Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 er afstaöa þeirra til rðanna tíu? • • • • Við fengum nokkra einstaklinga til að láta í ljós afstöðu sína til almenns siðferðilegs gildis boðorðanna tiu. Einnig spurð- um við hvort þeim fyndist boðorðin eiga við í nútímanum og hvaða gildi þau hefðu fyrir viðkomandi persónulega. Að ósk blaðamanns er þessu viðamikla efni svarað í stuttu máli. Þorsteinn Pálsson, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins: Þaö er spurt aö því, hvort boö- oröin eigi erindi í nútímaþjóöfélagi. Svariö er einfalt, en hefur því meira gildi: Já. Fyrir mór eru boö- oröin siöferöileg stjórnarskrá í mannlegu samfélagi. Þau lúta ekki landamærum eöa lögsögu ein- stakra ríkja. í raun og veru eru þau þaö lögmál, sem mannfélagiö byggir á. Á marga lund eru þau baksvið réttarreglna í menningar- ríkjum. Ég held, aö refsilöggjöfin kæmi aö litlu haldi, ef ekki væri ríkjandi almenn sannfæring fyrir þeim boöskap, sem felst í þessum fáu setningum. Skráöar réttarregl- ur, sem ekki eiga rætur í viöhorfi fólksins fá sjaldnast staöist. Þetta lögmál um sambúö manna og tillitiö til almættisins hefur hald- ist í gegnum storma og stríö ald- anna. Mannfólkiö er sjálfsagt hvorki betra né verra en í upphafi orösins. En viö höfum ekki fundiö neitt þaö sem rutt gæti þessu lögmáli úr vegi. Á einhverjum tímum hafa menn tekiö hvíldardaginn hátíölegar en viö gerum flest í nútímanum. Breyttir lifnaöarhættir raska þó litlu í þessu tilliti aö minni hyggju og draga í engu úr gildi boðorö- anna. Þegar spurt er, hvaöa gildi boö- oröin hafi fyrir mig sjálfan, veröa svörin líka fátækleg. Ég get ekki sagt, aö boöoröin vefjist fyrir mér í daglegu starfi. Hugurinn staö- næmist sjaldan viö þessa upptaln- ingu setninga, sem okkur er gert aö læra utan aö í æsku. Þaö er annarra aö meta í hvaöa mæli þau eru mér eiginleg í starfi og háttum. Árni Bergur Sigur- björnsson prestur í Ásprestakalli: Afstaöa min til almenns siöferö- islegs gildis boöorðanna 10 er þakklf, þakklæti fyrir aö njóta þeirra, eiga þau aö vegvísum, vörn og hlífö. Þau eru mér þaö vegna þess aö þau eru flestum mönnum vegvísar, óvitaö og meövitaö. Ég get sem betur fer gengiö út frá því í flestum tilvikum þegar ég mæti öörum, ókunnugum jafnt og kunn- ugum. Þaö væri óbærilegt aö ferðast um í umferöinni og vita af sínum nánustu á götum úti ef ekki væru umferöarreglur sem almennt er hlýtt, þó auövitaö só nokkur mis- brestur á aö fariö sé eftir þeim sem skyldi. Brot á umferöarreglum veldur baga, tjóni, kvöl og böli. Án umferöarreglna væri upplausn og ringulreiö. Þær stuöla aö skipulagi. Hver heilbrigöur maöur skilur þetta og metur kosti þess. Þaö er oft minnt á, aö mikilvæg- asta reglan í umferöinni er tillits- semi viö aðra. Á þeirri leiö sem viö öll erum samferöamenn á, vegin- um frá vöggu til grafar, þar sem viö mætumst viö ýmsar aöstæöur og mætum hvert um sig og sam- eiginlega ýmsum kröfum, er okkur einnig gefin dýrmæt regla aö fylgja, reglan gullna, sem Jesús Kristur gaf: Allt sem þér viljiö aö aörir menn gjöri yður skuluö þér og þeim gjöra. I boöoröunum tíu er nánar útfært hvaö þetta allt er sem viö ættum aö vilja og æl.um aö varast. Og þau birta ekki aöeins hvaö viö viljum heldur hvað Guð vill, sá Guö, sem skapar. Brot gegn vilja hans veldur ávallt baga, tjóni, kvöi og böli. Þaö veldur upplausn og ringulreiö. Vilji hans er skap- andi vilji. Og það er æðsta siðferð- ilegt gildi boöoröanna tíu aö þau eiga erindi viö alla menn, því allir eru sköpun hans. Viö megum minnast þessa og þaö er þakkar- efni, hverjum svo sem viö mætum, hvort sem þeir þekkja boöoröin