Morgunblaðið - 22.12.1983, Page 18

Morgunblaðið - 22.12.1983, Page 18
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 Samviska gagnrýnandans Um hljómplötugagnrýni í Mbl — eftir Ingva Þór Kormáksson Flestir þeir sem taka upp á því að senda verk sín á almennan markað, halda sýningar, tónleika o.s.frv., verða að sætta sig við að fólk segi kannski eitthvað mis- jafnt um framleiðsluna sín á milli. Þeir verða og að sætta sig við að vissir menn skrifi jafnvel í dag- blöð um bókina, plötuna, sýning- una eða tónleikana. Þessir menn kallast gagnrýnendur og þiggja laun fyrir að opinbera álit sitt. Allt gott um það að segja, þó að misjafnt sé hversu mikið mark er á þeim tekið. En víst þykja þeir ómissandi í „menningarumræð- unni“, eins og fyrirbærið hefur stundum heyrst nefnt. Oftast er það svo að þessir menn, gagnrýn- endurnir, hafa nokkuð góða þekk- ingu og/eða menntun til að þera á því sviði sem þeir fjalla helst um. T.d. fjalla listfræðingar eða myndlistarmenn um verk á sviði myndlistar; bókmenntafræðingar eða íslenskukennarar um bók- menntir og leikhúsverk. (Það er jafnvel til í dæminu að leikhús- fræðingar fjalli um leiklist, þótt það heyri til undantekninga.) Og skáld og rithöfundar skrifa um verk kollega sinna. Algengast er að áhugamenn fjalli um kvik- myndir, en í einstaka blaði má sjá kvikmyndagerðarmenn ausa úr viskubrunnum þekkingar sinnar. Um tónlist, þ.e. „alvarlega" tónlist rita, af mikilli speki oft á tíðum, tónskáld eða fólk allvel menntað í tónfræðum. — En hvað um, popp- músík, rokk, vísnatónlist o.fl. eða það sem í heild mætti kalla léttmúsík. Víst er skrifað um þessa músík, en hvernig? Þó að vissulega séu skiptar skoðanir um suma gagnrýnendur og skrif þeirra, þá verður það ekki af þeim skafið að þeir kunna yfir- leitt vel til verka, eru bærilega vel ritfærir, reyna að skyggnast undir yfirborð hlutanna og koma upp með fróðleiksmola sem okkur fá- fróðum yfirsést. Umvandanir eru bornar fram með föðurlegri um- hyggju (oftast) og síðast en ekki síst, reynt að færa rök fyrir því hvers vegna þeim mislíkar ef sú er raunin. Öðru máli gegnir um þá sem fást við að gagnrýna létt- músík. Með örfáum undantekning- um (sem teljandi eru á fingrum hálfrar handar) ræður vanþekk- ing og subbuskapur skrifum þeirra. Til að ljá stuðning ofangreind- um orðum ætla ég að tiltaka hérna dæmi um gagnrýni sem birtist í Mbl. þann 26. ágúst og var um hljómplötu sem undirritaður sendi frá sér síðla sumars. Það er orðið talsvert langt síðan eða 3‘/2 mánuður. í fyrstu yppti ég bar^ öxlum og hugsaði: aumingja mað- urinn. En öðru hvoru sér maður á síðum blaðsins gagnrýni eftir þennan sama mann og ekki er að sjá að honum fari fram, svo að maður minnist alltaf gagnrýninn- ar forðum og smám saman mynd- ast í manni pirringur sem þarf að lokum að fá útrás. Hversu margir eru þeir sem sætta sig, eða reyna að sætta sig, við svona skrif þar sem gagnrýnandinn opinberar vanþekkingu sína, færir engin rök fyrir máli sínu og er auk þess illa ritfær, eiginlega ritsóði? Eflaust margir. En ég ákvað að fá útrás fyrir pirringinn í mér með því að setjast niður og mótmæla gagn- rýninni, en að gera slíkt þykir víst alveg voðalegt. Gagnrýnandinn, Finnbogi Mar- inósson, (FM), byrjar grein sína á þessum orðum: „Stundum rekur mann alveg í rogastans. Að minnsta kosti varð ég alveg yfir mig undrandi þegar mér var rétt eintak af nýútkominni plötu Ingva Þórs, Tíðindalaust.“ Takið eftir. Honum var rétt platan. Hann þurfti ekki að ná í hana sjálfur. Þessi orð eiga náttúrlega að sýna að hér fari visst autoritet, sem allra náðarsamlegast ætlar svo að rita um plötu lítt þekkts hljóm- listarmanns. En hvers vegna er maðurinn svona hissa? Ein- hverskonar skýring er á því: „Hvorki hafði ég heyrt hósta né stunu um að þessi plata væri í bígerð og svo kemur hún upp í hendurnar dagstund eina.