Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984
15
Ljóam. Mbl./FriAþjórur.
Björn Fridfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (t.v.), og
Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, undirrita samstarfssáttmálann.
Við hlið félagsmálaráðherra situr Hallgrímur Dalberg, ráðuneytisstjóri í
Félagsmálaráðuneytinu.
Samstarfssáttmáli
ríkis og sveitarfélaga
SAMSTTARFSSÁTTMÁLI ríkis og
sveitarfélaga var undirritaður í gær
af þeim Alexander Stefánssyni, fé-
lagsmálaráðherra, og Birni Frið-
finnssyni, formanni Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
í fyrstu grein sáttmálans, sem
gildir til ársloka 1985, segir að að-
ilar séu sammála um að ríki og
sveitarfélög samræmi, eftir því
sem kostur er, stefnu sína í opin-
berum rekstri með það fyrir aug-
um að ná efnahagsmarkmiðum
ríkisstjórnar og Alþingis hverju
sinni. Þá segir enfremur að sam-
starfið felist í reglulegum sam-
ráðsfundum og gerð sameigin-
legra yfirlýsinga, þar sem ríkis-
stjórnin hafi frumkvæði um nánar
tiltekin atriði í löggjöf eða stjórn-
arframkvæmd, en Samband ís-
lenskra sveitarfélaga fylgi nánar
umsaminni stefnu í eigin fjármál-
um.
Reglulegir samráðsfundir verða
haldnir tvisvar á ári, í lok apríl og
í októberlok. Af hálfu ríkisins
sitja félagsmálaráðherra, fjár-
málaráðherra, heilbrigðismála-
ráðherra og menntamálaráðherra
fundina, en fyrir hönd sveitarfé-
laganna 223 situr stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
samráðsfundina.
Samráðssáttmáli þessi er
byggður á fyrirkomulagi sem tíðk-
ast hefur í Finnlandi frá 1975.
BÚR:
„Aflaleysi verður
ekki um kennt“
sagði borgarfulltrúi Alþýðuflokksins
við umræður í borgarstjórn
Á fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur á fimmtudag komu málefni
Bæjarútgerðar Reykjavíkur til um-
ræðu. Sigurður E. Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
sagði m.a. að Ijóst væri að hvorki
almenn aflatregða né heldur svo-
kölluð lög um kvótaskiptingu
væru nægileg rök fyrir stöðvun
togaraflota BUR og að hann teldi
að hrikaleg mistök hefðu átt sér
stað í þessu efni, sem ekki yrðu
eingöngu skrifuð á reikning fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, held-
ur miklu fremur á reikning borg-
arstjóra og formanns útgerðar-
ráðs. Gerði hann tillögu um að
borgarstjórn samþykkti að fela
framkvæmdastjóra BÚR að senda
þá togara fyrirtækisins, sem til-
búnir væru, þá þegar til veiða.
Ragnar Júlíusson, borgar-
fulltrúi og formaður útgerðar-
ráðs BÚR, minnti á það í máli
sínu að allir flokkar hefðu staðið
að þessari ákvörðun í útgerðar-
ráði. Kvaðst hann ekki skilja
fullyrðingar Sigurðar um að
aflaleysi væri ekki um að kenna,
heldur ætti aðeins að herða
sóknina. Tölur um afla togar-
anna töluðu sínu máli, en hann
hefði verið á bilinu 23 tonn til
100 tonn eftir 14 daga úthald.
Nefndi hann sem dæmi afkomu
Ingólfs Arnarsonar sem fór á
veiðar 27. desember og kom inn
aftur 9. janúar sl. Tapið af þeirri
ferð hefði numið 1.670.750 krón-
um þegar vextir og afskriftir
væru reiknaðar með, en afla-
verðmætið hefði numið rétt um
597 þúsund krónum. Nauðsyn-
legt væri að stýra veiðum og
vinnslu en það markmið væri
loksins að komast í framkvæmd.
Ráðlegra væri að leggja skipun-
um þegar aflaleysi ríkti og veð-
ur væru vond fremur en í sumar
þegar von væri um betri aðstæð-
ur. Kvað hann Sigurð þverskall-
ast við öllum þeim upplýsingum
sem honum væru gefnar varð-
andi þetta mál.
