Morgunblaðið - 18.02.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.02.1984, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÍJAR 1984 íslandssaga/ samfélagsfrædi 3. grein Um skílning og þroska barna — eftir Guðmund Magnússon Ég fjallaöi örlítiö um vanmat á námshæfileikum barna í síöustu grein minni og hvatti foreldra og kennara til þess aö hafa fyrir börnum hugmyndir og þekkingaratriði sem reyna á hugsun þeirra. Nú langar mig til að hnykkja á þessu viðhorfi og gagnrýna jafnframt sjónarmið um skilning og þroska barna, sem haldið er fram í nafni uppeldisfræði og þroskasál- arfræöi, og hafa m.a. verið notuð til að réttlæta samfélags- fræði og aðrar vafasamar breytingar á námsefni og kennslu í grunnskólum á undanförnum árum. Formælendum samfélagsfræði verður mjög tíðrætt um skiln- ingshugtakið og iáta stundum sem menn hafi vaðið í villu og svíma áður en „félagsvísindi“ tóku að setja mark sitt á menntalíf hér á landi. Þeir segja t.d. að í skólum hafí börn lært mikinn fjölda stað- reynda um mismunandi efni, s.s. sögu þjóðarinnar, án þess að skilja þær, botna í þeim, þ.e. öðlast sýn yfir samhengi þeirra. Úrlausn samfélagsfræði á þessum „vanda" felst í því að „skilningsnám" leysi „staðreyndalærdóm" af hólmi. „Eina staðreyndin sem nemendur ættu að læra er að þekking manna er breytileg á hverjum tíma og staðreyndir geta verið breytingum undirorpnar," segir Erla Krist- jánsdóttir námsstjóri í samfélags- fræði í tímaritinu Sögnum, sem ég hef áður vitnað til. Það er auðvitað rangt hjá náms- stjóranum, að staðreyndir séu breytingum undirorpnar; hið rétta er að þekking manna á staðreynd- um getur breyst. En sú vanhugsun er fullkomið aukaatriði í saman- burði við þá stórkostlega vara- sömu kennslustefnu sem hún boð- ar, og í því sambandi er rétt að hafa í huga að námsstjórinn er talsmaður menntamálaráðuneyt- isins. Skilningur er ekki til í tóma- rúmi, hann hlýtur ætíð að hafa eitthvert viðfang. Þess vegna er óhugsandi að kenna skilning i skólum án þess að kenna um leið staðreyndir og kenningar. Nú er það vitaskuld rétt, að hægt er að læra utanbókar fjölda staðreynda án þess að bera skyn á þær, og eru þær þá merkingarlausar. Varla reynir þó nokkur maður að halda því fram að þannig hafi námi og kennslu hér á landi verið háttað áður en umbylting skólakerfisins hófst fyrir hálfum öðrum áratug? Ég dreg ekki í efa þýðingu þess að leggja aukna áherslu á að rækta skilningsgáfu nemenda, en það verður ekki gert nema henni sé beitt á krefjandi efni. Er saga of erfítt námsefni? Námshæfni barna fer eftir þroska vitsmuna þeirra og það er kunnara en frá þurfi að segja, að börn á sama aldri eru misjafnlega þroskuð og greind; sum eru bráð- ger, önnur seintæk o.s.frv. Vegna þessa var til skamms tíma talið skynsamlegt að skólabörnum væri raðað í bekki eftir námsgetu, en frá því var horfið af ástæðum sem ég hef aldrei botnað fyllilega í. í hinum almenna hluta Aðal- námskrár grunnskóla (1976) er nokkru rúmi varið til þess að fjalla um vitsmunaþroska barna. Þar segir að börn á forskólaaldri (6 ára börn) eigi erfitt með að átta sig á orsakasamhengi vegna þess að athyglin beinist aðeins að einu atriði í senn; á aldrinum 7—11 ára sé hugsun barna bundin við áþreifanlega hluti, en upp úr því þroskist smám saman færni til að skilja sértæk fyrirbæri, hugtök. Af þessu eru síðan dregnar álykt- anir um námshæfni barna og þó einkum skort þeirra á hæfileikum til að fást við sértæk (óhlutbund- in) efni. Ég held að óhætt sé að fullyrða að staðhæfingar námskrárinnar um mismunandi vitsmunastig, sem öllum börnum séu ásköpuð. eru ekki byggðar á rannsóknum á íslenskum börnum, enda ekki í samræmi við reynslu margra for- eldra. Hér er um „innfluttan varn- ing“ að ræða, nánar tiltekið hafa höfundar námskrárinnar tekið gagnrýnislaust upp kenningar svissnesks þroskasálfræðings, Jean Piaget að nafni (1896—1981). Piaget var forvitnilegur og stund- um hugvitsamur fræðimaður, en það er samdóma álit upplýstra manna að meginkenningar hans séu annað tveggja, hraktar í ljósi nýrrar vitneskju eða óhrekjanleg- ar (óprófanlegar), og þar með marklausar sem leiðarljós í skóla- starfi. (Um þetta má m.a. fræðast af bók Margaret Donaldson Children’s Mind (London 1978) og grein í nóvemberhefti bandaríska tímaritsins Psychology Today: „Can a Rock Walk?