Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 20
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
Þorsteinn Grétar
Kristinsson - Minning
Fæddur 18. október 1928
Dáinn 14. desember 1983
Kveðja frá FH-ingum
Vart held ég að andlátsfregn
vinar míns, Þorsteins Grétars
Kristinssonar, hafi komið sam-
ferðamönnum hans á óvart, svo
langt er síðan að álitið var að
barátta hans við hinn banvæna
sjúkdóm væri með öllu vonlaus og
því aðeins tímaspursmál hvenær
yfir lyki.
Við Þorsteinn Grétar hittumst á
Borgarspítalanum í fyrrihluta
nóveniber sl. Vorum báðir að fara
í myndatöku. Ég var þarna vegna
uppskurðar, en Þorsteinn Grétar
átti að fara í eina af þeim mörgu
aðgerðum, sem hann fór í gegnum,
en sem miður reyndust ekki megn-
ugar að bæta heilsu hans.
Okkur gafst tími til að tala sam-
an nokkra stund, en einhvern veg-
inn orsakaðist það nú svo, að lítið
var talað um, hvers vegna við vær-
um þarna á sjúkrahúsinu, heldur
var hugurinn við gamlar minn-
ingar, um vini, kunningja og
áhugamál. Og ekki hvað síst
minnst á velgengni FH-inga í
handknattleiknum. Það var mál-
efni sem við vorum ekki í vand-
ræðum með. Og öll hugsun um
veikindi.hvarf sem dögg fyrir sólu.
Þar sem við sátum þarna kom
aðvífandi læknaritari, bekkjar-
systir Þorsteins Grétars úr MR, og
bar honum kveðju frá einum
bekkjarbróður hans. Konan var
allt að því kímin á svip, er hún
kvaddi okkur og sagði: „Það er
auðséð að þið vinirnir hafið nóg
um að tala og varla eru það veik-
indi, sem þið ræðið um. Það var
gott að þið hittust, sagði hún hlý-
lega um leið og hún kvaddi okkur
með „Gangi ykkur vel“ og fór til
vinnu sinnar.
Kallað var á Þorstein Grétar á
undan mér og kvöddumst við eins
og ávallt áður, með hýru bragði og
von um að hittast sem fyrst, til
þess að taka þráðinn upp að nýju,
þaðan sem frá var horfið.
Mér leið vel eftir þennan fund
okkar Þorsteins Grétars. Ég varð
allur mun léttari og kvíðinn fyrir
uppskurðinum var horfinn úr
huga mínum.
Það var auðgreint á Þorsteini
Grétari að hann var mikið veikur
og sjúkdómurinn hafði sett sín
merki á hann. En karlmennið
Þorsteinn Grétar Kristinsson var
hvergi nærri bugaður, þótt magur
væri á likamann og tekinn í and-
liti var óumræðilegur sálarstyrk-
leiki yfir atgervi hans öllu. Kvíða
var ekki að sjá né heyra — en hið
tvíræða bros, sem ég þekkti svo
vel, lék um varir hans og dular-
fullur ljóminn í augunum sagði
mér enn minna. Þorsteinn Grétar
var þarna ósvikinn. Og mér leið
vel að sjá hann svona baráttuglað-
an og eðlilegan. Samt fullan af
hugarró.
Þessi fundur okkar Þorsteinn
Grétars þarna á Borgarspítalan-
um, jók mjög á jákvætt hugarfar
mitt varðandi það sem ég stóð
frammi fyrir. Nokkuð sem hverj-
um er mikilvægt er berjast við
veikindi.
Leiðir okkar Þorsteins Grétars
hafa legið nær óslitið saman allt
frá því að hann, sem unglingur var
ein skærasta íþróttastjarnan, sem
Hallsteinn heitinn Hinriksson
hafði uppgötvað, leiðbeint og
kennt. Það var sama hvaða
íþróttagrein var um að ræða. Alls
taðar kom fjölhæfni og eiginleikar
Þorsteins Grétars fram, sem skip-
uðu honum í fremstu röð. Hann
varð fljótlega fremstur í flokki
ungmenna FH í handknattleik,
enda virtist hann njóta sín þar
best. Leikfimi, sund og knatt-
spyrna voru einnig íþróttagreinar,
er Grétar eins og við jafnan köll-
uðum hann, hefði getað náð góð-
um árangri í, ef hann hefði æft
þær sem keppnisgreinar.
