Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 „ Mér er a\veq Sívm., ja-frive-1 þó þa& sé har\s i' olag." Með morgnnkaffiriu Læknirinn verður upptekinn fram eftir degi, því hringduð þér ekki fyrst? HÖGNI HREKKVISI HANN ETR LITIP ÖEFIMN ry«l? GEffFlJOLATRá" Hversu háar upphæðir er um að ræða? Opinber starfsmaður skrifar: „Velvakandi góður. f bréfi, sem „sjálfstæðiskona“ skrifar í dálka þína í dag, 6. desem- ber, kemur fram, að alþingismenn fái greidda fæðispeninga og húsa- leigustyrk. Undirritaður óskar ein- dregið eftir nánari upplýsingum hér um: 1. Fá allir alþingismenn greidda matarpeninga og húsaleigustyrk eða aðeins „utanbæjarþing- menn“? 2. Er um fleiri aukagreiðslur að ræða en ofangreindar? 3. Hversu háar upphæðir er hér um að ræða? 4. Greiða alþingismenn í sameigin- legan „kaffisjóð" eða fá þeir kaff- ið óskeypis í kaffistofu Alþingis? Fólki leikur eðlilega forvitni á að vita, hvort þeir menn, sem predika nú, að allar forsendur fyrir smá- vægilegustu kjarabótum til handa hinum verst settu séu brostnar, telja fullnægjandi forsendur fyrir sporslum eins og framangreindum, sjálfum sér til handa.“ Ljism. ÓI.K.M. Feitmeti vel þegið Sighvatur Finnsson skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að koma á framfæri orðsendingu til fuglavina: Gefið þessum litlu vinum okkar feitmeti í kuldunum. Saxaður mör og fita af alls konar kjöti er vel þegið, miklu fremur en fuglafóðrið sem fæst í búðunum." Neikvæð skrif blaðanna hafa gengið út í öfgar Soffía Guðmundsdóttir hjúkrun- arfræðingur skrifar: „Velvakandi. Ekki er það oft sem mér hefur fundist ástæða til að stinga niður penna vegna skrifa blaðanna um menn og málefni, en nú er svo komið að mér blöskrar frétta- flutningur og einhliða áfellis- dómar í garð lögreglu þessa lands. Sérstaklega á þetta við í hinu svonefnda Skafta-máli, sem er að mínu mati allt hið furðu- legasta og ótrúlega vinsælt blaða- efni. Maðurinn virðist hafa meiðst hér og þar um líkamann „af völd- um lögreglu". Jafnframt lýsir hann því yfir, að hann hafi veitt mótspyrnu hvar sem hann hafi því við komið. í hverju felst þessi mótspyrna? Spyrna við fótum? Það hljóta allir sem eitthvað hafa fylgst með þessum skrifum að gera sér ljóst, að maðurinn hefur barist um á hæl og hnakka, sjálfsagt sparkað og lamið eftir því sem hann hefur við komið. Og hvað eiga lögreglumenn, sem beðnir eru um að fjarlægja við- komandi, að gera? Láta manninn lausan vegna mótþróa hans? Ég hef starfað á slysadeild Borgarspitalans og hef oft orðið vitni að, hvílík heift og illska grípur fólk, sem firrt er frelsi sínu, að ekki sé talað um, ef það er mjög ölvað. Og þá hef ég um leið dáðst að rósemi og stillingu lögreglunnar í samskiptum henn- ar við það. Ekki er það ætlun mín að dæma einn né neinn með þessu bréfkorni, og ég efast ekki um, að margir eiga um sárt að binda, ef skortur á skapstillingu, ölvun eða misskilningur veldur því að kalla þarf til lögregluaðstoð. En vild- um við vera án þess að geta leitað til hennar er þörf krefur? Þessi neikvæðu skrif blaðanna og óvægilegir dómar í garð lög- reglunnar okkar finnast mér þvi hafa gengið út í öfgar, þó svo að blaðamaður hafi átt hér hlut að máli. Ég er sannfærð um, að í víðri veröld þekkist ekki eins prúð og samviskusöm lögregla og við í þessu landi erum svo lánsöm að hafa. Með þökk fyrir birtingu." Vona bara að skemmtilegustu prest arnir okkar verði aldrei biskupar Guðrún Jacobsen rithöfundur skrifar: „Velvakandi sæll. I Þingholtunum, elzta partin- um af hjarta Reykjavíkur, aust- anmegin við lækinn, er fátt um börn, svo litlar líkur tel ég á, að íbúasamtökin þar fái því fram- gengt, að gamli góði Miðbæj- arskólinn verði opnaður börnum aftur nema eitthvað breytist. Einna átakanlegast kom þessi barnaskortur í ljós við barna- guðsþjónustu í Fríkirkjunni á sunnudaginn var, 4. desember. Þangað hélt ég í dauðakyrrð morgunsins með slatta af barnabörnunum, og sjaldan höf- um við skemmt okkur betur. Þar var maður nú aldeilis ekki kval- inn með blóði lambsins, kross- festingarmyndum upp um alla veggi, enda nóg að heyra um krosshangið fólk í heimsfréttun- um, eða fóðraður á lýginni um að Guð elski alla menn, hversu svívirðilegur sem maðurinn reynist náunga sínum. ónei. Þarna sungum við beztu sálm- ana í söngbókinni, barnasálm- ana jafnvel „Ó þá náð að eiga Jesú,“ undir bráðfjörugu nýju lagi, horfðum á myndir og heyrðum skýringar við dæmi- sögur Krists, hlustuðum á prest- inn lesa framhaldssögu eftir Guðrúnu Helgadóttur, kaflann um hana Selmu litlu — og fór- um að lokum harðánægð með Faðirvorið okkar, hátt og skýrt, steinþegjandi og hljóðalaust! Ég vona bara að skemmtileg- ustu prestarnir okkar verði aldrei biskupar. Við megum helzt ekki missa þá úr kirkjun- um, það er svo lítið til af þeim. Um leið og ég þakka prests- hjónunum og öðru starfsfólki kirkjunnar fyrir mig og mina, óska ég svo sannarlega að fleiri fjölmenni í kirkjuna með börnin sín, til að þau fái tækifæri til að anda að sér einhverju hollara en fnyknum úr bílrössunum." Aldrei verður nógsamlega áréttað að gæta vel að öllu því, er að rafmagni lýtur. Víða leynast hættur og rafmagnsslys eru hin alvarlegustu. Því ættu þeir, sem ekki hafa vit á þessum hlutum að forðast að fikta við rafmagnstæki, en leita þess í stað fagmanna. Viðgerð, sem framkvæmd er í góðri trú, getur hæglega misfarist á þann veg að ekki verði um bætt. Gæta verður þess að raftenglar séu ekki ofhlaðnir, rafmagnssnúrur allar yfirfarnar og gengið þannig frá jóla- ljósum að ekki stafi eldhætta af. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.