Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.11.1983, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 „Þið eruð kannski eins og ofdekraður unglingur“ Rætt við dr. Gerald D. Barney, m.a. um orku- mál íslendinga og möguleika á þeim vettvangi „Eins og máium er háttað nú bendir allt til þess að of margt fólk verði á jörðinni um aldamótin. Mengun verður jafnframt mun meiri en hún er nú og okkur kemur til með að stafa meiri hætta af umhverfinu, m.a. vegna meng- unar jarðvegs og sjávar,“ sagði dr. Gerald D. Barney er blm. Mbl. hitti hann að máli á fóstudag. Gerald D. Barney heldur fyrirlestur sinn. Barney hélt þá fyrirlestur í Norræna húsinu, sem bar yfir- skriftina „The Global 2000 Report to the President and its Consequ- ences in the US and Elsewhere". Skýrsla þessi var unnin undir stjórn dr. Barney í forsetatíð Jimmy Carter að ósk forsetans og er í þremur bindúm. Að sögn dr. Barney tók hún 3 ár í vinnslu og kostaði eina milljón dollara (28 millj. ísl. króna). Við gerð hennar var stuðst við allar mögulegar fáanlegar upplýsingar í Bandaríkjunum og m.a. lagði CIA, bandaríska leyniþjónustan, sitt af mörkum við gerð skýrsl- unnar, sem er geysimikið verk. í skýrslu þessari er gerð úttekt á stöðu og horfum um og eftir næstu aldamót, sérstaklega hvað varðar fólksfjölgun, auðlindir og umhverfismáf. í henni er lögð sér- stök áhersla á möguleika Banda- ríkjanna til stefnumótunar í þess- um efnum. Dr. Barney kom hingað til lands frá Japan og Kína, þar sem hann var stjórnvöldum innan handar við áætlanagerð í tengslum við fólksfjölgun, auðlindir og um- hverfismál fram til aldamóta. Úrbætur „Það er ýmislegt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að ástandið verði eins og allt stefnir í um aldamótin," sagði dr. Barney. „Fólksfjölgunarvandamálið er geysilegt og ekki hvað síst vegna þeirrar staðreyndar, að helmingur íbúa jarðarinnar þekkir ekki getn- aðarvarnir. Það er nauðsynlegt að kenna fólki um allan heim notkun getnaðarvarna og gera því kieift að nálgast þær. Þá er ekki síður mikilvægt að fá fólk, t.d. í sumum Afríkuríkjanna, til að líta á minni fjölskyldustærð en nú tíðkast sem eðlilegan hlut. Mjög víða í þessum löndum er talið eðlilegt að eiga 8 börn. Hvað orkulindir varðar er nauð- synlegt að hyggja að því, að olían endist okkur ekki um aldur og ævi. Við höfum nú þegar fundið þriðj- ung til helming þeirrar olíu, sem fundin verður á hnett^num. Fimmtungi, jafnvel fjórðungi þess magns, hefur þegar verið brennt. Það er engin leið að bæta upp allt það, sem við höfum þegar brennt. Við verðum strax að fara að gera ráðstafanir varðandi nýja orkugjafa, olían endist ekki. Það hefur sýnt sig, að það tekur drjúg- an tíma að skipta um orkugjafa. Það tók 50 ár að innleiða kol í stað viðar til brennslu og önnur 50 frá kolum i olíu. Það er ríkjandi misskilningur að nóg sé til af olíu vegna þess, að eins og sakir standa er meira framleitt af henni en þörf er fyrir. Þetta ástand er tiltölulega nýtil- komið. Þegar OPEC-ríkin bundust samtökum um að hækka olíuna upp úr öllu valdi á árunum 1973—1979 varð ekki aðeins gífur- legur samdráttur í olfunotkun, heldur varð og samdráttur í öllu efnahagslífi. Þessa samdráttar gætir nú um heim allan." Aflaverðmæti „Þótt ekki hafið þið íslendingar olíu eigið þið auðlindir, sem nauð- synlegt er að hlúa að, og á ég þá við fiskistofna ykkar. Þetta eru auðlindir, sem endurnýja sig sjálf- ar, sé ekki gengið of nærri