Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Hestar Valdimar Kristinsson • Á síðastliAnu sumri átti sér stað mikil umræða um fjölda hrossa hér- lcndis og bcitarmál. Hefur þessi um- ræða einkennst af tilfínningum, ágiskunum og jafnvel þrasi meira en góðu hófí gegnir. Á ársþingi LH, sem haldið var í Borgarnesi síðast í október, hélt Eg- ill Bjarnason erindi um þessi mál og byggðist það á athugun sem hann og Bjarni Guðmundsson, aðstoðarmað- ur landbúnaðarráðherra, hafa gert á síðustu vikum. Umsjónarmaður „Hesta“ fór þess á leit við Egil að fá þetta erindi til birtingar í Morgun- blaðinu og fer það hér á eftir örlítið stytt. Hrossafjöldi og dreifing þeirra Þær heimildir sem fyrir liggja um hrossaeign okkar er fyrst og fremst að finna í forðagæslu- skýrslum svo og hagskýrslum. Hross voru mjög mörg hér á landi á þessari öld allt fram yfir seinni heimsstyrjöldina. Flest voru hrossin talin árið 1943, 61.876. Eftir það tók þeim að fækka og árið 1963 urðu þau fæst 29.536. Síðan hefur hrossunum aftur fjölgað. Árið 1970 eru þau 33.472, fjölgar um tæplega 10% árið 1971. Eftir það fjölgar þeim um 6—7 af hundraði árlega til ársins 1976. Frá og með því ári fjölgar þeim um tæplega 3% og sl. tvö ár nem- ur fjölgun þeirra 1,2% á ári og haustið 1982 eru sett á vetur 53.649 hross eða ca. 20 þúsund fleiri en haustið 1970. Hrossa- fjölgunin er mjög misjöfn milli landshluta. Ef athugað er hvernig sú þróun hefur verið sl. 6 ár, þ.e. 1977—1982, kemur fram að hross- unum hefur fjölgað meira að til- tölu en sauðfé og nautgripum. Samtals hefur hrossunum fjölg- að um 4.122 þessi sl. 6 ár eða 11,0% á meðan sauðfé fækkar um 16,6% en nautgripum fjölgar um 2,8%. Fjölgun hrossanna hefur orðið hlutfallslega mest í og út frá þétt- býlisstöðunum, einkum á Reykja- nessvæðinu og Norðurlandi eystra. Athygli vekur, að á Norðurlandi vestra og á Suðurlandi, sem eru hin gamalgrónu hrossahéruð, hef- ur tiltölulega lítil fjölgun orðið á hrossum. Skipting, þ.e. hlutfall miili hesta, hryssa, tryppa og fol- alda hefur ekki tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Haustið 1982 eru hestar 4.v.o.e. rúmlega 19 þúsund eða 36% af heildarstofninum. „Hryssur" 4.v.o.e. eru einnig rúmlega 19 þús- und eða sama hlutfallstala 36%. Tryppi eru tæplega 11 þúsund eða 20% og folöld 4.300 eða 8%. Hlut- ur ungviðisins var að sjálfsögðu meiri á þeim árum sem fjölgun hrossanna var mest, en 1982 hefur sótt í það horf sem var um 1970. Sé tölu sláturfolalda bætt við ásettan fjölda folalda haustin 1978 og 1982 hafa að jafnaði verið 50 folöld að hausti eftir hverjar 100 hryssur. Ef hrossaeignin er flokkuð eftir búsetu eigenda kemur fram að í þéttbýli eru rúmlega 13 þúsund hross eða 25% af stofninum. Á býlum þar sem bústofninn er ein- göngu hross eru þau rúmlega 3 þúsund eða 6% af stofninum og á býlum bænda, þar sem einnig er annar búrekstur, eru hrossin rúmlega 37 þúsund eða 69% af heildarstofninum. Dreifing hrossanna er mjög mismunandi eftir byggðum. Flokka má byggðirnar í þrennt eftir hrossaeigninni. í fyrsta flokki koma stóðsveitirnar en þar er meðal hrossaeignin 19—22 hross og 2—8% búanna eiga engin hross. I öðru lagi eru það hross- margar sveitir þar sem meðal