Morgunblaðið - 23.12.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.12.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1983 Demantsbrúðkaup: Sigrídur Guðmundsdóttir Og Ingimar Finnbjörnsson Á rómantísku Þorláksmessu- kvöldi, hinn 23. des. 1923, voru gef- in saman í hjónaband tveir ungir og gervilegir Hnífsdælingar, þau Sigríður Guðmundsdóttir og Ingi- mar Finnbjörnsson. „Þá birtist snót með blíðuþokka, með bjarta kinn og fagra lokka.“ Síðan eru því liðin full 60 ár, og í dag minnast þau þess. Slík hjúskaparafmæli eru nú heldur fátíð, en þó líkiega miklu sjald- gæfara hitt, að brúðhjónin á þess- um aldri búi ein sér í eigin húsi sjálfstæð og engum háð nema mis- kunn Guðs og tillitssemi góðra granna, skyldra og vandalausra. Bæði verða hjónin að teljast há- öldruð: hún varð áttræð 13. júní sl. sumar, en hann verður 87 ára gamall 4. janúar nk. ef Guð lofar. Hér er um mikil merkishjón að ræða. Þau hafa alla sína löngu ævi verið með styrkustu stoðum mannlífsins í kringum sig; lifað heilshugar með samferðafólkinu í blíðu og stríðu, gleði þess og sorg. Ingimar hefur verið dugmikill athafnamaður, bæði á sjó og landi. Barnungur byrjaði hann sjó- mennsku og stuttu síðar for- mennsku og skipstjórn í einni erf- iðustu verstöð landsins og hélt það út í 45 ár. Má nærri geta, að á þeim árum hefur margt drifið á dagana, enda kann Ingimar frá mörgu að segja á sinn skemmti- lega og húmoríska hátt, og getur vart skemmilegri sögumann. Eftir sjómennskuna í hálfan fimmta áratug, tók við auk eigin útgerðarstjórnar 17 ára verk- stjóraferill í hraðfrystihúsi þeirra Hnífsdælinga, sem hann átti sinn mikla þátt í að stofna 1942 ásamt mörgum helztu frammámönnum í Dalnum, eins og Einari heitnum Steindórssyni sem var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins frá byrjun og í áratugi til nálega dauðadags — og þeim mikla dugn- aðarmanni Jóakim Pálssyni skip- stjóra og útgerðarmanni, sem mörg síðustu árin hefur verið aðal forystumaður starfseminnar. Hef- ur þetta 40 ára gamla fyrirtæki þeirra félaga alla tíð verið helzti burðarásinn í atvinnulífi Hnífs- dælinga og getið sér góðan orðstír fyrir framleiðslugæði. Verkstjórn í hraðfrystihúsi er vandasamt ábyrgðarstarf, sem mikið veltur á. Það er því ekki heiglum hent, sízt svo lengi sem Ingimar hélt út af alkunnum dugnaði sínum, árvekni og samvizkusemi. Að loknu ævistarfi við sjósókn og fiskvinnslu hélt Ingimar áfram eigin útgerðarstjórn meðan kraft- ar leyfðu. Það má því með fullum sanni segja, að hann hafi ekki gert það endasleppt. Og þó er sagan hvergi nærri fullsögð. Ingimar hefur alla tíð verið leiðandi maður á breiðu sviði almennra félags- og menningar- mála síns byggðarlags: ungmennafélagsformaður í mörg ár, hreppsnefndarmaður í hinum forna Eyrarhreppi í 40 ár, og þá í fjölmörgum nefndum, m.a. lengi skólanefndarmaður. Formennsku í slysavarnadeild gegndi hann í fullan aldarfjórðung, leiðandi í sinni deild Fiskifélags íslands og sótt, þing á hennar vegum, og virk r áhugamaður um stofnun og stari ækslu hins myndarlega fé- lagsh ‘imilis í Hnífsdal, sem mér skilst að nú síðan það kom til sögu, hafi það verið einn helzti sarnk, mustaður ísfirðinga. Af öllu þessu má sjá, að Ingimar hefur komið víða við sögu enda fyrir nokkri.; í árum sæmdur riddara- krosbi Hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir unriin störf. í ölh þessu lífsstríði hefur Ingi- mar riotið dyggilegs stuðnings sinnar ’rábæru eiginkonu. Sigríð- ur hefur staðið óhvikul við hlið hans allt frá því þau ung að árum léku með glæsibrag álfakon- ungshjónin í hinum