Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 59 svarað í fjjj/jþa’r Stellu Traustadottur l flCl P Hef mest gaman af íburðar- miklum samkvæm- iskjólum Fólk, sem komiö hefur hingaö í verslunina, hefur aö því er viröist hrifist af fatnaöi mín- um og fundist hann engum líkur. Þaö hefur líka veriö ánægt meö aö geta komiö meö eigin hugmyndir og látiö okkur vinna úr þeim. En viö sérsaumum líka. Fólki finnst nefnilega gaman aö vera í fatnaöi, sem ekki er til mikið af, segir María Lovísa, þegar viö ræöum viö hana í versluninni Maríurnar, sem hún og vinkona hennar María Walters- dóttir reka i sameiningu. Síöar- nefnda Marían selur snyrtivörur og ýmsa smáhluti viö fatnaö eins og hatta og skó. „Ég hef haft áhuga á fatahönnun frá því óg man eftir mér,“ heldur María Lovísa áfram. Ég seldi Verö- listanum teikningar af fermingar- kjólum, þegar ég var 13 ára gömul. i þessum kjólum gengu skólasyst- ur mínar og þótti mér þaö voöa- lega sniöugt þá. Seinna fór ég á ýmis sníða- námskeiö en hætti svo aö vinna viö þetta um tíma. Loks dreif ég mig til útlanda á skóla, en þá var ekki byrjaö að kenna fatahönnun hér á landi,“ segir hún, þegar viö spyrjum hana nánar út í menntun hennar á þessu sviöi. María Lovísa stundaöi nám viö Margarethe Skolen í Kaupmannahöfn og viö Tilskærer Akademi á sama staö. Þar er aöal áherslan lögö á fata- hönnun, teikningu, sníöagerö og sauma. Hvernig færöu hugmyndirnar aö fatnaöi þínum? „Þegar unniö er viö fatagerö alla daga, þá koma hugmyndirnar ein- hvern veginn af sjálfu sér. Þá rissar maöur hugdetturnar níöur á blaö og útfærir þær betur seinna. Svo fylgist maöur auövitaö með tísk- unni og tekur eitthvert miö af henni. Annars er maður misjafn- lega hugmyndaríkur." Sérhver fatahönnuður leggur metnað sinn í aö skapa eiginn fatastíl. Viö báöum Maríu Lovísu aö lýsa fatnaöi sínum. „Hann er fremur klassískur en samt áberandi og frumlegur." Skiptir þaö ekki miklu máli, aö vinnan á fatnaðinum sé vönduö. „Jú, þaö skiptir megin máli. Þaö er þó ekki hlaupiö aö því aö fá góöar saumakonur nú til dags, en ég held aö óg sé komin meö góöar konur núna.“ Saumar þú ekki eitthvaö af fatn- aðinum sjálf? „Þegar lítiö er aö gera þá tek óg í saumana. Annars fer svo mikill tími í aö hanna, sníöa og velja efn- in í fatnaöinn og svo máta hann á kúnnann, aö lítill tími gefst til saumaskapar." En hvernig er meö efnin í fatn- aöinum, hvaöan færö þú þau? „Þaö er erfitt aö fá góö efni, því takmarkaö er flutt inn af dýrum og fínum efnum. Ég hef stundum sérpantaö efni frá hinu viöur- kennda fyrirtæki Elegancé, einnig geta viðskiptavinirnir pantað þaö- an efni ef þeir óska eftir því. Æski- legast væri aö fara á sýningar og panta efnin beint." í vinnustofu Maríu Lovísu, sem er fyrir ofan verslunina, gefur aö líta efnisstranga af ýmsum geröum og litum og á veggjum má sjá teikningar af flíkum ásamt sýnis- hornum af efnum, sem límd hafa veriö á spjöld. „Sumar, vetur, vor og haust, set ég hugmyndir mínar upp á þennan hátt. Síöan geri ég sniö af flíkinni og sauma svo prufuflík og þá sér maöur hvort hugmyndin er not- hæf.“ í hverju er mesta vinnan fólgin? „Aö sníöa og prófa flíkina, stundum passar hún í fyrstu tilraun en í öörum tilfellum veröur aö breyta henni einu sinni eöa oftar." Hvaða fatnaö hefur þú mest yndi af aö fást viö? „Þó að ég framleiöi margvísleg- an klæönaö þá hef ég mest gaman af aö vinna viö íburðarmikla sam- kvæmiskjóla. Ég saumaöi til dæm- is kjóla á þrjár stúlkur, sem tóku þátt í feguröarsamkeppni síöast- liöiö vor og haföi fjarska gaman af.“ Nú hlýtur sérhannaöur fatnaöur aö vera dýrari en fjöldaframleiddar flíkur? „Þaö liggur í augum uppi aö svo er. En ég vil vera sanngjörn í verö- lagningu og ætli veröið á flíkum mínum sé ekki svona rétt ofan viö meöallag." Telur þú fatnaö þinn standast samanburö viö erlendan, innflutt- an fatnað? Ég held aö viö stöndumst samanburö hvaö verö snertir og viö reynum aö hafa frágang á flík- unum eins vandaðan og hægt er, en þaö vantar ef til vill fullkomnari tækjakost til þess aö varan geti fyllilega staöist samanburö viö þaö besta erlendis. Næsta spurning er nánast óþörf, því áhuginn á starfinu leynir sér ekki, en viö spyrjum samt: Er þetta skemmtileg vinna? „Já, þaö er allt jafn skemmtllegt viö þetta starf." En hefur þú einhvern áhuga á aö fara út í fjöldaframleiöslu? „Til þess þyrfti ég aö eiga verk- smiöju," svarar hún aö bragöi. „Mig hefur alltaf langaö til aö skapa mína eigin tísku. Ef fatnaö- urinn er fjöldaframleiddur verður hann aö fylgja ríkjandi tísku- straumum — þá getur maöur ekki látiö sína eigin sérvisku ráða."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.