Morgunblaðið - 29.01.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1984
41
Helgi Björnsson, Kjartan Bjargmundsson og Arnór Benónýsson í hlutverk-
um sínum í Jakob og meistarinn.
öðrum leikritum en Jakobi hér og
öðrum einþáttunga Alþýðuleik-
hússins, Tilbrigði við önd sem Al-
þýðuleikhúsið sýnir, a.m.k. ekki í
burðarhlutverki. En hann býr
augljóslega yfir miklu sem von-
andi fær að njóta sín. Áslaug
Thorlacius var dálítið sniðug týpa
í Húsfreyjunni og Ingileif Thor-
lacius gerði hinni grimmlyndu/-
ástföngnu markgreifafrú hin
hugnanlegustu skil. Arnór Ben-
ónýsson í hlutverki meistarans
virtist taugaóstyrkur framan af,
en náði sér allvel upp þegar leið á
og átti ágætar senur innan um.
Kjartan Bjargmundsson sem ridd-
arinn Sankti Venni var afgerandi
og skörulegur, en ég saknaði meiri
mýktar og meiri sjarma: þó að
hann eigi að vera bévaður svikari
og sullumbullari á hann sennilega
að vera viðfelldnari, og Kjartan
dró upp full einlita hlið. Hér hafði
leikstjóri líka átt að koma til
skjalanna. Ýmsar skemmtilegar
týpur komu við sögu; nefna má
Ara Matthíasson og Jústínu svo og
gleðikonumæðgurnar, þjónustu-
stúlkur á Stóra hirtinum og fleiri.
Leikmynd, lýsingu og texta virð-
ist semja hið bezta. Og þá er í
raun og veru ekki að orðlengja það
meira. Og mikið var gaman.
Almennur stjórn-
málafundur í Valhöll
um borgarmálin
Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna í
Reykjavík, heldur almennan stjórn-
málafund í Valhöll um málefni
Reykjavíkurborgar mánudaginn 30.
janúar nk. kl. 8.30.
Frummælendur veröa Davíö
Oddsson, borgarstjóri, og Ingi-
björg Rafnar, borgarráösmaður.
Aö framsöguræöum loknum veröa almenn-
ar umræöur og fyrirspurnir.
Fundarstjóri: Dögg Pálsdóttir. Fundarritari:
Bergþóra Grétarsdóttir.
Allt sjálfstæðisfólk
velkomiö
Davíö Oddsson
Ingibjörg Ratnar
Úr Kynórum.
bragði að hafa séð Ellert A. Ingi-
mundarson, Kjartan Bjarg-
mundsson og Sólveigu Pálsdótt-
ur í viðamiklum hlutverkum.
Skemmst er frá því að segja að
þau, ásamt Sólveigu Halldórs-
dóttur, sem er þarna í smærra
hlutverki, skila vel unnu verki.
Framsögn og hreyfingar
áreynslulausar og býsna fag-
mannlegar. Og leikstjóri hefur
leyst hraðar skiptingar og náð
góðu tempói.
í seinni þættinum: Tilbrigði
við önd, eru það leikararnir
Helgi Björnsson og þó kannski
umfram allt Viðar Eggertsson,
sem halda athyglinni og eiga
drjúgan þátt í, hversu þátturinn
lánaðist vel. Þeim eru að sönnu
lagðar margar snjallar replikkur
í munn, en þátturinn er lang-
dreginn og endurtekningarnar
missa ljóma sinn þegar á líður. .
Að öllu samanlögðu: þetta er
spennandi höfundur, David
Mamet; leikstjóri, þýðendur og
leikarar standa fyrir sýningu,
sem er tæknilega vel gerð og frá
leikrænu sjónarhorni öldungis
bæði vel unnin og ánægjuleg.
Öndinni hefði mátt þjappa
meira saman, að mínu viti. En
þetta varð engu að síður eftir-
minnilegt kvöld og vonandi að
þessari sýningu verði sýnd sú
eftirtekt sem hún á skilið.
tim
HEIMINGURINN
FYRIR
HEIMINGSVERD:
Hjónasæla fyrir eitt og hálft gjald
Nú bjóða Flugleiðir hjónaafslátt á flugfargjöldum
til New York, Chicago og Baltimore. Hjónaafsláttur
hefur til þessa aðeins gilt á Evrópuleiðum, en Flugleiðir
bjóða nú einnig fjölskylduafslátt vestur um haf.
Fyrir hjón sem ferðast saman
Ef hjón ferðast saman, þarf annað hjóna að greiða
skráð fargjald en hitt aðeins hálft fargjald: Eitt og hálft
gjald fyrir hjón. Afslátturinn gildir aðeins fyrir hjón
sem ferðast saman báðar leiðir.
Svo eru það blessuð börnin
Pessi helmings afsláttur gildir einnig er foreldri
ferðast með barni sínu á aldrinum 12-22 ára: Eitt og
hálft gjald fyrir foreldri og barn. Þetta gildir
auðvitað einnig þegar báðir foreldrar ferðast með
börn sín: Einn borgar fullt gjald, hinir hálft gjald.
(raun þýðir þetta að ungmenni á aldrinum 12 til 22 ára
njóta nú sömu kiara og börn undir 12 ára aldri,
ef ferðast er í fylgd með foreldrum. - Er ekki
Ameríkudraumur fjölskyldunnar að rætast?
Allarfrekari upplýsingar veita söluskrifstofur
Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi
11:1 ilíiOlíS \
IbJlk't