En eins og margir af hinum
efnilegustu og sérstæðustu, hvarf
Þorsteinn Grétar að mestu frá
íþróttunum ungur að aldri, og átti
brauðstritið hvað mestan þátt í
því. Sjómennskan tók við. Karl-
mennskan og þrekið óx og það tók
hann ekki langan tíma að verða
frábær sjómaður. — íþrótta-
drengurinn Þorsteinn Grétar
hvarf frá keppnisíþróttunum, —
en aðrir tóku við að ná leikni hans.
Eftir að Þorsteinn Grétar hóf
vinnu í landi að nýju, giftist og
eignaðist þrjá gjörfilega syni,
komst hann fljótlega aftur í sam-
band við FH, því synir hans urðu
að fá rétt „íþróttalegt uppeldi"
eins og hann oft orðaði það. Og
aldrei ljómaði andlit Grétars
meira, en er hann með föðurlegu
stolti var að lýsa fyrir mér, hvern-
ig hann smátt og smátt ýtti undir
strákana og lýsti fyrir mér
ákveðnum töktum, sem hann þótt-
ist greina hjá þeim þegar þeir
voru að leik, eða hann að leika sér
við þá. Grétar tók einnig að sér
stjórnarstörf í knattspyrnudeild
FH um tíma og allt var þetta gert
drengjanna vegna, þótt tími hans
væri naumur, þar sem hann stóð í
íbúðarkaupum, framhaldsnámi
við erlendan háskóla, og lagði sig
auk þess allan fram við að vinna
sig upp á vinnustað sínum hjá
Varnariiðinu. En í þeim málum
sem í íþróttunum lék allt í hönd-
um hans, enda greindur vel og
starfsmaður góður, þar sem sam-
an fóru lipurð, vandvirkni og mikil
afköst.
Drengirnir hans Grétars hafa
staðið vel fyrir sínu í unglinga-
flokkum FH og átt þátt í að vinna
marga dýrmæta sigra fyrir félagið
auk mikilvægra félagsstarfa.
Það ríkir mikill harmur við and-
lát Þorsteins Grétars Kristinsson-
ar. Ástkær eiginkona, börn, systir
og aldraður faðir syrgja góðan
dreng, eiginmann, lífsförunaut,
föður, bróður og son. Og vottum
við FH-ingar þeim öllum okkar
innilegustu samúð í sorg þeirra.
En minningin um Þorstein
Grétar Kristinsson mun lifa.
Glæsimennið og íþróttagarpurinn,
sem hvarf af leiksviðinu um sinn,
kom aftur og sýndi svo ekki var
um að villast, hvað í honum bjó.
Við ráðum ekki hvenær kallið
kemur, né hver aðdragandinn
verður að því, og því síður erum
við dómbær á gerðir alföðurins.
En spádómar munu rætast. Þess
vegna er Þorsteinn Grétar horfinn
okkur inn í eilífðina aðeins rétt
um stund, þar munum við öll sem
kynntumst honum, elskuðum
hann og dáðum, hitta hann bros-
hýran og hressan á ný.
FH-ingar kveðja Þorstein Grét-
ar Kristinsson með söknuði og
trega, en eftir lifir í heimkynnum
og uppeldisstöðvum FH minningin
um góðan dreng og hæfileikarikan
íþróttamann.
Blessuð sé minning Þorsteins
Grétars Kristinssonar.
Arni Ágústsson, formaður
fulltrúaráðs Fimleika-
félags Hafnarfjarðar.
1 dag, fimmtudaginn 22. des-
ember 1983, verður Þorsteinn
Grétar Kristinsson til moldar bor-
inn.
Grétar var fæddur Hafnfirðing-
ur, sonur hjónanna Kristins
Helgasonar og Sigríðar Guð-
mundsdóttur. Móðir Grétars lést
fyrir allmörgum árum, en faðir
hans, Kristinn, lifir son sinn.
Systir Grétars, Guðlaug Elísa
Kristinsdóttir, býr í Hafnarfirði.
Grétar gat sér fljótt góðan orðs-
tír fyrir góðar gáfur og náms-
hæfileika. Einnig, og ekki síður,
fyrir framúrskarandi og fjölhæf-
an árangur í þeim íþróttum, er
hæst bar á unglings- og mann-
dómsárum hans, handbolta og
fimleikum. Nafn hans mun ávallt
bera hátt í sögu Fimleikafélags
Hafnarfjarðar.
Grétar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1949. Að því námi loknu gekk
hann til ýmissa starfa er til féllu,
bæði til sjós og lands. Mun öllum
er til hans þekkja, bæði við nám
og störf, koma saman um að sjald-
an hafi pláss verið betur fyllt eða
starf betur framkvæmt en þar
sem Grétar var til staðar.
