Morgunblaðið - 22.12.1983, Page 6
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
Gítartónleikar Jósef
Fung í Fríkirkjunni
Tónlist
Ragnar Björnsson
Það skal viðurkennt að þekk-
ing mín á gítarnum og möguleik-
um hans er of takmörkuð til þess
að ég hætti mér út í dóma um
gítarleik. Veit ég þó, að sama
hvert hljóðfærið er, aldrei á
maður að slá taktinn með fótun-
um og að Bach-fúgan, sem kynnt
var á efnisskrá sem framhald af
prelúdíunni, á ekkert skylt við
þá prelúdíu (sem upprunalega er
í c-moll) kemur enda sem hálf-
gerð boðflenna inn í myndina.
Prelúdían er oftast leikin hraðar
en hér var gert og fær við það
annað og klassískara yfirbragð.
Af fyrrgreindum ástæðum skal
ekki lagður dómur á leik Jósefs
Fungs, enda voru verkefnin yfir-
leitt valin af léttara taginu hvað
tækni viðkemur, en gaman væri
að heyra Jósef fást við átaka-
meiri verkefni. Fyrir undirritað-
an voru þetta eigi að síður
ánægjulegir tónleikar.
Tæplega hefur orgelsjóðurinn
orðið miklu digrari eftir tónleik-
ana, svo fáir áheyrendur voru
mættir. Það vekur upp þá spurn-
ingu hvort áhugi fyrir viðgerð á
hljóðfærinu sé e.t.v. ekki svo
ýkja mikill. Önnur spurning
kemur þá upp í hugann, hver
ákveður að það sé rétt stefna að
láta fara fram viðgerð á orgelinu
frekar en að kaupa nýtt hljóð-
færi? Rökin sem ég hef heyrt
fyrir kostnaðarsamri viðgerð á
hljóðfærinu eru þau að um sé að
ræða eina „rómantíska" orgelið
á landinu og eins og stendur í
efnisskrá, að það hafi verið
„byggt samkvæmt fyrirsögn dr.
Páls ísólfssonar". Mér er spurn,
fyrir hvaða rómantíska orgel-
músik var hljóðfærið byggt?
Þegar Páll leggur til að hljóð-
færið sé keypt, hefur hann ný-
lokið námi hjá Straube og „Sau-
er“ er það sem hann þekkir úr
Tómasarkirkjunni. Ekkert vant-
ar á virðingu mína fyrir Páli og
eðlilegt var að hann héldi sína
fyrstu orgeltónleika í Fríkirkj-
unni, en ég veit sem nemandi
hans, að honum voru síðar mjög
ljósir vankantar hljóðfærisins
til hljómleikahalds. Hvernig
stendur og á því, að organleikar-
ar hafa ekki fengist til né sótt
eftir að halda hljómleika á
orgelið? Fríkirkjan hefur alla
möguleika til þess að vera hvort
tveggja fallegt guðshús og gott
tónleikahús. „Sauer" byggir allt
öðruvísi í dag en þeir gerðu 1926
og ekki er víst að þeir fáist til
þess að gera hljóðfærið upp í
þeirri mynd sem það var byggt í.
Spurningin er einnig hvort
kirkjan, eða við, höfum efni á því
að halda við hljóðfæri sem hefur
takmarkað notagildi, hvort við
værum ekki betur sett með orgel
sem organleikarar sæktust eftir
að fá að leika á?
Átt þú eftir
að kaupa Ella?
Pú mátt ekki gleyma Ella í jólaösinni! Bók þeirra Eddu
Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg um Ella, íjölskyldu
hans og vini heíur hitt beint í mark. Hann nýtur sín ekki
sídur í bók en á öldum ljósvakans.
Paö staöíesta ummœli gagnrýnenda svo sem þessi
orö Magdalenu Schram
„Elli stekkur sjálfur fullmótaður út úr bókstöfunum
þegar á fyrstu síðu bókarinnar, konurnar í símanum líka.
Svo útpældir eru þessir karakterar strax í fyrsta þætti og
geri aðrir rithöfundar betur.“
Um myndskreytingar Ragnheiðar Kristjánsdóttur seg-
ir gagnrýnandinn: „Allar myndirnar eru skemmtilegar
og margar hreint afbragð.“
Elli er bók fyrir alla, jafnt konur sem kalla...
„Já, hann er yndislegur siðumúia 29.
þessi elska... Símar 32800 og 32302
Súkkulaði og
fórnfæringar
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Helge Rubinstein:
The ('hocolate Book.
Penguin Books 1982.
Höfundurinn fæddist í Núrn-
berg en komst til Englands rétt
fyrir síðari heimsstyrjöld, þá
barnung. Hún stundaði nám þar í
landi, m.a. í Oxford. Áhugi hennar
á matargerð vaknaði eftir að hafa
ferðast um Frakkland og Sviss og
dvalið þar langdvölum. Þar kynnt-
ist hún þróaðri matargerð og snilli
kokka meginlandsins, sem hafa
löngum skarað fram úr í matar-
gerðarlist. Hún hefur skrifað og
þýtt margar bækur um þessi efni.
í þessu riti er fjallað um kakó
og súkkulaði. Það var árið 1657,
sem fyrst er getið um súkkulaði í
prentuðum enskum heimildum, en
Spánverjar höfðu kynnst kakói á
16. öld í Mið- og Suður-Ameríku.
Súkkulaði varð vinsæll drykkur í
Frakklandi á 17. öld, þangað barst
það frá Spáni. Síðan aukast vin-
sældir súkkulaðis um alla Evrópu.