hrossaeignin er 11 — 16 hross og 3—12% býlanna eru án hrossa. I þriðja lagi eru það hrossafáar sveitir þar sem hrossaeign er 1—10 hross og 12—77% búanna eru án hrossa. í fyrsta flokki eru: Rangárvallasýsla, Austur-Húna- vatnssýsla og Skagafjarðarsýsla. I öðrum flokki eru: Vestur-Húna- Hinir ýmsu hlutar landsins eru annaðhvort of- eða vannýttir en með aukinni beitarstjórn má fá betri og jafnari nýtingu beitilandsins. íslenski hrossastofninn þolir fækkun sem nemur að minnsta kosti tíu þúsund hrossum — auka þarf beitarstjórnun, framræslu heima- landa og áburðarnotkun, segir í erindi Egils Bjarnasonar sem hann flutti á ársþingi LH Egill Bjarnason vatnssýsla, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla og Árnessýsla. I þriðja flokki eru: Snæfellsnessýsla, Strandasýsla, Eyjafjarðarsýsla, Vestur-Skaftafellssýsla, o.fl. Af þessu má sjá, að hrossaeign bænda er bundin við tiltölulega fáar sveitir og fáa eigendur með mörg hross. Tvennskonar markaður lífhrossa Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir hrossaeigninni. Ég hefi talið það nauðsynlegt til þess að fá raunhæfa mynd af henni og geta metið hverjir eru í reynd að eigast við þegar menn leiða saman hesta sína í umræð- um um hana. Ég mun nú nokkuð ræða um þá markaði sem eru til staðar. Því máli geri ég þó engin tæmandi skil, þar sem ég tel að kjötmarkaður og umræður um hann eigi lítt erindi inn á þetta þing. Því mun ég hér eingöngu ræða um markað fyrir lífhross og hvernig mér virðist hann horfa við. Þar er um tvenns konar mark- að að ræða. Þ.e. annars vegar markað erlendis og hins vegar innanlandsmarkað. Sala á hross- um héðan af landi til útlanda hófst um 1880. Hún hefur verið nokkuð sveiflukennd, en frá árinu 1973 hefur salan dregist saman. Seld hafa verið 300—500 hross á ári, en þó nokkru færri hin síðari ár. Þrjú sl. ár hefur þessi útflutn- ingur verið 234 hross að meðaltali á ári. Það sem af er þessu ári er búið að flytja út allt að 250 hross (204 í ágústlok). Þess er áður getið, að tala hrossa í þéttbýli sé rúmlega 13.217 hross. Þar af eru hestar 4v.o.e. 8.719 og hryssur 4.v.o.e. eru 2.507 eða samtals 11.223 hross f þessum aldursflokki. Nokkuð mun mis- jafnt, hve lengi einstakir hestar eru í notkun í þéttbýlinu. Ef reiknað er með 7 ára notkunar- tíma er árleg viðhaldsþörf um 1.250 hestar 4.v.o.e. og 360 hryssur í sama aldursflokki eða samtals 1.610 hross. Uppeidi hrossa í þéttbýlinu er nokkurt. Hausið 1982 voru sett þar á 1.455 tryppi og 536 folöld. Þetta uppeldi svarar til eins þriðja hluta þess markaðar, sem ætla má að sé árlega fyrir lífhross í þéttbýlinu. Þannig að eftir stendur markaður fyrir um 1.100 hross árléga, miðað við lítt breytta hrossatölu milli ára. Til þess að fullnægja þessum markaði má ætla að þurfi að vera 8 hross á fyrsta — fjórða vetri á bak við hvert eitt markaðshæft hross 4.v.o.e. Samtals þarf því 8.800 hross til þess að standa á bak við þennan markað. Ef reiknað er með útflutningi á 250 hrossum árlega, þarf 2.000 hross í uppeldi til þess að tryggja þennan útflutning, ef byggt er á sömu forsendum og gert er varð- andi innlenda lífhrossamarkað- inn. Samtals þarf því 10.800 hross í uppeldi til þess að standa á bak við