Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 23

Morgunblaðið - 24.01.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1984 31 Krísuvíkur- skóli til sölu KRÍSUVÍKURSKÓLI verður auglýstur til sölu á næstu dögum í sam- ræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að selja eignir ríkissjóðs frekar en að bæta við, að sögn Björns Ólafssonar verkfræðings. Hann á sæti í nefnd er skipuð var til að fara með málefni byggingarinnar. Krísuvíkurskóli er rúmlega 2.000 fermetra bygging skammt frá Gestsstaðavatni í Krísuvík. Skólinn var byggður af ríkissjóði og sveitarfélögum í Reykja- neskjördæmi en hefur aldrei verið tekinn í notkun. Byggingin hefur staðið ónotuð frá upphafi og hefur látið talsvert á sjá á undanförnum misserum, m.a. vegna skemmd- arverka og kulda. Um tíma voru haldin svín í skólanum. Allmargir aðilar hafa sótt um afnot af skólanum og fór sérstök nefnd í gegnum umsóknirnar. „Við höfum verið í viðræðum við ýmsa aðila og raunar er enn ekki út úr myndinni að koma byggingunni f notkun fyrir einhverja, sem vilja taka hana á leigu, en það kostar eigendurna þá væntanlega fé og stefnan hefur verið að komast hjá því,“ sagði Björn ólafsson. „Stefn- an í dag er að selja og í samræmi við þá stefnu verður það reynt á næstu dögum. Um kaupverð get ég ekkert sagt, ég á von á að óskað verði eftir tilboðum. Hugmyndin er að eigendurnir verði lausir við húsið fyrir vorið." Björn sagði að allmargir aðilar hefðu óskað eftir að taka Krísu- víkurskóla á leigu, félagasamtök og einstaklingar, en umsóknir sumra væru þess eðlis, að þar þyrftu væntanlega að koma til fjárframlög ríkis og/eða sveitarfé- laganna í Reykjaneskjördæmi. Rafmagn er ekki í húsinu eða í Krísuvík yfirleitt nema þá heima- rafstöð á bænum Gestsstaðavatni. Fyrsta skrefið áður en húsið verð- ur gert nothæft er að taka línu frá Grindavfk eða Hafnarfirði, en það er löng leið og dýr, að því er Björn Ólafsson sagði. Hins vegar er vita- skuld næg orka í víkinni og á skól- inn rétt á að nýta eina holu, sem gæti gefið nægilega orku til t.d. skólahalds. Það er sömuleiðis mjög dýr framkvæmd, sagði Björn. Hagkaup fær styrk til dagvistarrekstrar NÝLEGA samþykkti félagsmálaráð Reykjavíkurborgar fyrir sitt leyti reglur um rekstrarstyrki til einka- dagvistarheimila fyrir börn. Enn- fremur samþykkti félagsmálaráð er- indi Hagkaups um rekstrarstyrk til dagvistarheimilis fyrirtækisins. Að þessum samþykktum félagsmála- ráðs standa fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagsins en fulltrúar Kvennaframboðsins og Framsóknarflokksins voru þeim andvígar. Erindi Hagkaups verður væntanlega afgreitt í borgarráði á þriðjudag. Samkvæmt reglunum um rekstrarstyrki til einkadagvist- arheimila er gert ráð fyrir að dagvistarheimili tengd rekstri fyrirtækja verði styrkt að 25% rekstrarkostnaðar af borginni ef um dagheimili eða skóladagheim- ili er að ræða, en að 17% ef um leikskóla er að ræða. í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í félagsmálaráði segir m.a. að reglunum sé ætlað að hvetja einkaaðila til að taka þátt f uppbyggingu og rekstri dagvist- Akureyri: Ólafur Rafn kærir fölsun „ÉG HEF í morgun kært fólsun á undirskrift Grímu Guðmundsdóttur á afsali frá því hluti eignarinnar hér, Þingvallastræti 22 á Akureyri, var seldur árið 1969,“ sagði Ólafur Rafn Jónsson, menntaskólakennari, í sam- tali við Mbl. f gær. „Þessari kæru kom ég á framfæri við rannsóknarlögregluna hér á Ak- ureyri. Jafnframt hef ég kært að á þessum tfma var engin heimild fyrirliggjandi frá bæjaryfirvöldum um skiptingu hússins," sagði Ólafur. „Þetta er stutt gögnum, sem fylgdu