Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. DESEMBER 1983 37 Húsnæðissamvinnufélagið Búseti: Krefst stóraukins fjármagns til félagslegra íbúðabygginga STJORN húsnæðissamvinnufélags- ins Búseta hefnr sett fram þá ský- lausu kriifu, fyrir hönd hartnær 2.000 félaga sinna, ad heildarfjir- magn til félagslegra íbú6abygginga verði stóraukið. „Lögum samkvæmt ber Byggingarsjóði verkamanna að fjármagna a.m.k. </3 af árlegri íbúða- þörf landsmanna. Miðað við þær undirtektir, sem Búseti hefur þegar fengið, væri eðlilegra að miöa við að allt að 2/3 af íbúðum verði reistar á félagslegum grunni. Þangað liggur straumurinn, þar er þörfin," segir m.a. í samþykkt stjórnarinnar frá 10. desember. „Það er ennfremur krafa stjórn- ar Búseta, að lánakjör til félags- legra íbúða verði í engu skert, heldur bætt frá því sem nú er hjá verkamannabústoðum," segir í samþykktinni. „í því sambandi væri eðlilegast að miða við fyrn- ingartíma íbúða, sem talinn er nema 60—100 árum hérlendis. Stjórn Búseta ítrekar, að leigu- íbúðir með búseturétti eru í hæsta máta félagslegar íbúðir og ættu að njóta sambærilegra lánakjara og verkamannabústaðir." Sigfús Árnason kennir nemendum Egilsstaðaskóla meðferð handslökkvitækja. Morgunbla&ið/ Ólafur Slökkviliðsstjórinn kennir meðferð handslökkvitækja í skólum á Egilsstöðum í BYRIUN desember efndi slökkvi- liðsstjóri Brunavarna á Héraði, Sig- fús Arnason, til æfinga fyrir nem- endur Egilsstaðaskóla í meðferð hvers konar handslökkvitækja. Að undanförnu hefur Sigfús ferðast frá einum skóla til annars hér á Héraði og kennt nemendum meðferð handslökkvitækjanna — og hvarvetna verið aufúsugestur. Brunavarnir eru einn af mörg- um málaflokkum sem sveitarfé- login á Héraði hafa samvinnu um. Ólafur EC HEFÐINU FREMUR KOSIÐ að snœða undir merki krossins/ sagði monsjör Kíkóti. Nú er Kíkóti kaþólskur prestur og Sansjó aídankaður bœjarstjóri. Þeir leggja út á þjóðvegi Spánar. Samrœðumar íjalla einkum um viðkvœmustu deilumál vorra daga og sýna þau oít í skoplegu og aíhjúpandi ljósi einíaldleikans. Snjöll bók og bráðfyndin eftir Graham Greene.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.