Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 289. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brottflutningur Arafats og manna hans í sjónmáli: Grísku skipin leggja af stað til Trípóli IL,.... ¦>..:_'„• ~— (»..;_ L'l XI _ ._____F/1________¦ ir____-____I____Itl Aþenu, Beirút og Deir Kl-Kamar, I.íbanon, 15. september. AP. ÍSRAELSKIR VARÐBÁTAR skutu seint í kvöld á búðir Yasser Arafats og stuðningsmanna hans í Trípólí. Skothríðinni var svarað í sömu mynt, en að sögn ísraela varð ekkert manntjón í liði þeirra. Þetta er í annað sinn á þremur dögum, að ísraelar skjóta á búðir PLO í Trípólí. Þykir framkoma þeirra bera því betur vitni en nokkuð annað, að þeir eru afar óánægðir með að brottflutningur Arafats og manna hans skuli standa fyrir dyrum. fengið tryggingu frá öllum hlut- aðeigandi aðilum fyrir því að skipin fái að sigla óáreitt frá borginni. AUs verða um 4000 Palestínumenn fluttir á brott með skipunum fimm, sem öll munu sigla undir fána Samein- uðu þjóðanna. ísraelski herinn fylgdi í dag um 2500 hermönnum kristinna falangista út úr bænum Deir El-Kamar í Chouf-fjöllum, þar sem þeir hafa verið innlyksa í meira en 3 mánuði. Hermennirn- ir voru fluttir til hafnarborgar- innar Sídon, sem er á valdi ísra- ela. Bandaríska herskipið New Jersey hleypti í kvöld af fall- byssum sínum á stöðvar Sýr- lendinga í Líbanon, annan dag- inn í röð, eftir að bækistöðvar bandarísku gæsluliðanna höfðu orðið fyrir skotárás. Skotmörkin voru einkum í fjöllunum um- hverfis Beirút, þar sem drúsar og Sýrlendingar halda sig. Firmn grísk skip leggja upp á morgun og halda til Tripólí í Líbanon, þar sem þau munu flytja Yasser Arafat, leiðtoga PLO, og stuðningsmenn hans frá borginni. Að sögn talsmanns grísku stjórnarinnar hefur hún Sfmamynd AP. Einn hermanna drúsa otar hnífi í átt að vörubifreiðum ísraela, sem fluttu hermenn kristinna falangista frá ('houf fjöllum í gær. Þá flutti alþjóða Rauði kross- inn 500 óbreytta falangista til Sídon. Flutningum Rauða kross- ins verður haldið áfram á næstu dögum. Talið er að um 6000 fal- angistar séu enn í Deir El- Kamar. Átök urðu enn í dag á milli líbanska hersins og drúsa, sem studdir eru af Sýrlendingum, suður af Beirút. Ekki fréttist af manntjóni, en á hinn bóginn var upplýst að franskur gæsluliði hefði verið skotinn til bana í Beirút af óþekktum leyniskytt- um. Skýrt var frá því í morgun, að skothríð bandarískra gæsluliða á óþekkta bifreið hefði sært tvo af þremur farþegum hennar. í ljós kom síðar, að þarna voru bandarískir sjónvarpsstarfs- menn á ferð. Meiðsli mannanna voru talin óveruleg. Vasily Smyslov Smyslov færist nær sigri London, 15. desember. AP. SOVÉSKA stórmeistarann Vasily Smyslov vantar nú aðeins hálfan vinning úr þeim tveimur skák- um, sem eftir eru í einvígi hans og Zoltan Ribli, til þess að tryggja sér sigur. Jafntefli í 30 leikjum varð í gærkvöldi í 10. skákinni. Ribli kom á óvart með byrjun sinni, en fljott þótti sýnt að Smyslov ætlaði sér að leika til jafnteflis og taka enga áhættu. Staðan er nú sú, að Smyslov hefur hlotið 6 vinninga, Ribli 4. Walesa: „Þótt ég þurfi að skríða" Varsjá, 