Þrettán borgarfulltrúar
studdu frávísunartillögu
Sjálfstæðisflokksins á tillögu
Sigurðar með þeim rökum að út-
haldi togara BÚR verði ekki
stýrt frá degi til dags af borgar-
stjórn Reykjavíkur. Slíkt væri
verkefni framkvæmdastjórans
að höfðu samráði við útgerðar-
ráð. Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, gerði grein fyrir at-
kvæði sínu þannig, að þar sem
fyrir lægi að fyrsti togarinn
héldi út til veiða á föstudag (í
gær) og síðan hver af öðrum
næstu daga og stefnt væri að því
að vinna í fiskiðju BÚR verði
komin í fullan gang fyrir næstu
mánaðamót, teldi hann ekki
ástæðu til samþykktar í borgar-
stjórn um málið.
Sjávarútvegsráðuneytið:
Ekki er skylt að taka á móti
loðnuafla í réttri löndunarröð
sé loðnan nýtt til hrognatöku
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá sjáv-
arútvegsráöuneytinu um breytingu á
reglugerð um löndun á loðnu. Til-
kynningin er dagsett 18. janúar:
Sjávarútvegsráðumeytið hefur í
dag gefið út reglugerð um breyt-
ingu á reglugerð um löndun á
loðnu til bræðslu, frystingar og
hrognatöku.
Samkvæmt breytingu þessari er
vinnslustöðvum nú ekki skylt að
taka á móti loðnuafla í réttri lönd-
unarröð, þegar loðnan er nýtt til
hrognatöku.
Skipstjórar veiðiskipa skulu þó
eftir sem áður tilkynna afla til
loðnunefndar en geta sérstaklega
ef afla skal landað til hrognatöku,
ennfremur skal tilkynnt frá
vinnslustöðvum um þróarrými
fyrir loðnu, sem ekki er nýtt til
hrognatöku.
Stjórnendur vinnslustöðva og
útgerðarmenn loðnuskipa skulu
fyrir lok janúar gera loðnunefnd
grein fyrir hvernig þeir hyggjast
standa að tillögum um veiðar á
loðnu til hrognatöku og vinnslu
þeirra.
Reglugerðarbreyting þessi, sem
gerð er í samráði við útgerðar-
menn, sjómenn og vinnsluaðila, er
gerð í því skyni að auðvelda skipu-
lag loðnuveiða til hrognatöjcu og
vinnslu hrogna þannig að sem
mest af hrognunum nýtist til
vinnslu og gæði þeirra verði sem
mest.
Að lokum skal lögð áhersla á að
breyting þessi tekur ekki til gild-
andi reglna um löndun á loðnu,
sem eingöngu fer til bræðslu eða
til frystingar.
Vinsælustu bíltæki í heimi
TS 162Dx Hátalarar
16 sm. Niöurfelldir, tvöfaldir.
TS 106 Hátalarar
10 sm. Passa i fiestar gerðir bíla. Innfelldir eöa niöur-
40—20.000 Hz, 20 W. Verð kr. 990.- stk. felldir. 50—16.000 Hz, 20 W. Verð kr. 880,- stk.
PIONEER
HLJÖMBÆR
.. HVERFISGOTU 103
HLJOM'HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI SÍMI 25999
KP 3230 Útvarpskassettutæki
LW/MW/FM STERÍÓ. Sjálfvirk endurspólun. Hrað-
spólun í báöar áttir. Verð kr. 7.110.-.
KP 4230 Útvarpskassettutæki.
LW/MW/FM STERjÓ. Spilar báöum megin. „PNS“-
truflanaeyöir. ,ATSC“-öryggiskerfi. „ARC lll“ „Loud
ness“. Verð kr. 8.470.-.
TS 1655 Hátalarar, NÝTT
16 sm. Niöurfelldir, þrefaldir. 30—20.000 Hz. 90 W.
Verð kr. 2.160.- etk.
KE 8300 Útvarpskassettutæki, NÝTT
LW/MW/FM STERÍÓ. Spilar báöum megin. „Dolby
Metal", Sjálfvirkur lagaleitari, „Loudness“ o.fl. Verð
kr. 16.260.-.
KE 4300 Útvarpskassettutæki
LW/MW/FM STERÍÓ. Fast stöövarval. „ARC“ stjórn-
ar móttökustyrk. Spilar báðum megin. „Loudness",
„PNS“. Verð kr. 12.230.