Morgunblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983
65
Andblær þjóðlífsins er að vísu
ekki samur og hann var á fyrstu
árunum eftir heimsstyrjöldina
síðari. Kápumyndin framan á
þessu fyrsta bindi minnir á það:
áhöld eru um hvort fleira ber þar
fyrir augu — fólk eða bíla! Jepp-
inn er kominn í stað þarfasta
þjónsins. í göngum og réttum í
gamla daga neyttu sumir guða-
veiga í hófi til að auka hátíða-
stemmninguna eða hlýja sér í
kulda. Og kölluðu brjóstbirtu! Nú
munu ýmsir fara svo með þær
sömu veigar að sortnar fyrir aug-
um. Sveitafólk er ekki lengur
bundið við þrotlaust strit sumar-
langt eins og fyrrum. Og ferðalög
eru svo tíð að göngur geta varla
lengur skoðast sem meiriháttar
tilbreyting í lífinu. Fásinnið er úr
sögunni.
En öræfin heilla, jafnvel nú á
tækniöld. Þar ríkir sú kyrrð og sá
friður sem nútímamaðurinn nýtur
allt of sjaldan og þá aðeins í smá-
um skömmtum. Rit þetta minnir á
að þar eru hvarvetna söguslóðir
þótt ekki sé mannvirkjum fyrir að
fara. Þar eru spor genginna —
þrátt fyrir þá staðreynd að landið
sé víða jafnósnortið sem það var
fyrir sjónum hins fyrsta land-
námsmanns. Rit sem þetta varð-
veitir samhengið í þjóðlífinu. Ég
er því viss um að það á marga
lesendur vísa ekki síður en við
fyrstu útkomu fyrir hálfum fjórða
áratug.
inga. Því viljum við oft gleyma en
lítum á liðna sambandssögu land-
anna eins og þau hafi verið ein í
heiminum: kappleikinn Dan-
mörk/ísland þar sem við vorum
alltaf að láta í minni pokann fyrir
ofureflinu.
Gísli ritar bók sína á ensku og
ætlar hana því fleirum til lestrar
en íslendingum. Og því lætur
hann fljóta með ýmiss konar fróð-
leik sem ætlaður er útlendingum
en við teljum til sjálfsagðra hluta,
svo sem ýmsar landfræðilegar og
hagsögulegar upplýsingar um ís-
land og fslendinga sem hvert ís-
lenskt barn á að vita. Þess konar
fróðleikur er þó nauðsynlegur í
bók sem kemur fyrir sjónir út-
lendinga — ísland er ekki daglegt
fréttaefni í heiminum, svo mikið
er víst.
Ekki ætla ég mér þá dul að
sannreyna í hasti tölfræðilegan
áreiðanleika þessarar bókar, um
það munu aðrir dæma betur. En
gaman hafði ég af að lesa hana.
marga menn, þegar ég get auð-
veldlega komið í veg fyrir það.“
Hann bendir síðan á að með slíku
dæmi séu dregin fram meginrök-
in fyrir því sem guðfræðin kallar
„réttlátt stríð“ og Tómas Aquin-
as lýsti þannig að réttkjörinn
þjóðhöfðingi yrði að lýsa því yfir,
að það yrði að vera háð fyrir
réttlátan málstað og með rétt-
lætanlegum aðferðum. Ýmsir
guðfræðingar álita að beiting
kjarnorkuvopna geti aldrei verið
„réttlætanleg aðferð“, Keith
Ward segir hins vegar síðar í rit-
gerð sinni: „Ég hef dregið hér
upp meginrökin fyrir kenning-
unni um „réttlátt stríð" og reynt
að sýna fram á að innan hennar
gæti rúmast fæling sem byggðist
á takmörkuðum kjarnorkuher-
afla í varnarskyni. En hún úti-
lokar eignarhald á takmarka-
lausum kjarnorkuherafla til
gjöreyðingar, séu nokkrar líkur
fyrir að honum verði beitt. Og
hún leyfir ekki lengur að leitast
sé við að ná yfirburðum í kjarn-
orkuvígbúnaði sem stuðlar ein-
ungis að óendanlegu vígbúnaðar-
kapphlaupi."
Hér verður efni þessarar papp-
írskilju ekki rakið frekar en hún
hefur verið fáanleg í Bókaversl-
un Sigfúsar Eymundssonar.
Kim Smaage
Kirsten Hoel
Gerd Brantenberg
Um pönkljóð, hjóna-
bandstogstreituna
og sprengjuna
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Frá forlaginu Ashehoug í Osló
hafa borizt allmargar bækur að und-
anfornu og verður nokkurra þeirra
getið í tveimur greinum með stuttum
kynningum og umsögnum. Vert er
að taka fram, að Ashehoug-útgáfu-
fyrirtækið virðist leggja sig fram um
að senda frá sér mikið af nýjum
norskum skáldverkum árlega, það
hefur einnig brugðið við skjótt oft og
einatt og þýtt erlendar bækur til út-
gáfu og ekki má gleyma að geta þess
að það hefur sömuleiðis gefið út ým-
is merk ritsöfn eldri höfunda
norskra.