“ Gagn- rýnandinn virðist eitthvað fúll yf- ir að hafa ekki verið látinn vita af því að plata þessi væri í bígerð. Autoritetinu misboðið. Mér þykir fyrir því en ég vissi bara ekki að háttvirtur gagnrýnandi existeraði hér á jörð. En hvað kemur þetta málinu annars við og hvernig stendur á þessu „Hvorki" sem ekk- ert framhald fær? — Reyndar hafði blaðamanni frá Mbl. verið boðið á blaðamannafund í tilefni af útgáfu plötunnar. Sá gat ekki mætt en birti í staðinn einhvers konar frétt um atburðinn (fulla af missögnum að vísu, en það er önn- ur saga.) Áfram heldur gagnrýnandinn og segir undrunina ekki minnka þegar farið er að hhista á plötuna (Garaan að geta komið á óvart.) „Tónlistarlega fellur hún undir jazz eða jazz-rokk-léttpopp.“ Jazz eða ... autoritetið ekki alveg visst í sinni sök ... „Hljóðfæraleikarar eru að minnsta kosti jazzarar en reynt er að spyrna við fótum og láta hann (hvern?) ekki leiða plöt- una alfarið. Þetta tekst, en fremur klúðurslega." Enginn sem eitthvað vit hefur á jazzi myndi kalla þetta jazzplötu. Hljóðfæraleikararnir, þ.á m. ég sjálfur, eru ekkert frekar jazzarar en rokkarar eða dans- músíkantar. Hins vegar má vissu- lega greina jazzáhrif í sumum af lögunum. Þótt eigi sé auðvelt að átta sig á því hvað gagnrýnandinn er að fara í seinni hluta máls- greinarinnar, má ætla að fornafn- ið „hann“ eigi að standa fyrir „jazz“, þó að það komi reyndar hvergi fram. Ef það er það sem FM meinar, þá er sjálfsagt að upp- lýsa hann um það að ekki þurfti að spyrna við fótum til að láta „hann“ ekki leiða plötuna alfarið, enda ekki spilað með fótunum. Það þarf ekki að taka það fram að ekki er um neina kynningu að ræða hjá FM á flytjendum þeim sem fram koma á plötunni, en þeir eru alls 15. Auk þess eiga 6 skáld ljóð á henni. Við skulum athuga hvernig þetta er afgreitt. „Guð- mundur er góður í Bjarna en hann á sér takmörk sem söngvari." Hvaða Guðmundur er þetta? það kemur þó fram að „Bjarni" er heiti á lagi. Eg segi það satt að ég hefði alls ekki getað áttað mig á því að hér væri verið að fjalla um mína eigin plötu, ef gagnrýnandinn hefði ekki slysast til að nefna þó þessi nöfn. Hversu miklu nær hafa þá hinir verið sem ekkert þekktu til. Einföld upptalning hefði hér alveg nægt. — „Önnur lög á plöt- unni eru léleg og hjálpar þar mest til söngurinn." Lögin eru samin áður en þau eru sungin. Ef þau eru léleg þá er við höfund þeirra að sakast en ekki söngvarana. Auð- vitað er ekki reynt að rökstyðja það hvers vegna gagnrýnandanum finnst þau svona léleg. Bendir líka allt til þess að FM myndi reynast ófær um J)að. „Ekki bætir úr skák að textarnir eru Ijóð eftir hin og þessi skáld og flest ekki til þess Ingvi Þór Kormáksson fallin að þau séu sungin við eitt- hvert lag“ Hver var að tala um klúður? („textarnir eru ljóð!“). Skáld þau sem ljóð eiga á plötunni veittu fúslega leyfi sitt fyrir út- gáfunni og voru þau yfirleitt mjög ánægð með framtakið. Enda er það engin ný bóla að tónskáld og lagasmiðir leiti fanga í ljóðabók- um, og væri íslenskt tónlistarlíf snöggtum fátækara hefði slíkt ekki verið stundað. Af skrifum FM virðist sem honum sé þetta annað hvort ekki ljóst eða að hann sé ósáttur við val ljóðanna. Ef hið síðara er rétt, af hverju er það þá ekki rökstutt? Áfram með smjörið. Næsta til- vitnun: „Annars er það mjög skrýtið að piltur skuli senda frá sér plötu þar sem hann á einn texta, öll lögin (sem flest kafna í söng og texta (!!!)) og mjög lítið heyrist í sem hljóðfæraleikara." Það er undarlegt að tarna. Ég leik á píanó (flygil, „Upright" og Rhodes) í öllum 11 lögunum, og á sóló í 7 af þeim. Þætti víst mörg- um nóg um. Fyrir utan ofantalið þá útsetti ég lögin og stjórnaði upptökum við annan mann. Þetta held ég að flestum þyki ærnar ástæður til að teljast í forsvari fyrir