15. desember. AP. „ÞÓTT ég þurfi að skríða þangað á fjórum fótum mun ég leggja blóm- sveig að minnismerkinu," sagði Lech Walesa í dag er hann skýrði frá því að hann myndi á morgun minnast þeirra verkamanna, sem létust í átökunum við skipasmíða- stöðina í Gdansk árið 1970. Walesa hefur undanfarna daga legið rúmfastur af völdum inflú- ensu. Hefur hann af þeim sökum ekki getað orðið við beiðni yfir- vaida í Gdansk um að mæta til yfirheyrslu. Ekki hefur verið gef- ið upp hvers vegna Walesa skuli yfirheyrður. Yfirvöld hafa lagt blátt bann við því að Walesa flytji ræðu fyrir framan skipasmíðastöðina kl. 14 á morgun. Sjálfur sagði hann fréttamönnum í dag, að ef öflugur öryggisvörður yrði við minnis- merkið hygðist hann láta af þeim áformum sínum að flytja órit- skoðaða ræðu. Kosningar ákveðnar 10. janúar í Danmörku: Flokkur Schluters tal- inn tvöfalda fylgi sitt KaupmannahbTn, 15. desember. Fri Ib Kjörnhak. fréttariUra Mbl. EFTIR að öll danska þjóðin hafði beðið daginn á enda og langt fram á kvöld var það ekki endanlega Ijóst fyrr en undir miðnætti að efnt yrði til kosninga í Danmörku þann 10. janúar. Fyrr í dag þóttu kosningar óumflýjanlegar eftir að stjórn Paul Schlúters neitaði að fallast á kröfur jafnaðarmanna og Fram- faraflokksins um breytingar á fjárlögunum. Þar með hafði stjórnin glatað starfsgrundvelli sínum. Það þurfti þó 12 tíma þjark í þingsölum áður en kosningar voru endanlega ákveðnar. Paul SchlUter Bæði útvarp og sjónvarp voru með beina útsendingu frá þinginu í allan dag og þá brá svo við, að fæstir ræðumanna töluðu um fjár- lagafrumvarpið, heldur notuðu tækifærið og reifuðu öll hugsanleg mál við kjósendur. Það var því ljóst strax um hádegisbilið, að kosningabaráttan var hafin af fullum krafti. Splunkuný skoðanakönnun á vegum Jyllands-Posten sýnir fram á, að flokkur jafnaðarmanna gerir vart meira en að halda í núverandi fylgi sitt, 33%. Á hinn bóginn er talið, að flokkur Schlíiters, hægri flokkurinn, tvöfaldi fylgi sitt. Fái 27% atkvæða í stað 14,5% nú. Slíta viðræðunum um óákveðinn tíma V ínarborg, 15. desember. AP. VARSJÁRBANDALAGSRÍKIN undir forystu Sovétrfkjanna neituðu í dag að samþykkja ikveðna dagsetningu fyrir iframhald viðræðna i milli þeirra og NATO um gagnkvæma fækkun herja. í varfærnislega orðaðri tilkynn- ingu frá Varsjárbandalagsrfkjun- um sagði, að þau litu ekki svo á að viðræðunum væri endanlega slitið. Jafnframt var lagt til, að „ákvörð- un um frekari viðræður yrði tekin að loknum diplómatískum viðræð- um". Fulltrúi Hollendinga í viðræð- unum, Willem de Vos van Steenw- ijk, lýsti yfir vonbrigðum NATO- ríkjanna með þessa ákvörðun Varsjárbandalagsríkjanna. Sagð- ist hann jafnframt vonsvikinn yfir því að þau tilgreindu ekki hvenær viðræður skyldu hefjast að nýju. Þessi ákvörðun Varsjárbanda- lagsríkjanna er tekin aðeins viku eftir að Sovétríkin slitu START- viðræðunum, a.m.k. tímabundið, með því að samþykkja ekki ákveðna dagsetningu fyrir fram- hald viðræðna. Þá gengu Sovét- menn í lok nóvember út af viðræðufundum með Bandaríkja- mönnum í Genf um meðaldrægar eldflaugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.