Morgunblaðið - 26.01.1984, Side 20

Morgunblaðið - 26.01.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1984 trehoLt-njósnamálið í noregi Viðbrögð í Noregi við fréttatilkynningu Sovétmanna: „Svarið ætti að vera að reka upp skellihlátur“ Óski. 25.janúar, frá Ágústi Inga JónsNyni. „EF MÁLIÐ væri ekki eins alvar- legt og raun ber vitni myndi svarið við fréttatilkynningu Sovétmanna vera skellihlátur," segir Aftenposten meðal annars í leiðara í dag en þar er fyrrnefnd fréttatilkynning gerð að umtalsefni. í henni segjast Rússar líta á mál Arne Treholts sem norsk innanríkismál og skipulagt af norsk- um öryggisyfirvöldum til að sá fræ- kornura vantrausts gagnvart utan- ríkisstefnu Sovétmanna. í niðurlagi leiðara After.posten segir: „Þeir sem grafa undan gagnkvæmu trausti sitja í Moskvu. Þeir sitja í höfuðstöðvum KGB sem Juri Andropov forseti yfirgaf fyrir tæpum tveimur ár- um, eftir 15 ára starf í stofnun sem alls ekki hefur alþjóðlegt traust sem aðalmarkmið. Sérhver njósnari grefur undan þessu trausti. Að halda því fram að það sé afhjúpunin en ekki starfsemin sem valdi tjóni er móðgun við meðalgreint fólk. Það er leitt, en ein af aðalástæðunum fyrir því hvernig veröldin er, að þetta er óskiljanlegt fyrir þá sem ráða í Sovétríkjunum og undirmenn þeirra sem starfa í sendiráðinu í Ósló.“ Fréttatilkynningin er einnig gerð að umtalsefni í leiðara Morg- enbladet. Þar segir, að þau við- brögð Rússa að segja allan málatilbúnað storkun, séu til þess fallin að skaða samskipti land- anna. Þeir vilji skilja á milli njósnanna og eðlilegra samskipta landanna. Blaðið spyr á móti hvort hafi verið mikilvægara fyrir Rússa, eðlilegar samningaviðræð- ur um „gráu svæðin" eða mold- vörpustarfsemi sú, sem KGB og Treholt ráku í sameiningu. Þarna verði ekki skilið á milli. Njósna- málið staðfesti nauðsyn þess að vera á varðbergi gagnvart öllum viðskiptum við Sovétríkin hvort sem um sé að ræða samninga um landamæri eða menningarmál, „og það verður að vera alveg á hreinu, Sovéska sendiráðið í Ósló. að norskir samningamenn gæti í einu og öllu norskra hagsmuna, en líti ekki á sjálfa sig sem „dipló- mata friðar" með þann metnað að gera hlutina svo miklu betur en ríkisstjórnin hefur möguleika á“. Aksjonen segir að í raun sé óþarfi að svara fréttatilkynningu Rússanna. Þegar hlutunum sé svo gjörsamlega snúið á hvolf fyllist menn vonleysi. Hvernig er hægt að treysta kerfi sem hefur gert til- litslausa valdabaráttu og lygar að stefnu sinni í samskiptum við aðr- ar þjóðir, spyr Aksjonen. Mikið hefur verið um það rætt, hvers konar njósnari Treholt hafi verið, hvort hann hafi verið „út- sendari í áhrifastöðu" eða maður sem hafði aðstöðu til að komast yfir skjöl og upplýsingar. Um þetta fjallar leiðarinn í Verdens Gang. Fyrst er sagt frá því að leið- togar Verkamannaflokksins neiti því að Treholt hafi haft bein áhrif á stefnu flokksins og skoðanir hans hafi ekki fengið stuðning stofnana flokksins. VG segir þetta ekki vera einhlíta mælistiku, mik- ilvægara sé að finna út hvar hann hafi haft hönd í bagga með því hvaða mál voru tekin til umræðu. í því sambandi sé fyrst að nefna hina umdeildu lausn um „gráu svæðin" og hinar róttæku skoðan- ir í kjarnorkuvopnaumræðunni. Sagt er frá því hvernig Arne Treholt komst til áhrifa eftir hin- ar hatrömmu deilur í Noregi um aðildina að EBE og greint frá „há- degisverðarklúbbi hafréttarráðu- neytisins norska". Síðan segir blaðið: „Þessa dagana reyna menn að átta sig á því tjóni sem Treholt olli meðan hann var í þjónustu viðskipta-, hafréttar- og utan- ríkisráðuneyta. Verkamanna- flokkurinn og einstök verkalýðs- félög sleppa ekki heldur. Það er nefnilega ekki hreint lögreglumál sem við stöndum frammi fyrir nú, vegna þess að þau áhrif sem hand- bendi erlends ríkis getur haft þurfa ekki að vera glæpsamleg þó að afleiðingarnar geti verið ógnvekjandi. Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar að koma í veg fyrir „njósnamóðursýki“, en það þjónar hagsmunum samfélagsins að árvekni okkar skerpist. Lýð- ræðið er viðkvæmt þegar mold- vörpurnar ná að naga sig í áhrifa- stöður." í leiðara Verdens Gang á þriðju- dag sagði meðal annars: „Þeim mun grófari sem njósnastarfsemi Sovétríkjanna er í útlöndum þeim mun hærra tala Rússar um traustvekjandi aðgerðir. Rússum er einnig tamt að tala um Noreg sem storkandi nábúa. Lygar eru rótin í áróðri Sovétríkjanna á al- þjóðavettvangi. Vestrænar frið- arhreyfingar og kjarnorkumót- mælendur fá óspart hvatningu á sama tíma og alhliða vígvæðing er í algleymingi fyrir austan. Hern- aðaríhlutun fer samhliða vináttu- samningum hjá þeim herrum. Menningarsáttmálar eru undir- skrifaðir á sama tíma og menn- ingarlíf er kæft heimafyrir." I Dagblaðinu segir meðal ann- ars í dag: Þó að mál Treholts og KGB séu nú í brennidepli megi menn ekki líta fram hjá því að önnur stórveldi haldi einnig uppi mikilli njósnastarfsemi. Að gleyma NATO-löndunum á sama tíma og KGB sé svartmálað beri vott um tvöfeldni. í Arbeiderblad- et á þriðjudag segir að Treholts- málið komi illa við yfirvöld í Nor- egi og Sovétríkjunum, þegar sam- skipti austurs og vesturs séu með stirðara móti og Rússarnir leggi mikla áherslu á að skapa sjálfum sér ímynd vinar friðarafla á Vest- urlöndum, séu þeir enn einu sinni teknir með buxurnar á hælunum. Blaðið segir að Norðmenn verði að gæta sín á stórnjósnaranum í austri, en einnig að eiga sem mest friðsamleg og vinsamleg sam- skipti við Sovétríkin. í Dagblaðinu á þriðjudag er fjallað um starf ör- yggislögreglunnar. Henni er hrós- að fyrir hvernig staðið hefði verið að málinu og í sama streng tóku önnur blöð sem hafa tjáð sig um málið. Ljósm. NTB. Leyniskjöl í Norska landvarnar- skólanum voru geymd f þessum peningaskáp og Arne Treholt hafði aðgang að þeim. Haavik vís- aði óbeint á Treholt Óaló, 25. janúar. Frá Ágústi Inga Jónssyni. í YFIRHEYRSLUM yfir njósnar anum Gunnvor Galtung Haavik, sagði hún að í norska stjórnkerf- inu væri háttsettur embsttismaður á snærum KGB. E.t.v. beindust þá spjótin að Treholt. Opinber dánarorsök Haavik 1977 var hjartaáfall, en grun- semdir um eitrun af hálfu KGB koma nú aftur upp á yfirborðið. Til að afstýra tilræði KGB eða sjálfsmorði er Treholts sérstak- lega vel gætt. Nú getur KGB ekki haft gagn af honum lengur, því kæmi sér best fyrir KGB að þessi „gull- fugl“ þeirra hætti með öllu að syngja. „Lítið land eins og Noregur gæti skað- ast meira en Rússland“ Treholt var óspar að „leka“ upplýsingum Osló, 25. janúar. Frá Ágústi Inga Jónssyni, AÐ LOKNU námi við háskólann í Osló starfaði Arne Treholt í nokkur ár sem blaðamaður við Arbeiterbladet. Reynsla hans af blaðamennsku átti síðar eftir að koma honum að gagni í starfi. Þegar Treholt er nú kominn á bak við lás og slá er ekki óeðíilegt að fyrrum kollegar hans horfi til baka og reyni að meta samskipti sín við Treholt, þann tíma er hann var innanbúðar í þremur ráðuneytum. Fram hefur komið, að Treholt var óspar á að „Ieka“ upplýsing- um, svo fremi sem hann teldi viðkomandi réttu megin línunn- ar. Ef þú tilheyrðir hins vegar ekki hirðinni var hann aftur á móti sparari á upplýsingarnar. Nú er talað um að Treholt hafi fengið óvenjumörg tækifæri í blöðum, sjónvarpi og útvarpi til að koma