Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 13
HVAÐ EB AÐ GERAST MM HELGIHA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 61 ardag, kemur síöan Hjörtur Geirs- son í heimsókn meö gítarinn og einnig les Jens Kr. Guömundsson úr Poppbókinni. Þá veröa jóla- sveinar á ferð báöa dagana. Hjörtur Geirsson í Norræna húsinu Farandsöngvarinn og göturokk- arinn Hjörtur Geirsson heldur tón- leika í Norræna húsinu nk. sunnu- dagskvöld. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.30, leikur Hjörtur ein- göngu frumsamin lög. Baraflokkurinn með fjóra tónleika Baraflokkurinn frá Akureyri heldur ferna tónleika nú um helg- ina í Reykjavík. i kvöld veröa tón- leikar í veitingahúsinu Broadway, á morgun, laugardag, á Lækjartorgi, annaö kvöld á Hótel Borg og á sunnudag veröur hljómsveitin meö tónleika í Agnarögn í Kópavogi. LISTSÝNINGAR Færeysk list í Norræna húsinu Færeyska listasýningin í sýn- ingarsölum Norræna hússins er opin daglega kl. 14—19. 16 fær- eyskir listamenn sýna málverk, vatnslitamyndir, höggmyndir og skúlptúra. Sýningin veröur opin til 18. des. og opnar aftur 26. des. til 30. des. Lokuö yfir áramótin, en opin 2.—8. jan. en þá lýkur sýningunni. I anddyri er sýning um Martin Lúther, ævi hans og starf, á vegum félagsins Ísland-DDR. Listmunahúsið: Sýningar Hólm- fríðar Arnadóttur og Hauks Dór i Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, standa yfir eftirtaldar sýningar: Haukur Dór, leirlistarmaöur, sýnir leirlist. Á sýningunni er fjöldi muna sem allir eru til sölu. Sýningu Hauks lýkur sunnudaginn 18. des- ember. Hólmfríöur Árnadóttir sýnir pappírsverk á loftinu til jóla. Hólmfríöur nefnir sýningu sína „Tema um bókina“ og eru allar myndirnar unnar í pappír á síöustu 5 árum. Gítartónleikar Jósefs Fung Gítarhljómleikar verða á sunnudaginn í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefjast kl. 15. Þeir eru haldnir til styrktar kostnaðarsamri viðgerð á orgeli kirkjunnar. Kínverski gítarleikarinn Jósef Fung leikur verk eftir John Dowland, Prætoríus, Bach, Giuliani, Jocoh og Villa-Lobos. Jólatónleikar Tónlistarskólans Tvennir tónleikar verða nú um helgina á vegum Tónlistarskólans í Kópavogi. Fyrri tónleikarnir verða á morgun, laugardag, á sal skólans og hefjast þeir kl. 14. Seinni tónleikarnir verða í Kópavogskirkju á sunnudag og hefjast þeir kl. 16. Sölugallerí veröur opiö til jóla meö verkum eftir Braga Ásgeirs- son, Eyjólf Einarsson, Kristján Guömundson og Tryggva Ólafs- son. Sýningar þessar sem eru sölu- sýningar eru opnar virka daga frá kl. 10—18, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14—18. Sýningu lýkur um helgina Gler- og textílsýningu Ragnheiö- ar Hrafnkelsdóttur og Píu Rakelar Sverrisdóttur, sem haldin er í Ný- listasafninu, lýkur um helgina. Sýn- ingin hefur nú staðið í rúma viku og er síöasti sýningardagur á sunnudag. FERÐIR Ferðafélag íslands: Ganga á Kerhólakamb Á vegum Feröafélagsins veröur sunnudaginn 18. desember gengiö á Kerhólakamb (856 m) á Esju. Þaö er hefö hjá Feröafélaginu aö ganga á Kerhólakamb síöasta sunnudag fyrir jól sem er næst vetrarsólhvörfum. Brottför er kl. 10.30. Á sunnudag kemur sól upp kl. 11.19 og sólarlag er kl. 15.29 en myrkur kl. 16.48. Útivist: „Vetrarganga við sólhvörf“ Útivist fer kl. 13 á sunnudaginn í vetrargöngu við sólhvörf. Þetta er létt ganga um heiðalönd austur af Reykjavík. Kl. 20 á þriöjudags- kvöldiö veröu tunglskinsganga um Setbergshlíö. Þaö er rétt aö minna á áramótaferö Útivistar í Þórs- mörk. Brottför er 30. des. kl. 8. Gist veröur í Útivistarskálanum í Básum. í styttri feröirnar er brott- för frá bensínsölu BSi. Allt á fullu Nú veistu hvert þú að fara ef þig vantar Hi-Fi skáp. HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA EÚSDAGNAHÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.