Morgunblaðið - 08.12.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.12.1983, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 22 $ Hvað viltu helst íjólagjöf? GunnarJonsson 11.ára: Mig langar í Poppbókina og áskrift aö barnablaðinu Æskunni. Sigurður Björnsson 19 ára: Ég vil góðar bækur, t.d.Við klettótta strönd eða Kapphlaupið. Sæunn Guðmundsdóttir 8 ára: Viltu gefa mér bókina um Frú Pigalopp eða Við erum Samar eða Margs konar daga. Ha? Pétur Pétursson 12 ára: Poppbókina með viðtölunum við Bubba og Ragnhildi og líka bókina Til fundar við Jesú frá Nasaret. Geir Jónsson 16 ára: Helst vil ég eitthvað til að lesa, t.d. Kapphlaupið og óskabók íþróttamannsins, Ólympíubókina. Sigríður Gisladóttir 14 ára: Það væri gaman að fá bókina um Lassa í baráttu og Poppbókina. Æskan, Laugavegi 56 Sími17336 Elísabet Dungal — Minningarorð Fædd 11. ágúst 1898 Dáin 1. desember 1983 Með andláti „ömmu í Hvammi", eins og við kölluðum hana, er brot- ið blað í lífi fjölskyldunnar, einum kafla lokið og annar nýr og fram- andi tekinn við. í huga okkar flögra bernskuminningar sem svo ótal margar og ljúfar tengjast ömmu í litla húsinu í trjálundin- um græna. Hvammur var okkar vin í eyðimörkinni, afdrep þar sem amma blessunin var alltaf til staðar og tók á móti okkur með sinni gnótt af hjartahlýju. Amma var sterkur persónuleiki, gædd ríkri frásagnargáfu og gat alltaf komið á óvart með kímnum tilsvörum. Börnum gat hún haldið hugföngnum með frásögnum sín- um, sérstaklega þegar hún talaði um atvik úr eigin bernsku sem urðu okkur sem á hlýddum svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum að ógleymanlegt er. Aldrei mátt- um við svo yfirgefa Hvamm að amma fengi ekki að hygla ein- hverju að okkur, ætíð með stakri hógværð og lítillæti. Þrátt fyrir ýmis þung áföll á ævinni, stóð amma alltaf teinrétt og stolt, líkt og ekkert fengi bugað hennar andlega þrek, það var með ólíkindum hve mikinn styrk hún átti í fórum sínum. Við kveðjum elsku ömmu, ekki með kossi á hlýjan og mjúkan vanga hennar í þetta sinn, heldur með þessum fátæklegu orðum og ómældu þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur á ævinni. Gunnar, Elísabet, Linda og Jón Örn. Nú hefir Elísabet, tengdamóðir mín, lokið ferðinni löngu, sem hófst á Seltjarnarnesi fyrir 85 ár- um. Fararefnin voru ekki mikil í veraldlegum auði, en á bernsku- heimili hennar hefir búið óvenju- lega samhent og reglusöm fjöl- skylda, sem lagði kapp á iðjusemi og ráðvendni. Þeir eiginleikar urðu veganesti Elísabetar og ent- ust henni vel á langri lífsbraut. Ferðinni löngu lauk á Landa- kotsspítala eftir vel heppnaða augnaðgerð, en þá var mátturinn þrotinn. Þar var gengið yfir landa- mærin miklu. Ekki er ólíklegt, að gangan upp síðasta, bratta hjall- ann hafi orðið henni um megn, en þar á ég við hina miklu raun, er hún rataði í við andlát einkason- arins Birgis, þessa fágæta ljúfl- ings. Það áfall bar hún með þeirri reisn og stillingu, sem henni var töm. Hún var ekki vön að bera tilfinningar sínar á torg, en geta má nærri, hve sorgin sú hefir ver- ið sár aldinni móður. Ég minntist Birgis með nokkr- um kveðjuorðum í Morgunblaðinu. Margt af því, sem þar var sagt, hefði átt heima í þessari grein, en verður ekki endurtekið hér. Síðustu vikurnar dvaldist Elísa- bet á hinu fallega heimili Ástu, dóttur sinnar, og Arnar, tengda- sonar síns. Þar naut hún beztu umönnunar, sem unnt er að veita aldraðri móður og ömmu, hjá þeim hjónum og skemmtilegu, mannvænlegu börnunum þeirra. f síðasta skiptið, sem ég talaði við Eiísabetu, en