hljómplötu. Eða hvað? „„The city of Reykjavík" passar illa inn í heildarsvip plötunnar og tekur allt út þegar fram ryðst hræðilega ósmekklegt gítarsóló." Þarna beit gagnrýnandinn höfuðið af skömminni. Ekkert er reynt að skýra hvers vegna sólóið er svona ósmekklegt, enda ekki við að búast eftir það sem á undan er gengið. Reyndar er það einmitt mál manna að umrætt gítarsóló sé með því skemmtilegra á plötunni og þó víðar væri leitað. Það er satt að það ryðst fram, en fullkomlega í samræmi við lagið og sérstaklega þó síðustu Ijóðlínurnar sem á und- an því fara. Þarna er á ferð með íslenski laxastofn- inn er verðmæt auölind — sem ber að vernda og efla — eftir Einar Hannesson Arðsemi í laxveiði hér á landi er mikil, ef beinar tekjur af veiði, fé- lagslegt gildi hennar og fjármynd- un í tengslum við veiðiskap er lagt saman. Áætlað hefur verið að slík samantekt gefi útkomu, sem svari til þess að höfuðstóllinn nemi 12,5 milljörðum króna á verðlagi þessa árs. Þá er reyndar ótalið þjóðfé- lagslegt gildi veiðiskapar, enda ekki hægt að meta það til verðs. íslenski laxastofninn er því býsna verðmæt auðlind, sem ber að vernda og efla. Auk hinna beinu leigutekna fyrir laxveiði á stöng eða veiði- fangs úr neti, má minna á, að óbeinu verðmætin felast í ýmiss konar þjónustu í tengslum við veiðina, svo sem ferðakostnaði veiðimanna, fæðis- og gistikostn- aðar og fleira, að ógleymdum út- gjöldum vegna veiðibúnaðar og tækja. Heimild er fyrir því, sem byggir á athugunum erlendis, að slík verðmætamyndum geti numið 5 til 10-faldri þeirri fjárhæð sem greidd er fyrir veiðileyfið. Stangaveiði hefur mikið að- dráttarafl fyrir fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum þjóðfélagsins og greinum atvinnulífsins. Gildi hennar er mikið, sem gleðigjafi og heilsubrunnur. Fullyrða má, að hið þjóðfélagslega gildi veðiskapar sé mun meira virði en hinn fjár- hagslegi afrakstur veiðinnar sjálfrar. í raun er þessi þáttur ómetanlegur. Vitað er, að þeim fjölgar stöðugt sem sækja sér and- lega og líkamlega hressingu í veiðiskap. í könnun, sem félags- vísindadeild Háskóla íslands gerði 1981 um ástundun fólks í veiði- skap í ám og vötnum kom margt athyglisvert fram, svo sem það, að um 20% landsmanna sinnir þessu áhugamáli meira eða minna reglu- lega. Sýnir þetta hversu snar þátt- ur veiðiskapur er orðinn með þjóð- inni og ætti að færa mönnum heim sanninn um mikivlgæi lax- og silungsveiði í landinu. Sú stefna var lögfest árið 1932 hér á landi, að nýta ætti laxinn eingöngu í ám og vötnum landsins því laxveiði í sjó var þá bönnuð. Með þessu var ákveðið að laxinn væri landbúnaðarfiskur, ef svo má að orði komast, eins og hann hafði reyndar verið alla tíð hér á landi. Löggjöf um lax- og silungsveiði, sem hér er gerð að umtalsefni, er ákaflega góð, svo sem að þar er því slegið föstu, að laxastofn í við- komandi vatnakerfi sé sameign allra þeirra, sem land eiga að því svæði í ánum, sem laxinn fer um. Og til þess að koma í veg fyrir að ofnýting eigi sér stað og ekki síður hitt að opna möguleika á að tryggja eðlilegt viðhald og aukn- ingu fiskistofnins, þurfi að vera fyrir hendi samstaða allra hlutað- eigandi; sem sé að hafa félagsskap um veiði og ræktun. Þá er að nefna einn aðaltilgang laganna, en það er að jafna veiði milli veiðieig- enda. Hin félagslega framkvæmd hefur reynst happadrjúg fyrir laxveiðimálin og er vandséð að annað fyrirkomulag henti betur í þessu efni. Ennfremur má minna á, að í lögum um lax- og silungsveiði eru ýmis ákvæði varðandi nýtingu laxveiði, eins og um veiðitíma, vikufriðun netaveiði og að setja skuli hámark á stangafjölda í hverju veiðivatni, og fleira. Framfarir hafa verið örar í laxveiði seinustu áratugi. Mikil aukning veiði, nýjungar hafa kom- ið fram í fiskirækt, m.a. sleppi- seiði og gönguseiði af laxi, enda hefur laxeldi komist á legg, grundvöllur verið lagður að haf- beit í stórum stíl og framleiðsla hafin á eldislaxi. Hins vegar hefur skuggi legið yfir veiði nú um sinn þar sem lægð hefur verið í henni. Það ánægjulega gerðist í sumar, að laxveiði lyfti sér upp að marki. Þess varð reyndar vart strax gítarinn Vilhjálmur Guðjónsson, yfirkennari í jazzdeild FIH-skól- ans m.m., og vart við öðru en góðu að búast. í lok „gagnrýninnar” segir: „Hér er búið að telja upp nokkur atriði sem flest eru neikvæð og þar sem samviskan leyfir ekki annað, þá það.