Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 16
 16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Brand í hnapphelduna í þriðja sinn llBke), VI7.1lnl.ndi, 13. dewmber. AP. WILLY Brandt, fyrrum kansiari V-J>ýskalands, hefur gengið í það heil- aga á nýjan leik. Að sögn bæjarstjór- ans í Unkel voru Brandt og heitmey hans, hin 37 ára gamla Brigitte See- bacher, gefin saman í ráðhúsi ha-jar ins á föstudag eftir „venjulegan vinnu- tíma". Hin nýja kona Brandt er blaða- maður að atvinnu. Hafa þau verið saman um langt skeið. Brandt er enginn nýgræðingur í hjónaböndum því Seebacher er þriðja eiginkona hans. Báðum fyrri hjónaböndum hans lauk með skilnaði. Seebacher er hins vegar að gifta sig í fyrsta sinn. Þau Brandt og Seebacher hafa bú- ið saman í 5 ár í Unkel, sem er smá- bær skammt utan við Bonn. Þau kynntust er hún starfaði á skrif- stofu sósíaldemókrata í Bonn og síð- ar varð hún einkaritari hans. Áður en hún flutti til Bonn var hún rit- stjóri dagblaðsins Berliner Stimme. Brandt er nú 69 ára gamall, verð- ur sjötugur á sunnudag. Hann á fjögur börn frá fyrri hjónaböndum. Jólamarkaöur íþróttahúsið i Egilssttfoum. Egilsstaðir: 0)« Kerti, sælgæti, búsáhöld, leikföng og gjafavörur K1 Vörumarkaðurinn hí. íþróttahúsið brátt tilbúið EOSTORGI11 ARMULAIa KgikwtnAum, 28. nóvrmber. Nl! HILLIR undir þaö að fyrsta áfanga íþróttahússins hér á Egilsstöðum Ijúki og unnt veröi að taka húsið í notkun um miðjan janúar næstkomandi. Þessi fyrsti áfangi hússins, sem er 1215 m2 að grunnfleti, hefur verið í byggingu í 5 ár, en húsið er reist sem grunn- >v Kappgjarnir menn og stórhuga GLÐLAl Gl R .IÓNSSON: P'*REIÐIR Á ÍSLANDI 904-1930 II Tvö glæsileg bindi í gjafaöskju. 240 Ijósmyndir á 600 síöum. Bílgreinasambandíð. I þessu verki er í máli og myndum rakin saga bif- reiða á íslandi frá því fyrsti bfllinn kom hingað 1904 og fram um 1930. Sagt er frá frumkvöðlum í bflamálum, og landnámi bifreiða í hinum ýmsu landshlutum. M.a. er frá því greint hvernig kappgjarnir menn og stórhuga öttu bifreiðum sínUm á hvert torleiðið af öðru uns bíl- fært mátti kalla um allt landið. skólabygging skv. sérstökum samningi eignar- og rekstrar- aðila grunnskólans, Egils- staðahrepps og Fellahrepps og ríkissjóðs. Samkvæmt upplýsingum sveit- arstjóra Egilsstaðahrepps, Guð- mundar Magnússonar, er nú áætl- að að kostnaður á þe9su ári vegna íþróttahússins verði hartnær 6 milljónir, en á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir yfirstand- andi ár var einungis gert ráð fyrir 2.315.000,- kr. til byggingar íþróttahússins. Það má því ljóst vera, að bygg- ing íþróttahússins er verulega þungur fjárhagslegur baggi á Eg- ilsstaðahreppi, sem er stærsti eignaraðilinn, en aflað hefur verið lána svo að unnt megi reynast að taka húsið í notkun á áðurnefnd- um tíma. Það sem af er vetri hafa grunnskólanemendur stundað íþróttir sínar utanhúss, en undan- farin ár hefur íþróttakennslan farið fram í Héraðsheimilinu Valaskjálf við mjög erfiðar að- stæður svo að tilkoma íþrótta- hússins gjörbreytir væntanlega allri íþróttakennslu og íþróttalífi almennt hér á Egilsstöðum, því að fþróttafélagið Höttur og Mennta- skólinn á Egilsstöðum munu auð- vitað fá aðstöðu í hinu nýja íþróttahúsi eftir því sem rými frekast leyfir. Menntaskólinn hyggst nú stofna til nýrrar námsbrautar, íþrótta- brautar, en slíkt væri naumast hugsanlegt án þeirrar aðstöðu sem íþróttahús veitir. Sérstök þriggja manna rekstr- arnefnd rekstraraðila, Egilsstaða- hrepps og Fellahrepps mun sjá um daglegan rekstur íþróttahússins, en Hreinn Halldórsson hefur verið ráðinn húsvörður. — Ólafur Samlyndi baðvörðurinn ÚT ER komin Ijóðabókin Samlyndi badvörðurinn (ástarljóð) eftir magn- úz gezzon. Bókin er gefin út á kostnað höf- undar af forlaginu tungl & blöðrur og er 14 blaðsíður að stærð. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.