Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 Sumaráætlun Útsýnar: Nýjar ferðahugmynd- ir og lækkað verð MorgunblaAinu hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá ferða.skrifstofunni Útsýn: „Síðan fjölbreytt sumaráætl- un Útsýnar var kynnt fyrir troðfullu húsi í Broadway sl. sunnudag, hefur verið stöðugur straumur fólks á skrifstofuna í Austurstræti 17 að kynna sér nýju staðina og panta sér ferðir á verði, sem er allt að 20% lægra en í fyrra og skrá sig í Frí- klúbhinn, en í hann hafa nú þeg- ar gengið hátt í 1.000 félagar. Það er ljóst, að undirtektir við sumarleyfisferðirnar hjá Útsýn eru langtum meiri nú en í fyrra, en þá flutti Útsýn nærri 5.000 manns til sólarlanda en veitti samtals um 15.000 manns þjón- ustu í hvers konar ferðum um allan heim. Útsýn hefur gert sér- stakt átak til lækkunar verðs á sumarleyfisferðum, sem ætti að gera flestum kleift að komast í gott frí erlendis. Samið hefur verið við nýja, ágæta gististaði á Ítalíu, Spáni og í Portúgal um lægra verð, en áður hefur fengist og íslenzku flugfélögin hafa sýnt mikinn samstarfsvilja um ódýrt leiguflug fyrir stærsta söluaðila sinn, Útsýn. Afnám skatts á ferðagjaldeyri hefur sín áhrif til lækkunnar, og vextir af lánum hafa lækkað, svo að auðveldara er að fjármagna ferðina með FRÍ+lánum Útsýnar og Útvegs- bankans, sem dreifa greiðslum á lengri tíma með auðveldum af- borgunum og engum greiðslum þann mánuð, sem ferð hefst, og meðan á ferð stendur. Stöðug- leiki verðlags og gengis veldur því einnig, að fólk á auðveldara með að taka ákvörðun fram í tímann. 60% kjósa ferð á sólarströnd Þó á veðurfarið sennilega stærstan þátt í áhuga fólks á því að komast í sól og öruggt lofts- lag í sumarleyfinu eftir eitt kaldasta ár i sögu landsins í heila öld. Enginn vafi leikur á því, að öryggi veðurfarsins er þyngst á metunum hjá flestum við val sumarleyfisstaðar, enda sýndi skoðanakönnun Útsýnar sl. haust að 60% farþega tók dvöl á sólarströnd fram yfir aðra ferðatilhögun og að Spánn er enn vinsælasta landið. Eftir- spurn eftir gistingu á Costa del Sol er svo mikil fyrir sumarið 1984, að öllu gistihúsnæði þar er þegar löngu ráðstafað. Það er einungis vegna langtíma við- skipta að Útsýn hefur tekizt að halda í gistirými fyrir farþega sína þar. Auk Torremolinos býð- ur Útsýn nú gistingu á Fuengir- ola á Costa del Sol, sem er nokkru stærri en Torremolinos og naut mikilla vinsælda Útsýn- arfarþega fyrir nokkrum árum. Vilamoura — nýr staður í Fortúgal Portúgal hefur sótt mjög á sem ferðamannaland síðustu ár- in, og ferðir Útsýnar með beinu leiguflugi til Algarve nutu mik- illar hylli í fyrra, enda eru þar einhverjar beztu baðstrendur Evrópu og verðlag mjög lágt. Því hefur Útsýn nú bætt við öðrum baðstrandarbæ með splunku- nýrri gistingu, Tenis Golf Mar, í Vilamoura, þar sem aðstæða er hin bezta til að leika golf og stunda hvers kyns útiíþróttir. Ferðir Útsýnar til Portúgal verða á þriggja vikna fresti. Bibione — nýr staður á Ítalíu — lægra verð Lignano hefur notið mikilla vinsælda Útsýnarfarþega í 10 ár, enda hefur verið tekið sérstakt tillit til þarfa ferðamannsins við uppbyggingu borgarinnar við einhverja glæsilegustu strönd álfunnar — Gullnu ströndina, Þarna hefur Útsýn gert nýja hagstæða gistisamninga, en verðið er þó enn lægra á nýja staðnum, Bibione, sem er aðeins 8 km vestar á