Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.12.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983 69 rv VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /7'-’' UtrW 'lJ If Tákn þolgæðis og hóg- værðar, friðar og starfs Árelíus skrifar: „Það hringdi maður til mín síðastliðinn sunnudag (4. des.) og spurði, hvers vegna ég hefði nefnt jötuna, sem Jesús fæddist í, asnastall, þegar ég ræddi um jólin í sjónvarpi. Mér var fátt um svör, taldi þetta útúrsnúning. Nú vil ég svara. Ég hef komið að jötunni, sem helgisögnin telur hann hafa fæðst í. Það er asnastallur. Jötur eru vart notaðar handa öðrum dýrum í landinu. Þarna krjúpa pílagrímar gjarna til bæna líkt og við altari. Hið hversdagslega verður hið allra helgasta. Það er einmitt kjarni jólaboðskaparins. í öðru lagi má geta þess, að asninn kemur að sjálfsögðu mjög við sögu Jesú. Móðir hans kemur auðvitað á asna til Betle- hem frá Nazaret hin fyrstu jól, til manntalsins. Þau flýja auðvitað einnig á asna til Egyptalands, þegar morðæðið grípur Heródes kon- ung. Og síðast við aðventu eða komu hans til Jerúsalem á pálmasunnudag velur hann formlega og undirbúið til hátíð- legan hátt þetta áburðardýr þjóðar sinnar til sigurfararinn- ar, í stað herfáks valdhafa. En hvers vegna asna? Þetta orð eða nafn er mörgum heimsk- um hneyksli. Asninn er tákn, meira að segja í trúarbrögðum okkar, um þol- gæði og hógværð, sem enga upp- gjöf kann. Hann er einnig lifandi tákn friðar og starfs. En atvinna og friður eru frumþættir heilla og gæfu ein- staklinga og þjóða í allri veröld á öllum öidum. Þakka spyrjanda og óska hon- um gleðilegra jóla.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hugsa þarf til nýtingu auðlinda. Rétt væri: ... til nýtingar auðlinda. Þessir hringdu . . . Smámunasemi og ekkert annað Arnar Kristjánsson, ísafirði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst það hneisa að virða hugmyndir eins og fram koma í nefndaráliti meirihluta fjárveitinganefndar um breytingu \ á greiðslu sjúkrakostnaðar. I lang- flestum tilfellum hiýtur þetta að lenda á eldra fólki og lasburða, því að það þarf oftast á sjúkrahúsvist að halda. Og svo mikið er víst, að það er ekki þetta fólk, sem hefur fulla vasa af peningum. Þing- mennirnir mættu snúa sér annað og líta sér nær. Þeir mættu einnig hætta að hugsa um þvottaþjón- ustu og matseld á sjúkrahúsunum. Nærtækara væri að snúa sér að ráðuneytunum og ofeyðslunni þar. Um það mundi muna. Og Alþingi. Það er ekki langt síðan það hafði , heimild til að hafa 24 manngildi í | þjónustuliði sínu, en þau hafa óvart dottið upp í 45 á skömmum tíma. Það er ekki vert að vera að eltast við tittlingaskft, þegar hægt er að spara stórar fúlgur á réttum stöðum. „Nu mð danskerne vare sig“ b Spægipylsan okkar er svo góö aó nú gefa menn unnvörpum, vinum sínum í Danmörku, íslenska spægipylsu í jólagjöf. Svo er verðió líka lægra, enda Vörumarkaðsverd. Fáóu þér aö smakka — bragóið kemur þægilega á óvart. Vorumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1a EÐISTORG111 Krabbameinsfélag íslands auglýsir eftir konu til aö aöstoöa á heimili hjá ungri fjölskyldu þar sem annaö foreldriö er á sjúkrahúsi. Hjálpina vantar strax. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar gefa: Halldóra Thoroddsen, sími 10269 og Snorri Ingimarsson læknir, sími 29000. Gjöfin sem gleður er falleg grávara Feldskerinn Skólavörðustig 18, simi 10840. FRÖNSK SKRAUT-Á KERTI í MIKLU ÚRVALI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.