Favntak eftir
Gerd Brantenberg
Favntak er í senn ástarsaga og
saga um völd og togstreitu — inn-
an hjónabandsins og utan. Höf-
undur lýsir sérstaklega fjórum
samböndum, sem í fyrstu virðast
harla ólík og manngerðirnar af
mismunandi toga. Aðalpersónan
og þungamiðja bókarinnar hvílir á
lýsingu á Aud Strand, hún er at-
hafnasöm kvenréttindakona í
Osló. Irene Jacobsen, eiginkona og
móðir, en hefur nú uppgötvað að
það er nauðsynlegt að „verða með-
vitaður" og berjast fyrir friði. Þes-
sar konu hittast á ráðstefnu í
Danmörku, þar sem er verið að
fjalla um félagslega stöðu konunn-
ar. Þær laðast hvor að annarri og
tengsl sem myndast þeirra í mill-
um munu síðar hafa afdrifarík
áhrif á þær aðrar manneskjur,
sem þeim eru nánastar. Og höf-
undur krefst svars af persónum
sínum. Getur fólk staðið við
sannfæringu sína og er það reiðu-
búið að viðurkenna tilfinningar
sínar, hversu sárar afleiðingar
það kann að hafa. Eða vill hver
búa í sínum verndaða heimi þegar
öllu er á botninn hvolft og þá hef-
ur I raun ekkert gerzt þegar upp er
staðið.
Þetta er vel skrifuð bók og Gerd
Brantenberg fer hvergi yfir strik-
ið — þó sums staðar megi ekki
miklu muna.
Gerd Brantenberg er rúmlega
fertug að aldri og mun sjálf hafa
tekið mikinn þátt í kvennabarátt-
unni í Noregi sem hófst þar fyrir
alvöru upp úr 1970. Hún gat sér
Kápusíða á Neon/ Furu.
orð sem góður og snjall greinar-
höfundur, skrifaði einnig smásög-
ur og hefur sent frá sér nokkrar
skáldsögur og a.m.k. eitt verka
hennar mun hafa verið flutt upp á
leiksvið. Ég hef ekki áður lesið bók
eftir þennan höfund, en af öllu má
sjá, að hugrenningar hennar, sem
hún kemur svo ljómandi vel frá
sér eiga erindi við okkur.
Tilfluktsrommet
eftir Kristin Hoel
Það er rithöfundum nú um
stundir hugleikið efni og áleitið að
skrifa um, hvað kynni að gerast, ef
kjarnorkusprengjan spryngi. í
Þjóðleikhúsinu hér er verið að
sýna verk eftir Svövu Jakobsdótt-
ur, þar sem hjón „æfa sig“ að búa
um sig í byrgi sér til varnar ef
þessi ógnaratburður gerist. í fyrra
skrifaði ég um bókina „Jenny"
eins konar dagbók eftir brezkan
höfund þar sem aðalpersónan rit-
aði eins konar dagdók um lífið í
byrginu eftir að sprengjunni hafði
verið varpað. Og hér veltir höf-
undurinn fyrir sér hinu sama.
Hvað gerist ef slíkur voðaatburð-
ur gerist? Ungur blaðamaður fær
það verkefni að skrifa grein um
kjarnorkuvígbúnað og innan
stundar rennur upp ljós fyrir
blaðamanninum: vegna hörmu-
legra mistaka hefur sprengjunni
verið kastað. Sjö manns tekst að
bjarga sér inn í kjarnorkubyrgi og
í næstu tvær vikur verða þessar
Eli Nicolaisen
Kápusíða á Barnehjemmet.
sjö ólíku sálir að deila sama kjör-
um við aðstæður í hæsta máta
óhugnanlegar. Sameiginlegt eiga
þessar sjö manneskjur þó tvennt:
hræðsluna og örvæntinguna. Og
eftir því sem skaðar frá geislun
koma betur í ljós, matar- og
vatnsskortur tekur að herja á hóp-
inn fer andrúmsloftið að breytast,
eða kannski væri réttara að segja
að manneskjurnar breytist. Álag-
ið sem þau búa við er ómanneskju-
legt og það er fæstra að rísa undir
því. Kannski niðurstaðan verði sú,
að þrátt fyrir lífslöngunina sé
betra að farast í sprengingunni
strax en lifa af lífi sem á sér
sennilega enga framtíð.
Kirsten Hoel er þrítug að aldri.
Hún sendi frá sér sína fyrstu bók
árið 1979, það var ljóðabók „För í
rnorgen". Fyrsta skáldsaga hennar
kom út árið eftir, „Forestillingen".