það var nokkrum dögum fyrir andlát hennar, sagði hún mér, að til stæði, að hún færi í augnuppskurð. Hún var orðin blind á öðru auga og bagaði það hana mjög sem vænta má. Hún sagðist hlakka til aðgerðarinnar og bættrar sjónar. Bezt gæti ég trúað, að mest hafi hún hlakkað til að geta eitthvað tekið til hend- inni og þá orðið heimilinu að liði. Hún kunni því illa að sitja auðum höndum, enda öðru vanari. Því fer fjarri, að líf Elísabetar hafi verið sorgarsaga. í því var mikil birta, og skærust var birtan, sem stafaði af henni sjálfri. Hún var gæfukona og var ánægð með sinn vettvang, þótt hann næði ekki út fyrir heimilið. Ung giftist Elísabet Jóni Dungal, því ljúfa og mikla glæsimenni, og eignaðist með honum þrjú mannvænleg börn, Elínu, Birgi og Ástu, og voru þau hjón samhent í öllum grein- um. Heimili þeirra var aðlaðandi og hlýlegt og heimilisbragur allur hinn bezti. Heimilið var starfs- vettvangur Elísabetar, og því helgaði hún krafta sína af alúð og kostgæfni. Elísabet var umhyggjusöm og frábær móðir, og sízt af öllu brást hún ömmuhlutverkinu. Undir það munu öll barnabörn hennar taka með mér. Hjá henni áttu þau ávallt skjól og opinn faðm. Oft var skemmtilegt í litla, notalega eldhúsinu í Hvammi. Þar voru oft fjörugar umræður um hin ólíkustu mál. Húsfreyjan skaut inn glettnum athugasemdum, um leið og hún sá um að nóg föng væru á borðum. Hún settist sjald- an, henni virtist nægja, að vel færi um aðra og vel væri veitt. Stundum, en allt of sjaldan, bauð ég og fjölskylda mín Elísa- betu í smáferðalög. Engan ferða- félaga hefi ég vitað þakklátari né skemmtilegri. Hún naut þessara ferða, en skemmtilegast þótti henni að fara austur í Þingvalla- sveit. Þaðan átti hún góðar minn- ingar frá búskaparárunum í Mjóa- nesi. Þar hafa í þá daga búið glæsileg hjón með gullnar vonir, og þá var vor í lofti. Eg minnist hinna mörgu jóla, er ég og fjölskylda mín héldum í Hvammi. Þangað var gott að koma þreyttur úr jólaösinni og njóta friðar og hvíldar, og þangað komu börn mín til móts við jólin. Þar var veitt af rausn, og þar brást aldrei frábæra brúntertan hennar Elísabetar. Svo mætti lengi upp telja, en hér læt ég stað- ar numið. Þessi orð mín eiga ekki að vera ævisaga Elísabetar, því að til þess væru þau of fá og fátækleg, heldur eiga þau að vera þakkir frá mér til forsjónarinnar fyrir að fá að kynnast þessari elskulegu heið- urskonu og njóta vináttu hennar og umhyggju um áratugi. Þar var hún ávallt veitandi, en ég þiggj- andi. Þakklátastur er ég samt fyrir það, að börnum mínum skyldi auðnast að hljóta slíka ömmu. Alltof fá börn hafa átt ömmur, sem eru hennar líkar. Það er ekki sorgarefni, þegar ör- þreytt gamalmenni hefir gengið lífsbrautina vammlaust á enda. Elísabet bar höfuðið hátt alla leið. Mildu, bláu augun hennar þurftu aldrei að líta undan, því að þar fór kona, sem breytti aldrei gegn betri vitund. Hennar er því sárt saknað, en minningarnar ljóma skært. Slíkri konu er vel fagnað á frið- arlandinu og þangað fylgja henni hlýjar óskir og kveðjur. Þorvaldur Ágústsson VINNINGAR V__________ Vinningur til ibúðarkaupa, kr. 400.000 62771 Bifreiðavinningar eftir vali, kr. 75.000 2368 35301 44305 65213 27606 39185 48157 77780 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 25.000 8711 20526 43199 47233 71284 14102 22217 43784 47967 71764 15158 28998 45186 52492 72405 16176 30177 46238 53684 75068 19130 40247 46509 54460 78056 Húsbúnaður eftir vali, kr. 7.500 7172 14663 27186 47796 66990 7934 16644 29705 53876 68300 8277 18285 30710 54665 68664 8867 18468 37548 56125 68806 9057 19649 37582 57120 69852 9233 21392 38082 58737 73196 11349 21644 38648 61372 73664 11840 24365. 