Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 25 Umræður um afvopnunarmál og frystingu kjarnorkuvopna á Alþingi: Ríkisstjórnin ekki breytt afstöðu sinni frá því Svavar var ráðherra — sagði Geir Hallgrímsson ALLHARÐAR umræður urðu í sameinuðu Alþingi í gær, þegar fram fóru umræður um þingsályktunartillögu fulltrúa Kvennalista um frystingu kjarn- orkuvopna. Umræðurnar snerust upp í það að vera deilur um stefnu íslands í afvopnunarmálum og afstöðu íslands til tillögu Svfþjóðar og Mexíkó um frystingu kjarnorkuvopna, en atkvæðagreiðsla um þá tillögu átti að fara fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Umræður um þessi mál hófust afstöðu á Alþingi til fyrrgreindrar þegar Svavar Gestsson gagnrýndi tillögu Mexíkó og Svíþjóðar og að ekki hefði gefist færi á að taka hefði ríkisstjórnin kosið að fara fram með sína afstöðu, þ.e. að sitja hjá, án þess að kanna afstöðu Alþingis til málsins. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði í umræðunum að ríkisstjórnin hefði í engu breytt afstöðu sinni í fyrrgreindum mál- um frá því Svavar Gestsson var ráðherra og átti sæti í ríkisstjórn. Þá kom það fram hjá Geir að ekki væri búist við að unnt yrði að af- greiða þær fjórar tillögur um af- vopnunar- og friðarmál sem fyrir þingi liggja fyrir jólaleyfi. ótafur R. Grímsson sagði ísland í hópi vígbúnaðarsinna, enda hefði utanríkisráðherra greitt atkvæði með uppsetningu kjarnaflauga í Evrópu og einnig væri ísland í hópi þeirra ríkja sem ekki vildu styðja tillögu Svíþjóðar og Mex- íkó. Geir sagði að ekki hefðu heyrst mótmæli þegar Sovétmenn hefðu sett upp 369 kjarnaflaugar í Evr- ópu, þá hefðu menn ekki hreyft legg eða lið. Þá sagði Geir að þeir sem vildu koma þeim stimpli á ís- lendinga að þeir væru ekki frið- armegin, þeir væru ekki friðelsk- andi sjálfir. Bflastæðishús Reykjavíkurborgar: 176 stæði — ókeyp- is ryrst um sinn BILASTÆÐISHUS Reykjavíkur- borgar við Kalkofnsveg var form- lega tekið í notkun í gær. Verður húsiö opið frá 7.30 á morgnana til 18.30 á kvöldin. Bílastæði þar eru 176 talsins og skiptast á tvær hæðir. Kostar ekkert að leggja þar fyrst um sinn. Seðlabankinn hefur látið byggja húsið, en Reykjavíkurborg greiddi það að hluta við uppgjör í makaskiptum á lóðunum Ing- ólfsstræti 2 og Sölvhólsgötu 2. Eftirstöðvar greiðir Reykjavík- urborg með skuldabréfi. Samkvæmt samningum átti Seðlabankinn að afhenda húsið í janúar nk. en samkomulag hefur orðið um að taka húsið í notkun, þó framkvæmdum sé ekki að fullu lokið. Verður áfram unnið að ýmsum frágangsverkum. Fyrirkomulag er þannig að ekið er af efri hæð hússins niður á þá neðri í austurenda hússins eftir rampa með einni akrein og verð- ur einstefnuakstri um rampann stýrt með ljósabúnaði. Hringakstur er rangsælis á hvorri hæð. Utan við húsið er sýnt með ljósabúnaði hvort stæði eru laus. 1 húsinu er loftræsting og sér- stakur reyklosunarbúnaður og auk þess úðunarkerfi. Eru það varúðarráðstafanir gegn hættu vegna elds ef upp kæmi í bil í husinu. Loftræsting og frárennsli eru sameinuð í stokkum undir gólfum. Húsið er að mestu óupp- hitað, en vel lýst og hitalagnir í inn- og útkeyrslu eiga að hindra hálku. Varsla verður í húsinu. