Morgunblaðið - 24.01.1984, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984
Þakkarávarp
Hjartans þakkir færi ég öllum elskulegum vinum mín-
um og vandamönnum fyrir heimsóknir, skeyti, símtöl
og gjafir, á 85 ára afmœlinu, 20. janúar 198U.
Guð blessi ykkur öll.
Þórhildur Jóhannesdóttir,
Fíladelfíu.
Gefjun AKUREYRI
Verð frá kr. 1984
289.800
Hagstæðir greiðsluskilmálar
MUNIÐ AÐ VARAHLUTAÞJÓNUSTA OKKAR
ER í SÉRFLOKKI
Bifreiðar og Landbúnaðarvðlar hf
Suðurlandsbraut 14 - Simi 38 600
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SVEIN SIGURÐSSON
Pol Pot á.samt skæruliðum Rauðra khmera. Myndin var tekin skömmu eftir að Víetnamar steyptu af stóli
stjóminni í Phnom Penh.
Víetnamar komnir í
ógöngur í Kambódíu
Fimm ár eru nú liðin siðan víetnamska hervélin steypti af stóli hinni
alræmdu stjórn Rauðra khmera í Kambóidíu til að koma þar á „friði og
framförum“. Ástandið er að vísu skárra en þegar morðingjar Pol Pots
héldu landsfólkinu i járngreipum en þrátt fyrir það er framtíðin ekki
björt fyrir Kambódíumenn. Horfur eru á að til nýrrar hungursneyðar
komi á þessu ári og enn falla ungir menn í skæruhernaðinum, sem fer
vaxandi með ári hverju.
Flóttafólk frá Kambódiu
segir margar sögur um
kúgun víetnömsku herranna,
sem nú ráða landinu, og embætt-
ismanna stjórnarinnar i Phnom
Penh, en þær eru þó ekkert á við
það sem var eftir valdatöku
Rauðu khmeranna. Landsmönn-
um hefur t.d. aftur verið leyft að
rækja trú sina og gamla siði og í
höfuborginni, Phnom Penh, er
margt það látið viðgangast, sem
annars er bannað í kokkabókum
kommúnista.
„Ástandið er að sjálfsögðu
miklu betra en á valdadögum
Rauðu khmeranna, en það væri
þó enn betra ef fundist hefði
pólitísk lausn á málum þjóðar-
innar," sagði vestrænn sendi-
maður. „Ef það hefði orðið, hefði
ekki staðið á alþjóðlegri hjálp
við landið."
Með pólitískri lausn er átt við
brottflutning vietnamska her-
liðsins, 150—170.000 mana, en
það er hins vegar greinilega ekk-
ert á förum. Samfara auknum
skæruhernaði hefur víetnamska
setuliðið gripið til æ harkalegri
aðgerða gegn almenningi úti á
landsbyggðinni, sem grunaður er
um að styðja skæruliða. íbúar í
heilu þorpunum hafa flúið und-
an víetnamska innrásarliðinu og
leitað hælis á þeim svæðum, sem
skæruliðar ráða, eða yfir landa-
mærin til Thailands.
Þegar Víetnamar réðust inn í
Kambódíu var svo illa komið
fyrir kambódísku þjóðinni, að
hún hugsaði um það eitt að kom-
ast hjá hungurdauða, en nú, þeg-
ar aftur hefur hægst um, lifnar
hatrið, sem lengi hefur ríkt á
milli þessara tveggja þjóða. Ví-
etnamar eiga mesta sök á því.
Bæði er, að þeir koma fram við
landsmenn eins og undirsáta
sína og, sém verra er, þeir eru
sjálfir farnir að setjast að í land-
inu. Stjórnin í Phnom Penh gef-
ur upp töluna 40.000, en sérfræð-
ingar í málefnum Kambódíu
telja fjöldann vera einhvers
staðar á bilinu 150—200.000.
