Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 9 j&kcdMoDDlö Umsjónarmaður Gísli Jónsson 231. þáttur Uppistaða þessa þáttar, svo að ég falli ekki í fleirtölufenið, eru tvö bréf. Hið fyrra er svo- hljóðandi, að slepptu ávarpi: „Ég vísa til 226. þáttar þíns, þar sem þú birtir vísu Berg- þóru Sölvadóttur: „Hyllum snjalla stöllu allar" o.s.frv. En svo bar við fyrir nokkr- um árum, að íslendingur einn ónefndur sat í bíl með fleira fólki á ferðalagi suður á Balk- anskaga og virti ýmist fyrir sér landslagið, eftir því sem birtan leyfði, eða tók þátt í slitróttum viðræðum við sam- ferðamenn. Annars varð ís- lendingi það helst fyrir að hlusta eftir daufum ómi úr út- varpi af þeirri sérstæðu tón- list, sem setur mark sitt á Balkanlönd, Grikkland og Tyrkland og allan þann heims- hluta. Þessum • „býsanska" ljóðasöng fylgdu strengleikar og trumbusláttur og lét langt að komnum manni vel í eyrum. Einn þessara söngva var öðr- um angurværari og vakti því fremur athygli gests af Is- landi, að ljóðið var eins og sí- bylja af orðum með tvöföldu essi (ss) og þar með blístri, en orkaði umfram allt svæfandi á framandi mann. í syfjuðum eyrum útlendingsins fóru að heyrast hin furðulegustu orð og reyndar heilar ljóðlínur, ef svo má segja, og endaði með því að taka á sig fast form áð- ur en bílferðinni lauk, svofellt: Fossar piss úr hryssuhlussu, hossar í sessi bossa prests. Hjassi þessi mass í mussu messaði í krassi hrossabrests. Þessi samsetningur nálgaðist það að verða breiðhenda eða nýlanghenda, sem þú kallar svo. Miðill ofanritaðs skáld- verks flokkar það annars undir tegundarheitið anti-pastorale (ef það er þá til) ásamt öðru verki af breiðhendukyni og hljóðar þannig: Rollur lulla fellin fullar, fjallaþöllum bella spjöll. Sollin Tröllá sullar, bullar syllur, stalla, velli, faöll. Kær kveðja, Hringfari." Umsjónarmaður þakkar Hringfara þetta merkilega bréf, einkum lokavísuna sem gerð er af augljósri íþrótt. Hún er langhenda (með meiru) eins og Sigurður Breiðfjörð kvað gjarna undir í Númarímum. Þá eru 1. og 3. braglína 4 réttir tvíliðir, en 2. og 4. braglína þrír réttir tvíliðir og stúfur: SkipU fínum skerfi mátti, skyldi þeygi munur á. Þúfur sínar sérhvor átti sem að eyjar voru þá. Breiðhenda (nýlanghenda) er fjórum sinnum fjórir réttir tvíliðir, sbr. áður tilvitnaða vísu Bergþóru Sölvadóttur. Sigurður Breiðfjörð bjó víst til nýhenduna, en þar eru 1. og 3. braglína þrír réttir tvíliðir og stúfur, en hinar fjórir réttir tvíliðir Til að seðja fýsna feikn flesU kosti þá er völ um. BrjósUkrossa, titla og teikn tekst að fá með ríkisdölum. Þennan hátt skopgerði Jón- as Hallgrímsson eins og fleira í rímnakveðskap: Er hann að syngja enn sem fyrr, arnar-vélið sá hann — attan: „Klingling" hringja kleprarnir við karlinn hélugráan — skratUnn. ★ Þá er bréf Haralds Guðna- sonar í Vestmannaeyjum með þeim skemmtilega hætti sem honum er laginn. Verður reynt að leggja út af því, þótt síðar verði: „Heill og sæll og enn þakka ég þætti þína í Mbl. Ekki líkar mér að slá í gegn sem þrástag- ast er á. Og heldur ekki að slá á þráðinn. Ég læt nægja að tala við mann í síma eða þá hringja til hans. Er þessi þráð- arsláttur fínt mál? Og ef ég hringi til manns og sá hinn sami á ákaflega annríkt — eins og nær allir — þá er svar- að: Hann tekur ekki síma. Nú skil ég vel að menn séu ekki að handfjatla símatækið að óþörfu, en er ekki rétt að segja: Hann (eða hún) svarar ekki í síma? Staglorð, þingorð: Til