Hinn 4. nóvember 1961 steig
Grétar hið mesta gæfuspor lífs
síns, er hann kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Nönnu Snædal.
Sambúð þeirra var ávallt einlæg
og einkenndist af gagnkvæmri ást
og virðingu þeirra hvort fyrir
öðru. Mér og konu minni er enn
hugstætt, hversu indælt og hlýlegt
það var að heimsækja þau í byrjun
búskaparára þeirra, í litlu kjall-
araíbúðina, er þau bjuggu í á Há-
túni 1, Reykjavík. Þótt veraldleg
auðæfi og ríkulegir munir væru
þar ekki til staðar, var smekkvísi
húsráðenda og hugulsemi slík, að
gestkomanda fannst sem ekkert á
skorti.
Að sjálfsögðu fluttu þau hjónin
síðar í stærra og betra húsnæði,
og fyrir nokkrum árum í eigin
íbúð á Suðurbraut 16, Hafnarfirði.
Síðastliðið vor rættist langþráður
draumur þeirra hjónanna. Þá
fluttu þau inn í nýtt einbýlishús er
þau reistu á Hraunbrún 53, Hafn-
arfirði. Það var hamingjusöm og
ánægð fjölskylda, sem horfði með
eftirvæntingu til sameiginlegra
stuuda í hinum nýju húsakynnum.
Eldri drengirnir tveir, Jakob
Bjarnar og Atli Geir, höfðu lokið
stúdentsprófum sínum. Yngsti
drengurinn, Stefán Snær, var á
sextánda ári. Allir drengirnir þrír
höfðu þá þegar sýnt að þeir höfðu
hlotið góða hæfileika í vöggugjöf
frá foreldrum sínum.
En skyndilega, um mitt sumar,
dundi reiðarslag yfir fjölskylduna.
f ljós kom, að heimilisfaðirinn var
haldinn krabbameini. Góðar vonir
ríktu um skeið, að nútíma aðferðir
og þekking mundu verða til bjarg-
ar. En þrátt fyrir góðan vilja,
þekkingu og hæfileika allra, er
hlut áttu að máli, náðist ekki að
stöðva hinn hræðilega vágest.
Meinið hafði uppgötvast of seint.
Smám saman dró úr batavoninni.
En þrátt fyrir öll vonbrigðin,
óþægindi og þjáningar, hélt Grét-
ar ró sinni, andlegu jafnvægi og
baráttulund til sinnar hinstu
stundar. Eiginkona hans, systir
hans og synir studdu hann að
sjálfsögðu dyggilega þennan síð-
asta spöl. Nanna annaðist hann
með einstakri alúð, hlýju og ástúð,
enda beið Grétar ávallt með eftir-
væntingu að komast heim, er hann
þurfti að dveljast öðru hverju í
meðferð á sjúkrahúsum, en hann
átti því láni að fagna að geta dval-
ist á eigin heimili mestallan þann
tíma er hann háði baráttu sína við
sjúkdóm þann, er varð honum að
aldurtila. Þrátt fyrir veikindi
Grétars og daprar framtíðarhorf-
ur í veikindastríði hans var ávallt
jafn indælt og hlýlegt að heim-
sækja þau hjónin, þótt aðstæður
væru nú aðrar en í byrjun búskap-
arára þeirra.
Þorsteinn Grétar átti eina dótt-
ur fyrir hjónaband sitt, Maríu
Önnu Þorsteinsdóttur. Hún er gift
Þorsteini Antonssyni, rithöfundi,
og hefur hún fært föður sínum tvo
afadrengi. María Anna er að ljúka
cand.mag.-prófi í íslenskum fræð-
um við Háskóla íslands.
Grétar var maður fríður sýnum,
glæsimenni, og karlmannlegur.
Andlitsdrættir voru skarplegir.
Hann var dökkhærður og brún-
eygður, rúmlega meðalmaður á
hæð, gekk ávallt beinn og ákveðið.
Bæði líkamleg og andleg viðbrögð
hans voru fastmótuð, vafalaus og
skýr.
Ég átti því láni að fagna, að fá
Grétar til starfa með mér um
haustið 1960, er ég hafði um nokk-
urra mánaða skeið haft með hönd-
um stjórn launaútreil^ningadeild-
ar flotastöðvar Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Það er mér
enn í fersku minni, hversu fljótt
og vel Grétar innti af hendi hin
mörgu og flóknu verkefni, er þar
voru til staðar. Sérhvert verk hans
var þannig af hendi leyst, að eng-
inn gat að fundið, eða um bætt.
