Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 21 Félagar í harmón- ikkuklúbbi Hveragerð- is þenja dragspilin HJÁ Máli og menningu er komin út önnur bókin um leynilögreglumann- inn Karl Hlómkvist eftir Astrid Lindgren: Karl Klómkvist í hættu staddur. Þorleifur Hauksson þýddi þessa bók sem nú kemur út í fyrsta sinn á íslensku. Sagan segir frá spennandi at- burðum í lífi krakka í smábæ eitt sumar. Þegar sumarleyfið er byrj- að getur Rósastríðið hafist líka. Riddarar hvítu rósarinnar eru þrír: Andri, Kalli og Eva Lotta, og riddarar rauðu rósarinnar eru líka þrír, Palli, Jói og Beggi, tilbúnir að berjast til sfðasta manns. Þeir hafa gert gamalt, autt herrasetur að bækistöð sinni og þar í grennd verður Eva Lotta næstum því vitni að afbroti, heitasta dag sumarsins. Það afbrot verður Karl Blómkvist að hjálpa lögreglunni til að upplýsa. Bókin er 183 bls., sett hjá Prentsmiðju Þjóðviljans, útlits- högun og filmuvinnu annaðist Repró, Formprent prentaði og Bókfell batt. Myndir í bókinni eru eftir Evu Laurell en kápumynd gerði Ilon Wikland. Ilveragerdi, 11. nóvember. NÝSTOFNAÐUR harmónikku- klúbbur hér í Hveragerði hélt sinn fyrsta dansleik í félagsheimili Ölfus- inga í gærkvöldi, laugardaginn 10. des. Þar léku saman fjórtán félagar klúbbsins, en alls eru klúbbfélagar nítján aö tölu. Dansleikurinn hófst kl. 22 og léku félagarnir fjórtán fyrsta hálftímann, en því næst skiptust þeir á þrír og fjórir í senn. Á mið- nætti mættu þeir svo allir til leiks og einnig í lokin. Þarna varð óðara hið mesta fjör og gömludansarnir stignir af hjartans lyst og sungið hástöfum með. Ég hitti einn stjórnarmanninn að máli, Kristin Kristjánsson, og spurði hann um tildrögin að þess- um félagsskap. Hann sagði: „Það má segja að undanfarið hafi harmónikkuáhugi farið um landið frá einum bæ til annars og viða hafa verið stofnaðir klúbbar. Það var svo í haust að við tveir áhuga- menn hér í Hveragerði boðuðum til stofnfundar sem var vel sóttur. Nú eru félagar orðnir nítján og milli sextán og tuttugu harmón- ikkur eru til í þorpinu. Okkur datt svo í hug að halda ball og sjá hvort fólk vildi koma og dansa eft- ir harmónikkumúsík eins og tíðk- aðist hér áður fyrr. Undirtektir eru mjög góðar, margt fólk og kátt, sem hefur látið í ljósi ánægju með þessa uppákomu. Hér er líka fólk sem sjaldan eða aldrei sækir dansleiki með nútímasniði og er gaman að ná til þessa hóps. Við erum mjög ánægð með þessar góðu viðtökur og munum við halda ótrauð áfram og reyna að ná til sem flestra sem vilja skemmta sér með okkur," sagði Kristinn að lok- um. Það kom víst flestum á óvart að sjá svona marga Hvergerðinga samankomna í hljómsveit, því fæsta grunaði að svona mörg hljóðfæri væri hér að finna. Þess má geta að hér í bæ bjó um 40 ára skeið einn besti harmónikuleikari landsins, Eiríkur heitinn Bjarna- son frá Bóli, sem einnig var laga- smiður góður, en eftir hann er hið vinsæla lag „Ljósbrá", sem þeir fé- lagar í nýja klúbbnum léku að sjálfsögðu á dansleiknum í gær. • • Onnur bókin um Karl Blómkvist Öldin okkar 1971-1975 ÖLDIN OKKAR 1971-1975. Gils Guömundsson tók saman. Helstu at- burðirþessara ára eru raktir í hinu lif- andiformi nútíma fréttablaös: Þorska- stríð, Vestmannaeyjagos, heimsmeist- araeinvígi t skák, þjóöhátíð, þólitískar sviþtingar og kvennafrí svo fátt eitt sé taliö. Ekki skal gleyma þeim smáu og sþaugilegu atvikum sem kryddaþjóölíf- ið á hverjum tíma. Allterþetta sagan t fjölbreytileika stnum. AI.DIRNAR eru nú í tólfbindum og gera skil sögu þjóöarinnar samfellt í 475 ár. Enginn tslenskur bókaflokkur hefur öölast sltkar vinsceldir. ALDIRN- AR — LIFANDI SAGA LIÐINNA AT- BURÐA í MÁLI OG MYNDUM. Sígilt verk sem ekki má vanta í bókaskáþinn. Athugiö hvort nokkurt fyrri bindanna vantar. Þau eru: Öldin sextánda I II 1501—1600 Öldin sautjánda 1601—1700 Öldin átjánda I II 1701 — 1800 Öldin sem leið I II 1801—1900 Öldin okkar I-IV 1901—1970 Við sem þarna nutum góðrar skemmtunar bíðum þess að fá annað tækifæri til að blanda geði við þessa hressu félaga. í stjórn harmónikkuklúbbsins eru: Kristján ólafsson, formaður, Kristinn Kristjánsson og Eiríkur Hlöðversson. Sigrún 11 ■ ■ 'J«■ ■ +W ^/Vskriftar- síminn er 830 33 Kr. 1.168.30 Bræðraborgarstíg 16 Pósthólf 294

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.