Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 24.11.1983, Síða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 Blómafræfl- ar - fræ - frjó — eftir Martein M. Skaftfells Þetta er fyrirsögn greinar í Mbl. 22/9, eftir Reyni Eyjólfsson, fyrr- um starfsmann í lyfjaeftirlitinu. Þar kynntist ég honum og féll við hann ágætavel, þótt skoðanir okkar féllu ekki ávallt sem best saman. Og hvílíku leiðinda lá- deyðulífi lifðum við ekki, væru all- ir sömu skoðunar. En það er mis- jafnlega ánægjulegt að ræða við menn skiptra skoðana. Sumir eru skemmtilegir, aðrir hundleiðinleg- ir. En nú verð ég að biðja hundinn afsökunar, því að hann er aldrei leiðinlegur. Greininni ætlaði ég að svara strax, er hún birtist. En lagði hana frá mér á hillu á skrifborð- inu, þar sem ég var öðru að sinna. Áðan rakst ég svo á hana og tel ekki rétt að „salta" hana lengur. Greinin er bæði athugasemdir og árétting á grein, sem ég hafði skrifað og birt var 14/9, vegna pistils í enn sama blaði um „ungl- inginn áttræða", sem fenginn var hingað austur yfir Atlantsála frá Ameríku — til að tölta ofan úr Breiðholti niður í miðbæ til að vekja athygli á ósköp venjulegum pollentöflum, sem sölumenn höfðu gengið með í hús og selt undir fölsku nafni fræfla. Tilefni greinar R.E. var m.a., að ég hafði sagt, að innflytjandi fræflanna hefði ruglað saman fræfli og fræi. En greinarhöfund- ur taldi bæði orðin „alröng", því að fjailað væri um frjóduft blóma. Á það hafði ég einnig bent í grein minni, og oft áður. — En „fræ“ er samt ekki „alrangt", því að frjó er einnig notað í merking- unni fræ. — En ég er greinarhöf- undi samt þakklátur fyrir „leið- réttinguna", því að frjónafnið var þarna eðlilegra og betra. Og „fræ- ið“ er komið inn f grein mína ann- aðhvort fyrir pennaglöp mín eða bragðvísi prentvillupúkans. Vilj- andi nota ég ekki fræ í staðinn fyrir frjó. Aftur á móti er ég greinarhöf- undi ekki sammála um að nota beri „frjóduftstöflur" í stað pollen, sem þýðir frjóduft. — Ef við fær- um að þýða erlend vörunöfn, myndi það valda glundroða. Og ekki myndu allar þýðingar verða „lostæti" auga og tungu. í grein minni nefni ég nokkrar pollentegundir. Greinarhöfundur giskar á, að ég geri það vegna þess, að Elmaro (heildv.) flytji þær inn. — Þetta er rétt ágiskun. — Poll- entöflur eru mismunandi að gæð- um. Ég tel mér því skylt að benda á þær tegundir sem ég þekki per- sónulega og get með góðri sam- visku mælt með. Þar með er ég ekki að segja að aðrar tegundir séu slæmar. En ég veit, hve gífur- leg vinna var lögð í að leita uppi úrvalsvörur. Hollefni með sama nafni eru mismunandi að gæðum. Þau má því ekki velja af handa- hófi. — Jafnvel söluvöru verður að strika út, þegar önnur örugglega betri er fundin. Með þessu móti náði Elmaro í úrval góðra um- boða. Enda góð aðstaða, þar sem Elmaro hafði starfað í aldarfjórð- ung, áður en aðrir hófu innflutn- ing í sömu grein. Af pollenefnum bera Pollitabs- vörur sænska firmans Cernelle langhæst. Gösta Carlsson, eigandi firmans, er algjör brautryðjandi á þessu sviði með mjög yfirgrips- mikla þekkingu. Og pollenvörur hans hafa hlotið meiri rannsóknir og meiri viðurkenningu en nokkur önnur tegund. Um þær hafa fjall- að næringarfræðingar, læknar og íþróttafrömuðir ýmissa þjóða. Og niðurstöðurnar: að þær efli heil- brigði, þrek og þol. — Og á síðasta ári, 1982, kom út bók eftir prófess- or Olov Lindahl, einn af kunnustu mönnum í baráttusveit lækna fyrir náttúrulegum