Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Guðrún Helgadóttir: Slæm fundamæting tefur þingstörf — starfs leysi í þingnefndum Guðrún Helgadóttir (Abl.) gagn- rýndi vinnubrögð á Alþingi í neðri deild Alþingis í gær. Slæm mæting þingmanna í þingdeildinni stæði störfum hennar fyrir þrifum. Nú væru aðeins staddir tveir þingmenn Framsóknarflokks í þingdeildinni, báðir bundnir við embættisstörf, for- seti og skrifari. Stjórnarmál hefðu oftlega náð fram með tilstilli stjórn- arandstöðuþingmanna í fjarveru stjórnarliða. Hinsvegar mættu þing- Keflavík: Kveikt á jólatré í DAG, föstudag 16. desember kl. 17.00, verða tendruð ljós á jólatré því sem Kristiansand gefur Kefl- víkingum. Björn Eiden, 1. sendiráðsritari norska sendiráðsins afhendir tréð f.h. Kristiansand, sem er vinabær Keflavíkur, en Guðjón Stefánsson, formaður bæjarráðs veitir því við- töku. Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur og barnakór syngur. Þá koma jólasveinar í heimsókn. Frétutilkynning mannamál ekki sama skilningi hjá stjórnarliðinu. Hún gagnrýndi og meint starfsleysi þingnefnda. Hún kvaðst eiga sæti í allsherjarnefnd Sameinaðs þings, allsherjarnefnd neðri deiidar og heilbrigðis- og trygginganefnd þeirrar deildar. Fyrst talda nefndin hafi haldið tvo fundi það sem af væri þings, önnur þrjá og hin síðast talda aðeins einn. Hún ætti eitt lítið mál varðandi fleirburafæðingu, sem allir ættu að geta orðíð sammála um, fyrir þeirri nefnd, en það fengi ekki umfjöllun þar enn. Ingvar Gíslason, deildar- forseti, kvaðst að hluta taka undir gagnrýni þingmannsins, og átaldi, að nefndarfundir færu fram á sama tíma og þingdeildarfundir. Frumvarp um innlenda láns- fjáröflun var afgreitt frá þing- deildinn með nafnakalli, þar eð ónóg þátttaka var í atkvæða- greiðslu. Já sögðu 18, 11 sátu hjá og 11 vóru fjarverandi. MorgunblaAið/Jón Svavarsson. Ný og fullkomin slökkvibifreið NÝLEGA er kominn til landsins slökkvibfll af Man-gerð fyrir slökkviliðið í Reykjavfk. f bflnum eru margvísleg tæki, sem slökkviliðið fær í fyrsta sinn. Tveir Danir hafa að undanförnu verið til þess að kenna slökkviliðs- mónnum meðferð bflsins og tækja hans og hafa 16 slökkviliðsmenn verið við æfingar á hinum nýja bíl. Kópavogur: Kveikt á jóla- tré frá Svíþjóð Á BORGARHOLTINU í Kópavogi verður á morgun kl. 16.00 kveikt á jólatré sem vinabær Kópavogs- kaupstaðar, Norrköping í Svíþjóð, sendi bænum að gjöf. Er það dr. Esbjörn Rosenblad, sendiráðu- nautur sem afhendir tréð, en Björn ólafsson, forseti bæjar- stjórnar veitir því viðtöku. Við athðfnina leikur Skóla- hljómsveit Kópavogs og Samkór Kópavogs syngur. Þá koma jóla- sveinar í heimsókn. Nýjung í upplýsingamiðlun: Iðnaðarráðherra leggur fram skýrslu um starf- semi ríkisfyrirtækja og hlutafélaga með ríkisaðild Kveikt á jólatré í Gardabæ í dag GARDABÆ hefur borist fallegt jólatré frá vinabæ bæjarins Asker í Noregi. Kveikt verður á trénu við Garðaskóla v/Vífilsstaðaveg í dag, föstudaginn 16. desember, kl. 14.45. Forseti bæjarstjÓTnar, Lilja Hallgrímsdóttir, mun kveikja á jólatrénu. Lúðrasveit Garðabæjar leikur jólalög og jólasveinar líta við. Þess má geta að Skipadeild Sambandsins hefur verið svo vel- viljuð að gefa frakt og flutning á trénu. