Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Barna fólk Síðasta sendíng fyrir jól er komin í verzlunina. \ Við bjóðum þér ^ sérstakt jólatilboö >)/>' í þessar einstaklega hentugu samstæður, sem eru allt í senn klæöa- skápar, hillur og svefnsófi með þremur bakpúðum. Litur fura. Verð 14.960, " Útborgun 3.000. Afborgun 1.500 á mánuði. Hagsýnn velur það besta. HDSEACNAHÖLLIN Bíldthöfða 20 — 110 Reykjavík 91-81199 og 81410. Eftirminnilegir tónleikar Mezzoforte Tónlist Sigurður Sverrisson Vissulega ríkti mikil eftir- vænting á meðal þeirra eitt þús- und gesta, sem troðfylltu sal Há- skólabíós sl. sunnudagskvöld til þess að hlýða á leik hljómsveit- arinnar Mezzoforte. Eftirvænt- ingin var skiljanleg því þetta voru fyrstu tónleikar Mezzoforte hérlendis frá því á síðasta vori. Þrátt fyrir miklar væntingar er ég þess fuliviss, að tónleikagestir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með leik sexmenninganna á þessum tónleikum. Slík var frammistaða strákanna allra, að hún hlýtur að hafa hrifið alla þá er til sáu og heyrðu. Eftir leik þriggja „aukanúm- era“, sem þó voru ekki ómerki- legri en svo, að það þriðja í röð- inni, Icelandic Seafunk Corpor- ation, fékk langvinnt lófatak að launum, hóf Mezzoforte leik sinn að afioknu 15 mínútna hléi. Framan af var prógrammið fremur litlaust, en hljóðfæra- leikurinn frábær að vanda og þá ekki síður hljómburðurinn. Þar átti Geoff Calver stærstan hlut að máli. Minnist undirritaður vart betri hljóms á tónleikum, þar sem rafmögnuð hljóðfæri voru notuð. Eftir um klukkustundar lang- an leik Mezzoforte hugsaði ég sem svo, að gamanið væri tekið að kárna eilítið. Það var eitthvað sem vantaði og virtist ekki ætla að skjóta upp kollinum, en viti menn! Sem ég var í þessum hug- leiðingum var eins og hljóm- sveitin hefði öll fengið vítamín- sprautu. Hvað það var, sem orsakaði þessa nauðsynlegu kúvendingu, veit ég ekki en allt yfirbragð tón- leikanna fékk á sig miklu léttari og um leið áheyrilegri blæ. Lögin spruttu fram eitt af öðru á milli fjörlegra kynninga og síðast en ekki síst létu allir meðlimirnir gamminn geisa, hver með sínu hljóðfæri. Hollenski ásláttarleikarinn hafði fengið dræmar undirtektir í Times um daginn, en ég fékk ekki betur séð og heyrt en þar væri á ferðinni þrælgóður spil- ari. Hann tók mikið og fjörugt sóló á trommur sínar og tól við mikinn fögnuð áheyrenda. Stundum kann e.t.v. að vera erf- itt að greina að Mezzoforte geti ekki án hans verið, en leikur hans veitir mörgum lögunum mjög skemmtilega fyllingu. Um hæfileika hinna fimm, Is- lendinganna í Mezzoforte, þarf ekki að efast. Af fimm góðum fannst mér þó mest til Friðriks Karlssonar koma og þá fannst mér lag hans, Undur vorsins, há- punktur þessara tónleika. Krist- inn Svavarsson blæs af öryggi í saxófóninn, hnökralaust væri nær að segja, og þeir Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem keyra lögin áfram með af- ar samhentum bassa- og trommuleik. Jóhann er orðinn stórskemmtilegur bassaleikari. Þá skilaði Eyþór Gunnarsson flóknu hlutverki sínu mjög vel. Þessir tónleikar Mezzoforte voru á allan hátt ákaflega eftir- minnilegir og hljómsveitin sannfærandi. Ein stórkostleg breyting hefur orðið á frá því Mezzoforte var að skemmta landanum (þessum eina, sem sótti tónleika þeirra!) hér heima. Tónleikar á tónleika ofan hafa gert það að verkum að hljóm- sveitin eru margfalt öruggari á sviði en áður og sviðsframkoma meðlimanna hefur tekið miklum breytingum. Meira fjör, meiri galsi og umfram allt margfalt öryggi einkennir framkomu þeirra. Ekki spillti þurrísinn fyrir eða bomburnar, sem sprungu á skemmtilegu augna- bliki. Án þess að slíkt sé nokkurt að- alatriði kom berlega í ljós á þessum tónleikum, að skrautleg umgjörð og ytri búnaður er ekki nauðsynlegur en getur gert það að verkum, að góðir tónleikar verði að frábærum. Mezzoforte þurfti þó ekki á slíku að halda þetta kvöld. Frammistaðan var slík, að þetta eru tónleikar, sem ekki mást svo auðveldlega úr minni. 0 ^llafossbúöin 0 w Gjafavörudeild ffi Vesturgötu 2 simi 13404

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.