ströndinni. Þar búa Útsýnarfarþegar í alveg nýrri húsasamstæðu, Valbella, þar sem m.a. eru 10 sundlaugar, tennisvellir, Tívolí, stór- markaður og strönd, sem stend- ur Lignano ekkert að baki. Frá sólarströnd Spánar. GlæKÍIeg KumarhÚK við MoKel í hýskalandi Fyrir þá, sem kjósa fremur að dveljast í sumarhúsum, hefur Útsýn fundið glæsilegan gisti- stað á einum fegursta stað Þýzkalands í hinni frægu borg Bernkastel, en þaðan koma þekktustu Moselvínin. Sér- samningur um flug til Lúxem- borg gera þessar ferðir mjög ódýrar og ferðamöguleikarnir eru óteljandi um fögur þorp og borgir við Mosel og Rín eða hvað sem hugur manns girnist að skoða í Mið-Evrópu. Flug og bíll og flakk á eigin vegum Með sérsamningum við flug- félögin og erlendar bílaleigur býðst Útsýnarfarþegum nú að flakka um fegurstu leiðir Evrópu að eigin vild og með ótrúlega hagstæðum kjörum. Um 18 bíla- tegundir er að velja, þar á meðal húsbíl, og starfsmaður Útsýnar verður í Lúxemborg til aðstoðar og leiðbeiningar. Frí-klúbburinn Hinn nýstofnaði Frí-klúbbur Útsýnar hefur vakið mikla ánægju og athygli, enda veitir hann margskonar afslátt af þjónustu í ferðum erlendis, t.d. á matsölu- og skemmtistöðum, íþróttaaðstöðu og bílaleigu. Fé- lagar fá 1.000 króna afslátt af ferðum Útsýnar og njóta afslátt- ar af ýmissi þjónustu innanlands allt árið um kring, eins og t.d. líkamsræktarstöð, sólbaðsstofu, snyrtistofu, dansskóla, mynd- bandaleigu, kvikmyndahúsi og sportvöruverzlun. Þátttaka í Frí-klúbbnum stuðlar að aukn- um kynnum og skemmtilegri ferðum og kostar ekki nema 100 krónur fyrir útgáfu skírteinis." (FróUa(ilkvnning) EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA HVERFISGÖTU 98 (horni Barónstigs). SÍMAR 26650—27380. Opið í dag og á morgun frá kl. 1—3 Kvisthagi, 4ra—5 herb. sérhæð ásamt nýjum bílskúr. Sérlnng. Kjallari undir öllum bílskúr. Bein sala eða skipti á minni eign. Verð 3,1 millj. Skólagerði, 100 im góo neðri sérhæð ásamt geymslu og sameign í kjallara og stórum nýlegum bílskúr. Hraunbær, 3ja herb. 80 fm íbúð á 2. hæð. Nýir skápar og hurðir. Skipti á 4ra herb. ibúö eða bein sala. Verð 1,5 millj. Laugavegur, 2ja—3ja herb. nýinnréttuð íbúð en ekki full- búin. Verð 1 millj. Vesturbraut Hf., 2ja herb. 50 fm íbúð á 1. hæð í steinhúsi. Sérhiti Danfoss. Verð 850 þús. Nökkvavogur, 75 fm björt og góö 2ja herb. kjallaraibúö. Nýtt eldhús. Laus strax. Hraunbær, 2ja herb. mjög góð íbúð á 3. hæð. Stór stofa. Verð 1300 þús. 1 millj. kr. samnings- greiðsla fyrir 110—140 fm góöa eign í Reykjavík eða Kópavogi. Vantar einbýlis- eöa raöhús í Mosfellssveit. Vantar allar stæröir og geröir eigna á söluskrá okkar. Sölum. Örn Scheving, Steingrímur Steingrímston. Lögm. Högni Jónsson, hdl. MXGIIOLT Fastoingasala — Bankastræti Sími 29455 — 4 línur Stærri eignir Miðborgín Ca. 136 fm hæö og ris i steinhúsi. Niðri: 3 stofur og eldhús. Uppi: 2 svefnherb., sjónvarpsherb. og baö Endurnýjuö góö íbúö. Akv. sala. Verö 2.250 pús. Fossvogur Ca. 230 fm vandaö raöhús ásamt bíl- skúr. Möguleg skipti á hæó eöa íbúö meö bílskúr nálægt Fossvogi eöa Hliö- um. Seltjarnarnes Ca 200 fm glæsilegt raöhús byggt á 3 pöllum meö innbyggöum bilskur Góöur garöur Frábært útsýni. Ákv. sala. Arnartangi Raöhús á einni hæö. 3 svefnherb., parket á stofu, sauna á baöi. Bílskúrs- róttur Verö 1750—1800 þús. Engjasel Ca 210 fm glæsilegt endaraöhús á 