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, lagði fram á Alþingi í gær skýrslu til Alþingis um starfsemi rfkisfyrirtækja og hlutafélaga með rfkisaðild er heyra undir starfssvið iðnaðarráðuneytis. Skýrsla af þessu tagi er nýjung og segir ráðherra í formála, að eigi þetta frumkvæði áhuga að fagna meðal þingmanna, komi til greina að leggja fyrir Alþingi í byrjun hvers þings skýrslu af sama tagi. Itarleg greinargerð fylgir um hvert fyrirtæki, sem undir ráðu- neytið heyra, en þau eru þessi: • Hitaveita Suðurnesja, Svarts- engi. Eignarhluti ríkisins 40%, en 60% eru í eigu viðkomandi sveitar- félaga. Skýrslan fjallar um vinnslutæki orkuversins, dreifi- kerfi, rafmagnsframleiðslu, nýt- ingarmöguleika og starfsemi liðins árs en á því ári var verulegur halli á rekstri fyrirtækisins, fyrst og fremst vegna pess að heitavatns- sala til Keflavíkurflugvallar var þá ekki hafin. • Iðnaðarbanki íslands. Upphaf- leg eign var 46% hlutafjár. Tvisvar hefur ríkið afsalað sér rétti til hlutfallslegrar aukningar hluta- fjár, svo hlutafjáreign þess í dag er 27%. Síðastliðið ár var bankanum hagstætt „og innlánsaukning bank- ans var mest allra bankanna og af- koman góð". • íslenzka járnblendifélagið hf. Eignarhluti ríkisins 55% á móti 45% eign norsks fyrirtækis, Elkem. Síðastliðið ár var fyrirtækinu erf- itt, vegna sölutregðu og verðlækk- unar kísiljárns. Rekstrarhalli varð 22,5 m.kr. 1980, 64,4 m.kr. 1981 (af- skriftir meðtaldar bæði árin) og 178,5 m.kr. 1982. • Kísiliðjan hf. við Mývatn. Eign- arhluti ríkisins 51%. Framleiðslu- magn 1982 24.500 tonn. Tap 8,5 m.kr. • Kísilmálmvinnslan hf. Reyðar- firði. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um byggingu verk- smiðjunnar. Ríkissjóður greiddi 8,2 m.kr. í hlutafjárframlag 1982 og 5,5 m.kr. 1983. • Lagmetisiðjan Siglósíld. Fyrir- tækið hefur átt við rekstrarerfið- leika að etja, sem eiga m.a. rætur í „slitnum og úreltum vélakosti". Nefnd, sem hefur kannað rekstr- arlíkur telur fyrirtækið geta skilað hagnaði miðað við framleiðslu 30 þús. kassa af gaffalbitum og 23 þús. kassa af niðursoðinni rækju. Á fjárlögum 1982 fékk Siglósíld 2,5 m.kr. fjárveitingu, auk lántöku- heimildar upp á 4 m.kr. • Landssmiðjan. Fyrirtækið hef- ur, auk hefðbundinna verkefna, Fjöldi skemmtikrafta í Austurstræti á morgun STUÐMENN verða meðal fjól- margra skemmtikrafta í Austur- stræti laugardaginn 17. desember, þegar kaupmenn í götunni minna borgarbúa á að þar sé „stærsti stór- markaður landsins", eins og þeir hafa orðað það. Tveir skemmtipallar verða í Austurstræti þann dag, hvor við sinn endann, og jólasveinar verða á ferli eftir Austurstræti endi- löngu. Skemmtiatriðin hefjast um kl. 15 og standa fram eftir degi. Þeir sem koma fram og skemmta veg- farendum eru auk Stuðmanna: Lögreglukórinn undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar, Magn- ús Sigmundsson (og pósturinn Páll), Jóhann Helgason, gospel- hópur Krossins, hljómsveitin CTV, Rúnar Júlíusson og Þórir Baldursson, hljómsveitirnar Frakkarnir og Bara-flokkurinn og loks verður