þar sem
ekki sé leyft að landa aflanum
óunnum í Bandaríkjunum, nema
veiðiskipið sé smíðað þar, auk þess
sem við eigum enga verksmiðju-
togara.
Sama dag og þessi frétt kom í
útvarpi voru opnuð tilboð í Hafþór
og í viðtali við forstjóra slipp-
stöðvarinnar á Akureyri kom
fram, að slippstöðin hefði lokið
breytingu á Guðsteini, systurskipi
Hafþórs, og hann væri orðinn
verksmiðjutogari og héti Akur-
eyri.
Þessi frétt er tímanna tákn: Við
getum breytt stóru skuttogurun-
um í verksmiðjuskip, sem geta
hagnýtt sér tilboð Bandaríkja-
stjórnar. Þessi skip hafa, vegna
fjölda skipverja (þriðjungi fleiri
en á minni skipunum), enga mögu-
leika á sambærilegum launakjör-
um skipverja, og útgerð þeirra
hefur verið rekin með stórtapi.
Stytting veiðitímans vegna gæða-
r
„ Við getum breytt stóru skut-
togurunum í verksmiðjuskip,
sem geta hagnýtt sér tilboð
Bandaríkiastiórnar."
matsins er e.t.v. hagstæð fyrir
minni gerð skuttogara sökum
mikils vinnuálags, en mjög
óhagstæð fyrir stærri skipin.
Allt bendir til þess, að nú gefist
tækifæri til að fá nýtt verkefni
fyrir stóru skuttogarana sem
verksmiðjuskip og SH og Sam-
bandið hafa góða aðstöðu í Banda-
ríkjunum til að ráðstafa aflanum
þar.
Á sínum tíma var gert mikið
veður út af sölu á úreltum skipum
Björgvins Bjarnasonar á Ný-
fundnalandi. En endurnýjun flot-
ans er aðkallandi og þá er mikils-
vert að finna verkefni fyrir gömlu
skipin. Það virðist einnig opnast
tækifæri til að landa ferskum fiski
í Bandaríkjunum, ef skip er keypt
þaðan. Þessi afli færi á fersk-
fiskmarkað og gæti það létt á
freðfiskmarkaðinum, sem núna er
ofmettaður að því er virðist.
Þessir hringdu . . .
Ekki við ökumenn-
ina eina að sakast
Gísli Jónsson prófessor hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Það hefur mikið verið rætt um
umferðarmál að undanförnu, og
ekki að ástæðulausu. En það er
ekki við ökumennina eina að
sakast. Mér gremst það, hvað
gatnamálayfirvöldum ætlar
seint að lærast og gera gatna-
mót, svo að vel fari. Nýlegt dæmi
um þetta eru gatnamót tengi-
götu frá Öskuhlíðarsvæðinu og
Kringlumýrarbrautar, þar sem
tengigatan kemur skáhallt út í
Kringlumýrarbrautina, í gjánni.
Þarna er enn eitt dæmi um teng-
ingu inn í mikla umferðargötu
án þess að aðdragandi sé hafður
með akrein samsíða henni. Þetta
hefur í för með sér, að ökumaður
sem kemur eftir fyrrnefndri
tengigötu og ætlar inn á
Kringlumýrarbraut sér ekki um-
ferðina þar í baksýnisspeglinum
fyrr en leiðir skerast. Hann
verður að snúa sér í hálfhring til
þess að horfa inn á Kringlumýr-
arbrautina og bjóða þar með
þeirri hættu heim að aka aftan á
næsta bíl á undan, ef hann
stansaði nú skyndilega. Þarna er
þó nóg pláss til þess að hægt sé
að hafa akrein í framhaldi af
tengigötunni, samsíða Kringlu-
mýrarbraut, helst þannig að
hægt sé að ná upp eðlilegum
ökuhraða og smella síðan inn í
umferðina með því að færa sig á
milli akreina. Svona er þetta
hvarvetna erlendis og raunar á
nokkrum stöðum hér á Reykja-
víkursvæðinu. Nefna má mót
tengigötu af Bústaðavegi inn á
Reykjanesbraut, og nokkur
fleiri, en allt of víða er það á
hinn veginn: Menn verða næst-
um því að snúa sig úr hálsliðnum
á vanhugsuðum gatnamótum og
eiga á hættu aftanákeyrslu. Ég
hef verið að velta því fyrir mér,
hvort þetta geti stafað af því, að
þeir sem þarna standa að verki,
kunni hreinlega ekki að hanna
umferðarmannvirki. Það er allt-
af verið að kenna ökumönnum
um að þeir einir beri alla ábyrgð
á umferðaröngþveitinu, en mér
sýnist bara að gatnamálayfir-
völd eigi þar nokkurn hlut.
*
Aður en
slys verður
Jakob Hólm hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Það er
ástæða til að benda á hættu sem
skapast hefur með tilkomu nýju
tengigötunnar sem liggur í sveig
af Öskjuhlíð inn á Kringlumýr-
arbraut. Ökumenn sem koma
brunandi niður Öskjuhlíðina
renna sér hiklaust í beygjuna,
jafnvel þvert í veg fyrir bíla, sem
koma akandi upp gamla Hafnar-
fjarðarveginn, enda er ekkert
stöðvunarskyldumerki til að
hefta för þeirra. Svo mikil er
fartin á þeim sem ofanað koma,
að hinir, þ.e. þeir sem eru á leið
upp eftir, sjá sitt óvænna og
nauðhemla. Ég er hræddur um
að þarna eigi eftir að verða
árekstrasamt og vildi því koma
þessari ábendingu á framfæri,
áður en slys verður. Ég er þegar
búinn að verða vitni að einu
óhappi þarna.
BORGARSPÍTALINN
Bazar
Sölusýning á handavinnu sjúklinga geödeildar veröur
haldin laugardag og sunnudag 5. og 6. nóvember kl.
13.00—18.00, báöa dagana í Templarahöllinni vió
Eíríksgötu. Margt góöra muna.
Vinsamlegast fjölmenniö og styrkiö gott málefni.
Geðdeild Borgarspítalans.
Bazar
Blindrafélagsins
er í dag að Hamrahlíð 17 kl. 15. Vöru-
úrval að vanda s.s. prjónles, jóla-
vörur, fatnaður, kökur o.fl. Okkar
vinsælu skyndihappdrætti. *
Styrktarfélagar
Veitíngahúsið
í Kvosinni
Opiö í kvöld frá kl. 20.00
og annaö kvöld frá kl. 18.00.
Borðapantanir í síma 11340.
- Veitingahúsiö
LKvoólwiL
(Café Rosenberg)
Austurlensk Fiesta
á Hótel Borg
dagana 4.—6. nóvember
Matreiöslumeistari Ning de Jesus
Matseöill
TOFtl NO MIZUDAKE
Chicken & leek soup
Kjúklinga-blaólauksspupa
GINISAGN GULAY
Fried Mixed Vegetables with shrimp
Steiktur grænmetisréttur með rækjum
ESCABETCHENG ISDA
Sweet <S Sour Fish
Súrsætur tiskréttur
TUPA A LA CHINO
Szechuan Lamb Leg
Lambalæri Szechuan
TAMIL KARI
Indian Coconust Curried Chicken
Karrýkjúklingur aó indverskum hætti meó kókos
LUMPIA
Springrolls
Austurlenskar vorrúllur
DESERT
Bahag Hari
China Rainbow
Léttur litrikur og hressandi austurlenskur ábætir
Verid velkomin
Boröapantanir
í síma 11440.