Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 "BAKNAJÓL '83 Postulínspíatti Mel Wa$ttcr Kosdm, listakotw VORUR FYRIR ALLA - VERÐ FYRIR ALLA Einstaklega fallegur jólaplatti, skemmtileg gjöf, t.d. vegna barnsfæðingar á árinu, skírnar eða annars tilefnis. Þetta eru fimmtu jólin sem hin þekkta postulínsverksmiðja TIRSCHENREUTH í Vestur Þýskalandi bjóða BARNAJÓLA- PLATTANN sem teiknaður er af listakonunni Mel Wagner - Koschel. Myndin á plattanum er unnin með 24 karata gulli á kóbalt (blátt). Plattinn er 20 cm hár, er með hengju, og í fallegum gjafakassa. Verð kr. 775.-Póstsendum TÉKK* KKLS171LL Laugaveg 15 sími 14320 HWÍ«UrSIV* *&&£* VALtf> GtfWMV^ Fieeg hiíía1 -£0-1927. Tfroi Fiákæí ^ið**.690. 288 to»" ' liíandi ititva og TGÁF^ ^ífL. vetfW.690. 176 bls Lækkuð gjöld fyrir póstfax- þjónustu til Norðurlanda GJÖLD fyrir póstfaxþjónustu við Norðurlönd lækkuðu 10. desember sl. Gjaldskránni til Norðurlanda er skipt í tvennt, annars vegar eru Danmörk, Finnland, Færeyj- ar, Noregur og Svíþjóð og hinsvegar Grænland. Gjöld fyrir fyrri flokkinn eru 213 krónur fyrir fyrstu síðu frá póststöð til póststöðvar og 158 kr. fyrir hverja viðbótarsíðu. Fyrir sendingu frá einkatæki til póst- stöðvar er gjaldið 55 kr. á fyrstu síðu og 35 kr. fyrir hverja viðbót- arsíðu. Frá póststöð til tækis í einkaeign kostar fyrsta síða 198 krónur og hver viðbótarsíða 148 krónur. Fyrir fyrstu síðu frá póststöð á íslandi til póststöðvar í Græn- landi kostar fyrsta síðan 590 krónur og hver viðbótarsíða 460 krónur. Frá einkatæki hér til póststöðvar í Grænlandi kostar fyrsta síðan 55 krónur og viðbót- arsíðan 35 krónur. Frá póststöð á íslandi til einkatækis í Græn- landi kostar fyrsta síðan 575 krónur og hver viðbótarsíða 450 krónur, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Pósti og síma. „Fyrir póstfaxsendingar til annarra landa greiðist símatals- kostnaður í samræmi við notaðan tíma hverju sinni til viðbótar við grunngjöldin, eins og þau eru í gjaldskrá fyrir póstþjónustu á hverjum tíma," segir einnig í fréttatilkynningunni. Handbók fyrir starfsfólk í frystihúsum Sjávarafurðadeild Sambandsins hefur gefið út litprentaðan bækl- ing, 16 bls. að stærð, sem ber nafnið: Handbók fyrir starfsfólk í frystihúsum. Skiptist ritið í eftirtalda kafla: Inngangur, Gæði, Nokkur heil- ræði, Hreinlæti, Umgengni og þrif og Bónus. Á þessu ári hefur Fiskeftirlit Sjávarafurðadeildar gengist fyrir fjölmörgum fræðslufundum með starfsfólki frystihúsa víðsvegar um landið, þar sem rætt hefur verið um vöruvöndun og vöru- gæði; hafa þessir fundir m.a. leitt í ljós nauðsyn þess, að til séu í einu aðgengilegu riti ýmis grund- vallaratriði, er varða hreinlæti og góða umgengnishætti. Er nú ver- ið að dreifa riti þessu í öll frysti- hús er selja afurðir sínar gegnum Sjávarafurðadeild. Þetta er þriðja upplýsingaritið sem Sjávarafurðadeild gefur út á þessu ári; hin tvö eru á ensku og fjalla um þær afurðir sem fram- leiddar eru af framleiðendum deildarinnar. (Frétutilkjrnning) • FRETIARITARAR... ...HALDAPÉRVIDEFNID! Fréttirfrúfyrstu Iwndi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.