skoð- unar, málið verður skoðað o.s.frv. „Það er til skoðunar í ráðuneytinu", Tíminn 30. des- ember. Starfshópur, nefnd varla nefnd lengur. Langt og ljótt orð, atvinnutækifæri komið í staðinn fyrir starf (störf). í sunnudagsprédikun heyrði ég talað um lífsreynslur og í útvarpsþætti talaði einhver nemandi um framtök. Annars er talsmátinn í út- varpi oft „ómulegur" eins og stundum er sagt á þeim bæ. Og þeir ríkisskipuðu í dagskrár- stjórn láta allt viðgangast. í poppi 5. des. sagði „stjórnand- inn“ um einhverja útlenda poppara, að „þá hlakkaði mikið til að koma til Islands". „Er þig ekki farið að hlakka til jól- anna“, annar „stjórnandi" í öðrum þætti. Áður sögðu menn að þetta eða hitt liðið hefði sigrað naumlega, nú tapa þau líka naumlega. Séra Jón Thorarensen lék „á alls oddi“ í Keflavík (blaðið Faxi) og einhver lék á alls oddi í Helgarpóstinum nýlega. Ég hef víst áður minnst á stjórnunar-staglið. Allt er að verða stjórnun, stjórnir útlæg- ar. Til þess að leiða menn í allan sannleika um hina einu sönnu stjórnun kom á liðnu ári út bókin Mínútustjórnun. Á frummáli heitir þetta lær- dómskver One Minute Manag- er. f minni orðabók er Manag- er stjórnandi eða stjórnari. Þarna er hann kannski stjórn- unaraðili! En bókin gefur fyrirheit: „Allir eru búnir hæfileikum til að verða ofaná.“ í blaði nýlega mátti lesa, að nú ætlaði Nútíminn (Tímaklík- an nýja) að „taka yfir“ Tím- ann. Félagið Nútíminn ætlaði að taka að sér útgáfu Tímans. Það er svo annað mál, að ekki sýnist þessi yfirtaka hafa orð- ið átakalaus. Hundar og hundalíf hefur verið miög til umræðu þessa daga. Islendingar eru líka miklir hundavinir að eigin sögn þó sitthvað bendi til ann- ars. í sambandi við þessi hundamál vil ég segja þér það, að ég hef alla tíð kunnað illa við lýsingarorðið hundleiðin- legur. Hundar eru ekki leiðin- legir; oftast hið gagnstæða. Gæti þessi notkun orðsins flokkast undir hundavaðshátt? Svipað finnst mér gilda um orðið hrútleiðinlegur, sem t.d. blaðamenn þrástagast á. Hrút- ar eru fallegar skepnur og á sínum tíma var ort um þá lofkvæði sem geymist í bók- menntum okkar, „Þér hrút- ar“.“ P.S. Ég birti fyrir skemmstu vísu sem hófst á orðunum: Sódóm- iskur sat við disk. Halldór Halldórsson prófessor leyfir mér að hafa eftir sér að hann hafi lært hana öðruvísi og sé hún eftir Þórð Eyjólfsson: Sódómiskur sat við disk, saup á wisky fínu. Át þar biskup blautan fisk með bölvuðu hyski sínu. FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Þinghólsbraut 4ra herb. sólrík risíbúö í tvibýl- ishúsi. Laus fjótlega. Verö 1.450 þús. Engihjallí 3ja herb. falleg og vönduö íbúð á 6. hæð. Svalir. Þvottahús á hæöinni. Ákv. sala. Verö 1.600 þús. Jörö — eignaskipti Hef kaupanda aö góöri bújörö á Norðurlandi í skiptum fyrir 5 herb. einbýlishús á Akureyri. Hverageröi Parhús, 5 herb., 130 fm auk bílskúrs 25 fm. Nýleg vönduð eign. Helgi Ólafsson löggiltur fasteígnasalí Kvöldsími 21155. Blaöburóarfólk óskast! Vesturbær úthverfi Tjarnargata 39— Sævarland SIMAR 21150-21370 SOIUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N H0L Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Gott einbýlishús í Garðabæ Húsiö er alls um 170 fm að meðtöldum innb. bílskúr undir svefnálmu. 