Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Páf i í kirkju lúterstrúarmanna Páll páfi II mætti kom til messu lúterstrúarmanna í Róm fyrir skömmu. Á meðfylgjandi mynd frá AP má sjá trúarleiðtogann á tali við séra Christoph Meyer. Hafréttarsáttmálinn til umræðu: Þrýst á Bandaríkja- menn að skrifa undir Sameinuou þjóðunum, 15. desember. AP. MIKILL MEIRIHLUTI fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna lagði í gær hart að Bandaríkjaniönnum að láta af andstöðu sinni við hafréttarsáttmál- ann og skrifa undir hann. Fór fram atkvæðagreiðsla um málið og greiddu 135 fulltrúar atkvæði með áskoruninni, aðeins tveir á móti, en fulltrúar sex landa sátu hjá. Það voru fulltrúar Bandaríkj- anna og Tyrklands sem greiddu at- kvæði gegn áskoruninni, en full- trúar Belgíu, Bólivíu, Vestur- Þýskalands, ísraels, ítalíu og Bret- lands sátu hjá. Það tók átta ár að púsla saman sáttmálanum á sínum tíma og var hann samþykktur af 132 löndum þrátt fyrir andstöðu Bandarlkjanna frá upphafi. Hins vegar hefur undirskrift aðeins verið staðfest af þjóðþingum 9 landa og sáttmálinn mun ekki taka gildi fyrr en einu ári eftir að staðfesting ligg- ur fyrir í 60 löndum. Martin Lars Lindahl, fulltrúi Bandarikjanna, sagði i ræðu í gær, að ýmis ákvæði sáttmálans hlunn- færu iðnríki og vernduðu ekki hags- muni þeirra. Atti hann einkum við þann pistil sáttmálans sem kveður á um að vinnsla jarð- og steinefna á hafsbotni á alþjóðlegum siglinga- leiðum væri „sameiginleg arfleifð mannkynsins". Talið er að vinna megi mangan, nikkel og kopar af hafsbotni fyrir óheyrilegar upp- hæðir. Lindahl gat þess einnig, að Bandarfkin væru reiðubúin að greiða ekki gjöld sín til hafréttar- ráðsins ef sáttmálinn verður sam- þykktur án breytinga. Bandaríkjamenn, svo og Tyrkir, voru harðlega gagnrýndir fyrir af- stöðu sína, einkum var sovéski full- trúinn harðorður í þeirra garð. Nær allur þriðji heimurinn styður sátt- málann. Mötuð tölva skilar áliti: „Líkklæðin" frá dögum Krists Chicago, 15. deaember. AP. NÝ OG UMFANGSMIKIL tölvurannsókn hefur að mati rannsóknarmanna leitt ýmislegt í Ijós sem þykir styðja þá skoðun margra að „líkklæði Krists", sem svo hafa verið kölluð, kyrtill sem varðveittur er í Torínó á ítalíu, séu í raun og veru frá dögum Krists, þó ekki sanni hún að útlínurnar af mannslfk- ama sem í klæðinu eru séu útlínur frelsarans. Þetta er ítarlegasta tölvurann- u, c, a, i. Er um forn-gríska stafi sókn sem gerð hefur verið á kyrtl- inum og séra Prancis Filas, guð- fræðiprófessor, sem stýrði rann- sókninni sagði að fundist hefðu útlínur tveggja nýrra stafa á út- línum af mynt sem fundist hafa á klæðinu. Segir Filas athugunina auk þess hafa staðfest tilvist fjög- urra annarra stafa á myntinni. Nýju stafirnir eru o og c, en hinir að ræða, sem tímasetja myntina á árið 29 eftir Kristsburð. Fleira kom í ljós á umræddri mynt, nokkuð sem virtist vera imynd af staf stjörnufræðings. Filas sagði að þessi tíðindi þýddu ekki endanlega að ímyndin í klæðinu væri af Kristi, hins veg- ar væri nú hægt að aldursgreina klæðið nokkuð örugglega og virt- ist blasa við að það væri einmitt frá dögum frelsarans, meira að segja mjög nærri þeim tíma sem hann var festur á krossinn. Rann- sóknin stóð yfir í 6 mánuði og Fil- as hefur sjálfur rannsakað klæðið í 30 ár. Hann getur þess einnig að andlitið í líkklæðinu líkist mjög Kristsmynd frá 6. öld. Margir vís- indamenn eru á öndverðum meiði við Filas og skoðanabræður hans varðandi klæðið, meðal annars einn sem hefur rannsakað það og fundið efni nokkuð sem listamenn nota í lit sem kallast okkurrauð- ** "í-«- «<" "" , • • ? ' . • • \ «*M Þetta er saga Glenn Hoddle, skærustu stjörnu enskrar knatt- spyrnu í dag. Hoddle segir frá ævi sinni, frá því hann sparkaði fyrst í bolta níu mánaða gamall, þegar hann hreifst af Bobby Charlton í heimsmeistarakeppninni 1966 og allt til þess er hann leikur sjálfur í lokakeppni HM 1982. Hoddle kemur víöa við, segir frá tjölda leikmanna og framkvæmdastjóra, hælir og gagnrýnir, frá fjölda deildaleikja, bikar-, Evrópu- og landsleikja þar á meö- al á Laugardalsvelli 1982, og ræðir ástæöur þess hve illa honum hefur gengið að vinna sór fast sæti í enska landsliðinu. Hoddle segir frá komu Argentínumannanna í Tottenham, og hvernig Falklandseyjastríðið kom við sögu hjá fólaginu, greinir frá leyni- makki við vestur-þýska útsendara á hóteli í Austurríki og lýsir jafnt björtu hliöunum sem skuggahliðunum á atvinnumennsk- unni. Glenn Hoddle er í dag einn eftirsóttasti knattspyrnumaður í Evrópu, hér er tækifærið til að kynnast honum frá nýju sjón- arhorni. íslensk knattspyma kemur nú út í þriðja skipti og er onn ítarlegri en áður. Sem fyrr er gangur keppnistímabilsins rakinn, fré 1. janúar til októberloka. Frábær frammistaða íslensku liðanna í Evrópumótunum, hörkuspennandi islandsmót sem ekki var til lykta leitt þó síðasta leik væri lokiö, frásagnir af öllum lands- leikjum karla, kvenna, unglinga og drengja. Myndaopna frá afrekshelgi Atla Eðvaldssonar og úr bikarúrslitaleiknum, myndir úr leikjum og at fjölda leikmanna úr öllum deildum. Litmyndir af öllum íslands- meisturum ársins 1983. Til viðbótar, svart/hvítar myndir af öllum liðum 1. deildar, upplýsingar um markaskorara og alla leikmenn, greint frá ferli allra félaga aem tekið hafa þátt í íslandsmótinu í knattspyrnu í öllum deildum fyrr og síöar, greint frá öllum sem skoruðu mark í keppni 1., 2. og 3. deildar og 1. deildar kvenna og öðrum sem athygli vöktu. Jafnframt tæpar eitt hundrað tilvitnanir í orð leikmanna og þjálfara. íslensk knattspyrna er bókin sem geymir minningarnar — hún verður ómiss- andi í safninu — hún er besta heimild um íslenska knattspyrnu sem völ er á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.