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina er ekki uppgerð- ur, en gert er ráð fyrir að hann verði 47—48 millj. kr. miðað við núverandi verðlag. Það er um 270 þús. kr. á hvert stæði. Talið er að bílastæði í opnum húsum ofan- jarðar muni kosta 170—200 þús. kr. hvert. Til að standa undir stofnkostnaði og rekstrarkostn- Ljósmynd Mbl./KEE. Frá opnun bflastæðishússins. Byggingarstjóri þess Baldur Jóhannsson sýnir borgarstjóra, Davíð Oddssyni og Markúsi Erni Antonssyni, forseta borgarstjórnar, húsið. aði í slíkum húsum hefur verið áætlað að leiga þurfi að að vera 12—15 kr. á klukkustund fyrir hvert stæði. Það fer þó að sjálf- sögðu eftir nýtingu. Talið er eðli- legt að tímagjaldið í bílastæðis- húsum af þessu tagi verði 20—30% ódýrari en stöðumæla- gjald og mun það haft í huga þeg- ar gjaldtaka er tekin upp í þessu húsi. Komið hefur til álita að leigja stæði á hluta neðri hæðar í þessu húsi föstum viðskiptavinum. Endanleg ákvörðun um það verð- ur þó ekki tekin fyrr en komið hefur í ljós hversu vel húsið nýt- ist til skammtímanotkunar. Á næsta ári verða gerðar breytingar á umferð um Kalk- ofnsveg vegna aðkomu í húsið. Þangað til verður ekið að húsinu úr suðri og umferð frá því fer um Kalkofnsveg til norðurs. Stefán Valgeirsson um veitingu bankastjórastöðu Búnaðarbankans: Formaður Framsóknar sagðist engum treysta betur en mér — er ég spurði hann 20. október 1982, hvort ég ætti möguleika á að hljóta stöðuna „ÉG SPURÐI formann Framsóknar- flokksins að því 20. október 1982 hvort hann teldi að ég hefði mögu- leika á þessu starfi og var ég þá áður liúinn að spyrja um möguleika Hann- esar. Þá sagði formaðurinn að hann treysti engum betur en mér. Þetta eru stór orð og ég taldi þar á eftir að ég ætti hans stuðning vísan, en það hefur sjálfsagt bara verið misskilningur," sagði Stefán Valgeirsson alþingismað- ur og formaður bankaráðs Búnaðar- bankans í viðtali við \llil. Stefán var einn þriggja umsækjenda um stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, en eins og Mlil. hefur skýrt frá var Stefáni neitað um atkvæðagreiðslu innan þingflokks síns um ákvarðanatöku um einn frambjóðenda Framsóknar í bankastjórastöðuna í stað þriggja og hefur hann ekki mætt á þingflokks- fundi síðan, eða í rúmar þrjár vikur. Formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, sendi síð- an skilaboð inn á bankaráðsfund um að það væri vilji Framsóknarflokksins að Hannes Pálsson hlyti stöðuna. Stefán tók sérstaklega fram í upphafi, að mál þetta allt væri ekki spurning um persónu hans sjálfs, heldur þróun málsins í heild, sem hann sagði vera komna á hættulega braut, ef hverfa ætti frá því að flokkarnir veldu menn í stöður sem þessa. Hann sagði að menn yrðu að athuga, hversu mikið vald lægi hjá .þeim sem skömmtuðu fjármagn í þjóðfélaginu. Hann sagði síðan: „Það er nokkuð mikið atriði að þeir sem stjórna því þekki slagæðar þjóðfélagsins og hafi kynnst atvinnulífinu öðru vísi en í gegnum veðbókarvottorð og skýrslugerðir. Bankaráðin eru kosin af flokkun- um. Það má segja að ráðning á bankastjórum sé framlenging á lýð- ræðinu. Það hefur hingað til verið talið sjálfsagt mál að flokkarnir réðu í stöðurnar sjálfir og ég kalla það ekki að þeir ráði því sjálfir, ef pólitískir andstæðingar geta ákveð- ið hver kjörinn er bankastjóri eins og hér er gert. Ég tet ekki nægilegt að menn séu framsóknarmenn yzt klæða." Stefán var þá spurður hvort hann sem formaður bankaráðs gæti stað- fest þau orð Steingríms Her- mannssonar f Mbl. í gær, að búið hefði verið að ákveða að Stefán Pálsson tæki við stöðu Þórhalls Tryggvasonar, áður en Þórhallur ákvað að biðja um lausn frá starf- inu. Hann sagðist hafa spurt Þór- hall sjálfan að þvi hvort hann hefði sagt að hann myndi biðjast