Rithönd hans var sem skraut-
skrift, en þó skýr og greinileg.
Grétar vann sér strax traust og
vináttu samstarfsmanna sem yfir-
manna. Er mér bauðst annað starf
innan Varnarliðsins aðeins fjórum
mánuðum síðar, var ég spurður
hversu fljótt ég myndi geta komið
til starfa. Ég gat svarað: „Á morg-
un. Hann Grétar Kristinsson get-
ur tekið strax við mínu starfi.
Hann þekkir allt sem til þarf.“
Grétar tók við starfinu næsta dag,
og gegndi því með lipurð, ein-
lægni, festu og einstakri sam-
viskusemi. Um sumarið 1964 tók
Grétar við starfi í áætlunardeild
Fjármálastofnunar Varnarliðsins
og starfaði þar til haustsins 1966
er hann ákvað að reyna fyrir sér
við rekstur umboðs- og heild-
verslunar. Snemma árs 1968 hóf
Grétar aftur störf hjá Varnarlið-
inu, og hefur hann veitt forstöðu
bókhalds- og endurskoðunarskrif-
stofu, er umsjón hefur með hinum
ýmsu sérrekstrarstofnunum
Varnarliðsins, þ.e.a.s. stofnunum,
sem að mestu eða öllu leyti eru
reknar fyrir sjálfsaflafé. Starf
Grétars var mjög margþætt og
krafðist m.a. mjög ítarlegrar
þekkingar á rekstri hinna ýmsu
fyrirtækja Varnarliðsins, er
skrifstofa hans hafði umsjón með.
Hann naut mikillar virðingar
fyrir stjórnhæfni sína og ná-
kvæmni. Rekstur þessara stofn-
ana er háður mjög ströngum bók-
haldsreglum og kröfum um
skýrslugerð, peningameðferð og
allan rekstur. Heimsóknir eftir-
litsmanna frá stjórnarskrifstofum
í Bandaríkjunum eru tíðar. En í
tíð Grétars voru athugasemdir
sjaldgæfar, og aðfinnslur yfirleitt
engar. Sem dæmi um hæfni Grét-
ars skal þess getið, að sumarið
1975 var Grétar fenginn til þess að
taka sér ferð á hendur til her-
stöðvar, er bandaríski flotinn rek-
ur í Argentia, Nýfundnalandi. Til-
gangur fararinnar var að koma
rekstri sams konar skrifstofu og
Grétar rak hér fyrir Varnarliðið í
viðunandi horf. Grétar leysti
verkefni þetta með miklum sóma
og hlaut mikið hrós og viðurkenn-
ingar fyrir þetta verkefni sitt.
I starfi sínu sem deildarstjóri
ofangreindrar starfsemi, en skrif-
stofa sú er hann veitti forstöðu er
deild innan Fjármálastofnunar
Flotastöðvar Varnarliðsins, aflaði
Grétar sér óskoraðs trausts og
stjórnandi, frábær yfirmaður og
drenglyndur samverkamaður. Er
hér átt jafnt við Bandaríkjamenn
sem íslendinga, óbreytta borgara
sem og hermenn, en flestir þeirra
starfsmanna er unnu persónulega
undir stjórn Grétars voru af
bandarísku þjóðerni.
Ég og Berta, eiginkona mín,
vottum eftirlifandi eiginkonu,
börnum, systur og öldruðum föður
Grétars okkar innilegustu samúð
og hluttekningu. Megi minningin
um góðan dreng ávallt lifa.
Guðni Jónsson
Á siðastliðnu vori er sól var
hæst á lofti og sumar fór í hönd
fór mágur minn, Grétar Kristins-
son, í tiltölulega einfalda læknis-
skoðun sem leiddi þegar í ljós, að
hann gekk með krabbamein. Við
nánari rannsókn og síðar aðgerð
kom fram, að meinið var komið á
það hátt stig að lækningar væri
vart von. Því miður er þessi saga
alltof algeng. Með fyrri greiningu
hefði gangur mála orðið allur ann-
ar og betri.
Það er einmitt í miklu mótlæti
sem mest reynir á kjark og karl-
mennsku. Þegar Grétari varð ljóst
hvert stefndi sýndi hann hve mik-
ið þrek hann hafði til að bera og
með hve miklu æðruleysi hann
mætti því er framundan var. Nú
þegar hálft ár er liðið og
skemmstur er sólargangur, er
hann allur.