3 hæöum. Neöst er forstofa og 3 herb. Miöhæö stofur eldhus og 1 herb. Efst 2 herb. og stórt baöherb. Fallegar innr. Ákv. sala. 4ra—5 herb. íbúðir Austurberg Ca. 100 fm íbúö á 2. hasö. Hjónaberb. og baó á sérgangi Stórar suöursvalir. Bein sala Verö 1700—1750 þús. Opiö 1—4 Kóngsbakki Ca. 105—110 fm góð íbúö á 2. hæö. Þvottahús innaf eldhúsi. Stórar suö- austursvalir. Verö 1850 þús. Æsufell Ca. 100 fm ibúö á 6. hæö i lyftublokk. Góö íbúö. Gott útsýni í suöur og noröur. Verö 1750 þús. Fífusel Mjög góö ca. 105 fm ibúó á 3. haBö ásamt aukaherb. i kjallara Góöar ínn- réttingar Suóursvalir. Gott útsýni. Verö 1800—1850 þús. Háaleitísbraut Ca. 115 fm ibúö á 3. hæö meö góöum innréttingum. Bílskúrsréttur Ákv. sala Verö 2,1 millj. 3ja herb. íbúðir Dúfnahólar Ca. 85 fm íbúö á 2. hæö í lyftublokk. Góö stofa og eldhús. Tvö svefnherb. og baö á sérgangi. Ákv. sala. Asparfell Ca 100 fm ibúó á 4. hæö ásamt bilskúr. Fataherb. innaf hjónaherb. Ákv. sala. Afh. 15. maí. Ásgarður Ca. 70—80 fm íbúö á 3. hæö. Góö stofa, gott útsýni. Verö 1400—1450 þús. Furugrund Ca. 85 fm ibúó á 1. hæö. Stórar suöur- svalir. Afh. í marz. Veró 15 —1600 þús. Fálkagata Ca. 100 fm íbúö á 1. hæö. Tilb. undir tréverk. Mögulegt aö velja um teikningu og hafa hana 3ja eöa 4ra herbergja. Sérbilastæöl. Teikningar á skrifst. Brattakinn Ca. 75 fm mióhæö í þribýli. Nýjar inn- réttingar á eldhúsi og baói. Nýtt gler, nýtt þak. Bilskúrsréttur. Ákv. bein sala. Útb. 850 þús. Laufvangur Hf. Ca. 97 fm góö ibúö á 3. hæö. Eldhús meö góöum innr. og þvottahús innaf. Bogadyr inn í stofu. Suöursvalir Akv. sala. Verö 1600—1650 þús. Hraunbær Ca. 90 fm ibúö á 3. hæö. Björt stofa. Flísalagt baö. Rúmgott eldhús. Verö 1500 þús. 2ja herb. íbúðir Kambasel Ca. 63 fm mjög góö nýleg íbúó á 1. hæö ásamt skemmtilegu herb. eöa geymslu í kjallara. Góöar innréttingar. Þvottahús innaf eldhusi. Verö 1400 þús. Þórsgata Ca 65 fm falleg nýuppgerö ibúó á 2. hæö í steinhúsi. Verö 1350 þús. Blönduhlíð Ca. 65—70 fm íbúö í kjallara. Parket á stofu, nýtt baö. Verö 1250 þús. Efstihjalli Ca. 70—75 fm ibuð á 2. hæð. Gott eldhus og stota. Suð-vestursvalir. Rúmgóð íbúö. Verö 1400—1450 þús. Friðrik Stefánason viðskiptatræöingur. Ægir Breiöljörð sölustj. m \m®am Áskriftarsíminn er 83033 Framkvæmdanefnd um launamál kvenna: Fundir á átta stöð- um í dag Framkvæmdanefnd < launamálum kvenna boðar til funda á átta störV- um á landinu kl. 14.00 í dag, laug- ardag. Umræöuefnið verður staðan í launamálum kvenna. í Reykjavík verður fundurinn haldinn á Hótel Borg og verða þar einnig fjutt skemmtiatriði sem Guðrun Ásmundsdóttir leikari sér um. Á Akureyri verður fundurinn á Hótel KEA, í Stykkishómi í verkalýðssalnum, í húsmaeðra- skólanum Ósk á ísafirði, Snótar- salnum í Vestmannaeyjum, Hótel Tryggvaskála á Selfossi, Glóðinni í Keflavík og í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Þar hefst fundurinn kl. 17.00 (Úr frí ttalilkjnnin^u.) Söngnám- skeið með William Parker WILLIAM Parker, baritonsöngvar- inn bandaríski, heldur söngnám- skeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík á morgun, sunnudag, og mánudaginn 20. febfuar. Námskeiðið verður haldið að Laugavegi 178, efstu hæð, frá kl. 15.00—18.00 á sunnudag. Á mánu- daginn verður það í sal Tónlist- arskólans í Skipholti 33 frá kl. 17.00-20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.