“ eftir Maya Pines.) Kenningar Piaget hafa haft meiri áhrif á skólastarf hér á landi en flesta grunar, og eru um- mælin í námskránni aðeins ein lít- il vísbending um það. Námsstjórar í samfélagsfræði áttu t.d. frum- kvæði að því fyrir þremur árum að Námsgagnastofnun gaf út bók um kenningar hans, Litla Piaget kver- ið, og hugmyndum hans hefur mjög verið haldið að kennaraefn- um, nemendum í Kennaraháskól- anum og í uppeldisfræði í Háskóla íslands. Áhrifa Piaget gætir einnig í námskrá í samfélagsfræði og þar með í námsefni greinarinnar í skólum. „Kennslu- og þroskasál- fræðileg rök takmarka ... hvaða efni er valið og hvernig farið er með það,“ segir þar á bls. 52. Ennfremur: „Þannig má t.d. ætla að nemendur á 4. námsári hafi ekki nægar forsendur til að skilja þær orsakir er leiddu til landnáms Islands og þær félagslegu breyt- ingar sem þá áttu sér stað. Til að auðvelda þeim skilning á slíkum þáttum þykir rétt að huga fyrst að því hvernig hinir fyrstu menn á jörðinni nýttu umhverfi sitt og hvernig líklegt er að hin fyrstu samfélög hafi myndast." (Hér má strax hreyfa nokkrum athuga- semdum, ég læt eina nægja: Er víst að seinni þátturinn sé auð- skildari en hinn fyrri? í fljótu bragði virðist þessu öfugt farið.) Og svo ég vitni enn til orða Erlu Kristjánsdóttur námstjóra í tíma- ritinu .Sögnum: „Á undanförnum árum hafa allmargar rannsóknir beinst að hagnýtingu þroskakenn- ingar J. Piaget fyrir sögukennslu. Niðurstöður þeirra hafa sterklega „Firrur uppeldis- og kennslufræðinga um skilning og þroska barna væru meinlausar ef þær væru aðeins snakk á kennarastofum, en hitt er því miður reyndin, að þær hafa mikil áhrif á skólastarf, og virðast stundum hugmyndaleg réttlæting á því, að fúsk og leikir hafa víða komið í stað alvarlegs lærdóms í skólum.“ gefið til kynna að nemendur ráði ekki við þá hugsanaferla sem flók- in söguleg umfjöllun krefst fyrr en þeir hafa náð valdi á formlegri rökhugsun. Þessar niðurstöður hafa ... verið túlkaðar þannig að ekki eigi að kenna nemendum sögu fyrr en þeir hafi náð u.þ.b. 12 ára aldri." Erla og höfundar námskránna virðast ekki fylgjast nægilega vel með. Staðhæfing um „takmark- andi rök“ er röng, og það er líka rangt, sem námsstjórinn gefur í skyn, að allar rannsóknir bendi til þess að sögunám sé of erfitt fyrir börn yngri en 12 ára. Ég treysti mér til að fullyrða að engar rann- sóknir, sem mark er á takandi, styðja þá kennslustefnu að halda orsakaskýringum og sértækum hugtökum, sem óhjákvæmilega tengjast öllu sögunámi, frá börn- um í grunnskólum. Rannsóknum á vitsmunum barna eru af margvís- legum ástæðum sett veruleg tak- mörk, og meiri skorður en öðrum rannsóknum í mannlegum fræð- um. Reynsluþekking kynslóðanna (og raunar einnig ýmsar kannanir fræðimanna, s.s. hin yfirvegaða og vandaða athugun Donaldson, sem áður var nefnd) bendir hins vegar til þess að skilningur barna sé langtum meiri og víðtækari en kenning Piaget gerir ráð fyrir, og að skilningsgáfan þroskist einmitt í glímu við erfið verkefni. Firrur uppeldis- og kennslu- fræðinga um skilning og þroska barna væru meinlausar ef þær væru aðeins snakk á kennarastof- um, en hitt er því miður reyndin, að þær hafa mikil áhrif á skóla- starf, og virðast stundum hug- myndaleg réttlæting á því að fúsk og leikir hafa víða komið í stað alvarlegs lærdóms í skólum. „Þekkingarbylting“ Málsvarar samfélagsfræði hafa mikið skrafað um „þekkingarbylt- ingu“ síðustu ára. „Þekking manna hefur vaxið svo gífurlega ... að ókleift er með öllu að skila nema örlitlu broti ... til nemand- ans. Af nýjum rannsóknum spretta stöðugt nýjar hugmyndir en aðrar úreldast," segir á bls. 10 í námská í samfélagsfræði. Álykt- unin af þessu er eftirfarandi: „Því verður skólinn að kappkosta að nemendur verði færir um að til- einka sér nýja þekkingu og bregð- ast við nýjum aðstæðum. í stað þess að nemendur leggi á minnið mikinn fjölda staðreynda er stefnt að því að þeir kanni hvert við- fangsefni til nokkurrar hlítar og öðlist þannig skilning á grundvall- arhugtökum og reglum.“ Það er rétt að þekkingu manna hefur fleygt fram á síðustu árum, en mér sýnist að kennslu- og upp- eldisfræðingar hneigist til að draga af því of víðtækar ályktanir. Við vitum að sönnu miklu meira nú en áður um hin ólíklegustu efni, en sú vitneskja er oft næsta lítilfjörleg og breytir ekki miklu um daglegt líf okkar og umhugs- unarefni. Sannarlega er við hæfi að þjálfa skólabörn til að afla sér upplýs- inga og leggja sjálfstætt mat á þær, en þjálfun í að leita að heim- ildum, taka þátt i umræðum, skipuleggja verkefni o.s.frv. má ekki verða aðalþáttur skólastarfs. Tækni má ekki leysa menntun af hólmi. Ef aðferðir til að afla þekk- ingar koma í stað þekkingarinnar sjálfrar, eins og skólastarf virðist miða að nú, líður ekki á löngu áður en við búum í gerbreyttu þjóðfé- lagi, þjóðfélagi menntunar- snauðra einstaklinga, sem hafa litla eða enga sameiginlega vitn- eskju og áhugamál. Cuðmundur Alagnússon er blaða- maður á Morgunblaðinu. Önnur grein hans í þessum flokki birtist laugardaginn II. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.