Nú á kveðjustund er ekki ætlun
mín að rekja æviferil hans enda
vel gert af öðrum vini hans. Allt
frá okkar fyrstu kynnum hefur
tryggð gagnvart fjölskyldu og vin-
um verið áberandi í fari hans.
Fyrir allmörgum árum fundum
við upp á því að byggja saman
sumarhús á háheiðum Austur-
lands ásamt vinum og skyldmenn-
um eystra. Þar dvöldu fjölskyldur
okkar saman eða á víxl um nokkur
sumur og undu vel. Grétar lét lítið
af getu sinni við slíkar fram-
kvæmdir eins og húsbyggingar, en
í ljós kom við hvern áfanga að
hann gat raunar gert hvað sem
var því að útsjónarsemi og hand-
lægni voru honum eðlislæg. Hann
hefði raunar getað orðið gjald-
gengur í hverri þeirri grein, sem
hann hefði lagt stund á.
Á síðustu 2 árum snerist áhugi
hans einkum að nýja húsinu, sem
fjölskyldan reisti í Hafnarfirði.
Állar frístundir fóru í undirbún-
ing og byggingu hússins og allt
var gert til þess að vanda frágang
og búnað þessa fallega heimilis. I
byrjun þessa árs flutti fjölskyldan
í húsið og blasti við lokaáfanginn,
þegar fyrrnefnd tíðindi komu yfir
eins og reiðarslag.
Það var mikils virði fyrir Grét-
ar að honum auðnaðist að dvelja
heima mestan hluta þess tíma, þar
til að lokum dró.
Grétars verður minnst af fjöl-
mörgum vinum, vinnufélögum,
tengdafólki og skyldmennum sem
góðs drengs.
Blessuð sé minning hans.
Gunnlaugur Snædal
Kveðja frá starfsmönnuin
í dag er til grafar borinn Grétar
Kristinsson, skrifstofustjóri í
Fjármálastofnun Flotastöðvar
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli.
Grétar starfaði hjá Varnarlið-
inu í yfir tuttugu ár. Lengst af var
hann starfandi hjá Fjármála-
stofnuninni, og gegndi þar ýmsum
störfum, m.a. sem deildarstjóri
launadeildar, og nú síðustu 6 árin,
var hann skrifstofustjóri í bók-
haldsdeild. Undirritaður var
þeirrar ánægju aðnjótandi að vera
náinn samstarfsmaður Grétars
um árabil. Grétar sinnti störfum
sínum af alúð og hæfni, og aldrei
heyrðist æðruorð þótt beðið væri
um umfangsmiklar upplýsingar,
oft með stuttum fyrirvara. Það
var ekki talið eftir sér að vinna
frameftir á kvöldin, eða um helg-
ar, til að geta uppfyllt slíkar kröf-
ur.
í júnímánuði sl. kom í ljós hver
sjúkdómur Grétars var, sem leiddi
hann til dauða sex mánuðum síð-
ar, langt um aldur fram. Því mið-
ur kom sjúkdómsgreining af seint,
svo lækning tókst ekki, þótt allt
væri reynt. Grétar tók sjúkdómi
sínum með karlmennsku og æðru-
leysi, eins og hans var von og vísa.
Fram á síðustu stundu vildi hann
ekki gefast upp fyrir bölvaldi sín-
um, og er undirritaður var hjá
honum í heimsókn nokkrum dög-
um fyrir andlát hans, féllu honum
orð á þá leið að hann hlakkaði til
að koma aftur í vinnuna, og von-
andi yrði það snemma á næsta ári.
Ef til vill lýsir þetta best skap-
gerðareinkennum Grétars. Hann
var glaðlegur í fasi, fordómalaus,
samviskusamur og afkastamikill í
starfi, og ánægður með hlutskipti
sitt í lífinu.
Það er skarð fyrir skildi í Fjár-
málastofnuninni við fráfall Grét-
ars. Ekki hefur stofnunin aðeins
misst frábæran starfsmann, held-
ur hafa starfsfélagarnir í stofnun-
inni séð á bak einum traustasta og
vinsælasta félaga sínum um ára
raðir. En þó er missir Nönnu konu
hans og barnanna mestur, því
biðjum við góðan guð að hugga
hana, börn hans og aðra aðstand-
endur, minnug þess að góður orðs-
tír deyr aldrei.
F.h. starfsmanna Fjármála-
stofnunar Varnarliðsins.
Jónas Norðquist.