upplýsingum og skoð- unum á framfæri án þess að nafns hans væri getið. Treholt var sérstaklega í nöp við einn fréttamann, Jahn Otto Johann- sen sem var fréttamaður norska útvarpsins í Moskvu, meðan við- ræður Noregs og Sovétríkjanna voru í hámarki 1976 og 1977. Jo- hannsen hafði í nokkrum frétta- þáttum greint frá stöðu samn- ingamála og í þeim dregið upp Jahn Otto Johannsen. Hann fór í taugarnar á Treholt. allt aðra mynd en samninga- nefndin vildi. Til að stöðva óþægilegar fréttir hafði Treholt samband við yfirmann útvarps og sjónvarps í Osló og fór fram á að skrúfað yrði fyrir óþægilega rödd Johannsens meðan við- kvæm samningamál stæðu yfir. Yfirmenn fyrrgreindra fjölmiðla stóðu hins vegar með sínum manni. Jahn Otto Johannsen segist aðeins hafa stundað eðlilega fréttamennsku, en sér hefði hins vegar fundist sem aðrir fjölmiðl- ar litu ekki nægilega gagnrýnum augum á þróun mála á þeirri mynd sem Treholt og Evensen drógu upp. Einkum fannst Jo- hannsen sem norska sendinefnd- in horfði fram hjá mikilvægum öryggisþáttum í viðræðunum um Barentshafið. Auk veisluhalda og brenni- vínssendinga hefur komið fram, að Rússar hafa reynt að hlaða fé og gjöfum á norska blaðamenn til að fá þá sér til aðstoðar. Ósló, 25. janúar. Frá Ágústi I. Jónssyni. EKKERT HEFUR verið gert opinbert um á hvern hátt Norðmenn refsa Rússum í framhaldi af njósnamálinu. Miklar vangaveltur eru um þetta atriði, en erfitt er fyrir Norðmenn að finna flöt á málinu þannig að þeir skaðist ekki meira en þegar er orðið. Jahm Otto Johannsen, fyrrum ritstjóri Dagblaðsins, nú þáttahöf- undur við norska útvarpið, segir að brottvísun sovéskra sendiráðs- starfsmanna gæti orðið til þess að Rússar grípi til hins sama og þá geti lítið land eins og Noregur skað- ast meira en Sovétríkin. Arne Olav Brundland f norska utanríkisráðuneytinu segir að það sé lítið sem Norðmenn geti gert. „Við þurfum að taka ákvarðanir og afstöðu í þessu máli, en við óskum ekki að auka spennuna á milli land- anna,“ segir Brundland. Prófessor og Sovétsérfræðingur- inn John Sanness segir, að ef litið sé til lengri tíma, muni Treholts- málið ekki hafa mikil áhrif á sam- skipti landanna. „Er fyrri njósna- mál hafa komið upp, hafa þau vald- ið augnabliksæsingi, en öldurnar hefur lægt tiltölulega fljótt. Það er heldur ekki í okkar þágu að sam- bandið við Sovétríkin versni," segir Sanness. Mikilvægi Noregs í augum KGB vex óðum Osló, 25. janúar. Frá Ágústi I. Jónssyni. NOREGUR VIRÐIST stöðugt verða mikilvægara svæði í augum KGB. Lega landsins í norðri, olían og þróun tölvutækni hafa gert það að verkum að KGB og GRU, systurstofnun innan rússneska hersins, hafa aukið starfsemi sína mjög. Hversu margir rússneskir njósn- arar eru nú í Noregi vita Rússarnir einir. í nýlegu viðtali við Verdens Gang sagði Imants Lezinskis, sem nýlega flúði Sovétríkin eftir 20 ára starf hjá KGB, að að minnsta kosti helmingur starfsmanna sovéska sendiráðsins í Ösló væru í raun njósnarar KGB. Með 35 viður- kennda „diplómata" í Ósló er sendi- ráð Rússa hið lang stærsta I borg- inni. Til viðbótar eru viðskipta- fulltrúar og aðrir sem ekki hafa réttindi sendiráðsstarfsmanna. Þegar Arne Treholt var fenginn til starfa fyrir KGB árið 1970 voru útsendarar KGB mjög aðsópsmikl- ir meðal pólitískra ungliðahreyf- inga og blaðamanna. Veisluhöld voru tíð og sérstakir vinir voru teknir afsíðis til að taka við brenni- vínspökkum. Síðan þetta var hefur margt breyst, þar á meðal aðferðir Rússanna tii að afla sér vina. Þar með er ekki sagt að dregið hafi úr umsvifunum, síður en svo.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.