Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 11 Kaupmannahöfn: Tryggvi Ólafsson listmálari sýnir Jónshúsi, 3. desember. Málverkasýning Tryggva Ólafs- sonar listmálara í Galleríinu að Magstræti 18 hér í borg var opnuð síðasta laugardag í nóvember. Var þar margt manna saman komið, en Tryggvi er þekktur listamaður hér, bæði meðal landa og Dana. Verður sýning hans opin til 18. desember. Tryggvi ólafsson er fæddur í Neskaupstað 1940 og var nem- andi í Myndlista- og handíðaskól- anum í Reykjavík 1960—61 og síðan nam hann við Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn til 1966 og hefur átt heima í Dan- mörku síðan. Hefur Tryggvi hald- ið 7 einkasýningar í Reykjavik og 6 í Kaupmannahöfn og tekið þátt í norrænum sýningum í öllum höfuðborgum Norðurlanda, auk Hollands og Þýzkalands. Listmál- arinn var þátttakandi í SUM frá 1969 og var um 10 ára skeið með í listamannahópnum „Den nord- iske". Mun Tryggvi kenna sem gestur við Listaakademíuna nú á næstunni, en hann hlaut starfs- laun Menntamálaráðuneytisins íslenska 1981. Sýningin í Galleríinu að Magstræti 18 er fremur lítil, enda sniða húsakynnin henni þröngan stakk. En bæði klippmyndir Tryggva og málverk bera vönduð vinnubrögðum vitni og er lita- samsetningin hárfín, og hefur að- sókn að sýningunni verið mjög góð þessa fyrstu desemberdaga. G.LÁsg. Hvar eru skipin? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ritsafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, sjö fyrstu bindin, kom nýlega út hjá Helgafelli, en væntan- leg eru tvö bindi í viðbót með leikrit- um skáldsins. Ritsafnið kom síðast út í heild 1965. í þeim bindum sem hér um ræðir eru Ijóðasafnið Að norðan I—IV, Mælt mál og Sólon Islandus I—II. Vonandi gefst siðar kostur á að fjalla ítarlega um ritsafn Davíðs Stefánssonar, en að þessu sinni skal aðeins minnt á útgáfuna. Það er auðvelt að gera sér grein fyrir hvers vegna Svartar fjaðrir og fleiri bækur Davíðs Stefáns- sonar vöktu síka hrifningu. Tónn- inn var nýr, umfram allt einlægur og í anda þjóðkvæða. Skáldið orti um það sem stóð hjartanu næst, einkum ástina, gleðina og sorgina. Ljóðin voru full af þrá, sterkum tilfinningum. Gleðin bjó í nánu sambýli við sorgina og stundum voru myrk og jafnvel tryllt öfl á ferð. Fáir gátu ort jafn einfalt og um leið eftirminnilega um það sem allir létu sig varða. Hver man ekki Mamma ætlar að sofna, Allar vildu meyjarnar —, Komdu —, Á Svartasandi, óráð? Eru þá aðeins fáein ljóð nefnd úr Svörtum fjöðr- um sem tvímælalaust er meðal vinsælustu ljóðabóka aldarinnar. En það fóru fljótlega að sjást þreytumerki á þeirri lífsmynd sem Davíð Stefánsson dró upp í ljóðum sínum. í Kvæðum er til dæmis Hvar eru skipin — sem er eins og dálítill spádómur um þróun skáldsins: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hvar eru skipin, sem við sigldum á til sólarlandsins yfir höfin hlá, og fákurinn, sem fyrr með okkur rann til fjallsins, þar sem vafurloginn brann? Hvar eru þau hin tðfralýstu torg og turnarnir á okkar hvítu borg? Hvar eru öll hin hvefldu súlnagöng og kliðurinn í vatnsins perlusöng, og hvar er það hið gamla, vigða vin, sem vermir kalda, gefur blindum sýn, og hvar er það hið forna fórnarbál, sem friðar hjartað, hvílir þreytta sál, og harpan gullna, er grét í höndum mér af gleði, er ég sat við fætur þér, og brúðarsængin rauðum rósum stráð og rökkrið helga og augnabliksins náð? Við brotin skipin bylgjur stíga dans á borgarrústum okkar sokkna lands. Davíð Stefánsson orti mörg soguleg ljóð, langa og mælska bálka. En hann hélt tryggð við hina lýrísku stemmningu andar- taksins til hinstu stundar og frá honum komu alltaf öðru hverju ljóð sem minntu á bestu æskuljóð- in. Svo orti hann líka ljóð sem voru dýpri og hnitmiðaðri en ljóð fyrstu bókanna. Það sem háði Davíð aftur á móti var að hann komst snemma í andstöðu við strauma nýrra tima og gat ekki aðlagað sig breytingum. Hann, þjóðskáldið sjálft, hvarf í skugga yngri manna. Viðbrögðin voru stundum beiskjublandin um of. En eins og önnur skáld á að meta Davíð Stefánsson fyrir það besta sem hann orti. Það hlýtur að verða gert. Engum blandast þó hugur um að Davíð Stefánsson nýtur sín bet- ur i úrvali en heildarsafni. „Jónas Hallgrímsson orti fyrir alla þjóðina," sagði Davfð Stef- ánsson í ræðu á Listamannaþingi 1945, en ræðan er birt í Mæltu máli. Það sem hann telur Jónasi til ágætis er að hann leit „bæði um öxl og fram á veginn. Hann ann fortíðinni, bergir af Mímisbrunni óðs og sagna, dáir frjálsræði og forna hetjulund". Davíð vildi vera skáld allrar þjóðarinnar og þjóðin gerði hann að skáldi sinu. Skáldsaga Davíðs, Sólon Island- us, sem fjallar um Sölva Helgason, var af hans hálfu stórmannleg til- raun til episkrar sagnagerðar og i henni birtist ekki sfst skilningur hans á samfélagi og skáldskap. Hin nýja útgáfa Helgafells á ritsafni Davfðs Stefánssonar er ekki mikið breytt frá því sem áður var ef undan eru skildar einkar smekklegar bókakápur Ragnheið- ar Kristjánsdóttur. Qýn*k«ax rt\r\ PiJivnnKsJi PKJntJ/xK^Jiíl skrífuð 1922-1931 Þessi bréf eru ástarbréf og elga engan sinn líka í íslenskum bókmenntum. Enda eru þau varðveitt fyrir undarlega tilviljun, eins og glöggt kemur fram í inngangi Indriða Q. Þorsteinssonar fyrir bókinni. Og þessi bréf segja ástarsögu sem er bæði falleg og fagurlega skráð. Og sú saga á vafalaust eftir að valda lesendum ýmsum heilabrotum. Sóla og Þórbergur unnust hugástum, það sjáum við glöggt af bréfunum. En hvers vegna auðnaðist þeim ekki að njótast? „Bagga mín. Þetta er svo löng saga," sagði Sóla við Guðbjörgu dóttur sína, þegar hún gekk á hana um sambandsslitin. Að öðru leyti er málið hulið þögn af hennar hálfu. Quðbjörg er dóttir Sólrúnar og Þórbergs og hafa báðir foreldrar hennar skilið eftir yfirlýsingar því tii staðfestingar. En hún hefur ekki fengið það viðurkennt af dómstólum. Eru þau undarlegu mál skýrð hér og rakin í inngangi fyrir bréfunum og málsskjöl og dómsniðurstöður birtar i bókarlok. Dreifing: AB Skemmuvegi 36, Kópavogi. Sími 73055. \gs&zr %£b#4. (þifS^^r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.