efnum, og er hann ritstjóri tímaritsins Biolog- isk Medicin. Pollen hefur Lindahl kynnt sér í mörg ár og bendir á eiginleika þess gegn ýmsum sjúkdómum og þreytu og að það sé eiturlaust. Nýlega rakst ég á blaðaviðtal við hann í tilefni af námskeiði sem hann hélt sl. sumar — fyrir „heilsufólk": hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga, lækna, kenn- ara o.fl. áhugafólk. í viðtalinu sagði hann, að tvennt af því mikilvægasta, sem komið hefði inn á heilsulínuna síðustu ár, væri kvöldrósarolían og selen. Þessi efni hafi áhrif á heilbrigði hverrar frumu líkamans. — Sjálf- ur tekur hann hvortveggja dag- Marteinn M. Skaftfells „Hvert ættu áhuga- menn um hollefni og heilsurækt að „beina orðum sínum“, ef ekki til almennings? Það væri athyglisvert, ef við gerðum það ekki.“ lega, ásamt Pollitabs, E-vit. og grammi af C-vit., þrátt fyrir gnægð af lífrænt ræktuðu græn- meti með sínum vítamínum og steinefnum. Lindahl er prófessor í læknis- fræði með miklar athuganir og reynslu af náttúrulegum efnum. Vonandi verða þessar upplýsingar hans mörgum til íhugunar. Öruggt er, að þær eru ekki út í bláinn. Að gefnu tilefni gat ég þess í grein minni, að náttúran geymdi ekki frjóduft í frysti. Um þetta hnýtur greinarhöfundur og bendir á, að kýrin geymi mjólkina ekki heldur í frysti, en samt „fordjarf- ist“ hún fljótt. Þetta er nú svolítið fljótfærnislega valið dæmi. Eðl- ismunur mjólkur og frjódufts er svo mikill, að um engan saman- burð getur verið að ræða. Frjóduft þolir allar árstíðir. Og af frjódufti í jarðvegi ráða vís- indamenn í gróðurfar löiigu liðins tíma, þar eð frjóduft mismunandi Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440-B.S.1387 oOO°o°o o O OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA STALHF Ðorgartúni 31 sími 27222 tegunda hefur sín sérkenni. Eins konar fingraför náttúrunnar, sem vísindamaðurinn les úr. — Að sjálfsögðu skerðist þetta geymslu- þol við þá meðhöndlun sem það fær, áður en það kemur okkur í munn. Og ljóst er af lýsingunni um „fræflana", að frjóduftið hefur fengið óblíða meðferð, úr því geyma þarf „fræflana" í frysti. — Og erfitt er að trúa því að fram- leiðandinn sé svo fáfróður, að hann viti ekki, að hann fer rangt með geymsluþol annarra pollen- tegunda. Pollitabs hefur t.d. ára- langt geymsluþol. „Það er að sumu leyti athyglis- vert, að talsmenn „fæðubótar- og hollefna“ í landinu skuli beina orðum sínum til almennings," seg- ir greinarhöfundur. Þetta er næsta furðuleg athuga- semd. — Hvert ættu áhugamenn um hollefni og heilsurækt að „beina orðum sínum", ef ekki til almennings? Það væri athyglis- vert, ef við gerðum það ekki. Síðan heldur greinarhöfundur áfram og segir: „Hitt er svo lak- ara, ef fræðslan er þess eðlis að hún sé verri en engin, slíkt er auð- vitað ekki til annars fallið en að ýta undir staðhæfingar sumra fræðimanna um, að náttúrumeð- alahreyfingin byggist einkum á lítilli þekkingu og mikilli trú.