Þó svo að meginuppistaða þess-
arar bókar sé óttinn og þján-
ingarnar vegna þess sem hefur
gerzt má líka segja að hér sé ekki
síður fjallað um samskipti og
viðbrögð fólks. Af því leyti er bók-
in um sumt skyld leikriti Svövu
Jakobsdóttur.
Eli Nicolaisen:
Barnehjemmet
Höfundurinn segir í örstuttum
inngangi, að þessi bók, sem mun
vera í flokki svonefndra „heimild-
arskáldsagna" sé ekki skrifuð sem
árás á eitt ákveðið barnaheimili,
heldur „til að vekja athygli sam-
borgaranna á þeim hvunndegi sem
var á barna- og fósturheimili í
Noregi upp úr 1950“. Við lestur
bókarinnar kemur náttúrlega í
ljós, að það er full ástæða til að
taka þetta fram og ekki þar með
sagt að hægt sé að taka það trú-
anlegt. Hér segir höfundur frá
veru sinni á barnaheimili sem hún
bjó á frá þriggja til tíu ára aldurs,
það munu vera árin 1949—1956.
Höfundur reynir að segja frá með
augum barnsins sem upplifir svo
ómannúðlega og taumlausa illsku
af hendi hinna fullorðnu starfs-
manna á barnaheimilinu, að um
þverbak keyrir. Beizkjan sem
fram kemur í allri frásögninni
dregur úr þeim áhrifum, sem slík
bók gæti og mætti hafa, því að án
efa er víða pottur brotinn í þess-
um málum hjá frændum okkar
sem víðar. Barnið Eli er auðvitað
aðalpersónan, en einnig koma við
sögu önnur börn á heimilinu og
þau og Eli verða að finna upp á
sínum sérstöku brögðum til þess
hreinlega að lifa af. Eins og fyrr
segir er beizkjan ráðandi í bókinni
og dregur úr þeim áhrifum sem
henni er á metnaðarfullan hátt
ætlað að vekja af hendi höfundar-
ins.
Barnehjemmet mun vera fyrsta
bók Eli Nicolaisen og það leikur
ekki á tveimur tungum að hún er
ritfær í góðu lagi. Vonandi hún
hafi með þessari bók skrifað sig
frá bernskureynslu sinni og hleypt
út úr stærstu vessunum.
Nattdykk: Kim Smaage
Þetta er einnig fyrsta bók höf-
undarins. Hér segir frá Hilke
Thorhus, hún hefur hafnað glysi
og plasti nútímans, „skafið af sér
naglalakkið" eins og höfundur
orðar það og er upptekin við að
skynja heiminn upp á nýtt og upp
á önnur býti en fyrr. Hún mætir
andspyrnu í þeirri viðleitni sinni
að brjóta sér braut á nýjum stig-
um, en hún er ekki á því að gefast
upp. Hilke er orðin kafari að
starfi, þegar við kynntumst henni.
Hún er að undirbúa næturköfun(I)
þegar bókin hefst. Þetta verður
býsna ævintýraleg köfun og Hilke
verður hér vitni að morði og það á
að klófesta hana í bili, en síðan
tekur við barátta upp á líf og
dauóa, morðinginn er á hælum
hennar og hún berst gegn honum
með kjafti og klóm í eiginlegum
sem óeiginlegum skilningi. Á
kápusíðu er tekið fram, lesendum
til upplýsingar, að umgerð bókar-
innar sé dæmigerð spennu- og af-
þreyingasaga, en dýpri sannindi
séu ekki langt undan og meðal
annars sé „hin meðvitaða nútíma-
kona“ að hasla sér völl. Það hefði
svo sem verið óþarfi. Eru skrifað-
ar nokkrar ómeðvitaðar bækur á
Norðurlöndum nú?
Gene Dalby:
Neon/Furu
Gene Dalby hefur verið kallaður
pönkskáldið í Noregi. Hann sendi
frá sér fyrstu ljóðabók sína árið
1979 sem hét „Linedansar paa
piggtraad" og síðan aðra
„Flammekaster". Árið 1982 kom
svo „Frostknuter, sérkennilegt
sambland af pönkprósa og ljóðum.
I þessari bók stígur Dalby svo feti
framar og virðist með texta sínum
hér endanlega ætla að sanna full-
komnun sína sem pönkað ljóð-
skáld. Ljóð höfða auðvitað til
okkar á afar ólíkan hátt. f ýmsu
sem er okkur framandi skynjum
við einhverja þá hugsun sem til
okkar höfðar og getur vakið til
einhvers konar framhalds hennar.
Ég botna satt að segja ekki alveg
hvað Gene Dalby vill vera láta
með þessari bók:
Fyrsta „ljóð“
Neonettene
Nyttaarsfyrverkeriet
Nekrologene
Annað Ijóð:
Taksisjaaförens
Trafikklysröde öyne
Takstameteret
og enn segir:
Glimt fra busslykt
Postkassen — rödere enn
vanlig í regnet.
Það var og.