Morgunblaðið - 29.01.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.01.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984 5 SJONVARP KLUKKAN 18: Stundin okkar Nú er Eiríkur Fjalar mættur aftur, hress og kátur, þrátt fyrir flensuna sem lagði hann í rúmið síöast. Hann aðstoðar Ásu við kynningar, kastar fram gátum og bröndurum og þau Ása skoða myndir sem Stundinni okkar hafa borist af Eiríki að ógleymdum fjölmörgum aðdáendabréfum. Að öðru leyti er efni Stundarinnar á þessa leið: Ása og Eiríkur fara í heimsókn í Ásmundar- safn og fylgjast með 11 ára krökkum sem eru að skoða safnið. Brúðubíllinn kemur aftur og sýnir síðari hluta leikritsins „Á sjó“, sem töfrabrögð Eiríks Fjalars spilltu um dag- inn. Þá byrjar nýr teikni- myndaflokkur um Daní- el nokkurn sullskó. Sögumaður er Viðar Eggertsson. Ása ræðir við Eygló Sverrisdóttur um her- ferð og plakatasam- keppni sem JC Vík gengst fyrir gegn vímu- gjöfum. Úrslitin í plakatasam- keppninni verða kynnt í Stundinni okkar 11. mars. Að lokum má geta Smjattpattanna, sem að sjálfsögðu verða á sínum stað. Hópferð á völlinn Fortuna Diisseldorf — Bayern Miinchen Einstök knattspyrnuferð 3.-6. febrúar Nú er Atli Eðvaldsson kominn í gamla góða formið aftur og af því tilefni efnum við til hópferðar á völlinn í Dusseldorf um næstu helgi. Við fljúgum til Amsterdam á föstudagsmorgun og bókum okkur á gott hótel í miðborginni áður en ekið er til Dusseldorf, þar sem stórleikur risanna fer fram um kvöldið. Eftir leikinn rennum við til Amsterdam aftur þar sem við njótum helgarinnar í góðu yfirlæti. Verðið er ótrúlegt: kr. 9.980 Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting með morgunverði, rútuferð til og frá Dusseldorf og aðgöngumiðar á leikinn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Utsalan hefst á mánudag VISA I "í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.