einstæðu álfa- dönsum UMF Hnífsdælinga um hver áramót, með tilheyrandi blysför og brennu. Var það ein- mitt á formennskuárum Ingimars. Sigríður var og er mikil fríðleiks- kona, og ber aldur sinn með ein- dæmum vel. Þá er hún fræg fyrir sitt mikla og fallega hár, munu fáar konur, ef nokkrar, vera svo hárprúðar sem hún. Mikil hús- móðir hefur Sigríður alla tíð verið, og er heimili þeirra Ingimars um þjóðbraut þvera rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Á marg- ur þaðan góðra stunda að minn- ast. En þótt umrædd demantsbrúð- kaupshjón hafi þannig um sína daga verið styrk stoð í lífsönn Hnífsdælinga, hafa þau þó fyrst og fremst verið skjöldur og skjói barna sinna og annarra ættingja. Kunnugur hefur sagt mér að leit- un myndi á foreldrum, er svo vel fylgdust með lífi og líðan síns fólks sem þau Sigríður og Ingi- mar. Börn þeirra hjóna urðu 5: Guðmundur, fyrrverandi stýri- maður hjá Eimskip, nú starfsmað- ur Fiskifélags ísiands, býr í Kópa- vogi, Hrefna, íþróttakennari í Kópavogi, Björn Elías, skipstjóri í Hnífsdal, Margrét, húsmóðir, Lúx- emborg, og Inga, húsmóðir í Daln- um, látin fyrir nokkrum árum. Auk þess gengu þau elztu dóttur- dóttur sinni í foreldrastað; Krist- ínu, húsmóður í Hnífsdal. Öll eru börnin myndarlegt dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn til. Barna- börnin eru 11. Ingimar Finnbjörnsson er með allra skemmtilegustu mönnum, að jafnaði léttur í lund með yljandi spaugsyrði á vörum og svo hnytt- inn í tilsvörum, að ýmsir brandar- ar hans gleymast ekki, og vekja mönnum stöðugt bros á vör. Ekki sízt þótti góð skemmtun að frjóum gamanmálum þeirra bræðra, Markúsar og hans, meðan báðir lifðu. Einnig fyrir það framlag í daganna þraut, má margur vera þakklátur. Ég hefi alltaf verið hreykinn af smitandi lífsgleði þessara móðurbræðra minna. Að lokum árna ég demants- brúðhjónunum, Sigríði og Ingi- mar, allra heilla, þakka þeim marga góða stund og bið þeim bjarts og friðsæls ævikvölds, „hvort lánað líf oss ber langt eða skammt". Við Hnífsdælingar full- vissum ykkur um, kæru vinir, að „þið eigið bæði, heiðurshjón, í húsi hverju vin. Baldvin Þ. Kristjánsson Á Þorláksmessu árið 1923 voru þau Ingimar 'Finnbjörnsson og Sigríður Guðmundsdóttir í Hnífsdal gefin saman í heilagt hjónaband. Var það Sigurgeir Sig- urðsson þáverandi prestur á ísa- firði, síðar biskup, sem vígði þau. Þau halda því upp á demantsbrúð- kaup sitt í dag heima á Bakkavegi 1 í Hnífsdal, en Ingimar kallar það oft „spýtuhúsið". Er það þó mynd- arlegt timburhús og er útsýni það- an hið fríðasta, út til hafs, inn í Djúp og norður í Jökulfirði. Þarna hafa þessi merku hjón og gömlu vinir mínir búið í tæp 50 ár við mikið ástríki, barnalán og gest- risni. Ingimar er ættaður úr Sléttu- hreppi, fæddur í Görðum í Aðalvík árið 1897, en Sigríður er fædd á Fossum í Skutulsfirði árið 1898. Þau eignuðust 6 börn og eru fjögur þeirra á lífi. Látin eru Guðmundur er dó í bernsku og Halldóra Inga, er lést fyrir tveimur árum. Á lífi eru Guðmundur fulltrúi í Fiskifé- lagi íslands, Hrefna íþróttakenn- ari í Kópavogi, Elías skipstjóri í Hnifsdal og Margrét búsett í Lux- emborg. öll eru þau mikið mann- dóms- og dugnaðarfólk. Meginhluta ævinnar stundaði Ingimar sjómennsku, lengstum sem farsæll skipstjóri á vélbátum frá Hnífsdal. En hann hefur haft fjölþætt afskipti af öllu athafna- lífi byggðarlags síns, setið í hreppsnefnd Eyrarhrepps í 40 ár, átt ríkan þátt í byggingu og rekstri Hraðfrystihússins hf., sem er meðal best reknu frystihúsa á Vestfjörðum og þótt víðar væri leitað. í félagslífi Hnífsdælinga