Brúðubíllinn með í gamninu. Landssöfnun Hjálparstofnunar á jólaföstu: Fjórar milljónir króna geta fætt milljón manns HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar barst í vikunni ítrekuð hjálpar- rx'iðni frá Ghana og Mozambique vegna hrikalegrar neyðar af völd- um þurrka í þessum löndum. Er nú verið að kanna möguleika á að senda þangað eggjahvíturíkar fisk- töflur — en það er háð því, að landssöfnun Hjálparstofnunar nú fyrir jólin skili góðum árangri, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Nú um helgina hefjast send- ingar á fisktöflunum til Eþíópíu, en framleiðsla taflanna er hafin fyrir nokkru. Söfnunarbaukar Hjálparstofnunar ásamt frétta- bréfi og gíróseðli eiga að vera komnir inn á hvert heimili í landinu. Hafa viðbrögð fólks verið mjög jákvæð, segja Hjálp- arstofnunarmenn, og hefur fjöldi fólks þegar skilað framlög- um sínum. Takist að safna fjórum millj- ónum króna nú á jólaföstu verð- ur mögulegt að senda eina millj- ón matarskammta til hjálpar á neyðarsvæðunum í Afríku. Það eru um 20 krónur á hvern f slend- ing, eða áttatíu krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. unnið að því sl. tvö ár að þróa nýja aðferð við þurrkun á fiskimjöli, sem getur sparað mikla orku. Óverulegur rekstrarhalli var á fyrirtækinu 1982. • Landsvirkjun. Eignarhlutir: rík- ið 50%, Reykjavíkurborg 44,525% og Akureyri 5,475%. Skýrslan spannar yfirlit 1982, samning um virkjanamál og yfirtöku byggðar- lína, orkuöflun, stjórnun og fjár- mál. Rekstrarafkoma 1982 var óhagstæð um 152,1 m.kr. Aðal- ástæða hallans var að Hrauneyja- fossvirkjun var tekin í rekstur á árinu, með tilheyrandi kostnaði, án tilsvarandi tekjuaukningar, þar sem framleiðslugeta hennar var ekki nýtt nema að hluta til. • Orkubú Vestfjarða. Hlutur rík- issjóð 60%, en viðkomandi sveitar- félaga 40%. Starfssvið: virkjun og dreifing vatnsafls og jarðhita á Vestfjörðum. Fyrirtækið hefur ver- ið rekið með nokkru tapi. • Rafmagnsveitur ríkisins. Starfssvið: orkuöflun, orkuflutn- ingur og orkudreifing. Rekstrar- halli 1982 41 m.kr. • Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Hefur verið rekin síðan 1930. Rekstur fyrirtækisins hefur verið jákvæður sl. tvö ár. • Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi. Afkoma sl. 15 ár hefur verið slæm að fáum árum undan- teknum. • Sjóefnavinnslan Reykjanesi. Eignarhluti ríkisins 80%. Unnið er salt, kalí og kalsíumklóríð úr söltu borholuvatni, sem fæst á staðnum. Fyrirtækið er enn í byggingu. • Steinullarverksmiðjan hf. Sauð- árkróki. Eignarhluti ríkisins 40%. Stofnkostnaðarframkvæmdir á byrjunarstigi. • Þörungavinnslan hf. Reykhól- um. Meirihlutaeign ríkissjóðs. Sl. ár var fyrirtækinu heldur óhag- stætt; framleiðslukostnaður jókst umfram tekjur. Lýst ef tir Bronco-jeppa ADFARANÓTT miðvikudagsins 14. þessa mánaðar var bifreiðinni R-62717 stolið við Eyjabakka 28 í Reykjavík. Þetta er bíll af gerð- inni Ford Bronco, árgerð 1973, ljósbrúnn á litinn. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um ferðir bílsins eða vita hvar hann er niðurkominn, vinsamlegast láti rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.