Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 44________________ Vilhjálmur Jóhann- esson — Minningarorð Fæddur 6. júní 1931 Dáinn 7. desember 1983 1 dag kveðjum við með söknuði og trega elskulegan föður, tengda- föður og afa, sem lést á hjarta- deild Landspítalans að kvöldi 7. desember. Aðdragandinn var ekki langur, aðeins sólarhringur og þess vegna reynist svo erfitt að sætta sig við, að maður i blóma lífsins sé burtu kallaður, svo snögglega. Við verðum að trúa því, að tilgangurinn hafi verið einhver þó svo að við komum ekki auga á hann. Allt fram í það síðasta ein- kenndi dugnaður og þrautseigja gjörðir hans og sannast það, að sjálfur kom hann sér undir lækn- ishendur í bíl sínum þó svo hann kæmist ekki sjálfur inn á sjúkra- húsið. Þessi frestur er það ljós í myrkrinu sem hægt er að sjá við svona harmleik, að hann gat kall- að alla fjölskylduna að dánarbeði sínum og kvatt hana. Og á kveðju- stund kom i ljós áhugi hans fyrir vinnunni, þar sem hann hugsaði fyrst og síðast um að koma málum vinnunnar, fyrirtækis síns, og fjölskyldu í örugga höfn áður en hann kveddi. Einnig þá kom hann á framfæri vilja sínum við sína samstarfsmenn og félaga, sem unnið hafa svo lengi með honum, að þeirra mál gleymdust ekki. Villi afi var staddur á heimili okkar fjórum dögum áður, hress að vanda, og sagði okkur frá ferð sem hann var að koma úr daginn áður. Hafði hann farið utan með nokkrum félögum sínum í skoðun- arferð í verksmiðjur í sambandi við bílaiðnað. Það var því eins og köld vatnsgusa tilkynningin frá sjúkrahúsinu um að Villi væri mikið veikur og vildi tala við okkur sem fyrst. En minningin um Villa afa, sem vildi allt fyrir alla gera og hugsaði síðast um sjálfan sig, mun lifa. Og þó yngsti fjölskyldumeðlimurinn, aðeins fimm mánaða, viti lítið um afa sinn, á hann góðar minningar í myndum sem teknar voru við skírn litla drengsins hans vestur í Grundarfirði fyrir aðeins fjórum mánuðum. Og þegar hann stækkar eiga systurnar tvær eftir að fræða hann um þennan góða afa sinn, sem hann fékk ekki að njóta ná- vista við nema í svo stuttan tíma. Alltaf þegar afi kom í heimsókn vestur í Grundarfjörð til okkar mátti búast við að hann hefði eitthvert lítilræði meðferðis, sem hann laumaði að litlu stúlkunum sínum, svo og þegar þær kvöddu hann eftir veru hjá honum og ömmu í Reykjavík. En því miður voru stundirnar fyrir vestan allt of fáar og allt of stuttar þegar þeirra nýtur ekki við lengur. En meðan það var, átti hann hug stúlknanna sinna allan. Það var því hugsað hlýtt til næsta árs. Þær ætluðu að nota þennan vetur sem þær búa í fyrsta sinn í Reykjavík til að vera með afa sín- um og ömmu og er því missirinn ekki síður sár hjá þeim en hjá okkur hinum fullorðnu sem alltaf vorum svo örugg með okkur, vit- andi af Villa á bak við okkur. Lengi væri hægt að halda áfram að telja upp þær góðu og ánægju- legu en alltof stuttu samveru- stundir með Villa, en kjósum fremur að geyma minningarnar í þögninni og vonum að sem fæstar þeirra glatist. Við biðjum góðan guð að blessa Lilju ömmu, sem hefur misst mest af okkur öllum, þar sem Villi afi var augu hennar og aðal hjálp í veikindum hennar. Einnig biðjum við góðan Guð að blessa langömm- urnar, sem einnig hafa misst svo mikið á skömmum tíma, svo og okkur öll, börnin, barnabörnin, tengdabörnin og ástvini alla. Sorgin er þung, en minningin bjarta mun lifa áfram á meðal okkar. Hvíli hann í Guðs friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðan fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Hjördís, Pétur, Eva Jódís, Asdís Lilja, Jón Pétur. í dag verður til moldar borinn Vilhjálmur