lausnar, ef tryggt væri að Stefán Pálsson tæki við af honum, en sú saga hefði þá borist sér til eyrna. Hann sagði síðan: „Þórhallur gat ekki þrætt fyrir það. Hann tjáði mér síðan í ágústmánuði sl. að ég myndi fá lausnarbeiðnibréf hans fyrir bankaráðsfund í þeim mánuði. Það bréf barst mér ekki fyrr en 27. október, og mér virðist að þessi tími hafi verið notaður til að makka i málinu." Þá sagði Stefán að hið broslega í málinu væri að Þórhallur Tryggva- son hefði fyrst orðað það við sig í ársbyrjun 1981 að hann hygðist biðjast lausnar, er hann hefði starf- að í bankanum í 50 ár, eða um mitt sl. sumar. í því sambandi hefði hann spurt sig hvort hann gæti ekki hugsað sér að hætta sem þingmað- ur og taka við bankastjórastöðunni. Varðandi afgreiðslu málsins inn- an þingflokksins sagði Stefán: „I þau sextán og hálfa ár sem ég er búinn að vera á Alþingi hefur það aldrei komið fyrir, að ég muni, að þingmanni hafi verið neitað um at- kvæðagreiðslu á máli. Ég man t.d. eftir því að þegar ríkisstjórnin var mynduð kom formaður flokksins með tillögur um ákveðna menn f ráðherrastóla. Þá fóru tveir eða þrír þingmenn fram á atkvæða- greiðslu og var orðið við þvf. A sama hátt fór ég fram á atkvæða- greiðslu um að þingflokkurinn kæmi sér saman um einn mann, ekkert frekar mig en einhvern annan. Þessi tillaga mín var studd af Guðmundi Bjarnasyni og Ólafi Þórðarsyni en við þrír vorum 25% atkvæðisbærra fundarmanna. Þessu var neitað og ég tel það mjög alvarlegt mál og andstætt hug- myndum mínum um eðlilegt lýð- ræði. Þá kemur það þessu máli ekk- ert við að hliðstæð mál hafi stund- um ekki komið inn í þingflokk. Það er þá einfaldlega vegna þess að eng- inn hefur farið fram á það." Stefán var spurður hvort hann hygðist ekki mæta á þingflokks- fundum framvegis. Hann svaraði: „Mannkynssagan verður ekki skráð fyrirfram. Það kemur í ljós. Það getur ýmislegt gerst, en ég hef eng- ar endalegar ákvarðanir tekið í því máli." Stefán sagðist hafa tekið ákvörð- un um að bjóða sig fram í banka- stjórastöðuna eftir að hafa fengið hvatningu víðs vegar af landinu. Þingflokkurinn hefði m.a. fengið tvö bréf þessa efnis og þá hefði hóp- ur manna gengið á fund formanns og annarra ráðamanna. Aðspurður um hvort hann ætlaði sér að segja upp stöðu sem bankaráðsformaður sagði hann: „Það hefur ekki hvarfl- að að mér." Stefán hafði í hyggju að biðjast lausnar sem alþingismaður ef hann hefði hlotið bankastjórastöðuna. Hann var spurður, hvort verið gæti að hann myndi taka stöðu forstöðu- manns Stofnlánadeildar Búnaðar- bankans, en þeirri stöðu gegndi Stefán Pálsson. „Það hafa ýmsir spurt mig að því," svaraði hann, „en það kemur ekki til álita að mínu mati." Stefán sagði einnig, að hann teldi þróun þessa máls mjög varhuga- verða og spurning væri hvort kerf- ismenn ættu hér eftir að ganga í þessar stöður sjálfkrafa og hvort hugmyndin væri að útiloka stjórn- málamenn. Hann nefndi t.d. að gaman væri að vita hvernig menn hugsuðu sér að úthluta útvarps- stjóraembættinu og fleiri hliðstæð- um embættum þegar þar að kæmi. Stefán Valgeirsson óskaði í lok viðtalsins Stefáni Pálssyni til ham- ingju með bankastjórastöðuna. Hann kvaðst vona og treysta því að hann bæri gæfu til að sinna þessu starfi með fullu tilliti til lands- byggðarinnar, því mikið riði á því að Búnaðarbankinn sinnti lands- byggðinni. Það hefði verið megin- ástæðan fyrir því að hann sjálfur bauð sig fram til starfans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.