42123 61690 74662 14474 24662 44000 61759 77564 14597 26545 44346 66322 77576 Húsbúnaður eftir vali, kr. 1.500 146 7684 16293 25867 34525 41970 50398 59349 66628 73574 217 7733 16608 26129 34639 42104 50651 59445 66795 73714 262 7735 16754 26208 34664 42330 50778 60024 66943 73720 298 7782 16769 26305 34903 42406 50897 60122 67365 73754 614 7884 17030 26322 35068 42602 51125 60197 67403 73778 772 8068 17393 26521 35270 43023 51714 60246 67654 73856 1248 8237 18248 26957 35331 43099 51772 60373 67655 74042 1528 8260 19145 27039 35364 43139 51905 60399 67663 74328 1769 8340 19174 27099 35450 43154 52052 60416 67956 74497 1775 9002 19217 27277 35537 43210 52354 60430 68229 74531 1802 9012 19440 27513 35600 43233 52497 60451 68249 74611 2130 9230 19514 27570 35727 43489 52639 60532 68405 74694 2190 9474 19677 27764 35968 43860 52718 60903 68580 74776 2353 9715 20119 27785 36073 4408? 53012 61261 68713 74851 2555 9907 20225 27804 36139 44155 53808 61287 68776 75169 2581 10229 20484 27927 36181 44512 53860 61400 68893 75251 2634 10272 20556 28350 36270 44641 53864 61613 68938 75392 2679 10471 20624 28627 36512 44728 53883 6)884 69089 76045 2690 10656 20638 28992 36558 44966 54148 62132 69243 76305 2922 10766 20803 29065 36705 45033 54572 62177 69325 77127 2949 10937 20832 29090 36719 45182 5460R 62289 69393 77149 2992 11526 20979 29275 36888 45191 54776 62493 69412 77607 3066 11773 21078 29498 36985 45605 54811 62632 69881 77792 3427 11972 21186 30186 37182 45901 54869 62712 69954 77798 3442 12161 21298 30337 37268 46052 54979 62795 69979 77828 3551 12337 21588 30349 37654 46464 55196 62871 70053 77927 3561 12346 21632 30382 38107 46466 55312 63048 70683 78116 3580 12801 22142 30476 38144 46496 55319 63479 70701 78191 4049 12805 22281 30676 38189 46735 55435 .63527 70895 78196 4056 13046 22465 30692 38361 46949 55554 63777 70949 78205 4105 13068 22499 30844 38450 46963 55668 63958 70983 78422 4457 13437 22582 30944 38459 47275 55944 63994 70988 78568 4505 13595 22707 31423 38465 47467 56245 64160 71031 78674 4756 13700 23037 32108 38662 47476 56322 64239 71202 78710 4885 13819 23084 32112 38719 47503 56463 64281 71405 78864 5088 13830 23134 32183 38844 47943 56627 64414 71470 78869 5197 14212 23237 32194 39178 47968 56636 64416 71863 78873 5257 14334 23503 32355 39360 48265 56761 64665 72077 78956 5361 14470 23687 32369 39449 48451 56857 64728 72140 79265 5495 14604 23740 32439 39746 48491 56900 64878 72208 79368 5721 14781 23920 32469 39855 48644 57057 65230 72244 79428 5759 15025 24090 32552 40067 48655 57375 65323 72307 79559 5786 15120 24377 32560 40119 49047 57954 65576 72486 79597 5789 15154 24617 33199 40131 49102 58059 65726 72522 79646 6171 15189 24757 33703 40225 49219 58268 65968 72642 79654 6418 15474 25022 33807 40305 49342 58422 66015 72717 79752 6460 15543 25107 33845 40656 49369 58427 66282 72725 79931 6622 15637 25171 33950 41246 49375 58931 66365 72897 79934 6694 15675 25323 34165 41260 49555 59028 66367 73005 7494 16004 25571 34195 41280 49608 59123 66537 73203 7532 16132 25808 34407 41383 49947 59244 66550 73356 7655 16139 25816 34477 41610 50023 59327 66626 73415 C6- 7 f7 Afgreiðsla húsbúnaðarvinninga hefst 15. hvers mánaðar og stendur til manaöamóta. piö í kvöld til 1 kl.2D ^mmmmm 11 ■Kr7d S . iM t ■§ |E| II A n IT ATTP Skeifunni 15 1 IlilUliilUr Reykjavík | M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.