Jóhannesson, hjól- barðaviðgerðarmaður. Kallið kom fyrirvaralaust. Þessi hrausti mað- ur, sem aldrei hafði kennt sér neins meint, fékk hjartaáfall á öndverðum degi þann 6. desember og var fluttur í hjartadeild Land- spítalans. Að kvöldi næsta dags var hann allur. Ég kynntist Vilhjálmi fyrst í starfi hans fyrir þrettán árum. Það sem mér fannst einkenna hann þá og alltaf síðan var fáguð framkoma og einstakur þokki og hlýja í viðmóti auk leikni og lip- urðar þessa manns, sem kann sitt starf. Það duldist engum, að þar fór heiðursmaður. Seinna kynntumst við hjónin þeim Vilhjálmi og Lilju, konu hans, betur þegar sonur þeirra og dóttir okkar felldu hugi saman og hófu sambúð. Á þau kynni hefur aldrei borið skugga. Þau Vilhjálm- ur og Lilja kunnu að bregða töfra- ljóma á líðandi stund. Vilhjálmur fæddist í Hafnar- firði, þriðia barn hjónanna Ás- bjargar Ásbjörnsdóttur og Jó- hannesar Gunnars Einarssonar, sjómanns og síðar netagerðar- manns, sem lést árið 1970. Systk- ini Vilhjálms, talin eftir aldri, eru þau María, Jón Kr., Sigursveinn og Ingibjörg. Yngsti bróðirinn, Bjarni flugvélstjóri, fórst í hinu hörmulega þyrluslysi í Jökulfjörð- um hinn 8. nóvember sl. Þungur harmur er nú öðru sinni á skömm- um tíma kveðinn þessari fjöl- skyldu, ekki síst aldraðri móður. Lífsbaráttan byrjaði snemma. Ungur hóf Vilhjálmur sendils- störf. Innan við fermingu fór hann til sjós með föður sínum og stund- aði sjómennsku á bátum og togur- um til ársins 1953. Vilhjálmur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Lilju Ágústu Jónsdótt- ur, árið 1954. Þau hófu búskap sinn í Efstasundi 4 hér í borg og bjuggu þar með foreldrum Lilju til ársins 1967. Var sú sambúð alla tíð mjög góð, og reyndist Vil- hjálmur tengdaforeidrum áinum einstaklega vel alla tíð. Árið 1%7 flutti fjölskyldan í nýja íbúð í Fellsmúla 16 og hefur búið þar síðan. Börnin urðu fjögur. Elst er Hjördís, fóstra, fædd 1954, gift Pétri Guðráði Péturssyni, kenn- ara, og eru þau búsett í Grundar- firði. Börn þeirra eru Eva Jódís, Ásdís Lilja og Jón Pétur. Jóhann- es, rafvirki, er næstelstur, sambýl- iskona Halldóra Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Tvíburarnir, Lilja og Magnea, eru fæddir 1964. Þær stunda menntaskólanám og búa enn í foreldrahúsum. Þegar Vilhjálmur hætti til sjós, hóf hann störf við hjólbarðavið- gerðir á Gúmmívinnustofunni þar sem hann vann til ársins 1964. Það ár urðu þáttaskil í lífi hans. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Hjólbarðastöðina sf., sem hann rak til dauðadags. Með þrotlausri elju, áræði og dugnaði haslaði Vilhjálmur fyrirtæki sínu völl og undir stjórn hans blómgaðist það. Fyrir fimm árum flutti hann fyrirtækið í eigið húsnæði í Skeif- unni 5. Litlar breytingar hafa ver- ið á starfsliði frá upphafi og segir það sína sögu um húsbóndann. „Daglegt líf þitt er trú þín og musteri þitt,“ var eitt sinn sagt. Vilhjálmur var vammlaus maður í öllu sínu lífi. Hann var hollvinur þeim, sem sóttu til hans ráð, og hjálpsemi hans og tryggð áttu sér engin takmörk. Öldruðum föður- bróður utan af landi sýndi hann einstaka ræktarsemi í langri sjúkdómslegu. Tengdaforeldrum var hann stoð og stytta. Faðir hans beið dauðans í hálft ár og hvern dag var Vilhjálmur hjá hon- um. Hann var einstakur fjöl- skyldufaðir. Orð mega sín lítils, þegar slíkur maður er kallaður burt í blóma lífsins. Við hjónin biðjum honum blessunar og fjölskyldu hans líkn- ar í þraut. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kristján Baldvinsson Röksemdir lífs og dauða eru okkur mönnunum jafnan torskild- ar. Stundum kemur kallið til aldr- aðra og þjáðra sem kærkominn gestur. Oft slær maðurinn með ljáinn þar sem síst skyldi og hittir fyrir menn í blóma lífsins, sem enn eiga miklu dagsverki ólokið. „En enginn ræður sínum nætur- stað“ er máltæki, sem ósjálfrátt kemur í huga okkar, þegar dauð- ann ber svo skyndilega og óvænt að sem raun varð á nú, þegar við þurfum að sjá á bak kærum vini á miðjum aldri og með fullt starfs- þrek. Hljóð og harmi lostin stönd- um við eftir. Vilhjálmur Jóhannesson fædd- ist í Hafnarfirði hinn 6. júní árið 1931. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Gunnar Einarsson og Ásbjörg Ásbjörnsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fimm systkinum. Á unga aldri stundaði Vilhjálm- ur sjómennsku og reri á vertíðar- bátum. Er hann var 23 ára hóf hann að vinna við hjólbarðavið- gerðir og varð það ævistarf hans. Fyrst vann hann á Gúmmívinnu- stofunni við Skipholt, en stofnaði síðan í samvinnu við annan eigið fyrirtæki í Hreyfilshúsinu við Fellsmúla. Tók hann bráðlega einn við rekstri fyrirtækisins. Ár- ið 1978 flutti hann í nýtt húsnæði í Skeifunni 5 og rak þar sitt eigið hjólbarðaverkstæði til dauðadags. Starf sitt rækti hann af mikilli atorku og dugnaði. Frístundir voru fáar og hefur það eflaust komið niður á heilsu hans. Hann var vinsæll og hélst vel á mönnum. Þeir, sem störfuðu hjá honum, voru þar gjarnan lengi. Segir þetta meira um manninn en mörg orð. Árið 1954 kvæntist Vilhjálmur eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Ágústu Jónsdóttur, úr Reykjavík. Heimili þeirra var í Reykjavík, síðast og lengst að Fellsmúla 16. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Hjördís, fóstra, gift Pétri Guðráði Péturs- syni, kennara, búsett í Grundar- firði. Jóhannes rafvirki, sambýl- iskona hans er Halldóra Krist- jánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Yngstar eru tvíburasysturnar Lilja og Magnea, sem enn eru í heimahúsum og við nám. — Við hjónin eigum margs að minnast og margt er að þakka frá liðnum samverustundum. Margar ánægjustundir áttum við saman hvor á heimilum annarra og á ferðalögum utan lands og innan. Aldrei féll neinn skuggi á vinátt- una allt frá fyrstu kynnum. Við fráfall Vilhjálms, okkar kæra vin- ar og félaga, stöndum við fátækari eftir. Elsku Lilja mín. Við hjónin biðjum góðan Guð að styrkja þig, börnin, móður hans og ykkur öll í ykkar miklu og djúpu sorg. S.GJS. Að kvöldi dags þann 7. des. barst okkur fregnin um að bróðir okkar Villi, Vilhjálmur Jóhann- esson, hjólbarðaviðgerðarmaður, hefði kvatt þennan heim aðeins 52 ára. Aðdragandinn var stuttur. Hann var á keyrslu í bænum þeg- ar hann varð var við það mein sem sólarhring síðar varð honum að falli. Sú skynsamlega afstaða hans að aka beint á sjúkrahús, glæddi þær vonir að takast mætti að afstýra þeim endalokum sem raun varð á. Það er sárt að sjá á bak tveggja bræðra með aðeins mánaðar milli- bili. Þá sækja óneitanlega að manni hugrenningar um tilgang þessa lífs, hvernig menn koma og fara án tillits til óska og vona og alls þess sem við reynum að skapa okkur. Manni detta í hug línur úr ljóði Tómasar: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Starfsdagur bróður okkar hófst strax þegar barnaskólagöngu hans lauk. Hann stundaði almenn störf til sjós og lands og færði drjúgt til síns stóra bernskuheimilis. Hugur Villa stefndi til sjósóknar en að- stæðurnar höguðu því þannig að hann sneri sér að landvinnu ein- göngu. Snemma í sínum búskap stofn- setti hann það fyrirtæki sem eftir stendur, þar sem hann með óbil- andi ósérhlífni vann því traust og Minning: Astríður Þórarins- dóttir frá Kotvogi Fædd 2. ágúst 1908 Dáin 7. desember 1983 Nú er Ástríður Þórarinsdóttir, húsfreyja fra Brautarhóli í