Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 7

Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 47 Blóm afbeðin Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Gerd Nyquist: Avdöde önsket ikke blomster. Stille som í graven Djevlens fotspor Gerd Nyquist skaut upp á norskan krimmabókahiminn þeg- ar hún sendi frá sér Avdöde önsk- et ikke blomster árið 1960. Bókin seldist í stórum upplögum og var þýdd á fleiri tungumál en norsku. Nokkrum árum síðar festi Gerd Nyquist sig enn í sessi þegar hún sendi frá sér „Stille som i graven" þar sem aðalpersónan í fyrri bók- inni, hinn elskulegi Martin Bakke lektor, er einnig aðalpersónan. Nú hefur Aschehoug-forlagið sent frá sér þessar sögur ásamt smásagna- safni sem síðar kom frá hendi skáldkonunnar i einni og stórri bók. Fyrsta bók Gerd Nyquist var Tunglskinsnætur í Vesturdal, sem var reyndar líka fyrsta bókin sem ég þýddi. Þar örlaði á ýmsum þeim einkennum sem síðar hafa skýrzt hjá henni, og Advöde önsket ikke blomster er í raun og veru bæði bráðspennandi sem afþreyingar- saga, en hún er einnig afar vel skrifuð og á mun hærra plani en afþreyingarsögur yfirleitt. Sögu- þráðurinn er hæfilega sannferðug- ur, svo að lesandi fyllist áhuga og sagan rennur fram vel og skil- merkilega. Auðvitað skýrist málið, annað hvort væri nú líka. Það er ekki endilega „ólíklegasta" per- sónan sem reynist vera skúrkur- Gerd Nyquist inn, en Gerd Nyquist hefur búið svo haganlega um, að samúð les- anda með ódæðismanninum hefur heldur betur dvínað þegar á líður söguna, svo að það er út af fyrir sig allt í lagi að láta endinn vera slíkan. Mér finnst Avdöde önsket ikke blomster taka fram Stille som i graven, en hún er af hálfu höfundar metnaðarfyllri saga og vinnubrögð full vandvirknisleg. í Djevlens Fotspor eru svo smá- sögur, sem einnig eru í krimma- stíl, haganlega gerðar og sýnilegt að það form lætur Gerd Nyquist alveg prýðilega líka. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! fttorgnsttÞIjifrifr HbÆGIbEGT VERÐ á ióIasfcresfeiRgaiR KKINTÍN Vesturgötu 46A, stmí 22 9 45. ÆGISUTC I þessari bók talar Guömundur viö þekktan sjómann og skipstjóra, Andres Finnbogason, sem flestir sjómenn þekkja, ef ekki af af- skiptum hans af sjómennsku og sjósókn, þá sem starfsmann loðnunefndar. Bókin er fróöleiksnáma um útgerö og sjósókn frá Reykjavík í fjóra aratugi og auk þess stórskemmtilegur lestur. Verd kr. 670,-. í þessari bók er rakin saga Öldunnar 50 ár. Hér er sagt frá helstu atburðum . sögu félagsins, auk þess er skýrt frá mönnum er völdust til forustu á hinum ýmsu tímum. Sagt frá samskiptum viö önnur félög og aöild Öldunnar að stofnun Fiskifélags íslands og Slysavarnafélags íslands, Fræöslumálum skipstjórnarmanna og öryggismálum sjómanna. Áhrifum fé- lagsins á hafnarmál í Reykjavík. Verö kr. 802,75. I þessari fjóröu bók í flokknum Bóndi er bústólpi, eru þættir af 11 bændum úr öllum sýslum landsins, skráðir á jafn mörgum höf- undum. Þeir sem sagt er frá eru: Benedikt Gríms- son á Kirkjubóli, höfundur Ingimundar á Svanhóli. Eggert Finnsson á Meðalfelli, höf. Gísli Brynjólfsson. Gunnlaugur J. Auöunn, Bakka, höf. Siguröur J. Líndal. Helgi Krist- jánsson í Leirhöfn, höf. Brynjólfur Sigurös- son. Hermóöur Guömundsson í Árnesi, höf. Vigfús B. Jónsson. Hólmgeir Jensson á Þórustööum, höf. Guömundur Ingi Krist- jánsson. Jörundur Brynjólfsson, bóndi og alþ.m., höf. Ágúst Þorvaldsson. Magnús Finnbogason, Reynisdal, höf. Sigurlaug Gunnarsdóttir. Metúsalem á Hrafnkelsstöö- um, höf. Helgi Gislason. Siguröur Tómasson á Barkarstööum, höf. Halldór Árnason. Þór- ólfur Guöjónsson, Innri-Fagradal, Dalasýslu, höf. Ásgeir Bjarnason. Verð kr. 796,60.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.