eins og þau eru skráö eöa ekki og hvort sem þeir þekkja skaparann sem gaf þau eöa ekki, því „krafa lögmálsins er rituö í hjörtum þeirra meö því aö samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra, sem ýmist ásaka þá eöa afsaka". Róm. 2,17. Hvort boðoröin eigi viö í nútim- anum er i raun þegar svaraö. Boð- oröin eru forn. En þau birta eilífan vilja Guös. Og maöurinn er samur viö sig frá öld til annarrar. Hann hefur þörf fyrir samfélag viö Guö, engu síöur nútimamaöurinn en for- faöir hans. Og hann hefur engu síöur þörf fyrir aö leyfa eilífum Guöi aö gefa sér líf af sínu lífi en þeir, sem fyrri fóru. Hlýöni viö boö- oröin fyrstu þrjú veitir færi á aö öölast þá náö. Og skyldi okkur sem nú lifum vera síöur þörf en forfeörum okkar á því aö njóta heimilsgæfu, vernd- ar lífs, trúnaöar í hjónabandi, eignaréttar, helgi mannorös eöa áminningar um aö vera á veröi gagnvart því sem á sér staö innra með okkur, í hjartanu, svo gripið sé á því, sem 4. til 10. boðoröin leiöbeina um og vernda? Okkur, sem nú lifum, er þess vissulega þörf aö njóta þeirrar gjafar sem boöoröin tíu eru nú og voru ávallt og veröa ætíö og þeirr- ar gæfu sem sá Guö sem lífiö gefur vill aö þau séu, sá Guö, sem eilífö- ina á. Persónulegt gildi boöoröanna fyrir mig er auk þess sem áöur gat umfram allt þaö, hver þaö er sem talar í þeim, hver þaö er, sem seg- ir: Ég er Drottinn Guö. Hann segir raunar meira. Hann segir: Ég er Guö þinn. Hann segir þaö af því aö hann á erindi við mig, af því að honum er annt um mig, þetta hverfula fis, talar til mín, þrátt fyrir alla bresti mína, sök og smæö, sem hann þekkir vissulega betur en ég. En samt segir hann: Ég er Guö þinn. Og hann sagði þaö áöur en hann oröaöi neitt boö, neina kröfu. Hann þekkti mig áöur en ég þekkti hann. Boö Guös eru mér gjöf sem bendir til hans og þess fööurhuga sem lætur sér annt um tímanlega og eilífa velferö mina. Og hver sá Guö er og hvernig hann er, birtir sonur hans, Jesús Kristur. Hann er hjálp í öllum sporum og aðstæöum, styrkur í freistni, öllum vanda og hverri þraut. Og kærleik- ur hans birtir skýrar en annað allt þaö, sem mór er persónulega dýrmætara en annaö allt, aö sá eilífi Guö sem segir: Ég er Guö þinn, hann er fullríkur fyrir alla menn, gleymir engum og vill aö all- ir eignist hlutdeild í eilífu ríki sínu. Þaö birtir Kristur ótvírætt, þaö sem boðoröin, lögmáliö í hjörtum allra, samviskan bendir óljóst til, en þó áþreifanlega hverjum heilum huga. Ellen Freydís Martin, nemi við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti: Ég man ávallt eftir því, þegar óg var aö þylja upþ þoöoröin tíu, eins og páfagaukur fyrir kennarann minn í kristinfræðitíma. Auövitað skildi ég til hvers þessi lærdómur var, því ég var trúuö sem barn, og móöir mín og faðir geröu mór frek- ari grein fyrir því hvernig ætti aö framfylgja þessum boöoröum. Ég vissi þá, aö ef ég myndi til dæmis Ijúga, kæmist þaö ávailt upp seinna og aö ég tali nú ekki um aö stela eins og eflaust öll börn gera einhvern tímann á ævinni í sakleysi sínu. En þá vissi ég ekki aö þessi boöorð eru meira og minna brotin hvenær sem er og af hverjum sem er. Alls staöar í kringum mann var verið aö „drýgja hór“, eins og þaö kallast í Biblíunni, en heitir hinum ýmsum nöfnum nú, eöa „leggja nafn Guös viö hégóma". En fljót- lega rann þaö upp fyrir mér aö ekki þyrfti kristni til aö minna fólk á siöalögmál. Því meö flestum „siðmenntuöum þjóöum" má segja aö boðorö af þessu tagi fyrirfinn- ist, eru þau flest í lögum óháö trúarbrögöum. Mismunandi áhersla er lögö á hvert af boöoröunum tíu. Sum jjeirra einkennast af því aö vernda