Morgunblaðið - 22.12.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
61
ðabókV" \Ok
*»» *t£*
Í^SSS^&SSS
*»»>»* 1 Vpf&i. í ^Snnsat
1
Einstakt verö
Góö jólagjöf
Ljósmyndir
Haralds
Lárussonar
Blöndal gefnar
út í bók
Hjá bókaforlaginu Svart á hvítu er
komin út bók með Ijósmyndum Har-
alds Lárussnnar Blöndal, og nefnist
hún „Ljósmyndarinn í þorpinu".
Haraldur var einn þeirra
manna sem með mikilli elju öfluðu
sér menntunar í ljósmyndun ná-
lægt síðustu aldamótum. Hann
tók mikinn fjölda mynda um land
allt. Eru til um 1.500 ljósmynda-
plötur í Þjóðminjasafninu eftir
hann, og í þessari bók eru birtar
100 þeirra.
í fréttatilkynningu sem Mbl.
hefur borist, segir: Flestar mynd-
anna eru teknar á Eyrarbakka um
1920, en einnig eru myndir frá
öðrum stöðum. Allar hafa þær
gildi sem heimild um sögu og þjóð-
hætti, auk þess að vera listrænar
og gleðja augað. Myndunum fylgja
skýringartextar, sem Inga Lára
Baldvinsdóttir fornminjafræðing-
ur hefur samið. Björn Brynjólfur
Björnsson hannaði kápu bókar-
innar. „Ljósmyndarinn í þorpinu"
er 104 blaðsíður að stærð og unnin
hjá Prentsmiðjunni Odda og
Prentþjónustunni Metra.
Jensína Gunnlaugs-
dóttir - Kveðja
Dauðinn virðist alltaf jafn
ótímabær, og eins þótt hann hafi
gert boð á undan sér. Við vissum
að hjarta vinkonu okkar var sjúkt
og hafði verið sjúkt um árabil. En
Jensína var ein af þeim manneskj-
um i tilverunni, sem manni finnst
að þurfi að hljóti að verða þar
áfram. Og kannski verður hún það
þrátt fyrir sjónarsvifti.
Kynni okkar Jensínu hófust
fyrir þrjátíu árum. Hún var þá
kona á bezta aldri, fríð sýnum og
fönguleg. Maður hennar, ólafur
Tryggvason frá Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði, varð strax vildarvinur
minn og fóstri, bróðir tengdaföður
míns Kristjáns, synir húnvetnska
fullhugans Tryggva Pálssonar. Er
af þeim ættmennum ölium mikil
saga, sem ekki verður sögð hér.
Fyrir mín kynni af þeim hjón-
um, Jensínu og ólafi, bjuggu þau
búi sínu á Kirkjubóli í Skutuls-
firði, föðurleifð ólafs. Þeim hafði
orðið sex barna auðið. Elztur er
Sverrir, verkfræðingur. Þá var
Edda, sem lézt af slysförum í
Bandaríkjunum í blóma lífsins.
Dauði hennar var hinn mesti
mannskaði og foreldrunum ógnar-
legt áfall. Þriðji er Þórhallur,
verktaki í Bandarfkjunum. Fjórði
Ólafur, garðyrkjubóndi i ölfusi.
Fimmta Brynja, húsfreyja og
kennari. Sjötti Snorri, rafvirki á
Selfossi. Allt myndarfólk, sem
komizt hefir hið bezta til manns
og þeirra makar og afkomendur.
Dagsverk Jensínu og Ólafs er
því mikið, markvert og farsælt.
Árið 1946 er það sem þau ólafur
bregða búi á Kirkjubóli og flytja
til Reykjavíkur. Áttu þau þar
heimili síðan, en ólafur gerðist
starfsmaður Rafmagnsveitna
ríkisins og vann þeim meðan
kraftar entust. Undanfarin tvö ár
hefir elli mætt hann mjög, enda á
hann ekki nema rúmt ár í áttrætt.
Að koma í heimsókn til Jensínu
og Ólafs var eins og að koma heim
til sín. Ég er ekkert viss um að
hún hefði verið mér betri og kær-
leiksríkari þótt ég hefði verið son-
ur hennar, og börnin okkar Gretu
eins og barnabörnin hennar.
Jensína var skapheit kona og
skaprík og ekki allra. En vinur
vina sinna óbrigðul og hverjum
manni glaðbeittari á góðri stund.
Ég mun sakna hennar, en í hug-
skoti mínu mun óafmáanlega
geymast myndin af góðri konu og
móður og kærum vini.
Við Greta og börnin okkar
kveðjum hann og biðjum henni
Guðs blessunar. ólafi frænda
sendum við kveðju vináttu og
samúðar og biðjum og vonum að
við fáum enn um hríð að eiga hann
að.
Sverrir Hermannsson
Engir hnappar
Engar snúrur
Notist hvar sem
Heildsölubirgðir:
K.H.B.,
umboðs- og heildverslun.
Sími 45622.
isafjöröur, Sería sf.
Keflavík, Draumaland.
Sauöárkrókur, Skagflröingabúó.
Selfoss, Radio- og sjónvarpsstofan
og Kaupfélag Árnesinga.
Vestmannaeyjar, Kjami hf., Skóiavegl 1.
Vopnafjöröur, Kaupfélagiö.
ykir spennta vööva
Eykur vellíöan
Auöveldur í notkun
I VINNUNNI:
Látiö púöann mýkja spennta
vööva í öxlum, baki eöa fótum
viö störf.
Fyrir þreytta fætur: hvíliö
fæturna á púöanum — eyöið
spennu og þreytu eftir vinnu,
æfingar o.fl.
í BÍLNUM:
Engar snúrur né innstungur,
halliö yöur bara aftur og njótiö
akstursins.
Reykjavíkursvæöiö:
Heimilistæki, Hafnarstræti 3, Sætúni 6.
Hagkaup, Skeifunni 15.
Fönix, Hátúni 8A.
Miövangur, Vörumarkaöur.
Búsáhöld og gjafavörur, Glæsibæ.
Blómaskálinn, Kársnesbr. 2, Kópavogi.
-----SÖLUSTÐAIR: —
Úti á landi:
Akureyri, Umb. Jóhanna Þorsteinsd.,
sími 21264.
Akranes, Skagaver, Miöbær 3.
Borgarnes, Húsprýði hf.
Grundarfjöróur, Kaupfélagiö.
Húsavík, Grímur og Árni og Bóka-
verslun Þórarins Stefánssonar.
HEIMA:
Setjiö púöann aftan viö axlir eöa
undir hnakka og halliö yður aftur.
Sjálfvirki nuddpúöinn fer í gang
viö þrýsting og stöövast er þrýst-
ingur hættir.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
ftJnruamM&foífo