Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 5

Morgunblaðið - 24.01.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 5 Fögnum þessari þróun — segir formaður Hundaræktarfélags Islands um undirbúning reglna um hundahald í Reykjavík Björn Bjarnason fv. formaður Iðju látinn BJÖRN Bjarnason, fyrrver- andi formaður og stofnandi Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, er látinn 84 ára að aldri, en hann var fæddur 30. janúar 1899 að Höskulds- stöðum í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Björn stundaði sjómennsku á árunum 1915—1928 með heimili á Blönduósi. Hann vann síðan hjá fyrirtækinu Hreini hf. í Reykjavík 1928—1934 og hjá Smára og Sápugerðinni Frigg á árunum 1934—1967. Björn varð síðan starfsmaður Iðju frá 1967. Björn var einn af stofnendum Kommúnistaflokks íslands árið 1930 og var í miðstjórn hans til 1938 og síðan í miðstjórn Sósíal- istaflokksins til ársins 1962. Björn var stofnandi Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, ár- ið 1934. Björn var ritari Iðju árin 1934—1942 og formaður Iðju 1942-1947 og aftur 1950-1957. Björn sat í miðstjórn ASÍ 1942-1948 og 1956-1958. Hann var formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík um sex ára skeið. Þá var Björn formaður Landsambands iðn- verkafólks á árabilinu 1973-1978. Björn var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1934—1950 og vara- maður í bæjarráði 1946—1950. Hann var í hafnarstjórn tvö kjörtímabil og varamaður í byggingarnefnd í 4 ár. Björn var kjörinn heiðursfélagi Iðju 1949. „Vió höfum ekkert nema gott um þaó aó segja að verið sé aö athuga meó aö setja reglur um hundahald í Keykjavík. Við höfum verið í viöræó- um eiginlega allt þetta ár við borgar- stjóra og borgarfulltrúa og höfum gert tillögu að reglugerð til borgar- stjórnar,“ sagði Guðrun Guðjohn- sen, formaður Hundaræktarfélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Ekkert okkar er á móti reglum, í raun og veru viljum við reglur til dæmis um það að hundar verði hreinsaðir. I sjálfu sér er líka í lagi að fólk borgi hundaskatt, hann má bara ekki vera það hár að það séu forréttindi að eiga hund. Það verður til dæmis að vera fært fyrir ellilífeyrisþega að eiga hund, það er hópur sem gjarnan vill eignast hund. Það hefur verið gert allt of mik- ið úr þessu máli í gegnum árin. Það er ofureðlilegur hlutur í huga margra að eiga hund. Fólk verður náttúrulega að taka tillit til um- hverfisins og annarra með hund- inn sinn eins og alla hluti aðra. Þetta er bara spurning um tillit og traust hvert til annars," sagði Guðrún. Guðrún sagði að ekki lægju fyrir neinar tölur um fjölda hunda í Reykjavík vegna þess að fólk hefði verið með hundana sína í fel- um, en það hefði verið giskað á 2.000-5.000 hunda. 2.000-3.000 væri sennilega raunhæf tala. „Við fögnum ákaflega þessari þróun sem málið er að taka, því það er náttúrulega algerlega óhæft að vera með 60 ára gömul lög, sem ekki er hægt að framfylgja, lög sem miðast við varnir við sulla- veiki og eiga jafnvel rót sína að rekja til danskrar löggjafar frá 1869,“ sagði Guðrún. Guðrún sagðist aðspurð ekki telja eðlilegt að efna til almennra kosninga í borginni um hvort leyfa bæri hundahald eða ekki, heldur ætti borgarstjórn að ákveða það. Hún taldi engan vafa á því að hundahald með skilyrðum ætti meirihlutafylgi að fagna meðal borgarbúa. Opnast Rússlands- markaður fyrir íslenskt dilkakjöt? FYRIR skömmu var hér á ferðinni rússneskur dýralæknir í þeim til- gangi að skoða íslensk sláturhús og ganga úr skugga um sjúkdómavarnir hér á landi. Hingað til hefur sala á dilkakjöti til Sovétrikjanna strandað á því að Rússar hafa borið riðuveiki í fé hér á landi fyrir sig og bannað innflutning á kjöti héðan. Jóhann Steinsson deildarstjóri í Búvörudeild SÍS sagði i samtali við Mbl. að dýralæknirinn hefði skoðað sláturhúsin í Borgarnesi og á Selfossi en aðalmálið hjá honum hefði þó verið að fara í gegnum reglugerðir og sjúkdómavarnir með yfirdýralækni. Heimkominn ætlaði dýralæknirinn að skila strax skýrslu um ferð sína en síð- an væri ekki vitað hvort þessi markaður opnaðist í framhaldi af því né hvort viðunandi verð feng- ist fyrir dilkakjötið þar. FRUMSÝNING MATSEÐILL Blandadur skelfiskur coctail med Ravigote sósu og ristuöu braudi Kryddleginn léttsteiktur lambalærisvödvi m/ristuöum sveppum, gulrótum, gratineruöu biómkáii, kryddjurtajarðeplum, hrásalati og koníakspiparsósu. □ Ragnar Bjarnason □ Erla Traustadóttlr □ Skapti Ólafsson □ Þuríður Slgurðardóttlr □ Einar Júlíusson □ Björgvin Halldórsson Borðpantanir daglega í síma 77500 og 687570 undirleik annast: Hljómsveit CUNNARS ÞÓRÐARSONAR östudaginn 27. jan. og laugardaginn 28. j kl. 20.00 stundvfslega Húsið opnar kl. 19.00 veitingahúsið Broadway þar sem allt byrjar Nú byrjar sýningin, þar sem margir af þekktustu söngvurum þjóöarinnar sameina krafta sína og leiða gesti Broadway í gegnum tíöina með mörgum af helstu dægurflugum sem gist hafa hinn íslenska dægurlagaheim. Sýning sem eflaust á eftir aö kitla taugar minninganna. □ Guðbergur Auðunsson □ Sigurður Ólafsson □ Þorgeir Ástvaldsson □ Sigurður Johnnie □ ómar Ragnarsson □ Harald G. Haralds □ Sverrir Guðjónsson □ Pálmi Gunnarsson Kynnar: Páll Þorsteinsson og Bjorgvin Halidórsson Ljósameistarar: Gunnar Gunnarsson Yfirþjónn: Hörður Sigurjcnsson Matreiðslumeistari: Ólafur Reynisson veitingastjórar: Hljóðblöndun: Sigurður Bjóla Heiöursgestur er hinn landskunn! JÓNAS JÓNASSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.