þeim. Um leið verðið þið að hyggja að því, að fáar þjóðir heims byggja jafn mikið á endurnýjanlegum auðlindum og þið íslendingar. Fiskifræðingar ykkar hafa unnið ótrúlegt starf við öflun þekkingar og upplýsinga, en það er eins og þeir hafi oft talað fyrir daufum eyrum. Þorskurinn er enn ekki uppur- inn, en það fór illa með síldina og síðar loðnuna. Þeir stofnar þurrk- uðust næstum út og síldarstofninn hefur þurft langan tíma til að jafna sig. íslendingar mega ekki undir nokkrum kringumstæðum ganga svo nærri þorskstofninum að hætta verði veiðum um árabil til þess að leyfa honum að jafna sig. Slíkt myndi hafa í för með sér gífurlegt efnahagsáfall. Mér skilst meira að segja, að þegar síldveiðarnar voru í há- marki fyrir um hálfum öðrum áratug hafi verið gripið til þess ráðs að vinna síldina í mjöl. Slíkt er óðs manns æði og bókstaflega sóun á jafn verðmætum fiski. Það þýðir ekki alltaf að horfa í afla- magnið. Nokkur tonn umfram aflamagn ársins á undan skipta ekki höfuðmáli, heldur er það verðmæti aflans, sem gerir útslag- ið. Hvað fæst fyrir hann á erlend- um markaði er það sem máli skiptir þegar öllu er á botninn hvolft. Annað er það sem þið íslend- ingar verðið að gæta betur að, það er sú landeyðing, sem hérna á sér stað. Hér fjúka hundruð þúsunda tonna jarðvegs á haf út ár hvert vegna gróðureyðingar, sem aftur má rekja til ofbeitar. Ef þróunin heldur svona áfram óáreitt gætuð þið neyðst til að fækka sauðfénu verulega, og fyrir ykkur, sem byggið jafn mikið á sauðkindinni og raun ber vitni, yrði það mikið áfall." Ramakvein „Mér hefur skilist að hér á ís- landi heyrist nú ramakvein vegna þess að visitölunni var kippt úr sambandi og kaupmáttur hefur rýrnað talsvert á þessu ári. Ég held að það saki engan að þurfa að herða sultarólina um nokkurn tíma. Sé rétt á málum haldið mun þetta koma allri þjóðinni stórlega til góða þegar frá líður. Annars held ég að Islendingar þurfi ekki að kvarta nein ósköp. Þetta er land, sem býr yfir fleiri og fjöl- breyttari orkulindum en flest önn- ur á jarðarkringlunni. Þið eigið að vísu ekki olíu og þurfið áfram nauðsynlega á henni að halda í einhverjum mæli. Tog- arafloti ykkar brennir olíu og bíl- arnir flestir bensíni. Hins vegar fyndist mér rétt að huga þegar að þvi, og það hefði mátt byrja á því fyrr, að haga innflutningi á bif- reiðum að einhverju leyti með til- liti til orkusparnaðar. Sömuleiðis ætti ekki að kaupa inn ný skip, sem brenna dýrri olíu, þegar ekki eru næg verkefni fyrir þau að hafa. í slík atriði verður að horfa. En þið eigið fallvötn í ríkum mæli, jarðvarmi er nægur og síðast en ekki síst hafið þið vindorku, sem nýta má til margra hluta. Ég held að óvíða séu eins miklir möguleik- ar til nýtingar vindorku og hér- lendis." Miklir möguleikar „Orkugjafar ykkar bjóða upp á ótal möguleika, sem ekki hafa ver- ið nýttir nægilega vel til þessa. Þið verðið að hagnýta ykkur orkuna til útflutnings með öllum tiltæk- um ráðum til að afla gjaldeyris- tekna til að kaupa á ýmsum mat- vælum, sem þið komið ekki til með að geta ræktað hér vegna legu landsins. Þegar ég segi að flytja eigi út orku á ég ekki við í eiginlegri merkinu, heldur óeiginlegri, eins Upplýsingar um sex þúsund manns Unnið að nýju kennaratali: Verður langstærsta stéttartal á íslensku Elín og Sigrún Haröardætur við vinnu sína aö kennaratalinu, sem koma mun út á næsta ári. Þá koma upplýsingar um 3000 manns, í stafrófsröö frá A til L eöa M. Sigrún er i