Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Sjómannablaðið Vík- ingur breytir um útlit Þrír sUrfsmenn vinna við sjómannablaðið V íking og er þessi mynd af starfsliðinu. Fri vinstri: Elísabet Þorgeirsdóttir ritstjóri, Kristín Einars- dóttir aujrlýsingastjóri og G. Margrét Oskaradóttir útgifustjóri. Sjómannablaðið Víkingur 8. tölublað 1983 er nýút- komið og hafa miklar út- litsbreytingar verið gerðar á blaðinu. Meðal efnis að þessu sinni eru greinar og litmyndasyrpa í tilefni 90 ára afmælis Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar, greinar um lífeyr- issjóðinn Hlíf, um fund for- svarsmanna stýrimannaskóla á Norðurlöndum. Tölvuratsjáin ARPA er kynnt, Ásgeir Matt- híasson ritar grein um blóðgun og slægingu bolfisks og Kjart- an Bergsteinsson fjallar um aukabúnað við örbylgjustöðv- ar. Föstum þáttum mun fjölga nokkuð í næstu tölublöðum, en tveir slíkir eru þegar komnir á sinn stað. Þeir eru „Ég skipti", þáttur þar sem leitað er svara við spurningu lesenda, og „Við kabyssuna" þar sem ætlunin er að kynna margvíslega mat- reiðslumöguleika á sjávarrétt- um. Sjómannablaðið Víkingur er eina málgagn Farmanna- og fiskimannasambandsins og var samþykkt á þingi þess í nóv- ember sl. að stórefla blaðið. Nú stendur yfir mikil herferð í út- breiðslu þess, bæði hvað varðar áskrift og lausasölu. (Frettatilkynning.) yiukin þjónusta íaóalbanka ogíollumútibúum: Gjaldeyris - afgneiósla Við önnumst nú alla aigenga gjaldeyrisþjónustu: Kaup og söiu á ferðamannagjaldeyri, sölu námsmannagjaldeyris, stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga og útgáfu VISAgreiðslukorta. Iðnaðarbankinn Reykjavík: Aðalbanki, Lækjargötu 12 Breiðholtsútibú, Drafnarfelli 16-18 Laugarnesútibú, Dalbraut 1 Grensásútibú, Háaleitisbraut 58-60 Réttarholtsútibú, Réttarholtsvegi 3 Garðabær. v/Bæjarbraut Hafnarfjörður: Strandgötu 1 Selfoss: Austurvegi38 Akureyri: Geíslagötu 14 Fyrsti leikfimítíminn í nýja íþróttahúsinu, 2. bekknr grunnskólans, stúlkur, isamt kennara sínum, Gunnari Ólafssyni. Bolungarvík; Leikfimikennsla grunnskóla í nýja íþróttahúsið Rolungim'k, 5. desember. HAFIN er leikfimikennsla í nýja íþróttahúsinu sem verið hefur í bygKÍngu hér í Bolungarvík fri árinu 1980. Að sögn formanns byggingar- nefndar hússins er gert ráð fyrir að formleg opnun hússins fari fram í lok janúar á 6 ira vígsluafmKli sundlaugarinnar. íþróttahúsið, sem er sambyggt sundlauginni, er 6990 rúmmetrar, gólfflötur salar er 594 ferm, en heildargrunnflötur hússins er 794 ferm. Kostnaður við húsið er áætl- aður um 17 millj., og er þá miðað við verðlag 1. október sl. Um þessar mundir er unnið að þvi að afla nauðsynlegs búnaðar og er gert ráð fyrir að lágmarks- búnaður verði kominn í húsið um miðjan janúar. í um þriggja metra hæð á veggj- um salarins eru hlaupabrautir sem eru um 100 metrar að lengd. Baðaðstaða verður ekki frá- gengin, þar sem gert er ráð fýrir að nýta baðaðstöðu sundlaugar- innar fyrst um sinn. Arkitekt hússins er Jes Einar Þorsteinsson, Verkfræðiskrifstofa Sig. Thoroddsen annaðist verk- fræðiteikningar, byggingarmeist- ari og byggingarstjóri hússins er Sigurður E. Hannesson. — Gunnir Bæjarstjórn Bolungarvíkur og byggingarmeistari hússins isamt byggingar- nefnd fri rinstri: Sigurður E. Hannesson byggingarmeistari, Benedikt Krist- jinsson, Guðmundur Kristjinsson bæjarstjóri, Einar Jónatansson og Valdi- mar L Gíslason form. byggingarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.