Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Pils og kjólar sem sýna vel tískuna 1883. Slóóar voru ein- íönm á samkvæmiskiólum. Kvenfatatiskan Mynd a. var á forsíðu Harper’s Bazaar 1. des 1883. Dagbúningur, ætlaður ef farið er út af heimilinu. Efnið er brúnt ullarefni og röndótt silki, rendurnar gullin-brúnar og blá-gráar (þá nýr litur sem nefnist „grande clématite“). Hattur- inn er úr brúnu flaueli og við eru ljósir rússkinnshanskar. Mynd b. Jólakjóllinn 1883. Kjóllinn er íburðarmikill og skrautlegur. Efni er flauel og silki, litir grænn og rauðbleikur. Á kjólnum eru pífur og blúndur, fellingar og slaufur, í hálsinn er flauels-líning, sem fellur fast fyrir 100 árum Það er gaman að virða fyrir sér myndir af fatnaði fyrri tíma. Fatnaður, eins og svo margt annað, segir okkur sögu frá liðinni tíð og þar með lífi þeirra sem klæddust þeim. Fyrir 100 árum voru það framleiðendur í London og París, sem settu stefnuna, ef svo má að orði komast, Banda- ríkjamenn og aðrir fylgdu svo í kjölfarið. Þær konur á íslandi, sem klæddust öðru en þjóðbúningnum, hafa eflaust tekið tískustraumana frá löndum Evrópu sér til fyrirmyndar og eftirbreytni, samband landsmanna var það mikið við umheiminn. En fyrir 100 árum komu fram að nýju uppstoppaðir púðar sem komið var fyrir á bakhluta kvenna, til að kjólamir stæðu út að aftan. Það er óhætt að segja að kvenlíkaminn birtist ekki í sinni réttu mynd á þeim tíma frekar en öðrum tíma- bilum, fyrr og síðar, og er með ólíkindum hvernig hægt hefur verið að hreyfa sig í lífstykki og með gjarðir og púða til að gera urnmálið meira. Veturinn 1883 Þegar menn virða fyrir sér myndir af þeim kvenbúningum, sem voru nýjasta tíska í vetrar- byrjun árið 1883, sést glöggt að ekki hefur verið til fatagerðar- innar sparað, í pilsin að minnsta kosti hefur farið mikið efni, þar er eiginlega hvert lagið utan yfir öðru. í umsögnum má lesa að kjólar gátu verið allt að 5 kg að þyngd, þykkt efnið gat verið á þyngd við húsgagnaáklæði, ofan á bættist svo efnismikið laust pils eða svunta „a la polonaise" (sem haft var í „follum" að framan og fest á bakhlutanum), einnig pífur, perlur, bönd, lausir kragar, loðskinn og annað til skrauts. Það má telja víst að konur hafi vart klæðst nema með að- stoð í allt það sem þær þurftu utan á sig að láta, þær hafa haft aðra til að vinna fyrir sig eitt og annað, sem hver nútíma kona leysir sjálf af hendi, og það var munur á klæðnaði eftir þjóðfé- lagsstöðu og efnahag. fyrstu sýn, en þegar nánar er að gætt má finna skyldleika. „Anno“ 1983 er einmitt tímabil tísku þar sem margt er gert til þess að kvenlíkaminn sjáist ekki í réttu sköpulagi, þó ekki séu notaðar til þess gjarðir og púðar. Klæðnaður, þar sem hvert lag- ið er yfir öðru, er nú hæstmóð- ins, ungu stúlkurnar klæðast flestar fötum sem eru 2—4 núm- erum of stór, og drífa jafnvel upp gamlan vetrarfrakka af pabba eða afa sem yfirhöfn. Það er því ekki gott að átta sig á hvar eru mörk klæðnaðar og kropps. Þó þjóðfélagsástæður kvenna hafi breyst feiknin öll á þeim eitt hundrað árum, sem hér um ræðir, gætu sömu eða svipaðar hvatir legið að baki, þ.e. að vilja vera meiri en maður er og þá ef til vill í fleiri en einni merkingu! Texti: Bergljót Ingólfsdóttir Ekki er allt sem sýnist Tískan 1883 og nú 1983 virðist ekki eiga mikið sameiginlegt við Myndir eru úr bókinni Victorian Fashions And Costumes From Harper’s Bazar 1867—1898. Útgefandi: Dover Publication Inc. Mynd a. Yfirhöfn úr flaueli og silki, nokkurskonar slá, samkvæmt Parísartísku októbermánaðar 1983. Eina skrautið er silkiskúfar á hliðum og að framan. Mynd b. Dagkjóll frá sama tíma. Hann er bleikur að lit (liturinn kallaður „aurore du Bengale”) úr indversku útsaumuðu silki. Til skrauts eru blúndur, bönd og blóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.