Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 16
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
Börnin í Vestra-Stokkseyrarseli.
Haraldur Blöndal (1882—1953)
hlýtur að teljast lítt þekktur ljós-
myndari. Myndir eftir hann hafa
ekki birst víða og þegar þær hafa
birst hefur hann sjaldnast verið
nefndur til sögunnar sem höfundur
þeirra. Má geta þess að í einni jóla-
bókinni í ár eru ekki færri en fjórar
myndir sem Haraldur tók, en aðeins
staklega var byggt til ljósmynda-
stofureksturs. A þessu árabili varð
ljósmyndarinn að treysta á dags-
birtuna við myndatökur, og gluggar
urðu því að vera sérstaklega stórir
til að veita nægri birtu inní stofuna.
Ljósmyndastofur voru því oft í hús-
næði sem var sérstaklega til þess
byggt. Hverfisgata 16 sem hýsti
Haraldur Blöndal (1882—1953).
ein þeirra er eignuð honum. Þess
eru jafnvel dæmi að syni Haralds,
Sölva, séu eignaðar myndir sem
Haraldur tók meðan Sölvi var enn
innan við fermingu.
Haraldur er einn af fjölmörgum
ljósmyndurum, sem starfað hafa
hér á landi sem hafa fallið í skugg-
ann af þeim fáu starfsbræðrum sín-
um sem nafnþekktir eru hér á landi.
Útgáfa þókar með sýnishorni, úrvali
eða hvað menn kjósa að kalla það,
af ljósmyndum Haralds er tilraun
til að sýna að til er fjöldi ljósmynda
sem hafa gleymst óverðskuldað. Af
skiljanlegum ástæðum eru þeir
ljósmyndarar oftast nefndir á nafn
sem lengst ráku ljósmyndastofu eða
voru svo lánsamir að starfa á fjöl-
mennum stöðum, eða þá stöðum
sem síðan hafa fengið aukna þýð-
ingu vegna vaxandi búsetu. Það er
líka betri markaður fyrir þeirra
myndir, viðskiptahópurinn sem
þekkir staðinn, sem myndirnar eru
frá, er stærri. En því má ekki
gleyma að frá því um 1880 hafa
starfað ljósmyndarar um landið
allt, þó varðveisla á plötusöfnum
þeirra sé vægast sagt misjöfn. Á
síðustu öld voru síst færri ljós-
myndarar starfandi, til dæmis á
ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri, en
hér í Reykjavík og atvinnuljós-
myndarar bjuggu þá einnig til
sveita. Heiti bókarinnar um Harald,
Ijósmvndarinn í þorpinu á umfram
allt að vísa til þessa, honum er stillt
upp sem dæmi fyrir tiltekinn hóp í
ljósmyndarastétt, þá sem-bjuggu í
þorpum um land allt. Haraldur er
aðeins einn af mörgum. Röð
tilvuljana olli því að farið var að
athuga ljósmyndaplötur hans nán-
ar, gera eftir þeim myndir, safna
upplýsingum um myndefnið og síð-
an gefa það út á bók.
Til þessa hafa ljósmyndabækur
aðailega verið helgaðar Reykjavík,
einnig Akureyri, en það er víðar
fjölbreytt mannlíf. Ljósmyndarinn í
þorpinu veitir okkur innsýn í mann-
líf á Suðurlandi, en þar starfaði
Haraldur við ljósmyndun á árabil-
inu 1917 til 1924. Áður, 1905 til 1910,
rak hann ljósmyndastofu í Reykja-
vík á Laugavegi 46 í húsi sem sér-
Fjölskyldan i Hlemmiskeiði i Skeiðum fyrir utan hlöðudyrnar vorið 1919.
Konur í íslenskum kvenbúningum i 19. júní i Stokkseyri.
Ljósmyndastofu Pjeturs Brynjólfss-
onar hafði í þyí enga sérstöðu þó því
hafi verið haldið fram í Morgun-
blaðinu nýverið í viðtali við Sigur-
geir Sigurjónsson sem rekur þar nú
ljósmyndastofuna Svipmyndir.
Á Suðurlandi hafði Haraldur að-
alaðsetur á Eyrarbakka, en rak
einnig ljósmyndastofu á Stokkseyri
og ferðaðist um héraðið þvert og
endilangt á sumrin til að taka
myndir. Ljósmyndir hans sýna því
fjöibreytt mannlíf, húsakost,
klæðnað, hátíðahöld, atvinnulíf og
fólk. Hér eru ekki mörg þekkt and-
lit, en andlit sem eiga ekki síður rétt
á að komast á bók, en andlit lista-
eða stjórnmálamanna.
Ljósmyndirnar í bókinni spanna
tímabilið frá lokum fyrri heims-
styrjaldar fram að kreppu. Þetta
voru um margt erfiðleikatímar. Þeir
staðir sem myndirnar eru frá eins
og til dæmis Eyrarbakki fóru ekki
varhluta af því. Árin eftir fyrra
stríð léku staðinn grátt og uppúr
1925 færist þungamiðja héraðsins í
vaxandi mæli frá Eyrarbakka. Það
átti ekki fyrir Eyrarbakka að liggja,
að spá Boga Th. Melsteð rættist, en
hann hafði spáð að þar yrði höfuð-
staður landsins.
í þessum ljósmyndum birtist
Ijóslifandi bæði staðurinn og fólkið,
allt frá sýslumanni til skólabarna.
Byggðahlutföllin áttu eftir að
breytast, þessar myndir eru teknar
rétt áður og meðan það gerðist. Það
eykur gildi þeirra enn. Annars lags
breytingar hafa orðið á Stokkseyri
frá þessum tíma, því oftar en einu
sinni hafa þar orðið stórbrunar. Svo
myndir þaðan hafa sýnu meira
heimildargildi. Þannig mætti tína
til fjölda dæma um gildi mynda
Haralds. Fyrir utan það almenna
gildi sem allar gamlar myndir hafa,
og þær þurfa reyndar ekki að verða
svo ýkja gamlar til að öðlast það, að
þær sýna hvernig allt er breyting-
um undirorpið.
Val mynda í bókina er bundið við
ljósmyndaplötur sem varðveittar
eru úr safni Haralds. Það er geymt í
Þjóðminjasafninu. Þar voru fyrir
um tólfhundruð plötur frá Haraldi,
Hópur skólabarna fri Stokkseyri (heimsókn i Eyrarbakka vetur-
inn 1919—1920.
Guðlaugur Pi
sína í Sjónarb