kærunni." Hjá bæjarfógetaembættinu á Ak- ureyri var staðfest við Mbl. að kæra þessi hefði borist en ekki var þá búið að taka tillit til hennar. Ólafur Rafn sagði að hann myndi á næstu dögum flytjast með fjöl- skyldu sinni i ibúð, sem félagsmála- stofnun Akureyrar hefði útvegað í framhaldi af þvf að fjölskyldunni hefur verið gert skylt með hæsta- réttardómi að flytja út úr ibúðinni i Þingvallastræti 22. arstofnana. Með þeim sé Reykja- víkurborg þó ekki að skorast und- an skyldum sínum f þeim efnum. ótvírætt sé að meðan dagvistar- þörf reykvískra barna er ekki full- nægt af hálfu borgarinnar munu dagvistartilboð annarra aðila koma þeim og foreldrum þeirra til góða. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að viðkomandi aðilar hafi rekstrarleyfi frá menntamála- ráðuneytinu og að þeir uppfylli settar kröfur um aðbúnað og starfsmannahald. Fulltrúi Alþýðubandalagsins lét bóka að á meðan þörfinni fyrir dagvistarheimili í borginni er ekki fullnægt, væri ekki óeðlilegt að borgin styrkti rekstur slikra heimila, sem rekin eru af öðrum aðilum. Gerður Steinþórsdóttir (F) og Guðrún Jónsdóttir (Kv.frb.) greiddu atkvæði á móti þessum reglum og erindi Hagkaups. í bók- un Gerðar segir m.a. að hún sé andvig því að borgin styrki rekst- ur dagvistarheimila á vegum atvinnurekenda og vísaði hún til bókunar í félagsmálaráði í ágúst 1978. Guðrún Jónsdóttir lét bóka m.a. þá skoðun sína að fyrirtæki eigi sjálf að standa undir kostnaði við rekstur dagvistarheimila á eigin vegum á móti greiðslum for- eldra, vilji þau annast slíkan rekstur fyrir börn starfsfólks. Það væri fyrirtækjunum í hag að laða að hæft að gott starfsfólk með slíkum rekstri. Frá uppeldislegu sjónarmiði væri rekstur fyrir- tækjadagvistarheimila vafasam- ur. Dvalartími barna á slíku heim- ili væri háður ráðningartíma for- eldra hjá fyrirtækinu og félags- reynsla barnanna takmarkaðist af mikilli einhæfni í barnahópnum að því er lýtur að starfsstétt for- eldra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísuðu þeim fullyrðingum Guð- rúnar um að rekstur fyrirtækja- dagvistarheimila væri vafasamur af uppeldislegum sjónarmiðum á bug, enda mundu þau hlíta sömu lögum og reglum og dagvistar- heimili opinberra aðila. ^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 Skólabyggingin í Krísuvík. Morpinbi*«i«/RAX. Pípulagningarþjónustan Ægisbraut 27 300 Akranes Kaupf. Borgfirðinga Versl. Húsið 310 Borgarnes 340 Stykkishólmur Gestur Fanndal Jón Haildórsson 580 Siglufjörður Drafnarbraut 8 620 Dalvík Vélsmiðjan Þór Versl. Bókaversl. Skíðaþjónustan Versl. Skógar 400 Isafjörður Einars Guðfinnssonar h/f Þórarins Stefánssonar Kambagerði 2 700 Egilsstaðir 415 Bolungarvík 640Húsavík 600Akureyri ^ — tc UJ Z u Ifl H < DACHSTEIN TYROLIA - - - Enn sem fyrr eru Fischer fyrstir með nýjungamar. Fischer gönguskíði og svigskíði henta öllum, stórum og smáum, byrj- endum jafnt sem keppendum. adidas ^ Skíðaskórnir frá Dach- stein eru heimsfrægir fyrir vandaðan frágang og góða einangrun gegn kulda. Henta sérlega vel íslensku fótlagi. Adidas skíðagön juskór, bindingar og fatnaður handa þeim ustu. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FÁLKINN SUOURLANDSBRAUT 8 SÍMl 91-84670 „TOTAL DIAGONAL" er einkaleyfisvemduð upp- finning frá Tyroha, sem veitir skíðafólki fullkomn- asta öryggi, sem völ er á (á hæl og tá). Við bjóðum aðeins topp- merki í skíðavörum. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að veita skjóta og ömgga þjón- ustu. Bindingar em sett- ar á meðan beðið er. TOPPmerkin í jkíðavörum Aðrir útsölustaðir:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.