Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBEIÍ1983
55
Kór Langholtskirkju
Kór Langholtskirkju:
Jólaóratoría Bachs
flutt á þriðjudag
ÞRIÐJUDAGINN 27. desember
flytur Kór Langholtskirkju Jólaórat-
oríuna eftir Johann Sebastian Bach,
ásamt kammerhljómsveit í Fríkirkj-
unni í Reykjavík. Stjórnandi tónleik-
anna er Jón Stefánsson. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 20.30, segir í fréttatil-
kynningu frá kórnum.
Einsöngvarar að þessu sinn eru
þau, Ólöf K. Harðardóttir, Sólveig
Björling, Jón Þorsteinsson og
Kristinn Sigmundsson. Nú verður
í fyrsta sinn leikið á obó d’amore
við flutning jólaóratoríunnar, en
slík hljóðfæri hafa ekki verið til í
landinu. Úr þeim skorti hefur nú
verið bætt og leika þeir Kristján
Stephensen og Daði Kolbeinsson á
nýju hljóðfærin, sem eru eign Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og Kórs
Langholtskirkju.
Aðgöngumiðar tónleikanna fást
í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar, ístóni og í Langholtskirkju.
„Og sagði ekki eitt
einasta orð“
Nýútkomin skáldsaga eftir Heinrich Böll
HJÁ Máli og menningu er komin út
skáldsagan Og sagði ekki eitt ein-
asta orð eftir þýska Nóbelsskáldið
Heinrich Böll. Þetta er fyrsta skáld-
saga hans sem kemur út á íslensku.
Böðvar Guðmundsson þýddi.
í frétt frá Máli og menningu segir:
„Meginviðfangsefnið í flestum
bókum Böll er Þýskaland stríðsára
og eftirstríðsára, í kjölfar hernað-
arlegs og siðferðilegs ósigurs, og
svo er einnig í þessari sögu. Þetta
er átakanleg og nærgöngul saga
um hjón sem virðast að niðurlot-
um komin af fátækt og örvænt-
ingu. Þau segja frá til skiptis og
lýsing beggja verður skýr og heill-
andi. En þrátt fyrir eymd og
niðurlægingu fjallar sagan fyrst
og fremst um mannlega reisn og
þrautseigju — og heitar, ósviknar
tilfinningar. Þetta er ein frægasta
saga þessa mikla höfundar og ekki
að ófyrirsynju."
Bókin er í flokki sígildra 20. ald-
ar skáldverka Máls og menningar.
einasta oró
Hún er 151 bls., sett í Prentsmiðju
Þjóðviljans, högun annaðist
Repró, Formprent prentaði og
Bókfell batt.
Framleiðsla kálfafóðurs á
Blönduósi talin hagkvæm
FRAMLEIÐSLURAÐ landbúnaðar
ins samþykkti á fundi fyrir skömmu
að hafin verði framleiðsla á kálfa-
fóðri í Mjólkursamlaginu á Blöndu-
ósi en eins og áður hefur komið
fram í Morgunblaðinu þá hefur
Mjólkursamlagið verið með kálfa-
fóðursframleiðslu í undirbúningi og
leitaði í því sambandi til Fram-
leiðsluráðs.
Framleiðsluráð leitaði til ráð-
gjafarfyrirtækisins Hagvangs hf.
til að fá lagt mat á hagkvæmni
slíkrar framleiðslu á Blönduósi.
Að sögn Gunnars Guðbjartsson-
ar framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðs benti könnun Hag-
vangs til að framleiðslan yrði hag-
kvæm og samþykkti Framleiðslu-
ráð því að framleiðsla kálfafóðurs
yrði hafin á Blönduósi sem fyrst
og hét Mjólkursamlaginu stuðn-
ingi með útvegun lánsfjár til
stofnunar verksmiðjunnar.
Plmrgnwlulilli
Metsö/ublaó á hverjum degi!
Tónlist
á hverjti heimili
umjélin
Kempston
stýripinnarnir
ásamt tengi fyrir Sinclair Spectrum tölvuna komnir.
Ómissandi fyrir tölvuleiki. Pantanir óskast sóttar.
Stýripinni meö tengi kr. 1.360.
Rafsýn hf., Síöumúla,
sími 32148.
Þægileg afgreiðsla í Húsi Versiunarinnar.
Staðsetning okkar hér í glæsilegu Húsi Verslunarinnar og aðstæður
allar eru hinar ákjósanlegustu.
Það gerir þér sérlega létt fyrir að sinna bankamálum þínum,
jafnt innlendum og nú einnig að hluta til erlendum,
á þægilegan og öruggan hátt. Hér erum við
m
MIÐSVÆÐIS, þar sem er |
AUÐVELD AÐKEYRSLA, I
NÆG BÍLASTÆÐI og
LIPUR BANKAÞJÓNUSTA.
I
Við erum mættir á ,,miðsvæðið“, til þjónustu reiðubúnir.
, Verið velkomin. i
V/6RZLUNRRBRNKINN
Húsi Verslunarinnar - nýja miðbænum.
Símanúmer til bráðabirgða eru: 84660 & 84829.
Endanlegt símanúmer verður 687200.