Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 Fólk vill vera per- sónulegt í klæöa- buröi finnst eins og fólk sé orðiö leitt á þessum stööl- uöu fötum, sem dembast yfir mannskapinn viö hver árstíða- skipti og fást í hverri einustu versl- un. Fólk er fariö aö vilja vera per- sónulegra í klæöaburöi, sagöi Stella í samnefndu tískuhúsi, þeg- ar viö hringdum í hana á dögunum til aö ræöa tískumálin. „Sá fatnaöur sem ég hanna er ekki endilega í tísku og heldur ekki bundinn neinu sérstöku formi og hugmyndirnar eru aö breytast dag frá degi,“ segir hún ennfremur. „Ég er þó hrifin af kvenlegum fatnaöi, eins og þröngum drögtum og flegnum samkvæmiskjólum." Nú saumar þú líka á herra, ekki svo? „Þaö æxlaöist einhvern veginn þannig, aö ég fór aö sauma jakka- föt á unga herra og hefur þessi saumaskapur sífeilt færst í aukana og nú er svo komiö aö mínir viö- skiptavinir eru jafnt konur sem karlar.“ Meö hvaöa sniöi eru jakkafötin? „Þetta eru aöaliega fín jakkaföt í Bógartstílnum.” Eru þau sérsaumuö? „Venjulega eru þau saumuö eftir máli og menn geta komiö meö sín eigin efni, ef þeir vilja.“ Þú ert klæöskera- og kjóla- meistari að mennt, er ekki svo? „Jú, og eg hef unniö við þessi störf nokkuö lengi, þá einkum sjálfstætt.“ Finnst þér einhver munur á aö sauma fyrir konur og karla? „Mér finnst karlmenn yfirleitt ánægöari viöskiptavinir. Ég þarf þó ekki aö kvarta, því ég hef yfir- leitt góöa kúnna.“ Hvernig fatnaö saumar þú svo á kvenfólkiö? „Frá því fínasta niöur í hvunn- dagsföt." Nú hefur þú rekiö þitt fyrirtæki í rúmt ár, finnst þér áhugi á sér- hönnuðum flíkum hafa aukist? „Já, mjög mikiö, því fólk kærir sig ekki lengur um aö fylgja bara einni línu.“ Eru viöskiptavinir þínir ef til vill einhverjir sérvitringar? „Nei, þetta eru bara venjulegir krakkar. Ég held aö sérvitringar kaupi sér takmarkaö af fötum.“ Undirbýrö þú sérstaka „collect- ion“ fyrir árstíöirnar, eins og þessir „stóru“ í útlöndunum? „Nei, maöur vinnur þetta bara dag frá degi enda þýöir lítiö að hanna fyrir árstíöírnar hórlendis, því veðriö er svo dyntótt. Siðast- liöiö sumar seldist til dæmis lítiö af sumarfatnaöi, því þaö var svo kalt.“ Hvaöan færö þú hugmyndir þín- ar? „Þær veröa til út frá jjeim efn- um, sem ég er meö í höndunum hverju sinni. Ég reyni iíka aö finna hvaö fólkiö vill og þaö stjórnar þessu því líka. En ég tek hugmynd- ir aldrei beint upp úr blööum, nema aö ég sé beöin að sauma slíkar flíkur.“ Á hvaö leggur þú mesta áherslu í þínum saumaskap? „Aö fatnaöurinn sé vandaöur og frágangurinn sem bestur og að hann standi ekki innfluttum fatnaöi aö baki.“ Er ekki erfitt aö reka fyrirtæki sem þetta í þeirri miklu sam- keppni, sem er viö innfluttan, fjöldaframleiddan fatnaö? „Jú, þetta útheimtir æöislega vinnu, óg á aldrei frí. En mér finnst þetta bara svo gaman. Róöurinn hefur þó lést nokkuö aö undan- förnu, því verslunin er orðin þekkt- ari, en ég hef lagt mikiö upp úr aö kynna hana meö tískusýningum og auglýsingum. Mér finnst mjög gaman aö vinna aö tískusýningum, því þá get ég saumaö flíkur, sem þurfa ekki aö vera svo söluhæfar, og þá fær ímyndunarafliö aö leika alveg laus- um hala.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.