Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 19 Vísindastyrkur NATO: 550 þúsund krónum deilt á milli átta Islendinga Menntamálaráðuneytið hefur út- hlutað styrkjum af fé því sem kom í hlut íslendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum Atlants- hafsbandalagsins (NATO Science Fellowships) á árinu 1983. Umsækjendur voru 30 og hlutu átta þeirra styrki sem hér segir: Andri Geir Arinbjarnarson, verkfræðingur, 45.000,- kr., til framhaldsnáms í byggingaverk- fræði við Danmarks Tekniske Höjskole. Bernhard Örn Pálsson, BS, 70.000,- kr., til rannsókna í ólínu- legri stýritækni við California Institute of Technology í Banda- ríkjunum. Erlendur Karlsson, MS, 70.000,- kr., til doktorsnáms á sviði stærðfræðilegrar kerfisfræði og stafrænnar merkjafræði við Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum. G. Snorri Ingimarsson, dr.med., 90.000,- kr. til að kynna sér tölvu- skráningu krabbameina í Dan- mörku, V-Þýskalandi og Frakk- landi. Hafliði Pétur Gíslason, Ph.D., 90.000,- kr., til rannsókna á ljós- eiginleikum hálfleiðara í segul- sviði við Lehigh University í Bandaríkjunum. Kristberg Kristbergsson, MS, 70.000,- kr., til doktorsnáms í mat- vælafræði við Rutgers University í Bandaríkjunum. Kristinn Andersen, verkfræð- ingur, 45.000,- kr., til framhalds- náms í rafmagnsverkfræði við Vanderbilt University í Banda- ríkjunum. Sigurður Þorsteinsson, cand. real., 70.000,- kr., til doktorsnáms í veðurfræði við Oslóarháskóla. KALLIOG SÆLGÆTISGERÐIN ROALD DAHL Barnabók um Kalla og sæl- gætisgerðina SVART á hvítu hefur sent frá sér barnabókina Kalli og sælgætisgerðin eftir Roald Dahl. Höfundurinn hefur áður unnið sér frægð með smásögum sínum. Kalli hrósar því happi að mega skoða undur sælgætisverksmiðju Villa Wonka og lendir þar í furðulegum ævintýrum. Sælgætisgerð Villa Wonka er líka ekki nein venjuleg verksmiðja, heldur er þar að finna ýmislegt, allt frá súkkulaðifljóti og lýsandi sleikipinnum, yfir í ósýni- legt súkkulaðikex sem hægt er að hafa með sér í skólann. Boðvar Guð- mundsson hefur þýtt þessa bók og kvæðin í henni. Bókin er mynd- skreytt af Faith Jaques og unnin hjá Guðjóni Ó og Félagsbókbandinu. Hún er 134 blaðsíður að stærð og kostar 470 krónur. illtK II II tl II t 1 1 t :i ¦ u 1 á* m Vegfarendur um miöborgina fá nú loks næg bílastæöi eftir aö bílageymsla opnaði viö Kalkofnsveg og bílastæöin í Tollstöoinni veröa opnuö á annatímum. Loksins næg bflastædi i miooorginni í morgun opnaöi bílageymsla Reykjavíkurborgar í grunni Seölabankans viö Kalk- ofnsveg. Þar gefst ökumönnum kostur á ókeypis bílastæöi fram aö jólum. Á morg- un, laugardag og á fimmtudagskvöld í næstu viku og á Þorláksmessu, veröa bílastæöin opin fyrir vegfarendur um miöborgina í Tollhúsinu viö Tryggvagötu, því búio er aö leysa bílastæöavandann í bili enda veitti ekki af þar sem Austurstræti býour meöal annars upp á eftirtalda þjónustu: Apótek Bókaklúbbur Gleraugnaverzlanir Leikfangaverzlanir Pósthús Unglingafataverzlanír Augnlæknar Bókabúðir Hárgreiöslustofa Ljosmyndastofur Rakarastofur Utgerðarfélog Bakarí Ditkótek Heildsölur Ljósmyndavöru- Ritfangaverzlanir Útgáfur blaða Bankar Dömuíatnaður Herrafataverzlanir verzlanir Skyndibitastaoir Ursmiðir Barnafataverzlanir Fasteignasölur Hljómplötuverzlanir Ljosritunarstofur Skóverzlanir Útimarkaourínn Basar Ferðaskrifstofur Karfihús Læknar Snyrtivöruverzlanir Veitingahús Blaðasölur Fjárfestingasjódir Kjöt- og nýlenduvörur Lögmenn Söluturnar Verzlunarfulftrúar Borgarstjórinn Gallerí Kreditkort Metravöruverzlanir Skrifstofur Verkalýosfélag í Reykjavík Gjafavöruverzlanir Leigubílar Neytendasamtðkin TannhBknar Viðskiptaþjónustur Hvert fyrirtæki býður svo uppá persónulega þjónustu. Kreditkort tekin um allt strætið. Hvað bjóða hinir? Skemmtidagskra a morgun laugardag kl. 15.00 í bádum ¦ ¦ ¦ K endum gotunnar Austurstræti er því langstærsti stórmarkaöur landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.