Morgunblaðið - 08.12.1983, Side 29

Morgunblaðið - 08.12.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 29 Dýrt að reka knattspyrnudeild í NÝÚTKOMNU fréttabréfi frá knattspyrnudeild KR kemur fram í rekstrarreikningi deildar- innar, aö heildarkostnaður var 2,5 milljónir króna. Þaó eru því ekki neinir smáaurar sem þarf þegar reka þarf eina knatt- spyrnudeild myndarlega. Hæstu útgjaldaliöir deildarinn- ar voru laun þjálfara, eöa 830 þúsund krónur. Feröakostnaöur innanlands var 310 þúsund krón- ur. Rekstrarhagnaöur af deild KR á síöasta ári var 29 þúsund krón- ur. Helstu tekjuliöir deildarinnar voru af getraunasölu, 630 þús- und krónur, tekjur af auglýsing- um voru 500 þúsund krónur. Þaö kemur fram í fróttabréfinu aö KR tók þátt í 41 knattspyrnu- móti á síöasta ári og sigraöi 13 þeirra. Félagið hefur gengiö frá ráöningu þjálfara í öllum flokkum fyrir næsta ár. Hinn kunni þjálf- ari, Lárus Loftsson, mun taka til starfa hjá KR-ingum og þjálfa 3. flokk. ___ þff • Victoria Principal bendir á aö hsegt sé að gera æfingar á fleiri stööum en í líkamræktarstöðv- um. Þaö er til dæmis hægt aö þjálfa magavöðvana meöan setiö er undir stýri. Ný líkams- ræktarbók LEIKKONAN þekkta, Victoria Principal, sem er þekktust sem Pamela Ewing í Dallas-þáttunum í sjónvarpinu, hefur sent frá sér bók um líkamsrækt og mataræöi. Bók þessi fæst í bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar. Líkams- ræktarbók þessi er hin glæsi- legasta, full af myndum og skýr- íngum viö æfingar þær sem bent er á. Þaö er leikkonan sjálf sem sýnir æfingarnar. f bókinni er bent á aö ekki þarf aö fara í líkamsræktar- stöövar til þess aö stunda æf- ingarnar. Hægt er aö gera þær á vinnustaö, sitjandi í stól, eöa standandi í biöröö. Þá er hægt aö gera æfingar meöan talaö er í síma og horft er á sjónvarp. Leggur Victoria mikiö upp úr því í bókinni aö mataræöi fólks sé rétt. Því gefur hún upp ýmsar fæöuteg- undir sem þykja hollar. Þá nefnir hún sérstakan 30 daga matarkúr sem gefur góöa raun til aö grenna sig. Hún segir aö sé fariö eftir hon- um þá hverfi aukakílóin hratt. 18 valdir á 0I-Ieika ÓLYMPÍUNEFND Belgíu hefur valiö 18 keppendur á sumarieik- ana í Los Angeles. aöeins þrír af þeim eiga möguleika á aö vinna til verölauna. Fyrir valinu uröu fjórir skotmenn, þrír sundmenn, þrír hestamenn, tveir hlauparar og einn hástökkvari, einn judo- maöur, einn róörarmaður og tveir sem keppa eiga í skylmingum. Judomaöurinn er talinn eiga mesta möguleika á verölaunum. Haukar • Aðalfundur fólagsráös Hauka fer fram í kvöld kl. 20.30 Venjuleg aöalfundar- störf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.