Höfundurinn lýsir á skýran hátt
tilbúningi drykkja úr kakói og
súkkulaði, notkun þess við eftir-
rétti, konfektgerð og kökugerð.
Þetta er hrein náma uppskrifta og
upplýsinga um notkun súkkulaðis,
kryddað skemmtilegum frásögn-
um um ýmsar persónur, sem
sumar eru aðeins kunnar fyrir
dálæti sitt á drykknum.
Alexander von Humboldt taldi
að í kakóbauninni væru samþjöpp-
uð meiri næringarefni en í nokk-
urri annarri náttúruafurð. Sagt er
frá manni nokkrum á Martinique,
á 18. öld, sem varð 100 ára og lifði
á súkkulaði síðustu 30 árin sem
hann lifði og var svo hress að
hann þurfti ekki ístöð til þess að
fara á bak hesti sínum þegar hann
var 85 ára gamall.
Höfundurinn tíundar einnig
sögu nokkurra frægra súkkulaði-
gerða í Evrópu, einkum þó á Eng-
landi. Birtar eru gamlar aug-
lýsingamyndir frá ýmsum fyrir-
tækjum sem framleiddu súkkulaði
og einnig tækjum sem notuð voru
við súkkulaði- og konfektgerð.
Súkkulaðidrykkurinn er talinn
meðal hollustu drykkja sem fáan-
legir eru, sé gott súkkulaði notað.
Best er að nota hreint, dökkt
súkkulaði af bestu tegund. Það vill
svo vel til hér á landi að fáanlegt
er ágætt suðusúkkulaði, sem
stenst samanburð við bestu er-
lendu tegundirnar, allir sem
kunna að meta og hafa vit á góðu
súkkulaði vita hvaða tegund þetta
er.
Bókin er 333 blaðsíður með
fjölda mynda.
Kátt í koti —
Dagur á barnaheimili
Bókmenntlr
Siguröur Haukur Guöjónsson
Kátt í Koti. Dagur á barnaheimili
Mvndir: Kristján Ingi Einarsson
Texti: Sigrún Einarsdóttir
Setning: Korpus hf.
Prentun: Grafík hf.
Bókband: Félagsbókbandió
Útefandi: Skíma sf.
Lítil hnáta, Rósa Hrund af
Framnesveginum, dvelur á
Brekkukoti, barnaheimili Landa-
kotsspítala í Reykjavík. Við fylgj-
umst með henni dag einn síðsum-
ars, kynnumst því, hvernig lítil
börn eyða deginum í umsjá gæzlu-
fólks. Ljósmyndir Kristjáns eru
mjög vel teknar, og eftir lestur
bókarinnar er mér margt ljósara
um dagheimili en áður, og það
segja höfundar líka markmið sitt
með þessari bók. Ég þykist þess
fullviss, að börn á dagvistaraldri
muni hafa mikinn áhuga á að
skoða myndirnar, bera þær saman
við sína reynslu, ræða hana við
pabba og mömmu. Við ýtum inná
dagheimilin æ meiri ábyrgð á
framtíð þjóðarinnar, okkur er því
hollt að líta þar við, reyna að gera
okkur grein fyrir því, hvernig að
þeim er búið til þess að sinna
þessu hlutverki. Hefði kosið að
sviðið væri ekki svona þröngt,
bókin biði okkur inná fleiri heim-
ili.
Prentverk vel unnið.
Spá mín er, að hér sé bók sem
vinsæl verði á heimilum lítilla
barna.
En Guð hjálpi okkur, ef barna-
heimilin öll tækju uppá því að
gefa út svona bækur fyrir næstu
jól.
E.T. — Geimdvergurinn
Bókmenntir
Siguröur Haukur Guöjónsson
E.T. Geimdvergurinn góði.
Samið af William Kotzwinkle eftir
kvikmvndahandriti Melissu Mathi-
son.
Filmusetning: Prisma sf., Hafnar-
firði.
Prentun og bókband: Katho Tryk,
Kaupmannahöfn.
Þýðandi: Öskar Ingimarsson.
Myndir úr kvikmynd Steven Spiel-
bergs.
Útgefandi í samvinnu við Lennart
Sane Agency, Svíþjóð, og Martins
Forlag, Danmörku. Setberg.
Það dylst engum, sem börn
þekkir, að Melissu Mathison tókst
að ná til barna með furðuverunni
E.T., heilla þau hreint og beint
upp úr skónum. Ég man ungan
snáða við hlið mér, úti í löndum,
stara í leiðslu aðdáunar á það sem
mér, gamlingjanum, jjótti skrímsli
líkast. En sem betur fer, þá fer
smekkur hinna eldri og barna ekki
alltaf saman. Væri svo, þá hikaði
ég ekki við að telja efni bókarinn-
ar ómerkilegt hnoð. En slikt er
rangt, því börn finna eitthvað í
þessari veru sem mér er hulið. Þau
munu því fagna henni og verða út-
gáfunni þakklát fyrir framtakið.
Sagan greinir frá geimdvergi
sem viðskila verður við félaga
sína. Geimveran eignast mennsk-
an vin, Elliott, og eftir allskonar
ævintýr heldur E.T. aftur frá
jörðu.
Þýðing Óskars er mjög góð, eins
og vænta mátti frá hendi svo
þjálfaðs manns.
Frágangur allur eins og hæfir
vel unninni bók, Setbergs-bók.