“ Hver hin neikvæða fræðsla er, sem brenglar svo hugsun „sumra fræðimanna", að þeir fari með rugl og fleipur, er mér ekki ljóst. Það væru vægast sagt afar óeðli- leg viðbrögð. Og ég hygg, að þau gerist ekki meðal fræðimanna, er rísa undir titlinum. Þeir draga ekki svo rökrangar og fljótfærn- islegar ályktanir, hvorki um víta- mín og hliðstæð efni né náttúruleg lyf. — En það gera háttsettir „fræðimenn” í lyfja- og lækna- stétt, sem setja vítamín og stein- efni undir hugtakið „náttúrumeð- ul“. Gera þau sem sagt að lyfjum sér til hægðarauka í baráttunni gegn þeim. Þeir eru höfundar hugtaksins, sem skv. misnotkun þeirra er ranghverfa staðreynda, þar sem vítamín og steinefni eru næringarefni og lífsnauðsynlegir næringarþættir, en ekki lyf. Og slík „fræðimennska" er verri en engin. Vissulega verri en engin. Kannski að greinarhöfundur eigi við þessa „fræðimenn"? Hjarta þess valds, sem þeir til- heyra, hefur lengi slegið fyrir ein- okunarrétti lyfsala á sölu víta- mína. Og ég skal viðurkenna, að það er að öllu leyti mín sök, að mjög róttæk tilraun, sem færa átti þeim þennan rétt, mistókst. Og rökin — betri en engin — sótti ég í þau plögg, sem tryggja átti þeim réttinn. — Eigi að síður skal ég fúslega játa, að þótt ég hafi síð- ustu 35 ár viðað að mér nokkuð fjölþættu safni bóka, tímarita o.fl. gögnum um þessi efni, þá veit ég aðeins nógu mikið til að vita hve lítið ég veit. En ég veit, að þeir, sem með þetta bannvald fara, hafa vanrækt margumbeðna „fræðslu" um, skv. hvaða lögum og lagagreinum þeir banna nokkrar tilteknar tegundir. Ég hef spurt og margspurt, hvort bannið samrýmist lyfjahugtakinu og um þau rök, sem 69. gr. stjórn- arskrárinnar krefst, væntanlega af þeim sem öðrum, en hef aldrei fengið umbeðnar upplýsingar, sem ætla verður að þeim sé skylt að veita og ætti að vera ljúft að veita, ef allt er með felldu. Greinarhöfundur segir í upphafi greinar sinnar, að undirritaður sé „einn helsti talsmaður hérlendis um „fæðubótar- og hollefni““. Sé svo, kemur engum það á óvart, þótt ég ýti eilítið við því valdi, sem rænir almenning rétti sínum til að velja sér hollefni, engu síður en heilsuskaðleg, sem það hreyfir ekki orði gegn, né til banntilrauna, eins og gegn vítamínum og stein- efnum, innan viðurkenndra marka. En rök fást engin. Ég þakka greinarhöfundi. Við erum sammála um sumt. Ósam- mála um annað. Þar sem hann skaut „náttúrumeðulum" inn í og varla á þann „hlutlæga" hátt, sem hann lagði áherslu á sem lokaorð, þá vona ég að mér reiknist ekki til syndar, þótt ég snerti aðeins við þeim málum að gefnu tilefni. Svo vona ég, að greinarhöfundur hafi komið „fræflaauglýsendum" í skilning um, að þeir eru að aug- lýsa pollentöflur undir fölsku nafni. Marteinn M. Skaftfells er fýrrrer- andi kcnnari og fyrrverandi for- madur Heilsuhringsins. Kristján Jóhannsson og Dorriet Kavanna. Fyrir aftan þau er ítalski hljóm- sveitarstjórinn Maurizio Barbacini, sem lék undir á tónleikunum í Austur- bæjarbíói. Kristján Jóhannsson og Dorriét Kavanna á tón- leikum Tónlistarfélagsins þessu starfsári. Fyrri tónleikarnir verða kl. 19.15 á fimmtudag og þeir seinni kl. 14.30 á laugardag. Þegar er uppselt á fimmtudagstónleikana, sem eru haldnir fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins, sem eru rúmlega 700. Á tónleikunum syngja þau Kristján og Dorriét íslensk og er- lend lög, óperuaríur og dúetta við undirleik ítalska hljómsveitar- stjórans Maurizio Barbacini. Eru verkin á efnisskránni m.a. eftir Hándel, Vivaldi, Donaudy, Beet- hoven, Schubert, Jóhann Ó. Har- aldsson og Þórarin Guðmundsson. Þetta er í annað sinn sem Kristján og Dorriét syngja hér á vegum Tónlistarfélagsins, en þau komu fram á vegum félagsins 28. maí 1981. Hjónin Kristján Jóhannsson og Dorriét Kavanna halda nú í vikunni tvenna tónleika á vegum Tónlistar- félagsins í Reykjavík. Eru það síð- ustu tónlcikar Tónlistarfélagsins á Fer inn á lang flest flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.