Morgunblaðið - 22.12.1983, Síða 2
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
KristniboAarnir, hjónin Hrönn Siguröardóttir og Ragnar Gunnarsson, en í milli þeirra gestirnir að heiman, hjónin
Hermann og Inga með litla nafna sinn.
Kveðjur firá Kenýa
til kristniboðsvina
Kristniboðarnir, hjónin Valdís Magnúsdóttir og sr. Kjartan Jónsson, og
dæturnar Heiðrún og Ólöf Inger. Með á myndinni eru einnig synir Hrannar
og Ragnars, Sigurður — í bakgrunni — og hinn nýskírði Hermann Ingi.
Siggi og innfæddur félagi hans athuga málin.
— eftir Hermann
Þorsteinsson
í gróðursælu fjalllendi við
Cheparería í Pokot-héraði í Kenýa
hafa íslenskir kristniboðar nú
starfað í 5 ár og með miklum
stórhug, dugnaði og myndarskap
byggt þar upp fyrirmyndar starfs-
stöð: kirkjuhús, skólahús, 2 íbúð-
arhús fyrir íslensku fjölskyldurn-
ar tvær, lítið gestahús, mótorhús
og geymsluskála. Öll þessi hús
bera af öðrum bústöðum manna
þar um slóðir, en eru þó öll —
nema íbúðarhúsin — eins íburð-
arlaus og einföld og hugsast getur.
Með tilkomu sendiboðanna frá ís-
landi hefur á skömmum tíma orð-
ið gjörbreyting til batnaðar á lífi
og lífsháttum gjörsnauðra og fá-
kunnandi manna, sem áður lifðu í
myrkri heiðninnar, þekktu ekki
hið sanna ljós, sem upplýsir hvern
mann, þótt það lifði undir hinni
björtu og brennheitu miðbaugssól.
Vert væri að íslenskir fjölmiðl-
ar beindu i vaxandi mæli athygli
að ofangreindu starfi og greindu
oftar frá því, sem menn íslensku
kirkjunnar með hljóðlátum hætti
vinna þarna og í Eþíópíu, þar sem
nú hefur verið starfað í 30 ár. Ekki
skal fjölyrt um þetta kristni-
boðsstarf hér og nú, nema —
vegna yfirstandandi söfnunar
Hjálparstofnunar kirkjunnar —
að geta þess að nýja skólahúsið í
kristniboðsstöðinni í Cheparería
er byggt fyrir gjafafé frá þeirri
góðu stofnun. Þar fer nú fram
skipulegt uppfræðslustarf, sem
gjörbreyta mun lífi og framtíð
mikils fjölda unglinga, sem þar
stunda nú nám. Sjaldgæft er að
íslensku kristniboðsstöðvarnar í
Afríku fái heimsóknir frá íslandi,
en stöðin í Cheparería fékk þó
eina slíka í nóvember sl. í þeirri
heimsókn voru gestirnir beðnir
fyrir óteljandi kveðjur frá kristni-
boðunum og fjölskyldum þeirra,
hinum innlendu samverka-
mönnum þeirra, svo og frá söfnuð-
inum og skólabörnunum til fórn-
fúsra vina þeirra á íslandi, að
ógjörningur er að koma því öllu til
skila nú fyrir jólin nema með
hjálp öflugs fjölmiðils og því eru
þessar línur sendar Mbl. með vin-
samlegri beiðni um birtingu,
ásamt með myndum til að lífga
upp á kveðjurnar.
Um helgina 20. nóvember sl. var
mikið um að vera í Cheparería. í
sunnudagsguðþjónustunni voru
skírð 5 ungbörn, 3 stúlkur og 2
drengir, börnin voru öll svört,
nema annar drengurinn og er
hann fyrsti hvítinginn, sem skírð-
ur er í kirkjunni i Cheparería.
Hann er yngri sonur kristniboð-
anna Hrannar Sigurðardóttur og
Ragnars Gunnarssonar, fæddur í
Nairobi 3. júlí sl., og var þá strax
gefið nafnið Hermann Ingi í höf-
uðið á hjónum heima á Islandi,
vinum foreldranna.