fullu starfi viö kennaratalið, en Elín í hlutastarfi. Kennaratal, með upplýsingum um meira en sex þúsund íslenska kenn- ara mun koma út á næsta ári. Það eru þær Eiín og Sigrún Haröardst- ur, sem vinna viö undirbúning útgáf- unnar, en þær tóku þar viö sem afi þeirra skildi við verkið er hann lést; Olafur Þ. Kristjánsson hinn kunni skólamaöur og fræðaþulur í Hafnar- firði. Prentsmiðjan Oddi gefur kenn- aratalið út, eins og fyrstu tvö bindi þess, sem út komu fyrir all mörgum árum, og eru nú löngu uppseld. — Blaöamaður hitti þær Elínu og Si- grúnu að máli fyrir skemmstu, og spuröist fyrir um verkið. Unnið að upplýsinga- öflun af krafti „Við erum að vinna við þetta af fullum krafti þessa dagana," sagði Elín. „í fyrsta lagi erum við enn að vinna að upplýsingasöfnun, og þegar er búið að ganga frá um 4.000 nöfnum í handrit til prentsmiðjunnar, en þó er enn hægt að koma að viðbótarupplýs- ingum, ef þess er óskað." „Já, enn skortir talsvert á að við höfum fengið allar upplýsingar," sagði Sigrún, „og þar sem nú eru að verða allra síðustu forvöð, vilj- um við eindregið hvetja fólk til að senda inn upplýsingar og myndir. Ætlunin er að verkið verði í tveimur hlutum, og það fyrra komi út á næsta ári. Það er því ekki seinna vænna að fara að senda inn upplýsingar. Ætlunin er að þetta kennaratal, sem við erum nú að vinna að, verði framhald fyrra kennaratals, og nú komi því út 3. og 4. bindi verksins." Kennaramenntaðir og starfandi kennarar — Og hverjir eru það, sem hljóta náð fyrir augum ykkar, hverjir verða í kennaratalinu? „Við fylgjum í þessu efni þeim megin reglum, sem áður hefur verið farið eftir,“ sagði Elín. „í kennaratalinu verða allir þeir sem tekið hafa einhverskonar kenn- arapróf, svo sem úr Kennara- skólanum, Kennaraháskólanum, íþróttakennaraskólanum og fleiri skólum. Þessir aðilar verða í kenn- aratali, hvort sem þeir hafa stund- að kennslu eða ekki. Auk þeirra verða svo þeir, sem kennt hafa þrjá vetur eða lengur, eða þeir sem hafa stundað stundakennslu um árabil. Sums staðar getur ver- ið erfitt að setja mörkin, en aðal- reglan er sem sagt sú að í kenn- aratalinu verða bæði þeir sem hafa kennararéttindi, og svo einn- ig þeir sem hafa stundað kennslu án réttinda." Upplýsingar um 6000 manns „Okkur telst svo til,“ sagði Sig- rún, „að í þessu kennaratali nú verði upplýsingar um nálega sex þúsund manns, og þar með er þetta lang stærsta stéttartal, sem gefið hefur verið út hér á landi. Vinnan við þetta hefur líka verið eftir því. Gamla kennaratalið var tólf ár í vinnslu, og kom síðan út í heftum á árunum 1958 til 1964. Afi okkar, Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri, hafði yfirumsjón með þeirri vinnu, og hann hóf síðan vinnu að þessari nýju útgáfu árið 1976. Vinna við verkið lá svo niðri í hálft annað ár, er hann veiktist og lést, en við systurnar tókum upp þráðinn að nýju 1982, og okkur hefur miðað talsvert áleiðis. — Ástæða þess að við tókum þetta að okkur var sú fyrst og fremst, að við gátum ekki hugsað okkur að láta alla þessa vinnu afa »ærða að engu, og svo rann okkur einnig blóðið til skyldunnar á þann veg að ég er sjálf kennari og Elín hafði verið afa til aðstoðar við verkið. Samkomulag varð svo um það milli okkar og Prentsmiðjunnar Odda, að við gengjum í verkið, og við starfsmenn Odda höfum við átt ákaflega gott samstarf." Mynd, æviferill, félagsstörf — En hvaða upplýsingar verða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.