Þurrkatíminn er nú að ganga í
garð í Kambódíu og ber öllum
heimildum saman um, að Víet-
namar séu nú að undirbúa nýja
sókn á hendur skæruliðum, lík-
lega þá mestu frá því að þeir
réðust inn í landið. Miklum
vopnabirgðum hefur að undan-
förnu verið skipað upp úr sov-
éskum skipum í Kompong Som,
skriðdrekum, brynvögnum og
stórskotaliðsvopnum, og hafa
þau verið flutt að landamærun-
um við Thailand, þar sem átta af
ellefu herfylkjum Víetnama eru
nú niðurkomin.
Skæruliðahreyfingarnar í
Kambódíu eru þrjár, Rauðir
khmerar, sem eru stærsta fylk-
ingin og hafa nærri 50.000
manns undir vopnum, Hvítir
khmerar, sem eru andkommún-
ísk samtök, og fylgismenn Si-
hanouks, fyrrum fursta og ráða-
manns í Kambódíu. Flestir telja,
að Víetnamar ætli að freista
þess nú að ráða niðurlögum
tveggja síðasttöldu hreyf-
inganna en láta Rauða khmera
eiga sig að sinni. Tilgangurinn
með því er augljós. Víetnamar
vilja gjarnan koma því þannig
fyrir, að andspyrnan í landinu
verði eingöngu af hálfu Rauðra
khmera, sem alþýðan í landinu
minnist ekki fyrir annað en
morð og glæpaverk.
Skæruliðar vita hins vegar á
hverju þeir eiga von og þeir eru
ekki vanir því að leyfa Víetnöm-
um að ráða átökunum. Þess
vegna munu þeir forða sér á
burt, til Thailands eða annarra
landshluta, og bíða þess að sókn
Víetnama renni út í sandinn.
Ástandið í Kambódíu er mjög
alvarlegt um þessar mundir og
líkur á nýrri hungursneyð í land-
inu. Á styrjöldin sinn þátt í því
og ekki síður óhagstætt veður-
far, gífurlegar rigningar og flóð
annars vegar og miklir þurrkar
hins vegar, og rotturnar taka svo
líka sinn toll. Landbúnaðar-
stofnun SÞ telur, að á þessu ári
muni vanta 300.000 tonn af korni
til að þjóðin geti brauðfætt sig
og skorturinn á áburði og skor-
dýraeitri má heita algjör. Mat-
argjafir og önnur alþjóðleg
hjálp, sem var mikil fyrst eftir
fall Pol Pot-stjórnarinnar, er nú
sáralítil og stjórnin í Phnom
Penh eingöngu komin upp á að-
stoð Sovétmanna og fylgiríkja
þeirra. Rússar hafa hins vegar
ekki orð á sér fyrir að bregða
skjótt við til hjálpar nema hern-
aðarlegir hagsmunir þeirra séu í
veði.
Víetnamar eru komnir í
ógöngur í Kambódíu, fastir í feni
og komast hvorki fram né aftur.
Engin von er til um, að þeir
vinni þar hernaðarlegan sigur,
þvert á móti fer andstaðan dag-
vaxandi gegn þessari nýju herra-
þjóð, sjálfum erfðafjendum
Kambódíumanna. Um það ber
skýrast vitni aukinn flótti
stjórnarhermanna yfir í raðir
skæruliða. Frá síðasta sumri er
t.d. vitað um 2.000 hermenn, sem
hafa hlaupist undan merkjum,
en fram til þess tíma skiptu þeir
aðeins nokkrum tugum eða
hundruðum.
Kostnaðurinn við að halda úti
150—170.000 manna herliði er að
sjálfsögðu gífurlegur og þungur
baggi á víetnömsku þjóðinni.
Kínverjar neyða svo Víetnama
til að hafa annan eins her á
landamærunum við Kína. Á
meðan hrakar efnahag og at-
vinnuvegum Víetnama og það er
langt í frá, að landið geti brauð-
fætt þegna sína, þetta land, sem
einu sinni var hrísgrjónaforða-
búr Suðaustur-Asíu.
Heimildir: AP, Observer.