einstaklinginn fyrir öörum í samfé- laginu. Til dæmis er boöoröið „Þú skalt ekki morö fremja" mjög áhersluríkt og þung hegning liggur viö broti á því, þótt nútíminn viröi þaö boðorö lítiö meö allri sinni framleiöslu morövopna. Þaö ætti í raun og veru ekki aö þurfa nein boðorö til aö halda hvötum mannsins í skefjum. En ófullkomleiki hans veldur því, aö hann þarf ávallt ytra aöhald og reglur. En ef maöurinn vill veröa frjáls, þá þarf hann aö komast yfir þaö stig aö þurfa slíkar samfé- lagsreglur. Ég er því mun hlynntari öörum boöskap Biblíunnar en boöoröunum, eins og til dæmis Fjallræöunni. í henni er lögö áhersla á innra eöli mannsins, sem þarfnast endurbóta og í henni er kafaö dýpra hvaö varöar mannlegt eöli en víöast hvar annars staöar í Biblíunni. En boðorðin tíu taka til umgengnisramma manna, sem stendur aö mestu leyti enn og vandaminna er aö uppfylla en hina fjölmörgu þætti, sem nefndir eru í Fjallræöunni. Þar stendur meöal annars eitthvaö á þessa leiö: „Dragðu fyrst bjálkann úr eigin auga áöur en þú dregur flísina úr auga þróöur þíns.“ Hvaö ætli margir geti þetta? Guðrún Svava Svav- arsdóttir myndlistar- maður og skáld: Drottinn lét Móse færa ísraels- lýö boöoröin eöa „gamla sáttmála" í fyrndinni. Þau eru grundvöllur siöfræöi okkar heims enn í dag. Flest samfélög hafa refsingu viö lögleysum svo sem ránum og moröum auk þess sem hjúskap- arbrot eru til dæmis enn skilnað- arsök á íslandi. Mörg boöoröanna eru látin liggja milli hluta í samfélögum nú- tímamanna og þó grunar mig, aö ekkert þeirra sé brotiö jafn oft og rækiiega og boðoröiö „Þú skalt ekki aöra guöi hafa“. Ég er hrædd um, aö þaö boðorð só í litlum heiöri haft hjá mörgum manninum, ekki síst um þetta leyti árs. Menn virðast hafa afar marga hjáguöi í okkar samfélagi og sjálfsagt marga þeirra án þess aö gera sér nokkra grein fyrir því. Þegar Drottinn sendi mannkyn- inu son sinn, Jesúm Krist, færöi hann okkur annan sáttmála, nýjan, eöa kærleiksboöskapinn og verður aö telja aö „gamli sáttmáli" hafi þar meö falliö úr gildi, þótt sumir kristnir menn haldi hann enn og séu enn aö bíöa eftir komu Krists, eins og til dæmis Gyöingar. Okkar samfélag byggir á krist- inni siðfræöi, þótt þess sjái ekki alltaf staö, og ég held aö boöoröin hafi haft áhrif á mig persónulega frá unga aldrl svipaö og aöra, sem aldir eru upp í kristnu samfélagi. En þó held óg að kærleiksboð- skapur Jesú Krists, „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig“, sé mér þýöingarmeiri nú en boö- oröin, því satt aö segja finnst mér sá boöskapur fela í sér allt sem þarf og gott er aö geta haft hann aö leiðarljósi í lífinu. Þaö verður sannarlega ööruvísi umhorfs hér á jörðinni, þegar allir lifa eftir þeim kærleiksríka boö- skap. Snorri Ingimarsson læknir: Allt í kringum okkur getum viö séö og fundiö ummerki þess ofur- afls sem mannshugurinn er. Mann- virki og athafnir bæöi í fortíö og nútíö; allt eru þetta minnismerki hugsunar. Þó svo aö viö hljótum aö dást aö getu hugaraflsins þá vekur þaö okkur jafnframt hrylling, hvernig því má beita til vonsku og eyðingar í oröi og verki. í mannleg- um samskiptum veröur ýmislegt til aö vekja hugann. Fögur hugvekja getur rofiö gráan hversdagsieik- ann og brotiö af okkur bönd sinnu- leysis. Fáist hugur okkar vakinn til góöra gjöröa þá er veröldin eilítiö betri en áöur. Samningur Guös við þjóö ísra- ela á Sinaifjalli er efni til umhugs- unar, meö öörum oröum hugvekja. Öll höfum viö einhvern tíma lært boöorðin tíu, sem í einfaldleika sínum láta lítiö yfir sér. Þar segir fyrir um skyldur okkar viö Guö,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.