Höfn- um, flutt burt frá okkur. Við vor- um tvö fyrstu fósturbörnin, sem þau tóku, höfðingshjónin Hildur og Ketill, óðalsbóndi í Kotvogi í Höfnum, en fleiri bættust við, svo við urðum fimm. Ástríður er sú fyrsta, sem hverfur úr okkar hópi. Við vorum alin upp á stórheimili, mannmörgu og merku, og óhætt er að segja við allsnægtir. Heimilið og uppeldið mótaði líf okkar á margan hátt, meir og lengur en hér verður upp talið. Ástríður fæddist í Kotvogi 2. ágúst 1908. Hún var dóttir Ingi- gerðar Jónsdóttur og Þórarins Tómassonar, sem hæði voru heim- ilismenn í Kotvogi. I móðurætt var hún af Kotvogsættinni. Jón Ketilsson yngri, bóndi í Junkara- gerði var móðurafi hennar, en hann var bróðir Ketils d.brm. í Kotvogi. Móðurbróðir hennar var Ólafur Jónsson, sem ég hefi skrif- að um. Allir voru þeir móður- frændur hennar þrekmenni og hraustmenni með skýra hugsun og greind. Ingigerður, móðir hennar, var orðlögð dugnaðarkona. Þórar- inn, faðir hennar, var fæddur á Hvalsnesi, en ættaður úr Mosfells- sveit. Þórarinn var bæði góður sláttumaður og sjómaður, fjölhæf- ur við öll sjávarstörf. Hann var fróður maður í öllum þjóðháttum, sögu og alþýðukveðskap. Frá þessu ættfólki sínu erfði Ástríður góða greind, hreysti og þrek. Hún var myndarleg húsmóð- ir í öllu starfi. Mér er það minn- isstætt, hve dugleg og sterk hún var strax á unga aldri við alla vinnu, jafnt erfið útiverk sem innistörf. Hún varð fljótt verklag- in og útsjónarsöm og fljótt út- skrifuð með prýði úr skóla hinna gömlu búskaparhátta. Hún kunni þess vegna til flestra verka, sem nú eru úr gildi fallin eða eru að gleymast, en tjón er að slíku. Við vorum alin upp í ástríki og umhyggju góðra fósturforeldra og með góðu heimilisfólki, svo upp- eldisárin urðu með afbrigðum björt og skemmtileg. Margar æskuminningar áttum við sameig- inlegar, sem við rifjuðum ávallt upp, þegar við hittumst. Ástríður giftist 2. nóv. 1929 eft- irlifandi manni sínum, Vilhjálmi Magnússyni, formanni ffa Trað- húsum í Höfnum, duglegum og farsælum formanni, sem stundað hefur sjósókn alla tíð. Þau hjónin hafa ætíð búið í Höfnum, síðast að Brautarhóli. Þau voru farsæl og samtaka í lífi og starfi alla tíð. Þau áttu gott heimili, þar sem gestrisni og alúð ríkti. Margir gamlir Hafnarmenn beindu för sinni til þeirra, ef farið var suður á gamlar slóðir. Þar var alltaf gott að koma. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Ketil, sem er hjá sérleyfis- bifreiðum í Keflavík, Hildi, sem búsett er í Bandaríkjunum, Jón Björn, skipstjóra, og Garðar Má, bílstjóra, sem lést 1976, og Magn- ús Marel, sem var tviburabróðir hans en dó á öðru ári. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Vilhjálm Nikulásson, húsamið, sem búsett- ur er í Keflavík, en þeir Ketill og Jón Björn, synir þeirra, eru sömu- leiðis búsettir f Keflavík. Barna- börn þeirra Ástríðar og Vilhjálms eru 15, allt myndarlegt og vel gert fólk. Þegar litið er yfir líf Ástríðar má með sanni segja, að farsæl hafi ævibraut hennar verið. Hún ólst upp hjá ástríkum fósturforeldr- um, naut góðrar heilsu lengst af ævinnar. Hún átti góðan mann, sambúðin var ágæt alla tíð. Þau eignuðust efnileg börn, góð tengdabörn og barnabörn. Það er mikið þakkarefni til forsjónarinn- ar. Við fóstursystkinin og fjöl- skyldan mín vottum Vilhjálmi, eftirlifandi eiginmanni hennar, og öllum ástvinahópi hennar innilega samúð, en hana sjálfa kveðjum við með söknuði, en um leið með þakk- læti fyrir björtu æskuárin, sem við fóstursystkinin áttum sameig- inlega í Kotvogi, — og við öll óskum henni Guðs handleiðslu á nýjum ævibrautum. Jón Thorarensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.