“ Þá það, svo að þetta er orðið samviskumál. Barátta gagnrýn- andans við samvisku sína, sem gerði honum ekki annað kleift en að skrifa bara rakalaust bull. Síð- an segi r: „Þrátt fyrir það er platan ekki alvond." Þrátt fyrir það sem samviska gagnrýnandans segir honum reynir hann að hafa uppi veikburða mótmæli. Hvernig er hægt að taka mark á svona þvætt- ingi? það er ekki hægt, enda er ég hættur þótt af fleiru sé að taka. Hvenær verður þeim sem fást við léttmúsík sýnd sú virðing að um framleiðslu þeirra sé fjallað af fólki sem kann til verka, hefur eitthvert vit á músík og mæltu máli? Það er skömm að svona blekbullurum og slordónum sem þykjast vera eitthvað með því að níða niður vinnu þeirra sem geta meira en þeir sjálfir. Ég leyfi mér að reiðast dálítið, ekki síst fyrir hönd þeirra ágætu söngvara og hljóðfæraleikara sem aðstoðuðu mig við gerð plötunnar án þess að þiggja kaup, vegna þess að þau trúðu að þetta væri allt þess virði. Ég skora hér með á aðra hljóm- listarmenn að sitja ekki með hendur í skauti og hneigja höfuðið í þögn, þegar FM og aðrir álíka rugludallar taka upp á því að opinbera fávisku sína á svipaðan máta og hér má sjá. Mótmælið. Ef það gæti orðið til þess að í fram- tíðinni veldist almennilegt fólk til að skrifa um fslenskar hljómplöt- ur af léttara tagi, væri nokkru áorkað. Gagnrýni, sem hægt er að taka mark á, er nauðsynleg. Trommuleikarinn Tony Willi- ams segir svo í viðtali sem birtist í nóvemberhefti tímaritsins „Down Beat“: „ ... if the drummer and the bass player aren’t happening, you’ve got a terible band“. Þetta er útbreidd skoðun meðal hljóm- sveitarmanna sem fást við rythm- íska tónlist, að engin hljómsveit sé betri en trommari og bassaleikari hennar. Það má kannski einnig segja að ekkert dagblað sé betra en lélegustu fastaskrifin sem í því birtast. Allar leturbreytingar í grein- inni eru frá mér. Ingri Þór Kormáksson er bóka- safnsfræóingur og hljómlistarmað- ur. sumarið 1982, að bati væri kominn til sögunnar þegar margar ár á Vesturlandi bættu veiði á því ári frá því sem verið hafði árin áður. Að vísu voru undantekningar frá þessu í sumar og minni bati kom fram í ám með háan meðalþunga á laxi. Gera menn sér vonir um að úr þessu verði bætt á næsta ári þegar 2ja ára fiskur úr sjó gengur í árnar því að í sumar var það fyrst og fremst ársfiskur, sem átti þátt í veiðiaukningunni. Þá var at- hyglisverð veruleg aukning á haf- beitarlaxi, en hlutdeild hans í heildarveiði hefur aldrei verið hærri en í sumar. Við íslendingar höfum verið þátttakendur í alþjóðlegu sam- starfi um verndun laxins og við- haldi hans og aðilar að alþjóðleg- um samningi er felur m.a. í sér stöðvun frekari útfærslu á lax- veiði í hafinu. Ýmsir vilja núna hefja laxveiði í sjó, til þess væntanlega að létta undir útgerð fiskiskipa. Þessi nýja stefna í laxveiði gengur þvert á íslensk lög, sem fyrr greinir. Hún myndi, ef í framkvæmd kæmist, brjóta niður áratuga uppbyggingu hagfelldrar nýtingar íslenska laxastofnsins. Hún myndi þannig valda ómældum skaða og fjár- hagstjóni fyrir alla þá fjölmörgu, sem hlut eiga að máli; veiðieigend- ur, veiðimenn og hina vaxandi ferðaþjónustu i landinu. Einar Hannesson er fulltrúi hjá Veiðimálastofnuninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.