lífhrossamarkaðinn innan- lands og utan. Á komandi árum má gera ráð fyrir nokkurri aukn- ingu í hrossaeign þéttbýlisbúa, þótt sú aukning verði trúlega mun Alls Hrossaeign í þéttbýli Hjá bændum, 13.200 brúkunarhross 9.000 í uppeldi v/lífhrossasölu 10.800 í uppeldi v/brúkunarhrossa Hryssustofn v/uppeldis 2.400 markaðshrossa Hryssustofn v/uppeldis 5.400 brúkunarhrossa í uppeldi til viðhalds 1.000 hryssustofni (5.400) í uppeldi til viðhalds 1.080 hryssustofni (1.000) 270 43.150 hægari en verið hefur sl. 5—10 ár. Jafnframt má gera ráð fyrir aukn- um áhrifum af ræktunarstarfi á Afsláttarhross í þéttbýli Affoll af uppeldi v/lífhrossasölu Önnur afsláttarhross sviði reiðhestaræktunarinnar á komandi árum, ef miðað er við þá þróun, sem verið hefur í ræktun- inni á undanförnum árum. Því má ætla, að á næstu árum þurfi færri hross í uppeldi á bak við hvert markaðshæft lífhross, og þannig verði hægt að mæta auknum líf- hrossamarkaði í þéttbýlinu, sem leiðir af fjölgun hrossa þar. Þess er áður getið, að samtals eru rúmlega 37 þúsund hross á þeim býlum, þar sem hefðbundinn búrekstur er. Með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem liggja fyrir, má draga þá ályktun, að 3 brúkun- arhross að meðaltali á hvert býli, þar sem hrossaeign er til staðar, sé hæfileg þörf fyrir slík hross, eða samtals um 9.000 hross 4.v.o.e. Ef gert er ráð fyrir 15 ára notk- unartíma þessara hrossa, er við- haldsþörf stofnsins 600 hross á ári, eða samtais í uppeldi vegna brúkunarhrossa 2.400 hross á 1.—4. vetri. Til framleiðslu á 600 folöldum af þessu tilefni má áætla að þurfi um 1000 hryssur og til viðhalds á þeim um 270 hross í uppeldi. Alls eru þessi hross þá 12.670 talsins. Samkvæmt framanrituðu gæti hrossaeignin verið þannig að stærð og samsetningu: 1. tafla. Áætluð hæfíleg stærð og samsetning íslenska hrossastofnsins með hliðsjón af lífhrossamarkaöi. Hestar Hryssur Tryppi Folöld 4.v.o.e. 4.v.o.e. 8.700 2.500 1.500 500 4.900 4.100 0 0 8.100 2.700 1.800 600 5.400 1.000 810 270 200 70 13.600 13.000 12.410 4.140 31,5% 30,0% 29,0% 9,5% Jafnhliða þessari hrossaeign félli til kjöt af fullorðnum hross- um sem hér segir: Tonn 1610 x 0,170 = 274 1350 x 0,170 = 230 920 x 0,170 = 156 660 Hæfílegur fjöldi rúmlega 40 þús. hross Samkvæmt framanrituðu kem- ur fram, að heildarhrossatalan þurfi að vera rúmlega 43 þúsund hross til þess að tryggja lífhrossa- markaðinn innanlands og utan, svo og þörf fyrir brúkunarhross. Er þá gert ráð fyrir að hryssu- stofninn hjá bændum sé 10.500 hryssur. Gera verður ráð fyrir að meginhluti þessa hryssustofns sé, eða verði taminn á komandi árum, vegna þess að hann er önnur aðal- undirstaðan undir reiðhestarækt- inni. Þessi hryssustofn getur að hluta til gegnt tvíþættu hlutverki, þ.e. framleitt folöld til uppeldis á lífhrossamarkaðinn og verið brúk- unarhross á einstökum býlum. Kæmi þá sá hluti hryssustofnsins sem aukin tala brúkunarhrossa, ef þeirra aukningar er þörf, eða þá til fækkunar á heildarstofninum, ef raunhæft er að gera ráð fyrir þessu tvíþætta hlutverki. Hér er því stöðvast við töluna 40—43 þús- und hross sem hæfilega hrossa- eign byggða á framangreindum forsendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.