Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Könnun á söluhæstu bókunum: „Skrifað í skýin er í fyrsta sæti u FÉLAG íslenzkra bókaútgofanda gerir nú könnun á bóksölunni frá nóvemberbyrjun fram til jóla. Könn- unin byggist á talningu bóka í 15 búðum víðs vegar um land. Talning fór fram 12. desember sl. og fer síð- an aftur fram 19. desember. 1. Skrifað í skýin, 2. bindi minn- inga Jóhannesar Snorrasonar (Snæljós). 2. Skæruliðarnir eftir Alistair Maclean (Iðunn). 3. Eysteinn í eldlínu stjórnmál- anna, fyrra bindi. Vilhjálmur Hjálmarsson skráði (Vaka). Ljóð Ein- ars Braga IÐUNN hefur nú gefið út Ijóð Einars Braga í heildarútgáfu. 1 fréttatilkynningu frá bókaút- gáfunni Iðunni segir m.a. að hér sé um að ræða safn frumortra og þýddra ljóða frá meira en þrjátíu ára skáldaferli og að myndir í bók- ina hafi Ragnheiður Jónsdóttir gert. 4. Jakobsglíman, uppvaxtarsaga eftir Sigurð A. Magnússon (Mál og Menning). 5. Landið þitt, Island, eftir Þorstein Jósepsson og Stein- dór Steindórsson, 4. bindi (Örn og Örlygur). 6. Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna. ólafur Eg- ilsson annaðiast útgáfuna (Al- menna bókafélagið). 7. Aldnir hafa orðið, 12. bindi. Erlingur Davíðsson skráði (Skjaldborg). 8. Borgfirzk blanda, 7. bindi. Bragi Þórðarson skráði (Hörpuútgáfan). 9. Saga Hafnarfjarðar 1908—1983 eftir Ásgeir Guð- mundsson, 1. og 2. bindi (Skuggsjá). 10. Öldin okkar, minnisverð tíð- indi 1971-1975. Gils Guð- mundsson tók saman (Iðunn). Frá fundi utanríkismálanefndar I gær. Á myndinni eru fri vinstrí: Stefán Benediktsson, Guðrún Agnarsdóttir, Birgir ísl. Gunnarsson, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, Eyjólfur Konrið Jónsson, varaformaður nefndar- innar, en hann gegnir formennsku í fjarveru Ólafs Jóhannessonar. Næstur Eyjólfi Konráð situr Svavar Gestsson, þá Ólafur G. Einarsson og næstur i myndinni er Kjartan Jóhannsson. Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda: Mótmælir harðlega framkomn- um hugmyndum um aflamark Einar Bragi í kynningu forlagsins á ljóða- safninu segir svo: Einar Bragi er ef til vill sá í hópi hinna svonefndu atmómskálda, frömuða nýs ljóða- stíls á íslandi um miðja öldina, sem gætt hefur ljóð sín mestum lýrískum þokka. Hann er í senn handgenginn rómantísku skálda- máli sem hann beitir með per- sónulegum hætti og kunnáttusam- ur í meðferð óbundins ljóðforms. Hann hefur til að mynda flestum betra vald á hinni vandasömu list prósaljóðsins ... “ Bókin er 185 blaðsíður. Ragn- heiður Jónsdóttir gerði kápu, en Prentsmiðjan Oddi prentaði bók- FÉLAG íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda mótmælti harðlega fram- komnum hugmyndum um aflamark á fiskveiðar á næsta ári á fundi sín- um hinn 14. þessa mánaðar. f álykt- un, sem samþykkt var á fundinum, Smygl í 3 skip- um fyrir austan TOLLVERÐIR frá Reykjavík fundu í vikunni smygl um borð í þremur skipum, sem voru að koma úr sigl- ingu. í Höfn í Hornafirði fannst smygl um borð í vélbátnum Vísi, sem var að koma úr söluferð. í svo- kölluðum aftur-pikki, sem er tankur, og víðs vegar um borð í bátnum fundust 49 kassar af bjór, 7 flöskur af áfengi, 14 karton af vindlingum og 3 myndbandstæki, Stuðlafoss kom til Eskifjarðar á miðvikudag og um borð fundust 49 flöskur af áfengi í tanki við ljósa- vél og 20 kassar af bjór fundust í vantstanki í vélarrúmi. Þá fannst einn simi. Loks tóku tollverðir á mótl Krossanesinu frá Stöðvar- firði og um borð fundust 12 kassar af bjór. eru talin upp 6 atriði, sem talin eru aflamarkinu til foráttu. Segir þar meðal annars, að með tilliti til þeirra sé rétt að fresta ákvörðun um afla- mark og veiðum næsta árs stjórnað með auknum veiðitakmörkunum. Morgunblaðinu er ennfremur kunn- ugt um að þessi mál hafa verið rædd í fleiri félögum sjómanna og útgerðarmanna. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, að vissulega væru annmarkar á aflamarkinu, en að- alatriðið væri það, að allir væru sammála um, að skrapdagakerfið væri gengið sér til húðar. Því yrði að gera eitthvað til að auka gæði aflans og minnka útgerðar- kostnað. Það þýddi lítið að gera ekki annað en benda á annmark- ana, ef engar hugmyndir væru um það hvað gera mætti í staðinn. Nýr stjórnarformaður SVR SIGURJÓN Fjeldsted, borgar- fulltrúi, var kjörinn formaður stjórnar Strætisvagna Reykja- víkur, á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöldi í stað Sveins Björnssonar, sem ráðinn hefur verið forstjóri fyrirtækis- íns. Stjórnarliðar vilja breyta skattalagafrumvarpinu: Skattaálögur lækki um 3% eða sem nemur 70 millj. kr. MEIRIHLUTI fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar Alþingis mun væntanlega leggja fram á Al- þingi í dag breytingartillögur við stjórnarfrumvarpið um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Fel- ur það í sér samkvæmt heimildum Mbl. um 3% lækkun frá frumvarp- inu á álögðum sköttum ríkissjóðs á árinu 1984, eða sem nemur u.þ.b. 70 millj. kr. Breytingarnar munu felast í lækkun skattstiga frá tillögum þar um í stjórnarfrumvarpinu. Ákvörðun um þessar breytingar Þingmaður krefst opinberrar rannsóknar á meintu kjötsmygll: Grunsemdir beinast einkum að Hótel Sögu sagði Ólafur Ragnar Grfmsson, alþingismaður Steingrímur Sigfússon (Abl.) krafðist þess á Alþingi í gær að ráðherra dóms- og landbúnaðar- mála hefði frumkvæði um tafar- lausa, opinbera rannsókn á meint- um ólöglegum innflutningi á kjöt- vörum, jafnvel í stórum stfl. Slík starfsemi bryti í bága við fimm lög (um sóttvarnir, um hollustuhætti, um tollheimtu, um varnir gegn gin- og klaufaveiki og um framleiðslu- ráð landbúnaðarins). Jón Helgason ráðherra, sem fer bæði með landbúnaðar- og dómsmál, kvað forvera sinn, Pálma Jónsson, hafa skrifað rannsóknarlögreglustjóra bréf fyrir 18 mánuðum og æskt rann- sóknar á meintu kjötsmygli til verzlana og veitingahúsa. Þessi beiðni hafi síðan verið ítrekuð en ekkert komið ennþá fram á þeim vettvangi varðandi málið. Hann las og bréf frá tollgæzlustjóra, hvar lýst var samtímis skyndi- rannsókn á staði sem seldu kjöt, en hafi ekki leitt í ljós misferli. ólafur Ragnar Grímsson vitn- aði til bréfs Framleiðsluráðs landbúnaðarins til rannsóknar- lögreglustjóra, hvar fram kæmi, að bréfritarar hefðu vitneskju um að á tímabilinu 1976—1980 hefði farið fram stórfellt mis- ferli á hóteli í Reykjavík á þessu sviði. Áður hafði þingmaðurinn látið að því liggja að grunsemdir beindust einkum að Hótel Sögu. Aðspurður af ráðherra, hvers- vegna þingmaðurinn nafn- greindi það hótel sérstaklega, vitnaði hann til þessa bréfs Framleiðsluráðs. Landbúnaðarráðherra kvaðst ætla að fylgja því eftir við rann- sóknaraðila, að ofan í þetta mál yrði farið, svo leiða mætti hið sanna í ljós, en tók ekki ótvírætt undir kröfuna um tafarlausa opinbera rannsókn á meintu kjötsmygli. er tekin í kjölfar ákvörðunarinnar um að breyta forsendum fjár- lagafrumvarpsins frá því að reikna með 6% launahækkunum á árinu 1984 í það að launahækkanir verði 4%. Þetta mun þýða að heildartekjuhækkanir á milli ára eru nú áætlaðar 17,5%, eða 16,5% á mann í stað 20% á mann eins og áætlað var í fjárlagafrumvarpinu eins og það var lagt fram í haust. Ef ekki koma til umræddar breyt- ingar á skattalagafrumvarpinu myndu breyttar forsendur fjár- lagafrumvarpsins þýða þyngri skattbyrði. Breytingartillögur þær sem meirihluti nefndarinnar hefur verið með í vinnslu hafa gengið út á að skattstiga frumvarpsins verði breytt á þann veg, að á fyrstu 170 þúsund kr. tekjur verði greidd 11,75% í staðinn fyrir 23% eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Á tekj- um frá 170—340 þúsund kr. greið- ist 31,5% í stað 32% og á tekjur yfir 340 þúsund kr. lækki pró- sentutala álagningar úr 45% f 44%. Ganga átti endanlega frá tillög- um meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar á fundi í gærkvöld og stefnt var að því að leggja þaer fram á Alþingi í dag. Stjórnarlið- ar hafa náð samkomulagi um að ná tekju- og eignaskattsfrumvarp- inu með umræddum breytingum í gegnum Alþingi fyrir jól. Þá mun og að vænta frumvarps á Alþingi í dag um breytingar á skattaálög- um fvrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.