hefur hann tekið mikinn þátt, var lengi formaður Ungmennafélags- ins og stofnandi og formaður Slysavarnafélagsins í Hnífsdal í 25 ár, í skólanefnd og fleiri félaga- samtökum. Heimili þeirra Ingimars og Sig- ríðar hefur eins lengi og ég man verið eitt myndarlegasta heimilið í byggðarlaginu. Gestrisni þeirra og Ijúfmennska hefur mótað alla framkomu þeirra. Sigríður er fyrirmyndar húsmóðir. Hógværð hennar og hlýja gleymist engum er henni hafa kynnst. Ingimar Finnbjörnsson er um marga hluti sérstæður maður. Áhugi hans á hagsmunamálum byggðarlags síns, gestrisni hans og félagshyggja hefur verið Hnífsdælingum mikils virði um langan aldur. Gamansamur er hann og orðheppinn. Það leiðist engum sem heimsækir þau hjón á heimili þeirra. Við ólöf óskum þeim innilega til hamingju með 60 ára hjúskapar- afmælið, lífshamingju þeirra og samhug á langri og gifturíkri ævi. Lifið heil og sæl, gömlu og tryggu vinir. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Runólfur Þórðarson, verksmiðjustjóri Áburðarverksmiðjunnar: Ammoniaktankurinn betri en nýr eftir viðgerðina Vinnueftirlitið kannar málið frekar „ÞESSI ammoníaktankur hefur ver- ið hér í 18 ár og skoðun sú og við- gerð, sem fram fór í sumar, er ein- faldlega gangur þessara mála. Það þarf að kanna þessa tanka með vissu millibili og lagfæra þá. Alltaf kemur meira og minna í Ijós af sprungum í suðurnar og við þær var gert í sumar og eftir það er tankur- inn eins og nýr. Hér var aðeins um fyrirbyggjandi viðhald að ræða. Hins vegar er hættan af þessum tanki hvorki meiri né minni nú en hún hefur alltaf verið," sagði Kun- ólfur Þóröarson, verksmiðjustjóri í Áburðarverksmiðjunni, er Morgun- blaðið innti hann eftir því hvort borgarbúum stafaði hætta af amm- oníaktanki verksmiðjunnar. Pétur Reimarsson, deildarverk- fræðingur hjá vinnueftirlitinu, sagði í samtali við blaðið, að stofnuninni hefði borizt skýrsla um þessar sprungurannsóknir fyrir skömmu. Ekki lægi fyrir hvað gert yrði í málinu, en ætlun- in væri að afla upplýsinga um hvernig þessum málum væri hátt- að erlendis og ennfremur að ræða við forráðamenn Áburðarverk- smiðjunnar. 1 framhaldi þess yrði svo tekin ákvörðun um hvort og hvað yrði gert. Þá kæmi til álita að gera úttekt á því hvað gerðist, færi tankurinn að leka. Runólfur Þórðarson sagði ennfremur, að þegar þessi tankur hefði verið reistur 1964 til 1965, hefði verið fjallað um það af borg- aryfirvöldum og hafnaryfirvöld- um. Hefðu þeir aðilar gert sér ljóst hvað þar hefði verið á ferð- inni og ekki séð ástæðu til að koma í veg fyrir byggingu hans. Stjórnendur verksmiðjunnar fylgdust með eftirliti og viðhaldi sams konar tanka í öðrum löndum og komið hefði í ljós að þeir þyrftu viðgerðar við er þeir nálg- uðust tvítugsaldurinn. Þess vegna hefði verið keypt sérstakt tæki til að kanna styrkleika tanksins í sumar. Við viðgerðina hefði verið fengin aðstoð manna, sem til slíkra hluta þekktu og að henni lokinni væri tankurinn eins og nýr. Hlutir sem þessir eða fyrir- byggjandi viðhald væri að frum- kvæði verksmiðjunnar en vinnu- eftirlitinu væri síðan gefin skýrsla um viðgerðina. Hér væri því ekkert óvenjulegt á ferðinni. Þetta væri aðeins hluti af eðli- legum rekstri verksmiðjunnar. Það væri því varla ástæða til að hrökkva við þegar tankurinn hefði staðið þarna í tæp 20 ár. y ■ . SENDUM IJM ALLT LAUD. llerðfrá krónum 2.374 Takkasímar meö 10 númera minni. Hringir síðasta númer aftur ef þaÖ var á tali. Mjög tær hljómur. VandaÖir símar, samþykktir af Póst og Síma. SKIPHOLTI 19, SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.