Og þá vorum við hjónin heima á
Islandi enn einu sinni hvött til að
koma í heimsókn til að sjá litla
nafnann og vera við skírn hans, og
til að kynnast af eigin raun akrin-
um sem íslensku kristniboðanir
vinna á, og til þess — eftir heim-
sóknina — að geta enn betur sagt
frá og hvatt til aukins stuðnings
heima á íslandi við þetta mikils-
verða starf, sem þyrfti að eignast
fleiri og enn örlátari vini og vel-
unnara. Skírnarhátíðin í kirkju
þessa frumsafnaðar mun ekki
gleymast okkur gestunum. Hið
einfalda kirkjuhús og búnaður
hindraði ekki þennan söfnuð í að
syngja Guði lof og dýrð með slíkri
gleði og fögnuði, að jafnvel
steinhjörtu munu hafa hrifist og
fagnað með. Daginn eftir var
haldinn héraðsfundur kristniboð-
anna íslensku og norsku í Pokot í
stöðinni í Cheparería. Þar gafst
kostur á að hitta og ræða við hina
norsku samverkamenn íslensku
krisniboðanna í Pokot og það
reyndist valinn og góður hópur.
Um kvöldið var almenn samkoma
í kirkjunni, sem reyndist mikill
viðburður, því svo mikinn fjölda
fólks dreif að úr öllum áttum;
eldri og yngri, konur og karlar, að
Norðmennirnir kváðust ekki áður
hafa séð og upplifað annað eins í
Kenýa. Sú samkoma er efni í
langa og líflega frásögu, sem bíða
verður, en þarna flutti ég sérstaka
kveðju fyrstu íslensku kristniboð-
anna í Cheparería, hjónanna
Skúla og Kjeldrúnar, sem allir
virtust þekkja, elska og virða,
bæði hvítir og svartir, yngri sem
eldri. Og þarna flæddu svo yfir
kveðjur aftur heim til íslands, til
hjónanna og til kristniboðsvin-
anna allra — til Hjálparstofnunar
kirkjunnar — svo hlýjar og glaðar
og góðat að ófyrirgefanlegt væri
að koma þeim ekki til skila fljótt
og meðan þær eru enn svo ferskar
og heitar. Og mættu nú þessar
langt að komnu kveðjur, kæru
kristniboðsvinir, auka við jóla-
gleðina hjá ykkur. En hafið í huga,
að enn deyr helmingur allra ung-
barna í Pokot vegna vannæringar
og sjúkdóma og fákunnáttu for-
eldranna, og að enn er um helm-
ingur skólabarnanna í Cheparería
svo fátækur, að hann hefur ekki
ráð á að útvega sér skólabúning-
inn, tómatlitar léreftsskyrtur og
bláar stuttbuxur eða pils. ÖIl
ganga þessi börn enn berfætt og
þekkja ekki annað. En þau gleðj-
ast yfir „öllu“ því sem þau njóta
nú. Eg finn til sektar, en veit jafn-
framt að auðvelt er að minnka þá
vondu tilfinningu með því að gera
eitthvað í málinu. Kristniboðs-
sambandið og Hjálparstofnun
kirkjunnar eru öruggir farvegir til
reiðu fyrir mína gjöf og þína til
hinna snauðu sem svo mikið er
hægt að gera fyrir með svo tiltölu-
lega litlu á okkar mælikvarða.
„Hungraður var ég ... nakinn var
ég ... og þér ... ? Hugsum um
það ... og framkvæmum ... nú,
fyrir jólin, og í framtíðinni.
„Vertu fús bæði og frár, til að
framkvæma allt, sem þú finnur að
rétt styður mál ..."
Hermann l’orsteinsson er m.a.
framk væmdastjóri Hins íslenska
biblíufélags og sóknarnefndarmad-
ur Hallgrímssafnaðar í Reykjavík.
Gerpla ákveður að
kaupa íþróttahúsið
NÚ eftir að fyrir liggur samþykki
Alþingis og bæjaryfirvalda í Kópa-
vogi um fjárstuðning til íþróttafé-
lagsins Gerplu til kaupa á íþrótta-
húsi við Skemmuveg, þar sem gert
er ráð fyrir að hvor aðili greiði 40%
kaupverðs, hefur stjórn Gerplu
ákveðið að kaupa húsið. Sú óvissa,
sem ríkt hefur um starfsemi félags-
ins á næsta ári er því ekki lengur
til staðar, segir í fréttatilkynningu
frá Gerplu.
Gerpla þakkar af alhug öllum
þeim aðilum, sem veitt hafa fé-
laginu stuðning við að gera kaup-
in möguleg, bæjaryfirvöldum í
Kópavogi, Menntamálaráðherra,
íþróttanefnd, fjárveitinganefnd
og fjölmörgum öðrum, sem ekki
verða upp taldir
Félagið hefur jafnframt hrint
af stokkunum fjársöfnun til að
greiða þann hluta kaupverðsins,
sem á vantar. Er velunnurum fé-
lagsins bent á að snúa sér til
starfsfólks íþróttahússins, eða
leggja fé inn á gíróreikning í
Sparisjóði Kópavogs nr.
1136 26 3223, vilji þeir hjálpa
til við söfnunina með peninga-
gjöfum.