4 svefnherb. ræktuó lóö. Teikn. á skrifst. Nánari upp. aöeins á skrifst. Glæsileg íbúð viö Ljósheima rúmir 100 fm ofarlega í háhýsi. Sérinng. Útsýni. Ágæt íbúð við Engihjalla 3ja herb. á 2. hæö í 3ja hæóa fjölbýllshúsi. Stærö um 90 fm. Góö sameign. íbúöir við Álfhólsveg Kóp. 4ra herb. jaröhæö um 100 fm. Inng. hiti, þvottahús. Allt sér. ibúöinni fylgir aukarými um 36 fm. Ennfremur nýleg 3ja herb. íbúö á 2. hæð með stórum svölum og útsýni. Stærð um 75 fm. Vel skipulögö. Sérhiti, sérþvottehúe. Bílakúr í smiöum fylgir. Verö aöeins kr. 1450 þús. 2ja herb. íbúð við Kríuhóla á 4. hæö í háhýsi um 65 fm. Ljós viöarinnr. Fullgerö sameign. Utsýni. Næstum skuldlaus. Eitt af vinsælu raðhúsunum í Mosfellssveit Húsiö er nýtt meö Ijósri viöarinnr. og parket á gólfum meö 3ja herb. tbúö um 85 fm. Sólverönd um 17 fm. Mjög sanngjörn útb. Teikning é skrifst. Tvíbýlishús óskast í borginni þarf ekki aö vera fullgert. Seltjarnarnes kemur til greine. Nýtt glæsilegt einbýlishús á Hornafiröi Húsiö er um 130 fm steinhús ein hæö auk bílskúrs um 34 fm. Vandeö eö öllum búnaöi. Skipti möguleg á íbúó i Reykjavík eöa nágrenni. Horna- fjöröur er uppgangspiéae meö miklum atvinnumöguleikum. Teikn. og myndir á skrifst. Læknir nýfluttur til landsins óskar eftir góöu einbýlis- eöa raöhúsi. Heist miösvæöis í borginni eöa i góöri samgönguleiö. Opið í dag laugardag 1—5. Lokaó á morgun sunnudag. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 FA5TEIGIM AIVIIO LUIM Sverrir Kristjánsson Hús Verslunarínnar 6. hæö. Sðtum. Quðm. D*ð4 ÁgúltN. 78214. Lðgm. Hafstomn B«ldvins»on hri. Símatími 13—16 MEIST AR A VELLIR 4. hæö. Ákveöin sala. Til sölu 4ra herb. 115 fm íbúö á 2ja herb. íbúðir ÁSBRAUT, 55 fm á 2. hæö, útborgun ca. 750 þús. LAUFVANGUR. Ca 70 fm á 2. hæð. Þvottah. á hæð. MÁVAHLÍÐ. Ca. 70 fm ibúð i kjallara (jaröhæð). Nýtt gler og nýjar innr. Sérinng. Verö 1300—1350 þús. 3ja herb. íbúðir HVERFISGATA. Til sölu mjög falleg risíbúö. Öll nýstand- sett. Losun samkomul. HRAUNBÆR. 90 fm falleg íbúö á 2. hæð. Verö 1,5 millj. Lítiö áhv. ORRAHÓLAR, 96 fm á 2. hæö, góö íbúö. GRETTISGATA, 73 fm nýstandsett á 2. hæö, ásamt 20 fm geymslu. Akveöin sala. HAMRABORG, 100 fm á 3. hæö, bílskýli, ákveóin sala. 4ra herb. íbúðir SUÐURVANGUR HF. Ca. 117 fm falleg ibúð á 2. hæð, 4ra—5 herb. Suöur- svalir. Verö 1900—1950 þús. SELJABRAUT. Ca. 110 fm íbúö á 3. hæö ásamt bílskýli. Faileg íbúö. Góöar innr. Verö 1900—1950 þús. Ákv. sala. LYNGMÓAR, ca 100 fm íbúö, bílskúr, ákveöin sala. ÁLFTAHÓLAR, ca 120 fm, lyfta á 6. hæð, btlskúr. SELJABRAUT, 120 fm fal- leg ibúö á 1V4 hæö, bílskýli, ákveöin sala. EGILSGATA, 100 fm. 1. hæö, góö íbúó, ákveðin sala. BARMAHLÍÐ, ca. 100 fm. nýstandsett, vönduö og falleg risíbúö, ákveöin sala. HRINGBRAUT HF., 90 fm rúmgóð risíbúð, mikið útsýni. 5 herb. íbúðir HERJÓLFSGATA HF. 100 fm efri hæö i tvibýlishúsi, ásamt bílskúr. Hátt manngengt geymsluris. Möguleiki á kvist- um. Mikiö útsýni. Raðhús SELJAHVERFI. 210 fm raöhús á 3 hæöum, ásamt bílskýli. Verö 3,5 millj. KJARRMÓAR. Mjög vand- aö endaraðhus 125 fm á 2 hæö- um. Bílskr. Ákv. sala. STÓRITEIGUR MOS., ca 140 fm á einni hæð ásamt 70 fm í kjallara. 35 fm bilskúr. VÖLVUFELL 147 fm vandaö raöhús á einni hæö ásamt bílskúr. Ákv. sala. Einbýli TÚNGATA ÁLFTANESI. Til sölu 180 fm einbýli á 1 haaö meö innb. bilskúr. 4 svefnherb. o.fl. Mikið útsýni. Ákv. sala. SEILUGRANDI, 150 fm hæð og ris, innbyggöur bflskúr. Vantar Vandaö raöhús eöa einbýlishús á góóum staö á verðbilinu 4—6 millj. VANTAR — VANTAR Raöhús — einbýlishús meö 5—6 svefnherb. fyrir mjög góöan kaupanda. Skipti möguleg á raöhúsi i Fossvogi. Hef einnig kaupanda aó stóru og vönduöu einbýiishúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.